Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMRER 1976. Trausti Einarsson prófessor: Mismunandi vatnsmagn í berginu rceður hœkkun og lœkkun lands við Kröf lu 9 „Þessi hækkun og lækkun lands, sem verður við og við á Kröflusvæðinu, eru vegna mis- munandi styrkleika bergsins, en sá styrkleiki fer eftir vatns- magni í berginu", sagði Trausti Einarsson hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans í viðtali við Dagblaðið. „Sigið verður ein- faldlega er stinnleiki þess minnkar, eins og t.d. varð, er stóra borholan sprengdi allt af sér og á sama hátt verður vart við hækkun á landinu, er peim tekst að beizla borholur, eða þegar þær lokast, eins og gerzt hefur". ,,Ég fæ ekki séð, að þetta ris, sem þeir eru að tala um, hafi nokkuð með hraunkviku að gera", sagði Trausti ennfrem- ur. Jarðfræðingar hafa gert flóknar mælingar með jarð- skjálfta og bergmálsmælum á svæðinu og segja þeir jarðrisið verða vegna þess, að hraun- kvikan sé að þrýsta sér upp í sprungur í jórðinni. ,,Það er afskaplega flókið að eiga að túlka niðurstöður þeirra mælinga", sagði Trausti. „Ég hef séð sumt af þeim gögn- um, en gallinn er bara sá, áð þeir, sem þessu halda fram, hafa aldrei lagt fram þau gögn, sem þeir telja sig geta byggt skoðanir sínar á." Sagði Trausti, að lengi hefðu legið fyrir nákvæmar mælingar á þessu. „Jú, jú, þessi kenning er þekkt utan úr heimi" sagði Páll Einarsson hjá Raunvlsindastofnuninni í viðtali við Dagblaðið. „Þetta hefur verið rætt hér hjá okkur, en er ekki talið geta átt við í þessu tilviki og þetta skýrir ekki, hvers vegna bergmáls- mælageislar ná ekki um allt svæðið." Sagði Páll það vera rétt, að þeir vísindamenn, sem sett hefðu fram kenningarnar um hraunkvikuna, sem Trausti minnist á, hefðu ekki lagt fram öll gögn viðvíkjandi málinu, „enda ekki hægt að skýra það í stuttu máli fyrir almenningi. Hins vegar er ekki hægt að túlka niðurstöður þeirra mælinga á annan hátt. en við höfum gert", sagði Páll enn- fremur. -HP. Skólarnir byrjaðir: „Iss, það eru svoddan lœti í þessum strákum ii — segja stelpur Hún Eygló áhyggjufull á hún stóð með ömmu sinni í and litla var ósköp svipinn þar sem Þær stollurnar Linda pg Bryndís fara nú hvor i sinn skóla. dyri Breiðagerðisskóla i gærdag. Það var svo sem von, því að það hafði gleymzt að lesa upp nafnið hennar, þegar listinn yfir krakk- ana í sjö ára bekk var kynntur. Amma hennar reyndi sitt bezta til að sannfæra hana um, að þetta gerði samt ekkert til. Hún kæmist nú samt i skólann. „Eg er bara sex... en verð sjö ára 2. nóvem- ber," sagði Eygló, þegar hún fékkst til að tala. Jú, hún þekkti nokkra stafi og hún hlakkaði til þess að læra að lesa. Linda, tíu ára, kom askvaðandi út úr skólanum. Hún hafi verið inni hjá skólastjóranum, „sem var voða almennilegur", til þess að fá hjá honum ýmis gögn. Hún var að skipta um skóla. Ætlaði að ganga í skóla í Grindavík. „Ég hef oft skipt," sagði Linda. „Eg hef verið í skóla í Kópavoginum og tvisvar í Breiðagerðisskóla. Það er lang- skemmtilegast að læra reikning og leikfimi. Þetta er hún vinkona mín, hún Bryndís. Hún passaði þessa tvo frændur mína frá Hafnarfirði á meðan ég fór inn til skólastjórans." Bryndís tekur þátt í samtalinu og segir að það sé áreiðanlega langskemmtilegast að læra handavinnu, sund og leik- fimi. „Bróðir minn, sem er átta ára. er i Breiðagerðisskóla eins og ég. Iss, þar eru alltaf svoddan læti í þessum strákum. Þeir eru helmingi verri en stelpur." Linda samþykkir það. Frændurnir hennar Lindu eru ekkert hrifnir af þessari yfir- lýsingu Bryndísar, en láta sem ekkert sé, enda ekki háir í loftinu enn. Steingrímur, sem er sex ára, ætlar í Víðistaðaskólann í Norðurbænum í Hafnarfirði og hlakkar ósköp til þess að læra að lesa. en Ulfar, fjögurra ára, á ekk- ert við neinn skólalærdóm ennþá. Ömmurnar tvær, sem þarna voruaðlíta eftir krökkunum, þær Jóhanna og Ólína, láta vel yfir því hlutverki sínu að vera ganga- verðir. „Við konur erum alls staðar að hasla okkur voll," segja þær kímnar og bæta við að þær Iáti það alveg óátalið að afar annist líka vörzlu í skólum. Yfirleitt sáust ekki konur við þetta e'ftirlit hér áður fyrr, Þær upplýsa okkur um að nemendum hafi fækkað töluvert í Breiðagerðisskóla. Til dæmis voru níu tólf ára bekkir í fyrra, en í ár verða þeir aðeins f jórir. Foss- vogsskóli verður í fyrsta skipti með tólf ára bekki í ár og þar er meðal annars að finna ástæðuna fyrir fækkuninni. EVI Já, svona eru þessir strákar, þeir eru alltaf helntingi óþekkari stelpur. Sjáið þið ný.ju skólatöskuna hans Einars, sem er að fara í fyrsta skipti i skóla og fékk hana af því tilefni. Margrét mamma hans og Ih'kla litla systir hans veittu honum hald og traust á þessum fyrsta degi. Leifur, níu ára, stendur á bak við með spánnýja stundaskrá. Það eru ekki bara iitlu krakkarnir sem mæta í skólann i fyrsta sinn i sjö ára bekk. Með þeim koma líka mömmur, ömmur eða aðrir — oftast ættingjar. Þær eru allar ömmur þessar þrjár i aftari röðinni, Kristjana, Jóhanna og Ólína. í fremri röðinni eru Eygló, Clfar, Bryndís og Steingrímur. Tilefni myndatökunnar var byrjun skólanna í gær. DB-myndir Arni Páll Fyrirkomulogsbreyting á N-Atlantshafsflugi SAS: SAS flugfélagið á nú í smíðum Boeing 747 breiðþotu í Bandarík.junum og á hún að vora i senn flutninga- og far- þegavél. Er hún sérstaklega smiðuð fyrir Norður- Atlantshafsflugleiðina milli Bandaríkjanna og Skandinavíu. VÖRUFLUTNINGA- OG FARÞEGAFLUG í SENN — Flugleiðir hyggjast ekki fara inn á þessa braut á nœstunni A hún að kosta um 40 milljónir dollara og hefur önnur eins verið pöntuð. einnig fyrir þá leið, en sú fyrri kemst í notkun á næsta ári. Talsménn félagsins segja að þessi kaup byggist á tvegg.ja ára athugun á vöruflutningaeftir- spurn á þessari leið. Blaðið sneri sér til Sigurðar Helgasonar., forst.jóra Flug- leiða, og spurði hann hvort Flugleiðir stefndu hugsanlega inn á þessa braut hvað varðar Norður-Atlantshafsflugið. Hann sagði að vóruflutningar Flugleiða væru svo hverfandi litlir miðað við farþegaflutn- ingana, að miðaö við óbreytt ástand í þ'eim efnum myndi félagið ekki fara inn á þessa braut. Hann leit ekki á þessa fyrirkomulagsbreytingu SAS sem aukna samkeppni við Flugleiðir og taldi hann ekki heldur að SAS gengi með nokkru móti á hlut Flugleiða með þessu. — G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.