Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 10
10 _____ BIAÐIÐ frjálst, áháð dagblað Útiiefandi Dagblaðiðhf. Framkvæmdastjðri: Sveinn R. Eyjðifsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttast.jóh: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjori: Atli Steinarsson. Iþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannes Revkdal Handrit Asgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Asgeir Tðmasson. Berglind Asgeirsdðttir. Bragi Sigurðsson Erna V. Ingólfsdóttir. Gissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. Helgi Péturssnn. Jðhanna Birgis- dottir. Katrin Pálsdóttir. Kristín Lýðsdóttir. Olafur Jórrsson. Omar Valdimarsson. Ljósmvndir: Arni Páll Jðhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björgvin Pálsson. Ragnar Th. Sigurðsson Ojaldken: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjöri: Már E.M. Halldórsson. Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjðrn Slðumúla 12. simi 83322. augl.vsingar. áskriftirog afgreiösla Þférholtl 2. sími 27022. Setning og umhrot: Daghlaðið hf. og Steindórsprent hf.. Armúla 5. M.vnda-og pliitugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Arvakurhf.. Skeifunni 19. DAGBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976. Adhalá eflír traust Gagnkvæmt traust er á hverf- anda hveli í þjóðfélagi okkar. Þetta er ekki ný bóla, heldur haf a menn síðustu mánuði tekið betur eftir því, er áhrifamenn bregðast trausti. Hin frjálsari fjölmiðlun hefur opnað augu margra fyrir því, hvernig þjóðfélagið starfar stundum á annan hátt en hugsjónir þess gera ráð fyrir. Stjórnmálamenn og embættismenn eru fjöl- mennir í hópi þeirra, sem ekki eru trausts verðir. Margir þeirra telja orð sín lítils virði. Voru nokkur dæmi um slíkt rakin í leiðurum Dagblaðsins á föstudaginn og mánudaginn. Þessir áhrifamenn vilja gjarnan blekkja al- menning og gefa því fjölmiðlum rangar upplýs- ingar um gerðir sínar og markmið þeirrá. Þessu er samfara sú útbreidda skoðun áhrifamanna, að almenningur hafi skammvinnt minni. Þeir segja því ósatt, þótt þeir viti, að hið sanna komi í ljós fyrr eða síðar. Dæmi Dag- blaðsins f jölluðu einmitt um slíka hegðun. Þegar fjölmiðlar upplýsa þessi atriði, eru þeir ekki að grafa undan samskiptum al- mennings og áhrifamanna. Traust getur ekki byggzt á vanþekkingu. Áhrifamenn eiga að njóta þess trausts, sem þeir eiga skilið, og einskis fram yfir það. Og þeir, sem ekki ná nægri einkunn á þessu sviði, eiga ekkert erindi í áhrifastöður. Þeir eiga að víkja fyrir öðrum, sem almenningur hefur fremur ástæðu til að bera traust til. Nauðsynlegt er, að frjálsir fjölmiðlar veiti enn meira aðhald en þeir hafa hingað til gert. Þeir þurfa að skrásetja ósannindi stjórnmála- manna og embættismanna og minna almenning á þau, þegar tækif æri gef ast til. Lítilsvirðing áhrifamanna fyrir eigin orðum er ekki hið eina, sem stendur í vegi fyrir, að þeir séu trausts verðir. Undanfarna mánuði hefur almenningur fengið lítillega að skyggn- ast inn í þá furðulega spilltu veröld, sem stjórn- málaflokkar rækta undir fölsku yfirborði hugsjóna og hindurvitna. í þessum undirheimum er mikið braskað, einkum með aðstöðu stjórnmálaflokka í sjóðum og bönkum. Pólitískir bankastjórar úthluta fé almennings á pólitískan hátt. Þeir lána flokks- gæðingum meira fé til lengri tíma og á lægri vöxtum en almenningur fær. Jafnframt er verðbólgan höfð nægilega mikil til þess, að unnt sé að hagnast verulega á skuldasöf nun. Yfir þessa ormaveitu er breitt gatslitið klæði hugsjónar bankaleyndar. Þessu klæði þarf að svipta f rá og skylda bankana til að gef a daglega út skrár yfir fyrirgreiðslur dagsins. Bankarnir eru ekki nógu traustvekjandi til að vera banka- leyndar verðir. Með markvissri opnun þjóðfélagsins er smám saman unnt að sauma að skuggaböldum þess og hrekja þá úr einu virkinu í annað. Fjölmiðlar verða þá eftir mætti að efla aðhald sitt með almennu siðferði í stjórnmálum, við- skiptum, bankamálum og á öðrum þeim sviðum, þar sem grundvallarhugsjónir þjóð- félagsins hafa beðið hnekki. Fjölmiðlar stunda aðhald sitt í umboði les- enda sinna. Fjölmiðlar mega ekki frekar en aðrir bregðast trausti umbjóðenda sinna, jafn- vel þótt það kunni að kosta fjármálalegar ofsóknir af hálfu bankavalds og annarra, sem telja, að sinn sé mátturinn og dýrðin. Fjárdrjttur i FBI? Clarence Kelly slapp fyrir horn Ford Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að Clarence Kelly yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, FBI, skuli halda enibætti sínu þrátt fyrir uppljóstranir um, að hann hafi þáð gjafir af undirmönnum sín- um og þar að auki notað fé úr sjóðum FBI til að betrumbæta heimili sitt. Er Kelly heyrði um þá ákvörðun forsetans að fyrirgefa honum gluggakappamálið svo- kallaða lýsti hann yfir þakklæti sínu til forsetans. Hann sagði i leiðinni að leyniþjónustan og yfirmenn hennar væru ekki óskeikul og ættu það til eins og aðrir að láta glepjast. „Við sem erum opinberir embættismenn eigum oft við óstjórn og erfiðleika að stríða," sagði Kelly við þetta tækifæri. „Það er því ávallt mikil ánægja því fylgjandi að fá viðurkenn- ingu fyrir störf sín. Ég vona að ég muni í framtíðinni geta þóknazt stjórnendum landsins og íbúum þess." Clarence Kelly lét þess getið í leiðinni að hann hygðist kvænast á ný. Hann missti konu sína í nóvember á síðasta ári, en hyggst nú ganga í það heilaga með fyrrverandi nunnu, Shirley Dickes að nafni. Fröken Dickes var leyst undan nunnuheiti slnu fyrir um sex árum síðan, er hún gerðist barnakennari i Mary- land. Htin og Kelly kynntust fyrir sex mánuðum. — Eigin- kona hans dó úr krabbameini. Tilkynningin um að Ciarence Kelly fengi að halda embætti sínu var gefin út í Hvíta húsinu á sunnudagskvöldið síðasta. I henni sagði, að hefði ákveðið að Ford forseti hætta við að reka Kelly fyrir orð Edwards Levi saksóknara. Clarence Kelly, yfirmaður Alríkislögreglunnar: Glugga- kapparnir höfðu nærri því fellt hann. Dósir Elísabetar Fyrir nærri 20 árum átti ég þess kost að skoða skartgripa- safn keisara og drottninga í Kremlarhöllum. Þar á meðal voru margar tóbaksdósir for- kunnarfínar, sem Elísabet drottning hafði átt á stjórnartíð sinni um miðja 18. óld. Það leyndi sér ekki, að þes*sir'gripir höfðu verið taldir vel við hæfi í konungshöllum á þeirri tíð, og síst af öllu hefur það flögrað að hennar hátign, að neftóbakið drægi á nokkurn hátt úr hefðarbrag hennar. Þvert á móti munu þeir yngismenn sem urðu þeirrar náðar aðnjótandi að nálgast andlit þessarar róm- uðu fegurðardísar, hafa þá fyrst orðið bergnumdir svo um munaði, þegar þeir fundu tóbaksþefinn leggja úr þessum yndislegu nösum. Og ekki skulu menn halda, að smekkur þess- arar fögru drottningar hafi verið einsdæmi á þeim tíma. Eins og venjulega var hún aðeins þátttakandi — í tísku- hreyfingum samtíðarinnar. Að taka í nefið var sem sagt ein- hver yndislegasta og fínasta athöfn kóngafólks. En eins og aldarandinn var þá, er vafamál, að það hafi verið vel séð, að almúginn færi að slá um sig með þessari konunglegu nautn. Að minnsta kosti tekur Jón Vídalín heldur betur i hnakka- drambið á þeim, sem á svip- uðum tíma leyfðu sér að líkja eftir heldri mönnum í klæða- burði og háttum. Hins vegar nefði löngunin í þessa goðum- líku sæluvimu ekki verið vitund nunni fyrir það, þótt al- menningi hefði verið meinað að njóta hennar, nema síður væri. Auðvitað hlaut þvi að fara svo, að þessi dásamlega fina neftóbaksnaut breiddist út um öll lönd, jafnvel í eymdina og volæðið hér úti á tslandi. Með timanum fór svo, að eng- inn kotakarl var svo vesæll, að hann gengi ekki með pontu upp á vasann. Hinu langþráða lýð- ræðislega takmarki var náð. En mjög var það í sömu veru, að engum kóngi eða drottningu datt lengur í hug að iðka þann andstyggilega og plebejiska sóðaskap að skíta út nefið á sér með tóbaki eins og sveitadurg- ur. Og nú fór að verða æ minni gróðavegur að versla með nef- tóbak. Enn þekkist það að vísu hér á landi, en er sífellt á undanhaldi, samkvæmt áreiðanlegustu verslunar- skýrslum. Og það er eins gott að fara nú að bjarga íslenskum tóbaksdósum á söfn, á sama hátt og dósunum hennar Elísa- betar Pétursdóttur mikla í Kreml, enda þótt þær séu ekki lengur gerðar úr filabeini, né skreyttar gulli og gimsteinum. Þegar litið er á þessa sögu neftóbaksins, fer ekki hjá því að manni detti í hug, hvernig sigarettureykingarnar hafa lagt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.