Dagblaðið - 07.09.1976, Page 11

Dagblaðið - 07.09.1976, Page 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976. N „Ég tel að Clarence Kelly hafi og muni halda áfram að standa sig vel í embætti sinu sem yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna,“ sagði Ford forseti í tilkynningu sinni. Kelly var staddur í Kansas City, er hann frétti af því að hann fengi að halda embættinu. Gjafir þær, sem Clarence Kelly er sagður hafa þáð frá undirmönnum sinum eru meðal annars hægindastóll og klukka. Levi saksóknari sagði í til- kynningu sinni til Fords forseta, að samkvæmt núgild- andi lögum og reglum væri slíkt heimilt. í síðustu viku greiddi Kelly 335 dollara (rúmlega 60 þúsund krónur) til Leyni- þjónustunnar fyrir vinnulaun og efni við endurbætur heimilis síns, þar á meðal gluggakappa. Levi sagði í skýrslu sinni til Fords forseta: „Það er skoðun okkar, að Kelly eigi að halda stöðu sinni sem forstjóri Alríkislögreglunnar áfram og að hann eigi að greiða stofnun- inni til baka allar þær greiðslur fyrir þjónustu og annað, sem hann kann að hafa tekið sér, eins og hann hefur farið fram á að fá að gera.“ Skýrsla þessi var hluti af rannsókn sem dómsmálaráðu- neytið lét gera vegna ásakana þess efnis, að starfsmenn stofnunarinnar hefðu dregið sér fé á ýmsan hátt, m.a. með þvj að láta greiða fyrir sig ýmis- legt til einkaafnota og að þeir hafi stolið sér fé vegna greiðslna fyrir upplýsingar. Ekkert kom í ljós, sem sýndi að Kelly hefði gert þessa hluti, en talið er samt, að hann hafi þegið gjafir, sem forstjóri FBI. 11 Gildi dagvistunarheimila I Dagblaðinu þann 21. ágúst var þraut sem kölluð er orða- rugl. Meðan ég aðstoðaði son minn við þessa þraut varð mér á að lesa lesefnið sem blasti við augum. Og sjá, þar gaf á að líta pistil nokkurn sem bar yfir- skriftina „Hver er réttur Olivers11? Og þvílíkt rugl, ég las greinina aftur og komst að því að á annarri blaðsíðu var orða- rugl en á bls. 11 leit út fyrir að einhver væri orðinn ruglaður. Hver er þessi Geir R. Ander- sen? Hvaðan kom hann? Hann hlýtur að hafa farið nokkurra alda villt, það er engu líkara en hann hafi hrokkið beint úr 16. öldinni. Ég hef aldrei lesið neitt þar sem stað- reyndir eru eins sniðgengnar. Fyrst hnýt ég um kaflann þar sem farið er orðum um ástandið á öndverðri 19. öld, hér á landi. Ekki er hugsanlegt að íslend- ingar hefðu byggt upp heil- brigðis- og menntaþjónustu ef þjóðartekjur þeirra þá hefðu runnið til þjóðarinnar en ekki í vasa danskra valdhafa sem hér réðu þá lögum og lofum. Eftir næstu greinaskil kemur rulla um barnaheimilin og tek ég hér orðrétt úr grein G.A. ...þá fyrst uppgötvaði fólk hér að barnaheimili og dagvistunar- stofnanir, sem annarsstaðar voru talin ill nauðsyn, eru „munaður" sem ekki mátti vanta í því lífsþægindakapp- hlaupi, sem hér var að hefjast.“ Mér verður á að halda að hvergi finnist dagvistunar- heimili nema á því hrjáða ís- landi. Hvar eru dagvistunarheimil- in talin ill nauðsyn???? En hvað þá um niðurstöður amer- ískra sálfræðinga um að börn sem hafa verið á dagvistunar- heimili séu miklu betur undir skólagöngu búin heldur en flest hinna, og það eru ekki aðeins amerískir sálfræðingar sem halda því fram heldur nefni ég þá vegna þess að ég get bent á bók sem kennt er úr við Kenn- araháskólann þar sem slíkri kenningu er haldið fram. Satl að segja er ég fóstra og skammast mín ekkert fyrir það, einnig er ég húsmóðir og 3ja barna móðir og hef aldrei skammast mín fyrir það heldur. En um kaflann hjá G.A. um fóstrurnar sem segja sögur og kenna söngva og sitthvað fleira vil ég segja, að þar afhjúpar G.A. sig herfilega. Hann hefur svo greinilega ekki nokkra hug- mynd um hvað er að gerast á dagvistunarheimilum í dag, annars væri hann ekki svona skilningslaus á gildi dagvist- unarheimila í nútímaþjóð- félagi. Og um samanburð á fóstrum og sögupersónu Dickens vil ég segja honum það, að við vinnum við að um- gangast og annast litlar mann- verur og þar myndast meiri og nánari tilfinningatengsl heldur en G.A. gæti nokkurn tímann ímyndað sér, á meðan hann pikkar visku sína á steindauða ritvél. Nú nú, svo kemur gamla tuggan um skattana og vinn- una, skattana og útivinnandi húsmæður. Þar held ég að sé stórkostlegur misskilningur á ferð. Ég vil meina að skattíviln- anir vinnandi húsmæðra séu til komnar vegna þess að það vantaði vinnuafl, það var og er ekki hægt að halda þjóðarskút- unni á floti án útivinnandi hús- mæðra, það veit G.A. vel. Eða treystir hann sér til að segja okkur hvað mundi ske ef allar giftar húsmæður færu út af vinnumarkaðinum? Ég á bara við giftar, ég er ekki að tala um þær sem G.A. lætur sem séu ekki til, það eru þær ógiftu sem verða einar að sjá sér og börnum sínum farborða — oft á smánarlaunum. Hvað mundi ske? Hvað yrði um frystihúsin, sjúkrahúsin, elliheimilin, fæðingardeildirnar, skólana, skrifstofurnar og áfram mætti telja, fyrir utan það að þá yrði G.A. laus við dagvistunarheim- ilin. G.A. talar um hagkvæmni f matarinnkaupum. — Hvað hefur G.A. eiginlega í kaup?—Það er mín reynsla að í sambandi við hagkvæm matarinnkaup þurfi að hafa mikla peninga í höndunum, en þeir eru óvart ekki alltaf til hjá hinum almenna launþega. Einnig minnist G.A. á sparnað í sambandi við hrein- gerningar. Þar afhjúpar hann sig enn. Hann er ekki að tala um neitt venjulegt launafólk, það hlýtur að vera talsvert þröngt í buddunni hjá þeim sem hafa efni á sliku. Ég veit ekki betur en að ég og mínir líkar höfum mátt sauma, prjóna, elda og þrífa jafnframt því að aðstoða við að vinna fyrir fjölskyldunni. Að lifa „sóma- samlega" er mjög teygjanlegt hugtak og er ég hrædd um að meiningin sé mjög breytileg eftltþví hvaða þjóðfélagshópar túlka það, en hjá okkur í neðri launahópunum held ég að það þýði „sjálfsbjargarviðleitni án svika við þjóðfélagið". Og virki- lega finnst mér G.A. sein- heppinn þegar hann segir hinn almenna skattborgara þreyttan á að taka á sig byrðar fólks sem sifellt knýr á um úrbætur á ýmissi opinberri þjónustu og tekur sem dæmi dagvistunar- heimilin. Fólk er ekki orðið þreytt á að borga skatta til að Kjallarinn Þórelfur Jónsdóttir halda uppi opinberri þjónustu hvort sem hún er í mynd sjúkrahúsa, elliheimila, skóla, dagvistunarheimila o.s.frv. Nei, við erum orðin dauð- þreytt á því að borga þessa þjónustu líka fyrir skattsvikar- ana og stórþjófana sem alltaf fá að sleppa. Heldur G.A. að huldu mennirnir með ávísanasvindlið séu allir litlir og hrjáðir Oliverar Twistar, aldir upp á barnaheimilum? Og nei, ætli þeir hafi aldurs síns vegna sloppið undan þeirri ógnar- grýlu, sem G.A. virðist álíta þessi heimili vera. Senflilega hafa einhverjir þeirra alist upp í þeim dýrðar- ljóma sem bundinn er við rökkurbyrjun í lítilli baðstofu, sitjandi við kné afa og ömmu, hlýðandi á sögur og söng, og hafa að öllum líkindum haft meira af góðu atlæti en Oliver litli Twist. G.A. talar um grunnhyggna einstaklinga, giftar konur. En hvað um feður barnanna sem eru á dagvist- unarheimilunum? Þegar ég fer að rifja upp hvað feður barn- anna, sem voru í leikskólanum þar sem ég starfaði síðast, störfuðu, þá held ég að G.A. vildi ekki kalla þá grunn- hyggna, því fyrir utan börn verkamanna, sem G.A. vill greinilega ekki vita að séu til, þá voru þar feður sem voru t.d. alþingismaður, verkfræðingur, haffræðingur, prestur, kennari, læknir og tannlæknir, og flestir þeirra létu í ljós ánægju yfir veru barna sinna þar. Einnig voru börn heimavinnandi hús- mæðra. Hvers vegna? Jú, þær eru nefnilega svo vel viti bornar að þær sjá að í okkar malbikaða og steinsteypta nútímaþjóðfélagi gleymist ærið oft að reikna með yngstu borg- urunum. Mér virðist G.A. vera einn af þeim mönnum sem vilja fá að standa á stalli kynferðis síns vegna. Því ætti hann að vita að það getur aldrei talist karl- mannlegt að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, en það gerir hann með þvl að sverta og rægja fóstrur og dag- vistunarheimili og grafa um leið undan þeirri þjónustu sem hvert barn í nútímaþjóðfélagi á fullan rétt á. Nei, Geir R. Andersen, gakktu heldur í lið með blaða- mönnum og aðstoðaðu þá við að stinga á kýlin í -okkar sýkta þjóðfélagi og hreinsa út, þá verður betra að lifa hér. Þá höfum við kannski efni á að reka þau sjúkrahús sem við þurfum, smánin í aðbúnaði aldraðra hyrfi, skólarnir gætu horfið frá því að 40% kennar- anna séu án kennaramennt- unar og öll börn ættu kost á því að dveljast einhvern tíma á for- skólaaldri á dagvistunarheimil- um. É'g fagna tilvist Dag- blaðsins, þvl að síðan það leit dagsins ljós hafa flest blöðin breyst í þá átt að afhjúpa alls kyns svindl sem virðist þrífast jafnt hjá háum sem lágum, og gefa þeim þá aðhald sem virtist ekki vanþörf á. Haldið þvi áfram, með því getið þið fengið okkur til að öðlast aftur trú á mennina í fararbroddi, þannig að við þurfum ekki að hafa það á tilfinningunni að þar sé líka að finna nokkurs konar herra Fagin. Þórelfur Jónsdóttir fóstra, Hafnarfirði. og auglýsingar Rolfs Kjallarinn Póll Bergþórsson undir sig mannkynið á þessari öld. Saga sígarettnanna byrjaði með heldur auvirðilegum hætti snemma á 16. öld á Spáni. Þá voru vindlar stöðutákn ríkustu manna, en betlarar Sevilla- borgar tíndu upp stubbana, vöfðu þá innan í pappír og reyktu: Fyrsta eiginlega síga- rettan var tilbúin. Eins og gefur að skilja var þessi upp- runi ekki til þess fallinn að breiða siðinn út né gera hann eftirsóknarverðan, heldur mun þetta hafa tafið fyrir honum. Það er ekki fyrr en á síðari hluta 19. aldar, að þessi gamla betlaranautn fer að verða vin- sæl og fín. Um miðja 19. öld var munntóbak og neftóbak hvað útbreidöast, en pípan átti sinn blómatíma síðari hluta aldar- innar. Arið 1880 voru fram- leiddar 500 milljón sígarettur í Bandaríkjunum, milljarður árið 1885, en fjórir milljarðar árið 1895. Fram undir 1920 hélt vindillinn samt velli til jafns við þennan nýja sið, en árið 1960 námu sígarettureykingar 80% af tóbaksnotkun þar í landi. Og aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið. Einna mestur dýrðarljómi mun hafa verið um sígarettuna á blómatíma Hollywood- myndanna* Sá leyndi draumur margra bíógesta að fá einhvern- tíma að faðma filmstjörnu í skýi af yndislegum sígarettu- reyk, mun hafa átt verulegan þátt í sigurför sígarettunnar, þeirri sigurför, sem getur tæp- lega orðið meiri en hún er nú orðin. Nýjan kipp tók sígarettu- dýrkunin með tilkomu popp- hljómleikanna á síðustu áratug- um, hinna nýju guða, sem við öll tækifæri ráku hinn magnaða, en óbeina áróður fyrir þessum dásamlega sið. Og hvað er svo framundan? Best er að spá ekki oftar en maður er til þess neyddur, en i ljósi reynslunnar er þó freist- andi að ímynda sér, hver „staða sígarettunnar" verði eftir hundrað ár. Neftóbakið ríkti í heiminum í um hundrað ár, fram undir 1850, en er nú fyrir- litið af flestum, stundum ekki notað nema í laumi af gamalli þörf. Forkostulegu dósirnar hennar Elísabetar Rússadrottn- ingar eru í augum nútíma- manna ekki nema skrýtla. Verður það ekki eitthvað svipað með sígaretturnar árið 2050? Það mætti ætla eins og allt gengur nú hratt fyrir sig. Raunar sjást þess merki, að nýtt afþreyingarmeðal taki við, einhvers konar pillur, hass eða annað slíkt, en best er að spá engu um, hvaða efni muni sigra. En á þeim nýja dýrðar- tíma verður efalaust litið á sígarettureykingar sem heldur leiðinlegan sóðaskap. Ösku- bakkar verða taldir álíka fyrir- bæri og hrákadallarnir. sem maður sá á öllum göngum í Arnarhvoli fyrir 30—40 árum, fyrir bændur, sem komu til að tala við framsóknarráðherra. Það verður talað með hneyksl- un um þann dónaskap að setjast ekki svo inn í tveggja rúmmetra bíl, að fylla hann ekki óðara með ógeðslegum tóbaksreyk. Það verða skrifaðar bækur um, hvernig Rolf Johansen spilaði á þessa heimskulegu „nautnasýki", í gæsalöppum, fór á bak við allar reglugerðir um auglýsinga- bann I skjóli voldugra vina. Þá verða þessar auglýsingar á Þjóðminjasafninu, ásamt ýmsum öðrum leifum þessa kostulega siðar, sem tröllreið þjóðinni um miðja tuttugustu öldina, en verður þó enn iðkaður af fáum gamalmenn- um, aðallega í laumi. Páll Bergþórsson veðurfræðingur.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.