Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976. íþróttir þróttir íþróttir Iþróttir Gullbjörninn í miklum ham Jack Nicklaus bætti einni skrautfjödrinni í litrikan hatt sinn í gær, þegar hann sigraði i „Vorld-series" . golfkeppninni miklu á sunnudag Það er ein mesta peningakeppnin í Banda- ríkjunum — verðlaun samtals 300 þúsund dollarar. Gull- björninn Nicklaus sigraði með nokkrum yfirburðum — Iek holurnar 72 á 275 höggum. Hail Erwin varð annar með 279 högg og Hill þriðji með 280. Þegar síðasta umferðin hófst á sunnudag var Jack Nicklaus í þriðja sæti — tveimur höggum á eftir japönskum golfmanni og Hubert Green. En Nicklaus lék lokaumferðina sniliarlega og hafði náð þessum tveimur eftir fjórar holur. Síðan tók hann forustuna — lék hringinn glæsilega á 68 höggum. Þetta var sjötti sigur Nicklaus í þessari miklu keppni. Finnar unnu Svía Finnar sigruðu Svía í lands- keppni í frjálsum íþróttum, sem háð var í Helsinki um helgina. Hlutu 223 stig gegn 187 í karla- keppninni og 91 stig gegn 66 í kvennakeppni. Ahorfendur voru 40 þúsund hvorn dag. Mosta athygli vakti, að Lasse Viren tapaði fyrir landa sínum Martti Vainio í 10 km hlaupinu. Ætlaði sér að setja heimsmet, en sprakk. Hljóp á 28:46.21 mín. Vainio á 28.30.58 mín. Þá varð olympiu- meistarinn Anders Gjærderud aðeins fjórði í 3000 m hindrunar- hlaupi — hljóp á 8:42.29 mín. Kantanen sigraði á 8:27.35 mín. Dinamo Tiblisi bikarmeistari! Dinamo Tiblisi sigraði Ararat Yerevan í úrslitaleik sovézku bikarkeppninnar 3-0 um helgina. Leikurinn fór fram á Leninleik- vanginum i Moskvu að viðstödd- um 75 þúsund áhorfendum. Bæði liðin eru úr Sovétríkjunum. Dinamo frá Georgíu og Ararat við landamæri Tyrkiands. Ararat Verevan var bikarmeistari Sovét- ríkjanna í fyrra. Dinamo Tiblisi mætir Cardiff City frá Wales í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Þeir skora í Þýzkalandi! Eintracht Frankfurt sigraði Schalke 04 6-3 í viðureign liðanna í Bundesligunni þýzku. Já, þeir hafa ekki gleymt að skora mörk, Þjóð- verjarnir. Athylgisverður er árangur FC Köln — en liðinu hefur gengið vel eftir að Weisweiler fyrrum fram- kvæmdastjóri Borussia Mönchengladbach og Barce- lona tók þar við stjórninni. En lítum á úr- slitin: B. Dortmund—B. Mönchengladb. 0-0 Dusseldorf—FC Köln 1-3 Ros-Weiss Essen — Hamborg 1-2 Kaiserslautern— Saarbrucken 1-0 Hertha Berlin — Bayern Munchen • 1-1 Werder Bremen— Karlruher 1-1 Bochum—Duisburg 2-1 Brunswick—Tennis Borussia 3-1 Eintraeh Frankfurt— Schalke 6-3 Hollendingar á æfingu á Laugardalsvelli í gærkvöld. DB-mynd Bjarnleifur. ísland hef ur rétt eins og Holland risið úr öskustó! — i þremur leikjum þjóðanna hefur Island sigrað einu sinni — 1961. _________Hvað gerist á Laugardalsleikvanginum á morgun? Holland, er tapaði fyrir V- Þjóðverjum í úrslitaleik Heims- meistarakeppninnar 1974, hefur þrívegis leikið við Island. Og hið merkilega er — fsland hefur einu sinni borið sigur úr býtum en það var í Reykjavík 1961. Þá sigraði ísland 4-3. Síðan þá hefur Holland risið úr öskustónni og margir álíta, að það hafi í síðustu heimsmeistara- keppni verið með bezta liðið. Það hafi leikið skemmtilegustu knatt- spyrnuna og hafi haft á að skipa bezta einstaklingi keppninnar. En áður en Holland gat snúið sér að aðalkeppninni varð það að ryðja úr vegi nágrönnum sínum Belgum, og síðan Norðurlanda- þjóðunum Islandi og Noregi, í undankeppninni. Það gerði Holland nokkuð örugglega — liðið sigraði ísland í báðum leikjum þjóðanna, en þeir föru báðir fram í Hollandi. Hinn fyrri fór fram í Amsterdam og endaði 5-0. Hinn síðari var i Deventen og þá sigruðu Hollendingar 8-1. Jú, að vísu stórar tölur en eitt er þó merki- legt og um leið skemmtilegt. Einn kunnasti leikmaður HoIIands, van Hanegem, til hægri.i keppni við Argentinumann á Olympiuleikvanginum i Amsterdam þegar Hollahd sigraði Argentínu 4-1. Island gerði það sem öðrum tókst ekki — það er að skora hjá Hollendingum fram að úrslita- leiknum við V-Þjóðverja. Guðgeir Leifsson vann knöttinn vel á miðjunni, var fljótur að hugsa og sendi knöttinn í eyðu fram til Elmars Geirssonar og hann hljóp hollenzku vörnina af sér og skoraði örugglega. Já, allt fram að úrslitaleiknum hafði engum tekizt það sem Elmar gerði í Deventen. Stórveldi eins og Belgía, fyrrum heims- meistararnir Brasilía, Svíar sem svo mjög komu á óvart í keppn- inni, Uruguay sem tvívegis hefur orðið heimsmeistari. I átta liða úrslitum sigraði Holland Argentínu 4-0, A-Þýzkaland varð að sætta sig við 0-2 tap og sama gilti um Braziliu. En þegar að sjálfum úrslitaleiknum kom virtist hollenzka liðið aldrei ná sér nógu vel á strik og tapaði 1-2. Hvorki fleiri né færri en 7 úr liði Hollands i úrslitaleiknum eru hingað komnir. Þeirra frægastur er vafalítið Robbie Rensenbrink, sem nú leikur með Anderlecht og þykir einn snjallasti leikmaður í Evrópu um þessar mundir. Þeir sem léku úrslitaleikinn Sigríður jafnaði íslandsmetið! Mjög góður árangúr náðist á Norðurlandsmótinu í frjálsum iþróttum, sem haldið var á Akureyri dagana 4. og 5. sept. Hæst ber árangur Sigríðar Kjartansdóttur í 100 m hlaupi þar sem hún jafnaði Islandsmet Ingunnar Einarsdóttur, hljóp 100 m á 12.2. Sigríður varð einnig stigahæsta stúlka mótsins, hlaut 23 stig Einnig stóð Aðalsteinn Bernharðsson sig með stakri prýði, vann ! öll spretthlaupjn og einnig grindahlaupið. Eitt íslandsmet sveina var sett. Það setti Þorsteinn Þórsson UMSS í hástökki. Hann stökk 1.87. Sama árangri náði Þórður Njálsson en hann keppir i flokki fullorðinna. Mótið var mjög fjöl- mennt og tóku alls 122 keppendur þátt í því. Veður til keppni var mjög gott, og voru áhorfcndur óvenju margir. Mótsstjóri var Haraldur Simirðsson. -STA. fyrir Holland voru: Joengblood, Suurbier, Rijsbergen, Haan, Krol, Jansen, Van Hanegem, Neeskens, Rep, Cruyff, Rensenbrink. Þeir Van der Kerkhof og De Jong komu inn sem varamenn. Þeir sjö sem nú eru hingað komnir eru Reye Van der Kerkhof, PSV Eindhoven, Robbie Rensenbrink Anderlecht, Arie Haan Anderlecht, Wim Jansen Feyenoord, Wim Rijsberger Feyenoord, De Jong Feyenoord og Ruud Krool frá Ajax. Aðrir leikmenn eru Willy Van der Kerkhof PSV Eindhoven, Jan Ruiter Anderlecht, Ruud Geels Ajax, Jan Peters en þeir léku allir í sjálfri aðalkeppninni þó þeir léku ekki í úrslitaleiknum. En til viðbótar eru Jan van Beveren PSV, sem þykir snjall- astur markvarða Hollands, Adrie van Kraay PSV, Cees Kist AZ '67 og Wim Meiistsege Sparta. Af þessu má ljóst vera að liðið, sem leikur hér á Laugardalsvellinum verður ekki mikið breytt frá heimsmeistarakeppninni '74. En að sjálfsögðu munar þar mestu að þeir Johan Cruyff, Johan Neeskens, báðir Barcelona, og Johnny Rep, sem leikur með Valencia, verða ekki með í liðinu er leikur hér á morgun. Þar munar að sjálfsögðu miklu — en margir álíta að Holland verði alls ekki lakara lið því Johan Cruyff hafi ekki verið góður „móralskt" séð. Hvað um það. tslenzkum knatt- spyrnuunnendum gefst einstakt tækifæri. Tækifæri sem ekki er víst að gefist næsta áratuginn eða svo. Að sjá sjálft silfurliðið úr síðustu heimsmeistarakeppni — Holland — á Laugardalsleikvang- inum. Þetta tækifæri munu þús- undir nýta, svo mikið er víst. Og Islendingar fara ekki inn á völl- inn með því hugarfari að leikur- inn sé fyrirfram tapaður — nei, alls ekki. Verði íslenzka liðið ekki fyrir sama slysinu og gegn Belgum, má jafnvel vænta óvæntra úrslita. Það er af sem áður var þegar litið var á slíka leiki nánast sem formsatriði, það er að litla ísland biði lægri hlut. ísland hefur risið úr öskustónni rétt eiris og stór- veldið Holland. h halls |

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.