Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976. 13 Iþróttir þróttir íþróttir óttir Íslandsmet Ingunnar 09 Vilmundur á 21.7 sek! w IR hefur forustu i stigakeppni félaganna á Meistaramóti Reykjavikur i frjólsum iþróttum. Þokkalegur árangur i nokkrum greinum. Hlaupadrottningin Ingunn Einarsdóttir, ÍR, setti enn eitt íslandsmetið í gær, þegar fyrri hluti Meistaramóts Reykjavíkur í frjálsum íþróttum var háður á Laugardalsvellinum. Ingunn hljóp þá 100 m á 12.0 sek. og bætti íslandsmet sitt um sekúndubrot. Allar aðstæður voru löglegar — vindur 1.5 sek./m. Einnig er skammt stórra högga á milli hjá Vilmundi Vilhjálmssyni, KR. Hann hljóp 200 m á 21.7 sek. sem er bezti árangur hans á vega- Iengdinni, og nú er ekki langt hjá honum i hið fræga íslandsmet Hauks Clausen. 21.3 sek., sem Hilmar Þorbjörnsson síðar jafn- aði. Þau Ingunn og Vilmundur voru yfirburðamenn í sínum greinum. Þórdís Gísladóttir, IR, varð önnur í 200 m hlaupinu á 13.2 sek. og Stefán Hallgrímsson, KR. í 200 m hlaupinu á 23.9 sek. Þokkalegur árangur náðist I mörgum greinum í gær, en á óvart kom hve skráðir keppendur mættu illa til leiks. Af 51 skráðum keppendum KR í gær mættu aðeins 16 til leiks — og í eina grein, 800 m hlaup, voru margir KR-ingar skráðir en enginn frá félaginu keppti þar. Af 48 skráðum keppendum ÍR mættu 39 til mótsins, og af 14 skráðum keppendum Armanns mættu sjö. Mótið hófst með keppni í 400 m grindahlaupi og þar var einn keppandi, Stefán Hallgrímsson,' en hann hætti eftir 200 m. I kringlukasti karla sigraði Guðni Halldórsson, KR, og varð því Reykjavíkurmeistari með Ingunn — enn islandsmet 49.44 m. Hreinn Halldórsson, KR, kastaði 48.96 m og varð annar — en þeir Erlendur Valdimarsson, KR, og Öskar Jakobsson, IR, voru ekki meðal keppenda. I kúluvarpi kvenna sigraði Asa Halldórsdóttir, Á, — varpaði 10.60 m. Ingunn Einarsdóttir, ÍR, varð Reykjavíkurmeistari í 400 m hlaupi á 56.6 sek. og því ekki langt frá íslandsmeti sínu. Farið var að hvessa, þegar hlaupið var háð og ef til vill kom það í veg fyrir met hjá Ingunni. Lilja Guð- mundsdóttir, ÍR, varð önnur á 59.5 sek. t 800 m hlaupi varð Hafsteinn Öskarsson, ÍR, meistari á 2:03.9 Vilmundur — nálgast metið mín., en Einar B. Guðmundsson, FH, sem keppti sem gestur, sigraði í hlaupinu á 2:01.6 mín. I langstökki kvenna sigraði Lára Sveinsdóttir, Á, stökk 5,33 m, en Björk Ingimundardóttir varð önnur með 5.02 m. 1 1500 m hlaupi varð Lilja Guðmunds- dóttir, ÍR, meistari á 4:57.2 mín., en Sólveig Pálsdóttir, KR - systir Ragnhildar — varð önnur á 5:45.5 mín. Elías Sveinsson, KR, sigraði í hástökki með 1.90 m., en þar keppti Þorsteinn Þórsson, UMSS, sem gestur og setti nýtt sveina- met — 16 ára og yngri — stökk 1.85 m. Sömu hæð stukku einnig Meistarar Liverpool slegnir úr of WBA! — í enska deildabikarnum i gœrkvöld. WBA sigraði 1-0 West Bromwich Albion kom á óvart i gærkvöld er liðið sló út Englandsmeistarana Liverpool í deildabikarnum á „The Hawt- horns" i West Bromwich, sem er útborg Birmingham. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Mick Martin írski landsliðs- maðurinn, sem WBA keypti frá Manchester United á síðastliðn- um vetri. Markið kom á 58. mínútu. Gefin var góð sending fyrir mark Liver- pool frá hægri og Martin stökk jpp og skallaði rétt undir slána. Enski landsliðsmarkvörðurinn Ray Clemenee áti ekki möguleika á að verja þar sem eigin varnar- menn hindruðu hann. Þetta var síðari leikur liðanna en síðastliðinn miðvikudag gerði WBA jafntefli við Liverpool á Anfield Road í Liverpool og því varð að leika aftur. Strax eftir leikinn fóru þeir Ray Clemence, Kevin Keegan og Phil Thompson í æfingabúðir enska landsliðsins en á miðviku- dag leikur England við Irland. Væntanlega mæta þeir félagar þeim Mick Martin og Paddy Mulligan aftur en þeir eru báðir í írska landsliðshópnum. Birmingham City keypti i gær skozka landsliðsmanninn John Connolly frá Everton fyrir 75 þúsund pund. Þetta er annar maðurinn sem Birmingham kaup- ir frá Everton á rúmum mánuði — áður hafði Gary Jones verið seidur til Birmingham á 100 þúsund pund. F'yrir voru hjá Birmingham þeir Howard Kendall og Archie Styles — báðir keyptir frá Everton. Svo við snúum okkur að skozka landsliðshópnum, en á miðviku- dag leikur Skotland við Finnland á Hampden Par. Willie Petti- grew frá Motherwell var bætt í hópinn eftir að þeir Joe Jordan og Derek Johnstone höfðu orðið að draga sig út úr honum vegna meiðsla, Ásamt Pettigrew var einnig valinn Tommy McLean frá Ranges, Hafsteinn Jóhannesson, UBK, og Guðmundur Guðmundsson, FH. Erlendur Valdimarsson, KR, sigraði í sleggjukasti 55.20 m og þar náði Hreinn Halldórsson sinum bezta árangri, kastaði 49.94 m. Ágúst Þorsteinsson, Borgfirð- ingur, sem keppti sem gestur í 5000 m hlaupi, náði þar sínum bezta árangri 15:46.2 min., en Reykjavíkurmeistari varð Hregg- viður Jónsson, KR, sá kunni kappi, á 20:32.6 mín. I 4x100 m. boðhlaupi kvenna sigraði A-sveit ÍR á 50.1 sekl., en sveit Armanns varð önnur á 51.8 sek. Björk Eiríksdóttir, IR, náði sínum bezta árangri í spjótkasti, og varð Reykjavíkurmeistari með 33.56 m. Anna Alfreðsdóttir, ÍR, varð önnur — kastaði 30.20 m. I 4x400 m boðhlaupi karla sigraði sveit KR á 3:35.4 mín. eftir skemmtilega keppni við sveit ÍR, sem hljóp á 3:36.6 mín. Mótið er stigakeppni milli Reykjavíkurfélaganna þar sem heildarárangur er lagður saman samkvæmt árangri á stigatöflu. ÍR var í fyrsta sæti eftir keppnina í gær og fjölþrautum áður með 24.584 stig. KR var með 8.383 stig og Armann með 4.402 stig. Keppnin heldur áfram í kvöld og hefst kl. 18.15 á Laugardalsvelli. Þá verður keppt í stangarstökki,' hástökki kvenna, langstökki karla, kúluvarpi karla, spjótkasti kajda, kringlukasti kvenna, 110 m grindahlaupi karla og 100 m.; grindahlaupi kvenna, 800 m kvenna, 100, 400 og 1500 m, hlaupum karla, 200 m hlaupi kvenna, og í tveimur boðhlaupum, 4x100 m karla og 4x400 m kvenna. Einnig verður keppt í 400 m grindahlaupi kvenna sem auka- grein og þar verður Ingunn meðal keppenda, svo fremi veður verði þolanlegt. HAGLABYSSUR RIFFLAR BYSSUPOKAR BYSSUBELTI • . Qwik-point fyrir haglabyssur og riffla • Póstsendum Glziibac — Simi 311 1 >0. Loks kemur að því ao Bommi vr á forum til Kvrópu og hann kvcður móður s.fna qg vini Um lcið og ég kem lil ^fGættu þin vel. •JonurJ J F> rmin r'arisar se:uli ég |iér skeyti/og hafðu sambaiícl. .-". ' s<,,ii„.;|,„ Kcr til Spánai iftir 2 ^/ daga í l'arís. ^ við að iesa urn frammistöðu HilllV hans i blöðunuir lilllíl'WH......... ) V'ið munum allir sakna hans,| cn við getum huggað okkur Svr,.)ic,„. Inc.. |974. \C„l,i ri.h„ 1,-9 Lauda aftur við stýrið! Heimsmeistarinn í kappakstri, Austurríkismaðurinn Niki Lauda, sem stórslasaðist fyrir fimm vikum i keppni í Vestur- Þýzkalandi, og lá marga daga niilli heims og helju, sezt aftur við stýrið í kappakstursbfl síiiuin i dag í Maranello á ítalíu. Þá fer fram æfingakeppni fyrir itölsku grand prix-keppnina og Lauda reynir þar Ferrari-bíl sinn. Urslit keppninnar verða svo á sunnudag i Maranello. Eftir keppnina i dag verður tekin ákvörðun hvort Lauda keppir á sunnudag — og forsvarsmenn Ferrari sögðu í gær, að fyrirtækið hef ði þar siðasta orðið. Lauda mun vera með sér- smíðaðan öryggishjálm i dag, sem sérstaklega er lagaður til að veita sem mest öryggi í sambandi við meiðsli Lauda á höfði. Hinn 27 ára gamli heimsmeistari hef ur nú tveggja stiga forskot á Englend- inginn James Hunt í heims- meistarakeppninni og hefur því hug á því að komast sem fyrst í keppni aftur. Hunt hefur verið mjög sigursæll síðustu vikurnar og nálgast stigatölu Lauda mjög. Framan af keppninni í ár virtisl Lauda öruggur um að halda titli sínum — meira að segja meiðsli virtust ekki geta komið í veg fyrir það. En eftir að Hunt skildi við eiginkonuna, sem nú er git Richard Burton, tviefldist hann á kappakstursbrautinni og hefur sigrað á fjórum mótum í röð. Eftir keppnina á Ilalíu á suniiu- dag verður næsta grand- prix-keppnin i Kanada 3. október. Stórsigur meistaranna í Hollondi PSV Eindhoven, sem á fimm landsliðsmenn er leika hér á Laugardalsleikvanginum á morgun, og eru núverandi meist- arar í Hollandi unnu stórsigur i 1. deild er þeir sigruðu NAC Breda 5-1. Þar með hafa meistararnir hlotið 6 stig — eftir 5 leiki. Feyenoord hefur forystu í deild- inni — hefur unnið alla siná leiki. En lituin á úrslitin: Sparta — Eindhoven 3-0 FC Haag — Ajax 1-2 PSV Eindhoven — NAC 5-1 Haarlem — VVV 1-1 AZ'67 — Twente 3-0 Graafschap — Utrecht 2-1 NEC — Telstar 2-2 Roda — Go Ahead 4-2 FC Amsterdam — Feyenoord 1-2 Eins og áður sagði hefur Feyenoord hlotið 10 stig eftir fimm leiki. Roda er í öðru sæti með 9 sig eftir jafnmarga leiki og í þriðja sæti er Ajax með 8 stig. PSV Eindhoven er siðan i f jórða sæti með 6 stig. George í enska landsliðið Charlie George, hinn snjalli framherji Derby, mun ieika sinn fyrsta landsleik fyrir England á miðvikudagi.nn, þegar England leikur gegn írlandi á Wembley. George, sem um langt árabil hefur verið einn lilrikasti knatt- spyrnumaður Englands, fyrst hjá Arsenal, var valinn í 12 manna hóp Don Revie fyrir leikinn. Ekki gaf brezka útvarpið upp liðs- skipan i gær, en sagði hins vegar að eini vafinn með liðsskipan væri hvort McFarland, Derby, eða Thompson, Liverpool, yrðu í ann- arri stöðu miðvarðar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.