Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976. íslenzk iðnkynning: Kono bankostjóri Hugmyndabankans „Hugmyndabankinn" er oitt af fyrirtækjum Iðnaðardeildar SÍS — fyrirtæki sem mikið mun koma við sögu á nýbyrj- uðu ári iðnkynningar. Þrátt fyrir nafnið á fyrirtækið lítið skylt við bankastarfsemi. Þessi banki lánar ekki út (ekki frekar en hinir), heldur safnar hann hugmyndum, nýtir þær til sköpunar fallegra hluta, aðal- lega .1 fatnaði, og fatnaðurinn breytist síðan í peninga, aðal- lega dýrmætan erlendan gjald- eyri. Icelook heitir vörumerki bankans og fer víða og heldur vel á lofti nafni Islenzk iðnaðar. Hugmyndabankinn hefur einn allra banka á tslandi kven- bankastjóra. Það er Elfsabet Weisshappel, sem veitir þessari deild innan Iðnaðardeildar SlS forstöðu. Dagblaðsmenn heim- sóttu þennan nýstárlega banka, sem hefur aðalbækistöðvar á Akureyri, nú á dögunum. „Þetta hófst með handa- vinnusamkeppni sem Iðnaðar- deild SÍS efndi til í því skyni að fá fram í dagsljósið hugmyndir að framleiðslu alls kyns prjóna- varnings og fleiru. Siðan hefur starfsemin byggzt annars vegar á kynningu og sölu alls kyns fatnaðar auk þess sem rekið er sérstakt hönnunarverkstæði til samræmingar og sköpunar verkefna fyrir prjóna- og saumastofur viðs vegar um landið." sagði Elisabet Weiss- happel. Hugmyndabankinn seldi í fyrra íslenzkan varning fyrir um 45 milljónir króna og í ár er stefnt að því að salan verði um 100 milljónir króna. I upphafi var prjóna- varningur alls konar aðalsölu- varan. Nú er sala prjónavara um þriðjungur af sölu Hugmyndabankans en tilbúinn fatnaður tveir þriðju hlutar. Mest er selt til Norðurlanda, Þýzkalands og annarra hluta Evrópu og til Bandaríkjanna. Af prjónafatnaði er svonefndur Tunic-f atnaður, cape og dragtir langvinsælastar. „Hjá Hugmyndabankanum vinna nú alls 14 manns," sagði Elísabet. „Sjö starfa á sauma- stofu fyrirtækisins en hinir 7 að hönnun, við lagerinn og að framkvæmdastjórn. Prjóna- og saumastofur víðs vegar um landið starfa fyrir Hugmynda- bankann og vinna eftir hug- myndum, sem þar skapast." Stór liður í starfi Hugmynda- bankans er sölustarfsemi. Elísabet er á förum í sína þriðju söluferð á þessu ári. Fyrst liggur leiðin á Idego- sýninguna í Díisseldorf og síðan á Scandinavian Fashion Week í Kaupmannahöfn. Eftir það mun Elísabet halda til Sví- þjóðar til viðræðna við umboðs- menn fyrirtækisins, en fyrir- tækið hefur marga víðs vegar um Erópu og fer meginhluti sölunnar um hendur þeirra. Á þessum sýningum hefur Hugmyndabankinn sérstaka bása, þar sem getur að líta sýnishorn af öllum framleiðslu- og söluvörum firmans, en þær eru að mestu gerðar eftir eigin hugmyndum, þó einstaka hlutir séu frá öðrum keyptir. En eins og áður segir verður megin- hluti þess varnings sem Hugmyndabankinn sér um framleiðslu á að dýrmætum gjaldeyri. —ASt. En karimciður sér um að og skapa útlitið I stóru herbergi, eða mjög litlum sal, er hönnunarverk- stæði Hugmyndabanka Iðnaðardeildar SÍS á Akureyri. Það þarf að fara um mjóan stiga til að komast upp á loftið þar sem hugmyndirnar verða til að þeim fatnaði, sem ber hróður islenzks iðnaðar öðru fremur víðsvegar um heiminn. Þegar við sjáum erlenda ferða- menn gramsa f slám, kápum, drögtum, jókkum, peysum og ýmsu fleira i „útlendinga- verzlununum" þá vita fæstir við hvaða aðstæður er unnið þegar verið er að skapa þessar vinsælustu vörur islenzks iðnaðar. Þorsteinn Gunnarsson er hönnuður verkstæðisins. Við hlið sér hefur hann tvær konur, sem báðar eru kjólaklæðskerar að mennt. Þorsteinn er sjálfur klæðskeri, hélt síðan til náms í fatateikningu í Danmörku og vann í Höfn hjá Mogens Eriksen og í ýmsum verk- smiðjum. Þau vinna að frumsmíð íslenzka fatnaðarins, sem er svo vinsæll meðal ferðamanna og víða erlendis. Þau eru Halla Guðmundsdóttir, Jóna Aðalbjörnsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Þau eru öll klæðskerar og Þorsteinn auk þess lærður fatateiknari. DB-MYND Árni Páll. Þorsteinn Gunnarsson hönnuður og ein flíkin sem hann hefiir teiknað. „Það er mun meira efnisúr- valið til framdleiðslu á drögtum og slíku héldur en þegar að ullarfatnaðinum kemur," sagði Þorsteinn er Dagblaðsmenn litu inn til hans á dögunum. „En hér hönnum við allt sem okkur getur dottið í hug úr ofnum íslenzkum efnum og prjóni. Hér sköpum við verk- efni fyrir sauma og prjónastof- ur á Húsavík, Egilsstöðum, Hofsósi, Sauðárkróki, Skaga- strönd, Hvammstanga, Vík í Mýrdal auk verkefna fyrir okkar eigin saumastofu," sagði Þorsteinn. Auk Þorsteins vinna þær Jóna Aðalbjörnsdóttir og Halla Guðmundsdóttir að frumfram- leiðslunni. Hún er í því fólgin, að þær sauma fyrsta módel flík- urinnar. Þegar þvi er lokið þarf að framleiða sýnishorn fyrir sölumennina, auk þess sem lag- færing fer fram á sniðum og settar eru upp stærðir. Sam- hæfing er algjör á öllum fram- leiðslvörum hvað númer snertir. Síðan hefst fram- leiðslan ýmist á einum eða fleiri stöðum á landinu. Mokka-kápurnar sem fram- leiddar hafa verið hjá fyrir- tækjum SÍS fram til þessa hafa aðallega verið hannaðar af Ingólfi Ölafssyni. Nú er hönn- unarverkstæði Hugmynda- bankans hins vegar að hefja samvinnu við Ingólf um hönn- ¦ unina. Hann er fagmaður í öllu er að skinnum lýtur, en nú mun hönnunarverkstæðið hefja sköpun hugmynda um nýtt útlit hinna frægu Mokka-kápa. Hönnunarverkstæðið verður héðan í frá miðstöð allrar íatnaðarframleiðslu allra verk- smiðja SIS og saumastofa og hyggja Þorsteinn hönnuður og hans fólk gott til aukinna umsvifa. Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarfólk hans í hönnuninni og tugir eða hundruð manna sem vinna að framleiðslunni á Akureyri og út um allt land hafa lyft merki islenzks iðnaðar. Verk þessa stóra hóps eru vel sambærileg við störf erlendra hópa sem vinna á sama sviði. — ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.