Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976 Óvenjuleg „hjúkrunarkona nskum dýrasphalo Apinn Chosuke skilur þégar læknirinn talar til hans og er ólatur við að taka til höndunum á dýraspitalanum. Hann er ein- staklega þolinmóður þegar hann huggar sjúku dýrin og virðist skilja þau fullkomlega. w • •• III o Japanski dýralæknirinn Junki Uyama hefur nokkuð óvenjulega „hjúkrunarkonu" í þjónustu sinni. Það er simpansi sem hlotið héfur nafnið Chosuke. Apinn virðist geta annazt veiku dýrin betur en nokkur „mannleg" hjúkrunar- kona og auk þess hjálpar hann við tiltektir og ýmislegt á spítal- anum. Hann sópar til dæmis öll gólfin á hverjum morgni og hann getur jafnvel rétt læknin- um ýms tæki og áhöld, sem hann þarf að nota. Það sem þykir einna athyglis- verðast við Chosuke er hve næman skilning hann virðist haf a gagnvart sjúkum dýrum. „Hann er að mörgu leyti miklu næmari heldur en mann- leg hjúkrunarkona væri, segir Junki Uyama, sem er i japanska dýralæknasamband- inu og á dýraspítala i Fukuoka í Japan. „Hann umgengst veiku dýrin á sérstakan hátt og virðist finna á sér þegar þau þurfa á honum að halda. Stundum eyðir hann öllum deginum hjá búri „sjúkl- ings" og róar hann og huggar. Dr. Uyama segist fyrst hafa tekið eftir þessum einstæðu hjúkrunarhæfileikum apans þegar nokkur dýr, sem hann fékk til meðferðar, voru mjög óróleg. Sjúku dýrin eru jafnan höfð i búrum og eru oft á tíðum mjög óróleg. „Ég tók eftir því að þegar „sjúklingarnir" urðu allt i einu rólegir brást ekki að þá var apinn hjá þeim og huggaði þá og lét vei að þeim." Læknirinn minnist þess er hann fékk eitt sinn mjög sjúk- an hund til meðferðar. Hundur- inn var þjáður og veinaði I sí- fellu af kvöldum. Apinn vék ekki frá þessum sjúklingiog hætti ekki fyrr en honum hafði tekizt að róa hann og fá hann til þess að „gleyma" sársaukanum og borða eitthvað. „Það er ekki nokkur vafi á þvl að það var góðri umönnun apans að þakka að þessi hundur haf ði það af," segir dr. Uyama. „Hann er farinn að skilja nokkur orð eins og t.d. skæri, hlustunartæki, læknistaska, — og ef ég bið hann um að ná í þessa hluti gerir hann það." Chosuke er jafnan með þegar læknirinn fer i sjúkravitjanir heim til sjúklinganna. Hann heldur þá á læknistöskunni. Inni á spítalanum sér apinn um að bera matinn til sjúkl- inganna og ef einhver er óstyrkur fyrir uppskurð eða aðgerð, getur enginn huggað eða róað betur en Chosuke. Hann er mjög hreinlátur og þegar hann sér lækninn undir- búa sig undir aðgerð, hermir hann nákvæmlega eftir honum og skrúbbar sig hátt og lágt. Áður en hann gengur til náða á kvöldin þvær hann sér vand- lega áður en hann fer i háttföt- in. Einu sinni sem oftar var komið með slasaðan hund á dýraspltalann. Þegar læknir- inn ætlaði að skoða sárið glefs- aði hundurinn illilega til hans. En þegar apinn kom til hunds- ins og lét vel að honum, fékk hann blíðar móttökur. Þeir virt- ust skilja hvor annan mjög vel. SMATT... Friðsœlt afmœli Hjartaknúsarinn Robert Red- ford átti 39 ára afmæli 18. ágúst sl. Hann átti friðsælan af- mælisdag með konu sinni og fjölskyldu hátt uppi i fjöllun- um í Utah, þar sem heimili hans er. ára gamall er á biðilsbuxunum á nýjan leik. Hann er orðinn leiður á norrænum ljóskum. Sú sem hann elskar þessa dagana er frá Kaliforniu, tuttugu og þriggja ára ljóska, Angela James að nafni. Hiin ætlar með honum til Englands nú þegar hann snýr aftur til þess að leika með Fulham í II. deildarkeppninni. Til vonar og vara fær George nú greitt eftir hvern leik! Vínberin voru súr... Nú er komin út bók um popp- stjörnuna Röd Stewart. Hún er skrifuð af fyrrverandi vinkonu hans, Dee Harrington. „Það er alveg eins gott að aðrar stúlkur fái nasasjón af því hvernig maður hann er í raun og veru," sagði hún við Á biðilsbuxutium útkomu bökarinnar. Fótboltahetjan brezka, það má nú segja. Vínberin George Best, sem er nú þrjátíu voru súr, sagði refurinn... SÖLUBÖRN £ SÖLUKEPPNI! = Frá og með 36. tbl. S hefst 5 sölukeppni VIKUNNAR S og stendur g tvo mánuði. .t 5NOVUS-VASATÖLVUR 1 VERÐLAUN. Novus eru mjög ^ fullkomnar vasatölvur, með V, 8 tölustöfum, prósentu, kvaðratrót og minni. Sölubörn, hringið strax og tryggið ykkur föst söluhverfi. Síminn er 35320. g HiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiEiiiiiiimiiiiiiii

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.