Dagblaðið - 07.09.1976, Side 23

Dagblaðið - 07.09.1976, Side 23
23 DAGBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976. Ct Úfvarp mrrrm Úfvarpið í kvöld kl. 19.35: Sumarið 76 Hvernig bregzt fólk við vottum Jehóva? „Þátturinn féll niður síðast vegna bikarkeppninnar, en í honum er tvennt, málfar poppara og þegar vottar Jehóva berja á dyr“. ^Þetta hafði Jón Björgvinsson að segja um þátt sinn „Sumarið ’76“. Eins og kunnugt er þá hefur málfar poppara verið mjög í sviðsljósinu í fjölmiðlum að undanförnu. Af þessu tilefni sezt Ásgeir Tómasson blaða- maður við hljóðnemann og spyr þá popparana Birgi Hrafnsson og Björgvin Halldórsson ýmissa spurninga. Guðni Kolbeinsson umsjónarmaður þáttarins „Daglegt mál“ er viðstaddur og er synd að segja að hann hafi ekki neitt til málanna að leggja, enda eru hinar mestu gildrur lagðar fyrir popparana. Ætli flestir hafi ekki orðið fyrir þeirri lífsreynslu að fá votta Jehóva í heimsókn eða aðra menn úr hinum ýmsu sér- trúarsöfnuðum. Hvernig bregzt svo fólk við? Það fáum við að heyra, þegar Guðmundur H. Guðmundsson, einn af vottum Jehóva og efnaverkfræðingur hjá Isal, ber á dyr ásamt tækni- manni útvarpsins, Runólfi Þorlákssyni. —EVI Guðni Kolbeinsson, Ásgeir Tómasson, Birgir Hrafnsson og Björgvin Halidórsson önnum kafnir við að ræða málfar poppara. DB-mvnd Bjarnleifur Sjónvarp í kvöld kl. 20.40: Vopnabúnaður heimsins — þriðji þóttur Þriðji þátturinn um vopnabúnað heimsins er á dag- skrá sjónvarpsins í kvöld kl. 20:40. Þetta er sænskur fræðslumyndaflokkur um víg- búnaðarkapphlaup og vopria- framleiðslu í heiminum. • I kvöld verður m.a. lýst vexti og viðgangi kafbátaflota Banda- ríkjanna og Sovétmanna og gildi kafbáta í nútíma hernaði. Þá verður einnig fjallað um eiturhernað í þættinum. Loks verður flugvélln B 1 kynnt. Fer hér á eftir lýsing á þessu merka tækniundri sem flýgur með 2'á hraða hljóðsins Enn einn hávaðaumræðan á Bandaríkjaþirigi um flugvéla- kaup handa hernum er nú að dvfna með þeirri niðurstöðu að þingið hyggst kaupa hinar ný- smíðuðu B-I sprengjuflugvél- ar en smíði fyrstu tveggja vélanna hefur kostað milljarða dollara og þykir mörgum, sem það gangi út í öfgar. Ætlunin er að B-1 flugvéiin leysi B-52 sprengjuvélarnar af í náinni framtíð þar sem B-52 flotinn þykir nú úreltur. B-1 er nær helmingi minni en fyrirrennari hennar en þrátt fyrir það hefur hún er nær helmingi meira burðarþol pg mun meira flug- þol, þótt flugþol B-52 sé yfir 16.000 km og sé með því mesta sem þekkist. Flughraði B-1 er hvorki meiri né minni en 2,5- faldur hljóðhraði, en til saman- burðar er flughraði Concord, 2,2-faldur hljóðhraði. Athyglis- vert er að í B-1 er unnt að skilja stjórnklefa vélarinnar frá i heilu lagi ef vélin er að hrapa, og fellur klefinn mjúklega í fallhlílum til jarðar. Þá er hún með hreyfanlega vængi, þannig að á mikilli ferð leggur hún vængina aftur með skrokknum að verulegu leyti til að draga úr loftmótstöðu, en þegar flogið er lágt og hægt, t.d-. undir radargeisla, setur hún vængina út og eykur það flughæfni hennar við þær aðstæður. Flestir hlutar vélarinnar flokkast enn sem hernaðar- leynarmál og er því ekki hægt að tíunda þá, en vafalaust er þetta ein alfullkomnasta flug- vél, sem nú er til. Eini skugginn sem ber á þetta tækni afrek er sá, að það er unnið í þeim tilgangi að koma kjarn- orkusprengjum og öðrum sprengjum fljótt og örugglega á réttan skotstað. -G.S. ^ Sjónvarp Þriðjudagur 7. september 20.00 Fréttir og veour. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Vopnabúnaður heimsins. Sænskur fræðslumyndaflokkur um vígbúnaðar- kapphlaup og vopnaframleiðslu I heiminum. 3. þáttur. M.a. lýst vexti og viðgangi kafbátaflota Bandarikjanna og Sovétmanna og gildi kafbáta i nútímahernaði. Einnig er í þættinum fjallaö um eiturhernað. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.30 Columbo. Bandarískur sakamála- myndaflokkur. Flogö undir fðgru skinni. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.45 Dagskrárlok. ■BflaBHMHHRSnBHBHHSBaSHBSnHBHBi I sbob Útvarp Þriðjudagur 7. september 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdogissagan: „Leikir í fjörunni" eftir Jón Oskar. Höfundur les (9). 15.00 Miðdagistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Sagan ..Sautjánda sumar Patrícks" eftir Kathleen og Michael Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les þýðingu sína (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfreenir Daeskrá kvöldsins. 19.00 Fráttir. Fráttaauki. Tilkynningar. 19.35 Sumarið '76. Jón Björgvinsson sér um þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverris son kynnir. 21.00 „Það skeður margt á langri leið' smásaga eftir Hugrúnu. Höfundur les. 21.30 Tónlist eftir Jórunni Viðar og Kart O. Runólfsson. Sinfóníuhljómsveit Is- lands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. a. „Eldur“, balletttónlist eftir Jórunni Viðar. b. „Endurminningar smala- drengs“, svlta eftir Karl O. Hunólfsson. 21.50 „Ohnepptar tölur” Steinþór Jó- hannsson les eigin ljóð í óbundnu máli. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði. Jndriði G. Þorsteinsson rithöfundur les (6). . 22.40 Harmonikulög. Lundquist-bræður leika. 23.00 Á hljóðbergi. James Agee: Bráf til vinar. Séra J. H. Flye les nokkur ljóð eftir Agee og rifjar upp endur- minningar um höfundinn. 23.00 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 8. september 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbsen kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Sigurður Gunnars- son les sögu slna „Frændi segir frá“ (7). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög miíli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Morguntóniaikar kl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- 12.25 Veðurfregnir og fréttir. TU- kynningar. 13.00 Viðvinnuna: Tónleikar. Gegn samábyrgð flokkanna

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.