Dagblaðið - 07.09.1976, Síða 24

Dagblaðið - 07.09.1976, Síða 24
Þorlákshöf n er nú hugsanleg endastöð r Smyrill mun halda áfram ferðum hingað nœsta sumar: Nýlega var tekin ákvörðun um að færeyska ferjan Smyrill haldi áfram feröum hingað næsta sumar, en miklar sögu- sagnir hafa verið um að ferðir þessar væru að leggjast niður vegna tapreksturs. Steinn Lárusson, fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstof- unnar Úrvals, sagði í viðtali við blaðið í gær að viðskiptin af okkar hálfu við ferjuna hafi stöðugt aukizt frá upphafi. Um þá hugmynd að Smyrill komi til Þorlákshafnar í stað Neskaupstaðar einsog nú. sagði Steinn að hún væri í athugun, en það væri 16 tímum lengri sigling fyrir skipið og þeir 16 tímar væru einfaldlega ekki til í vikunni miðað við áætlun skipsins nú. Smyrill gæti vænt- anlega notað aðstöðu Vest- mannaeyjaferjunnar í Þorláks- höfn, þegar hún er fullfrágeng- in. Blaðinu er kunnugt um marga af Reykjavíkursvæðinu, sem hug hafa á að fara með hjólhýsi sín i ferðalag til Evrópu, en leggja ekki í að aka þeim austur á Neskaupstað eftir slæmum vegum og telja það muni ríða húsunum að fullu. — G.S. frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPT. 1976 Reykjavikurskákmótið: Najdorf heldur forystunni Najdorf heldur enn forystunni í Reykjavíkurskákmótinu með 714 vinning að 10 umferðum loknum. Friðrik fylgir honum fast eftir með 7 vinninga, og Tukmakov á vinningslíkur í ótefldri biðskák við Timman. Staða keppenda er nú þessi: 1. Najdorf: 7Va vinningur 2. Friörik: 7 vinningar 3. Tukmakov: 6V2 vinningur og biöskák 4. Antoshin: 6V2 vinningur 5. Timman: 6 vinningar og 2 biöskókir 6. Ingi R.: 6 vinningar 7. Westerinen: 5 vinningar og biöskák 8. —9. Guömundur, Keene: 5 vinningar 10. Haukur: 4 V2 vinningur 11. Vukcevich: 4 vinningar og 2 biöskákir. 12. Matera: 4 vinningar 13. Helgi: 3 V* vinningur 14. Margeir: 2 V2 vinningur 15. —16. Gunnar, Bjöm: 1 V2 vinningur og biö- skák Jafntefli varð í þessum bið- skákum: Antoshin-Najdorf, Vukcevich-Haukur, Helgi-Matera, Ingi-Westerinen, Antoshin- Guðmundur, Haukur-Friðrik. Margeir vann Gunnar, Ingi R. vann Margeir, Gunnar vann Keene, Antoshin vann Gunnar. Fjórum biðskákum er ólokið: Gunnar-Vukcevich, Björn- Timman, Tukmakov-Timman, Vukcevich-Westerinen- 11. umferðin verður tefld í kvöld. Eigast þá við: Timman- Helgi, Björn-Gunnar, Antoshin- Ingi R. , Matera-Margeir, Keene- Vukcevich, Guðmundur- Tukmakov, Friðrik-Najdorf, Westerinen-Haukur. —BS Sólin œtlar loks að verma okkur — líka hérna fyrir sunnan þollar áttu að vera í lysti- görðunum. En í dag getum við verið ánægð hér fyrr sunnan. Sá guli hnöttur — sólin — skín í heiði. Kannski hefur hún komið með flugvélinni um leið og myndin! ' -EVI. Svona hefur unga kynslóðin það á Akureyri á meðan við Sunnlendingar höfum vart séð til sólar. Hvað þá heldur að veðurguðirnir hafi aumkað sig yfir bændur og gefið þeim þurrk svo nokkru næmi. Lystigarða höfum við hér í Reykjavík eins og þeir á Akur- eyri, þar sem fréttaritari okkar, Friðgeir Axfjörð tók þessa rnynd um helgina og sendi okkur með flugvél. Hins vegar hefur verið lítið ánægjulegt að tylla sér á rennblautan bekk og vaða í pollum, þar sem engir BRAÐABIRGÐALOGI SJÓMANNADEILUNNE Forseti íslands undirritaði í gærkvöldi bráðabirgðalög í sjó- mannadeilunni þar sem samningarnir frá 1. og 27. marz sl. sem ýmist voru felldir eða samþykktir í félögunum, ásamt samningunum frá 14. maí og 28. júlí, eru lögbundnir. Skulu þeir gilda til 15. maí 1977. Meiri og minm upplausn hefur rikt í samningamálum sjómanna síðan sl. haust og virðast stjórnir samtaka þeirra ekki vera* fyllilega í takt við sjó- mennina sjálfa, því hvað eftir annað hafa þeir fellt samninga sem forystumenn þeirra hafa fallist á. —G.S. Iðnkynningin stendur í heilt ár: Fatakaupstefnan opnuð á morgun og verður opin almenningi Efnt verður til viðamikilla tízkusýninga í Laugardalshöllinni í tilefni af árlegri fatakaupstefnu Félags íslenzkra iðnrekenda. Kaupstefnan verður opnuð á morgun og verður hún að þessu sinni opin almenningi, en ekki einungis miðuð við verzlunar- menn eins og undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að. 30 fyrirtæki sýni framleiðslu sína. í fréttabréfi frá íslenzkri iðnkynningu segir að iðnkynningin muni standa til 1. sept. 1977. Lögð verði á það áherzla að kynna almenningi íslenzkan iðnað, framleiðslu hans og þýðingu fyrir íslenzku þjóðina. Reynt verði að hvetja til umræðu um íslenzkan iðnað, því aðstand- endur íslenzkrar iðnkynningar séu sannfærðir um það að öll umræða um hann hljóti að vera jákvæð og leiði til þess að lands- menn geri sér betur grein fyrir þýðingu iðnaðarinsog sýni fram- leið .ia naus saiiiignui i vöruvali sinu. -EVI. Bjarnleifur smellti af niður í Laugardalshöll, þegar tízku- sýningarfólkið var að venja sig við fatnaðinn, sem það kemur til með að sýna á tízkusýningu íslenzkrar iðnkynningar. Forstjóri Flugleiða um hugsanleg flugvélakaup: 2 breiðþotur fáanlegar fyrir tœpa 7 milljarða Tilboð Lockheed flugvéla- verksmiðjanna bandarísku um að selja Flugleiðum tvær Tristar breiðþotur hljóðar upp á sex og hálfan til sjö milljarða íslenzkra króna miðað við verðgildi krónunnar nú. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í viðtali við blaðið í gær, að miðað við þau tilboð sem félagið hefði fengið frá öðrum framleiðendum, og miðað við flugvélar og eigin- leika þeirra, kæmi Lockheed Tristar þotan einna helzt til greina í sambandi við endur- nýjun flugflota félagsins. Dagblaðið skýrði frá því fyrr í sumar, að stjórn félagsins væri alvarlega að íhuga kaup á Tristar breiðþotum og hafa talsverðar samningaviðræður átt sér stað um málið síðan, en að sögn Sigurðar hefur engin ákvörðun verið tekin að svo stöddu. -G.S. Banamaður Guðbjörns Tryggvasonar fluttur til Akureyrar í járnum — úrskurðaður sakhœfur af geðlœknum Úlfar Ólafsson, Akureyring- urinn ungi, sem 4. april sl. myrti Guðbjörn Tryggvason á götu á Akureyri, var fluttur 'norður í járnum um helgina. Úlfar hefur verið í gæzlu- varðhaldi og sætt geðrannsókn í Reykjavík um nærri fjögurra mánaða skeið. Að sögn Freys Ofeigssonar, héraðsdómara á Akureyri, varð niðurstaða geð- rannsóknarinnar sú, að Úlfar væri sakhæfur „samkvæmt hefðbundnu mati þar um“. Freyr sagði í samtali við fréttamann blaðsins i gær, að rannsókn væri nú nær alveg lokið, aðeins ætti eftir að stað- festa tvær skýrslur. ,,Eg mun reyna að ljúka þessu nú á næstu dögum,“ sagði Freyr, ,,og síðan verður málið sent til rikissaksóknara, sem tekur ákvörðun um málshöfðun.“ Þangað til dómur fellur verður Úlfar i áframhaldandi gæzluvarðhaldi á Akureyri.-ÓV.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.