Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.09.1976, Qupperneq 1

Dagblaðið - 08.09.1976, Qupperneq 1
2. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 — 199. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI Í17022 VID ERUM ARSGAMLIR \liÉmS£E 83322 og nœststœrsta blað landsins Dagblaðið er ársgamalt i dag, 8. september. Frá útkomudegi og fram til þessa dags hefur blaðið skipað sér í annað sæti dagblaðanna hvað viðkemur blaðsíðufjölda og upplagsstærð. Vinsældir Dagblaðsins þetta fyrsta ár hafa verið með ólík- indum, og er ástæða til að þakka lesendum okkar mót- tökur þær sem blaðið hefur fengið. í gær ræddu blaðamenn Dag- blaðsins við marga nafnkunna menn um Dagblaðið og reynsluna sem þegar er fengin af því. Ekki voru valdir til þess- ara viðræðna neinir „já-menn“, heldur einnig fólk, sem vitað var að mundi hafa neikvætt við- horf til „frjálsrar og óháðrar fréttamennsku", sem er kjör- orð Dagblaðsins. Við vísum nánar á viðtölin við ýmsa viðmælendur okkar í til- efni afmælisins, — sjá bls. 5, 6 og 7. í tilefni dagsins Blaðantenn Dagblaðsins fögnuðu að sjálfsögðu áfanga í sögu hlaðsins, ársafmælinu. Glæsileg rjómaterta með einu kerti birt- ist á ritstjórninni um það leyti sem ritstjórnarfundur átti að hefjast í morgun og var hreint ekki illa þegin afmælisgjöf. Myndin sýnir ritstjórnarmenn blása á kertið, og þar íneð hefst annað starfsár Dagblaðsins (DB-mvnd Bjarnleifur). SKOÐUN TRAUSTA EKKI NÆGILEGA SKÝR — segir Ragnar Stefónsson, jarðskjálftafrœðingur — segir Trausti - bls. 13 Islenzk fðt 76 opnar i dag: Klœðzt að morgni dags Málarar voru að leggja siðustu hönd á gólfið í Laugardalshöllinni og ljósmyndarar að yfirfara ljósaútbúnaðinn í síðasta sinn, er DB lagði leið sína þangað í morgun. Sýningarbásarnir voru flestir hverjir tilbúnir, nema hvað verið var að klæða Karnabæjarbásinn með bláu klæði......og þetta er sko pluss í lagi,“ sagði skreytingar- meistarinn þar. Menn frá fataverk- smiðjunni Gefjuni voru að klæða eina sýningar- brúðuna í föt. Og auðvitað fékk hún Iðunn- arskó á fæturna. -AT DB-m.vnd: Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.