Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976. Skiplír þig IrHu — en getur þýtt líf eða dauða hjá öðrum Stefán Jónsson frá Stokkseyri hefur gefið blóð 70 sinnum. \ Jónína hringdi: Mér finnst allt of mikið um það að fólk kvarti í þessum lesendadálkum blaðanna. Það er eins og fólk einblíni á það sem miður fer í þjóðfélaginu og sjái aldrei ljósa punkta í lifinu. Það er ekki lengi að grípa stmann til að kvarta, en það gleymist of oft að geta þess sem vel er gert. Lengi hef ég ætlað að hafa samband við lesendadálkinn og láta í ljósi aðdáun mína á manninum frá Stokkseyri sem 70 sinnum hefur komið í Blóðbankann og gefið blóð. Kannski er ekki þörf á að benda fólki á, hve gott þetta framtak mannsins er, en betur væri ef fleiri tækju hann sér til fyrirmyndar. Eg þekki örlítið til manns sem þarf alltaf öðru hverju að láta skipta um blóð í sér, ef það væri ekki gert þá væri lífi hans hætta búin. Hvar væri hann staddur ef ekki væru til svona menn eins og Stefán Jónsson? Því finnst mér vert að vekja athygli á honum, hvað ætli hann sé búinn að bjarga mörgum mannslífum með þessu framlagi sínu? Mig langar í lokin til að leyfa mér að skora á alla, sem af- lögufærir eru um blóð, að bregða sér í Blóðbankann og gefa blóð. Það fer ekki langur tími í það, en gétur skipt sköpum í lífi einhvers annars. Kennarar — komið ykkur nú saman um kennslubœkurnar Barnakelling skrifar: Nú eru skólarnir að byrja og þá þarf að kaupa alls konar skólavörur. Það er nú sök sér á meðan börnin eru í barnaskól- anum, þótt margt smátt geri eitt stórt, en guð hjálpi mér þegar börnin komast á hið svo- kallaða æðra menntunarstig. Þá byrjar ballið. Það dugar ekkert þótt margir hafi, eins og ég, fjölgað mannkyninu um einn á ári nokkur ár í röð. Maður ætlar þá að krakkarnir geti notað kennslubækurnar hver eftir annan. Ö, nei. Einn kennari vill kenna þessa bók og telur að hún sé miklu betri en sú sem hinn kennir. Þannig eru bækur brenndar á hverju ári eða upp hleðst eins og hjá mér heljarmikið safn gamalla bóka sem ég held endilega að komi að gagni. Mig langar til þess að varpa fram spurningu til allra þessara fróðu manna, sem eru að kenna. Er útilokað að hafa pínulítið samstarf um bæk- urnar? Kannski eru þær ekki eins ólíkar og þið haldið? Hugsið ykkur sparnaðinn hjá mér og mínum likum. ÞEGAR AÐRIR ÞENJA KJAFT ÞÁ VIL ÉG TALA LÍKA M.A.F.ur skrifar: Sú var tíðin að þeir, sem hugðust komast til valda og metorða, fjár og frama, athafna og embætta, þurftu að geta þanið kjaftinn í sífellu um allt og ekkert milli himins og jarðar, enda var þá ekki af miklu að taka til að bauna á keppinautana í þeim málum. Glæpa- og hneykslismál voru ekki arðbær, mútur ekki komnar í tízku, fjármálabrask hreinn hégómi og ávisanafals ekki uppgötvað. En nú er öldin önnur. Þeir sem hugsa sér að ná hátt í lífinu verða nú að kunna þá list að geta haldið kjafti. Ráðherrastöður, banka- stjórastöður, dómarastöður, trúnaðarstöður (fyrir flokk- inn) og margt, margt fleira stendur þér til boða, bara ef þú kannt að halda kjaftf. En það vill nú verða með þetta eins og annað, að mönnunum gengur misjafnlega í lífsbaráttunni. Sumum fer þetta ágætlega, þeir ættu aldrei að opna sinn túla, nema þá til að geispa (golunni). Öðrum reyndist þetta erfiðara, og þeir verða munnskakkir af á- reynslunni. Ein er samt sú stétt manna sem hefur Iöglega pappíra upp á það að halda kjafti það eru læknarnir okkar og ekki nema gott eitt um það aðsegjaað þeir haldi sjúkdómi skjólstæðinga sinna leyndum fyrir almenn- ingi. Hins vegar eru ýmsir aðrir embættismenn farnir að til- einka sér þennan rétt, án þess að hafa nokkra löglega pappíra upp á það, og það eru hinir svonefndu bankastjórar. Þeim finnst víst einhver ástæða til að hylma yfir sjúkdóma skjólstæðinga sinna, enda ku margir þeirra vera ýmsum kaunum og kvillum hlaðnir sem ekki þola dagsíns ljós. En þeir gera þetta víst bara af mannúð- arástæðum, blessaðir stjórarnir. Vei bara þeim bankastjórum, sem ekki kunna að leyna sjúkdómi skjólstæðings síns. Þeir ættu að hrökklast frá em- bætti sínu með skömm og mannorðsmissi (Alþýðu- bankinn). Okkur íslendingum er margt vel gefið og flest til lista lagt. Við eigum afreksmenn á ýmsum sviðum, bæði í and- legum og líkamlegum íþróttum. Við eigum aflakónga og refa- skyttur á heimsmælikvarða, bankastjóra og lögfræðinga í tonnatali, bridge-spilara og frjálsíþróttamenn, sem eru þekktir um allan heim og þó víðar væri leitað. Nöfn þessara afreksmanna okkar eru skráð með feitu letri á forsíður dagblaðanna og myndir af þeim birtar í blöðum og sjónvarpi og árangur þeirra reiknaður út í gráðum og stigum.Og við erum enn að eign ast nýjar íþróttagreinar, sem við erum þegar búnir að ná ágætum árangri í. Má þar tilnefna meðal annars júdó torfæruakstur, karate og ávísanakapphlaup. Nöfn kapp- anna í ávísanakapphlaupinu hafa enn ekki verið birt, af einhverjum ástæðum, þrátt fyrir að allir viti hverjir keppendurnir eru. Dómsmála- ráðherrann segir að birta eigi nöfn , en einhver dómaranefna segist þurfa að athuga málið betur. Aðrir segja að þetta sé ólöglegur félagskapur og enn aðrir að verið sé að ganga frá löglegri stofnun félagsins. En á meðan beðið er eftir þessu vafstri, þá værigamanað vita hvernig stigin standa. Hafa þeir náð tiu milljón stigum, eða kannski hundrað milljón stigum? Spurning í tilefni af eins órs afmœli DB: Hvernig finnst þér DB? Haraldur Sigþórsson nemi. Eg les blaðið oft. Mér finnst að það mætti vera meira um íþróttir, þær eru langbeztar í DB. Mér finnst líka gaman að lesa um kvik- myndir. GísliSveinssonnemi.Mér finnst að blaðið ætti að hafa meira fyrir unglinga t.d. um kvikmyndirog popp.Það væri gaman að fá meira af persónulegum upplýsingum um popparana. Björn Stefánsson erindreki. Eg hef fylgzt með frá byrjun, en þið megið hafa meira af fréttum frá landsbyggðinni. Það er alveg nauðsynlegt að frétta frá hinum ýmsu fjórðungum landsins. Jón Jóhannsson iðnskólanemi. Mér finnst þetta nokkuð gott. Eg hef fylgzt með blaðinu frá því það kom út. Ég á enga sérstaka ósk um breytingu nema þá að það er kannski of mikið af íþróttum fyr^ minn smekk. María Pétursdóttir húsmóðir. Eg kaupi blaðið og ég er ánægð með greinarnar, t.d. marga kjallarana. Þetta er skemmtilegt blað og alvarlegt í leiðinni. AðalheiOur Steingrimsdóttir húsmóðir. Mér finnst þetta ágætisblað, enda kaupi ég það.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.