Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976. Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Vísis: Hefur ekki lesið Dagblaðið mikið „Eins og flestir íslendingar, hef ég ekki lesið Dagblaðið mikið og get því ekki dæmt um árangur- inn af því efnislega. En hitt er það, að samkeppnin á siðdegis- markaðinum síðastliðið ár hefur náttúrlega leitt til þess að við hér á Visi höfum haft heilmikið að gera viðvað gefa út vandaðasta og hressilegasta dagblaðið í landinu. — AT — Lúðvík Jósepsson, alþingis- maður: Hefur orðið til að hrista upp i ýmsum mólum „Ut af fyrir sig hefur Dagblaðið sett svip sinn á blaðaútgáfu hér í Reykjavík og vakið athygli mína og annarra á ýmsum málurn," sagði Lúðvík Jósepsson alþingis- maður. „öll dagblöðin eru á viss- an hátt gagnrýniverð, Dagblaðið þó ekkert frekar en önnur, og það er oft hressilegur blær á skrifum blaðsins. Það hefur einnig óneit- anlega orðið til að hrista upp í ýmsum málum og fyrir mitt leyti les ég Dagblaðið sízt minna en önnur blöð.“ Að lokum sagði Lúðvík að sér sýndist að betur hefði tekizt til með blaðið en hann hefði búizt viðíupphafi. —G.S. Halldór Laxness, rithöf- undur: „...gott ef ekki verður farið i mól við mig" „Ja, ég hef ekki haft neina reynslu af Dagblaðinu, nema að einhvern tíma um daginn var ég hringdur upp og haft við mig intervjú um einhverja brekku, hér, sem verið væri að eyðileggja. Siðan hef ég ekkert haft nema skammir og rifrildi um þetta úr öllum áttum, það hefur verið skrifað svo glannalega um þetta, að ég er búinn að missa marga vini hér allt í kringum mig í sveit- inni og, hérna, — á sennilega eftir að missa fleiri. Gott ef verður ekki farið í mál við mig. Þetta er nú sú eina reynsla sem ég hef haft af Dagblaðinu, vinur minn.“ — Var þá eitthvað haft rangt eftir þér? „Ég hef ekki séð greinina. En það er hringt í mig úr öllum áttum og mér sagt, hverslags skelfilegur skandall þetta sé. Mér er sagt að þið sljrifið í einhverju svona gasalegu svoköll- uðu skrílformi, eins og notað er í útlöndum. Mér er alveg sama um það, sko. En ég hef enga reynslu af ykkur nema bara þessa. Nú fáið þið kannski þetta í ykkur til að hafa sem númer tvö, svoleiðis að ég fái nóg af skamma- hringingum á morgun aftur. Jæja, góði. Vertu blessaður og liði ykkur vel og gangi ykkur vel.“ — AT „Dagblaðið ómyrkt i móli" — segir Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir „Ég get sagt það að mér finnst Dagblaðið hafa orðið til þess, til dæmis, að efla upplýsingastarf- semina. Það er ómyrkt í máli við að segja frá þvi sem aflaga fer i þjóðfélaginu. Dagblaðið hefur orðið til þess að önnur blöð fylgja fordæmi þess og pressan hefur orðið frjálsari. Eg vona að það haldi áfram á sömu braut og árna því allra heilla.“ EVI Bryndís Schram, verðandi skólameistari ó Ísafirði: Fjörugt blað i skugga harðrar samkeppni „Mér finnst Dagb'laðið mjög fjörugt blað og gaman að blaða í því en það er þannig með síðdegisblöðin að hér úti á landi hafa þau nnnna fréttagildi en vera skyldi, þar sem þau berast ekki fyrr en deginum eftir eða enn síðar," sagði Bryndís Schram, verðandi skólameistari á ísafirði í vetur. Hún efaðist um grundvöll fyrir tvö síðdegisblöð og taldi þau bæði hafa borið nokkurn keim af harðri baráttu sem hún taldi miður. Örn Höskuldsson, Lizt illa ó blaðið i heild „Ég hef slæma reynslu af Dag- blaðinu og lízt illa á blaðið í heild." sagði Örn Höskuldsson íulltrúi er hann var spurður um reynslu sína af blaðinu á f.vrsta árinu. Var hann góðfúslega boðinn að gefa einhverjar gagn- logar ábendingar til endurbóta á blaðinu en hann sagði þá að upp- haflog orð sín þörfnuðust ekki frokari skýringar. —G.S. Jóhann Einvarðsson, bœjarstjóri í Keflavík: „Helzti gallinn er hversu líkir þið eruð Visi" „ £g átti nú eiginlega von á öllu öðru en þessari spurningu. En í fljótu bragði get ég sagt það að mín reynsla af Dagblaðinu er sú að það hefur aukið fjölbreytnina í blaðamennskunni. Ég sé nú reyndar hvorki Dagblaðið né önnur blöð daglega en mér sýnist af öllu að nú sé fronturinn breiðari. Ef markaðurinn ber alla þessa aðila þá er ekkert nema gott um það að segja. Helzti gallinn finnst mér vera sá hversu líkir þið eruð Vísi. Ég hef orðið var við að menn gera grín að því, til dæmis að spurning dagsins er oft sú sama hjá hinum daginn eftir. I fljótu bragði get ég eiginlega ekki svarað þessari spurningu frekar.“ —AT — Kristjón Pétursson, deildar- stjóri í Tollgœzlunni: Á vissan hótt bylting i islenzkri blaðamennsku „Dagblaðið hefur að þvi leyti reynzt vel að það hefur á vissan hátt valdið byltingu í íslenzkri blaðamennsku og aukið tjáningar- frelsi landsmanna þar sem það er vettvangur fyrir skoðanir allra,“ sagði Kristján Pétursson, deildar- stjóri í Tollgæzlunni á Kefla- víkurflugvelli. Kristján sagói að tilkoma Dag- blaðsins hefði orðið til að hressa upp á hin dagblöðin sem ekki vildu láta sitt eftir liggja í ýmsum skrifum sem Dagblaðið hefði riðið á vaðið með. Að lokum sagði hann að betur mætti ef duga skyldi við að afhjúpa meinsemdir þjóðfélags- ins og að í því stæði Dagblaðið vafalaust langbezt að vígi. —G.S. Dagblaðið þorir að hafa skoðanir telur Vilborg Harðardóttir „Mér hefur fundizt Dagblaðið ágæt tilbreyting í blaðaheimin- um,“ sagði Vilborg Harðardótt- ir varaþingmaður. Hún sagði að sér fyndist ágætis gagnrýni koma þar fram og blaðamenn DB stæðu sig nokkuð vel. Þar þyrðu menn að hafa skoðanir sem samrýmdust ekki skoðunum eða hagsmunum eigenda blaðsins. Hins vegar sagði Vilborg að sér fyndist fullmikið af æsifregnum sem værutil þess æ'tlaðar að gera blaðið söluhæfara. —EVI’ Vilmundur Gylfason: Kom róti ó flokkstýrt fjölmiðlakerfi „Utkoma Dagblaðsins og breyt- ingar á Vísi komu róti á úrelt og flokksstýrt fjölmiðlakerfi," sagði Vilmundur Gylfason. „Þess vegna voru þetta jákvæðar breytingar. Auðvitað er hætta úr þeirri áttinni líka, að peningavaldið verði of áhrifamikið í íslenzkum útgáfumálum. Við þurfum að finna heppilegan milliveg." —G.S. „Dagblaðið ógœtis viðbót" segir Kristinn Finnbogason „Ég tel að Dagblaðið hafi verið ágætis viðbót við hin blöðin.“ sagði Kristinn Éinnbogason fram- kvæmdastjóri Tímans. Hann bætti því við að hann teldi samt að spennan, sem væri á milli síðdegisblaðanna, væri of mikil og hún þyrfti að minnka. Hann sagði að æsifréttaskrif gengju of langt og kæmi niður á blöðunum og gæðum þeirra. „Annars óska ég ykkur til hamingju með afmælið og óska ykkur alls hins bezta,“ sagði Kristinn Finnbogason. —EVI Þá fannst henni blaðið glamur- kennt, of mikið af myndum og stuttum og oft innihaldslitlum klausum og taldi að auka mætti efni eitthvað á kostnað mynda. Sérstaklega les hún með athygli skrif Jónasar Kristjánssonar rit- stjóra og Ölafs Jónssonar gagn- rýnanda. —G.S. Ber alltaf Dagblaðið og Vísi saman — segir Gunnar Eyjólfsson „Ég sé það nú sjaldan en ég geri aldrei upp á milli Vísis og Dagblaðsins, ef ég kaupi annað þá kaupi ég hitt,“ sagði Gunnar Eyjólfsson leikari. „Ég ber þau nefnilega alltaf saman." Hann sagðist auðvitað hafa keypt blöðin á föstudaginn og læsi hann allaf greinar Vilmundar Gylfasonar hvort sem þær kæmu í Vísi eða Dagblaðinu. „Ég bíð bara eftir greinum eftir Vilmund í Alþýðu- blaðinu." Gunnar vildi benda mönnum á það að Hrollur væri frábærlega skemmtilegur, hann læsi þá myndasögu alltaf. „Ég vil svo bara óska Dag- blaðinu til hamingju með afmælið," sagði Gunnar. —EVI Einar Karl Haraldsson, formaður Blaðamanna- félags Íslands „Dagblaðið hefur gripið ó ýmsum mólum — og rekið þau nokkuð vel.“ „Eg verð nú að segja að reynsla min af Dagblaðinu er heldur góð. Mér finnst það hafa að mörgu leyti verið til bóta. Maður hefur nú lengi vitað þaó að þeir Sveinn Eyjólfsson og Jónas Kristjánsson kunna ýmislegt fyrir sér í blaða- útgáfu. Þö að mér finnist fréttapólitík blaðsins bera keim af æsifrétta- mennsku þá verður það að segjast

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.