Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976. Láttu Canon klára dœmin!! CANON gildir allar götur frá grunnskóla upp úr háskóla. SKÓLAFÓLK, gerið sameiginleg innkaup — hjá okkur er það hagkvœmara. FYRIRTÆKI OG EINKAAÐILAR, athugið úrval þessara hentugu og ódýru vasareikna fyrir yður. Verð frá kr. 6.970,00 Skrifúélin hf f>(\^ o G Suðurlandsbraut 12, Sími 85277. VÉLSETJARI Góður vélsetjari óskast strax. Gott kaup fyrir góðan mann. Tilboð sendist Dagblaðinu merkt: „VÉLSETJARI" fyrir 15. þ.m. Dagblað án rfkisstyrf'c Japanir neita að skila MIG-þotunni — en Ford býður flugmanninn velkominn Japönsk stjórnvöld hafa hafnað sovézkri kröfu um að skila þegar í stað orrustuflug- vél af gerðinni MIG-25, sem sovézkur liðþjálfi lenti á norðurhluta Japanseyja á mánudaginn á flótta frá heima- landi sínu. Þotan er talin mikilsvert hernaðarleyndar- mál. Þá hafa yfirvöld í Japan einnig neitað að leyfa sovézk- um diplómötum að ræða við lið- þjálfann, Viktor Belenko. Kiichi Miyazawa, utanríkis- ráðherra Japans, sagði igærað ekki væri hægt að verða við kröfu Sovétmanna um að skila þotunni strax aftur, þvi hún hefi rofið japanska lofthelgi og því þyrfti að rannsaka málið gaumgæfilega. Síðan yrði að semja um að skila þotunni eftir diplómatískum leiðum, sagði Miyazawa við fréttamenn. Hernaðarsérfræðingar á Vesturlöndum telja að flótti Belenkos liðþjálfa geti orðið til þess að þeir fái einstakt tæki- færi til að rannsaka þotuna sem er hraðfleygasta orrustuþota í heimi. t Washington sagði blaðafull- trui Fords forseta að forsetinn hefi sjálfur ákveðið að veita Benko hæli sem pólitískum flóttamanni i Bandaríkjunum færi hann fram á það. Aftur á móti væri það alveg á valdi Japana hvað gert yrði við þot- una. Miklar óeirðir í Höfðaborg: TVEIR LÉTU LÍFIЗ NOKKRIR HVÍTIR MENN HANDTEKNIR Lögreglan í Höfðaborg hóf skothríð á hópa fólks af blönduðum kynþáttum (rétt er að geta þess að þegar sagðar eru fréttir frá S-Afríku gleymist oft að taka fram, að þar er fjöldi Asíumanna og kynblendinga) er óeirðir brut- ust út í borginni í gær. Tveir menn létu lífið og mikill fjöldi er talinn særður. Þessar kynþáttaóeirðir hófust i miðborg Höfðaborgar og breiddust síðan út í úthverfin, þar sem litaðir menn eru í meirihluta. Að sögn lögreglunnar hófust óeirðir í útborginni Revensmea þar sem einn maður var skotinn til bana og einn inni í miðborg Höfðaborgar. Að sögn fréttamanna í Höfðaborg urðu þeir vitni að því er lögreglan skaut manninn. Jóhannes Vorster, sem nú er nýkominn úr ferð sinni til Zurich, þar sem hann hitti Kissinger, utanríkisráðherra að máli, undirbýr nú mikla ræðu sera hann ætlar að flytja þjóðinni í kvöld. Talsmaður lögreglunnar oaigði í gær, að mxkill fjö’.di þeirra, sem særzt hefðu í gær, væri bifreiðastjórar, sem orðið hefðu fyrir glerbrotum er unglingar vörpuðu grjóti að bílum þeirra. En að sögn fréttamanna, sem horfðu á óeirðirnar í miðborg Höfðaborgar, mátti sjá fjölmarga falla fyrir skotum lögreglunnar og kylfuhöggum. Þá hefur fjöldi hvítra manna, sem þátt tekur í baráttu litaðra manna í landinu farið vaxandi, og a.m.k. tveir hvítir menn voru handteknir i gær. „Gimsteinastríð" Indverjar og Pakistanar eru nú komnir í hár sarnan vegna yfirráðaréttar yfir hinum fræga1 Koh-i-Noor gimsteini sem er einn gimsteina brezku krúnunnar og hefur verið í vörzlu hennar síðan 1849. Aðeins nokkrum klukkustund- um eftir að forsætisráðherra Pakistan, Ali Bhutto hafði ritað James Callaghan forsætis- ráðherra Breta bréf, þar sem hann fór fram á það, að gimsteininum yrði skilað, lýstu Indverjar því yfir, að þeir ættu steininn. Æðsti sendifulltrúi Indverja í London sagði við fréttamenn í gær: „Gimsteinninn er eign Ind- verja. Bhutto getur geit hvaða kröfur sem hann vill, en það eru fleiri, sem hafa áhuga á gimsteininum." Þessu svaraði sendiherra Pakistana: „Persónulega get ég ekki skilið, hvers vegna Ind- verjar telja sig eiga steininn. Ég yrði mjög undrandi. ef þeim yrði afhentur hann.“

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.