Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 9
DAHBLAÐIÐ. MIÐVIKUD AGUR 8. SEPTEMBER 1976. 9 Erlendar fréttir REUTER George Harríson fundinn sekur um lagastuld George Harrison, fyrrum bítill, hefur verið sakaður um að hafa stolið laginu „My Sweet Lord“, jafnvel þótt hann hafi gert það ómeðvitað, eins og hann ber við. Dómari í málinu, sem nú er rekið fyrir rétti í New York, sagði að ljóst væri að Harrison hefði líkt nákvæmlega eftir laginu „He’s so fine“, sem var efst á vinsældalistum í fimm vikur árið 1962. Afríka: Tekst Kissinger jafnvel upp og í Mið-Austurlöndum? rienry Kissínger, utanríkis- ráðherra Bandarikjanna, mun í dag ganga á fund Fords forseta og segja honum þá skoðun sína, að persónuleg stefna sín geti komið í veg fyrir blóðbað í sunnanverðri Afríku. Kissinger sneri heim til Washington í gær og lét þá svo um mælt, . að sér hefði orðið „nokkuð ágengt” í þriggja daga viðræðum sínum við Johannes Vorster, forsætisráðherra S- Afriku, í Zúrich. Efni viðræðna þeirra var ástandið í Kódesíu og Zambíu. Talið er að Kissinger muni segja forsetanum, að nú sé rétti tíminn kominn til að beita sömu aðferð og hann notaði þegar tímabundnu samkomu- lagi var náð í deilu Araba og ísraelsmanna. í gær sagði talsmaður Nyereres Tanzaníuforseta að stjórn Tanzaníu fagnaði þeirri hugmytd, að dr. Kissinger veitti hjálp sína við lausn deil- unnar um yfirráoin í sunnan- verðri Afríku. Fallist Ford forseti á hug- myndir Kissingers, mun utan'- ríkisráðherrann líklegast eiga fundi með þjóðarleiðtogum Tanzaníu, Mózambík, Angola, Botswana og Zambíu. Ferðalag hans gæti hafizt síðar í þessari viku eða á mánudaginn. I Afríku mun Kissinger gera grein fyrir viðræðum sínum við Vorster jafnframt því sem hann myndi heyra hugmyndir blakkra Afríkumanna um hvernig bezt væri að leysa hnútana í Ródesiu og Zantbíu, sem og í Suður-Afríku. Aftur á móti vill Kissinger ekki fara til Afríku nema hann sé nokkuð öruggur um að ná árangri þar. Hann mun njóta aðstoðar Williams Schaufeles, aðstoðarutanríkisráðherra, sem í dag ræðir við Nyerere Tanzaníuforseta í Dar Es Salaam. Korsíka: Aðskilnaðarsinnar sprengdu franska flugvél í loft upp Harrison ber því við, að hann muni ekki eftir því lagi. Dómarinn, Richard Owen, sagði að Harrison hefði notað sama lagið „vegna þess að það lag hefði verið fyrir í undir- meðvitund hans enda þótt hann myni ekki eftir því.“ Þo að dómarinn tæki það fram að Harrison hefði greini- lega ekki gert þetta að yfirlögðu ráði bætti hann við: „Þetta er sama lag og sami texti og samkvæmt reglum er slíkt brot á lögum um höfundarrétt, jafnvel og enda þótt verknaðurinn sé ómeðvit- aður.“ Það var fyrirtækið Bright Tunes Music sem höfðaði mál á hendur Harrison. Viðurlög við afbrotinu verða ákveðin 8. nóvember nk. Æ fleirí álíta — ólga á fœðingarstað Napóleons fer stöðugt vaxandi Sjö grimuklæddir aðskilnaðar- sinnar í Ajaccio á Korsíku Iædd- ust úr hópi andófsmanna þar í gærkvöld, neyddu flugvél frá Air France út á brautarenda á Campo del Oro-flugvelli og sprengdu hana þar í loft upp. Enginn var um borð í Boeing 707-þotunni, sem brann til ösku á skömmum tíma eftir að eldsneytisgeymar hennar sprungu í loft upp í tveimur sprengingum. alla starfsemi á flugvellinum. Flugbrautum var lokað með flutningabílum og hróp voru gerð, þar sem þess var krafizt að verkalýðsleiðtogi einn, sem hand- tekinn var í siðustu viku, yrði látinn laus nú þegar. Verkalýðsfélag flutningabíl- stjóra lýsti nýlega yfir stuðningi við baráttu aðskilnaðarsinnanna sem krefjast aukinnar sjálfs- stjórnar fyrir Korsíku. Eyjan he^rir undir Frakka sem oft á tíðum minnast hennar fyrir það eitt að þar fæddist Napóleon keisari. Starfsemi aðskilnaðarsinna hefur farið vaxandi síðan sl. sumar þegar þrír lögreglumenn létu lífið í átökum við vopnaða hópa. Fastlega er reiknað með að spenna aukist nú eftir að flug- vélin var sprengd í loft upp. Fimm menn voru handteknir af lögreglu skömmu eftir þennan atburð. Æ fleiri kjósenda í Bandaríkjunum telja Jimmy Carter, frambjóðanda demókrataflokksins, frjálslyndari en menn höfðu ætlað, miðað við fortíð hans, sem heidur hefur mótazt af íhaldssemi. Kemur þetta fram í niðurstöðu skoðanakönnunar sem Louise Harris-stofnunin hefur látið fara frá sér. Segir þar að eftir útnefningu hans sem forsetaefni, hafi fjöldi. þeirra sem álitu hann frjálslyndan aukizt úr 20% í 26% eri þeim sem álitu hann íhaldssaman fækkað úr 19% í 17%. Hér má sjá Jimmy faðma móður sína Lillian að sér eftir biaðamannafund, sem hann hélt til þess að lýsa ánægju sinni“ með ræðueinvígið við Ford forseta, sem verður innan skamms. Um fjögur hundruð andófs- menn höfðu skömmu áður lamað

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.