Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 18
 18 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976. Dagblaðið með Lónlí Blú Bojs á ferð: Lónlí Blú Bojs sprengja utan af sér Lónlí Blú Bojs var forkunnar vel tekið þar sem hljómsveitin kom fram og skemmti um ný- liðna helgi á Norðurlandi. Alls staðar var húsfyllir og neituðu gestir jafnan að fara úr salnum fyrr en hljómsveitin hafði leikið nokkur aukalög. Fylgisveinar ferðarinnar, þeir Halli, Laddi og Gísli Rúnar, vöktu einnig mikla hrifningu, og ekki að ástæðulausu, því þar eru snjallir og fjölhæfir skemmtikraftar á ferð. Fyrsta skemmtunin var í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri á fimmtudagskvöldið. Þar kölluðu þeir Halli, Laddi og Gísli heiðursgest kvöldsins, Ingimar Eydal, upp á svið og færðu honum að gjöf blómum skreytta hljómplötu sína, en á henni herma þeir m.a. eftir Ingimar í laginu um Túra klúra. Ingimar mælti nokkur orð í þakklætisskyni og staðfesti söguna, sem þre- menningarnir segja á plötunni — að Ingimar sem er áhugamaður um brunavarnir og varaslökkviliðsmaður á Akureyri, hefði einhvern tíma hætt í miðju lagi og rokið út af balli, þegar fór að brenna ein- hverstaðar. „Þetta er rétt með farið,“ sagði Ingimar á fimmtu- dagskvöldið, „þetta er byggt á sannsögulegum heimildum." Þakið ætlaði hreinlega að rifna af Sjálfstæðishúsinu, þegar Ingimar kvaddi og fór ekkert á milli mála hversu mikillar hylli hann nýtur í heimabæ sínum. Lónlí Blú Bojs voru góðir og nutu dyggrar aðstoðar Þóris Baldurssonar á hljómborð og Halli, Laddi og Gísli fagna Ingimar Eydal i sviöi Sjálfatœöishússins á Akurayrí. „Byggt á sannsögulegum heimildum," sagöi Ingimar. Lónli Blú Bojs: Gunnar, Engilbert og Rúnar. DB-myndir Haraldur Hansen. trommuleikarans Terry Doe sem leikið hefur með hljóm- sveitinni á öllum plötum hennar. Lónlí Blú Bojs flutti valin lög af tveimur fyrri plötum sínum og þeirri þriðju, sem væntanleg er á markað næstu daga. Á föstudagskvöld var dans- leikur og skemmtun á Húsavík, í Miðgarði í Skagafirði á laugar- dagskvöld og á sunnudaginn í Dalabúð í Búðardal, þar sem magnaðri skemmtanir hafa varla verið haldnar. Skemmtanirnar voru þrí- skiptar. Byrjað var á diskóteki (af segulbandi), sem þeir Halli, Laddi og Gísli sáu um og Iéku eingöngu íslenzk lög. Þeir brugðu sér í ýmis gervi, svo sem Úlfs Jakobssen, Páls Vilhjálms- sonar, Saxa læknis og Skráms. Lónií Blú Bojs og félagar voru svo i Tónabæ í gærkvöld, verða í Sigtúni annað kvöld, í Stapa í Njarðvík á föstudaginn og í Aratungu á laugardags- kvöld Nánar segir frá ferð hljóm- sveitarinnar og fylgifiska hennar í blaðinu fyrir helgi. -ÓV. E3MBI Stevie Wonder með þrefalt albúm Aðdáendur . Stevie Wonders verða enn um sinn að bíða eftir nýju plötunni hans, Song In The Key Of Life. Hann hefur nefnilega ákveðið að bæta einni plötu enn við tvöföldu plötuna, sem hann hefur unnið að síðan á siðasta ári. Platan hefur tafizt mjög frá því sem áætlað var. Fyrst átti hún að koma út í byrjun þessa árs. Síðan var henni frestað fram í maí, en nú virðist útgáfufyrirtækið sem Stevie vinnur fyrir, ' Tamla Motown, ætla að láta ráðast hvenær hann lýkur plötunni, því að nýr útgáfu- tími hefur ekki verið ákveðinn. Stevie Wonder hefur nú þegar lokið við að fullvinna þrjár af sex síðum piötunnar. Eftir þeim tíma að dæma, sem sú vinna hfur tekið, þá ætti platan ekki að koma út fyrr en í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Enda þótt langt sé síðan komið hefur út plata með Stevie þurfa aðdáendur hans samt ekki að láta sér leiðast. Fyrri plötur meist- arans halda þeim við efnið. Vilhjálmur syngur „Með sínu nefi" í síðustu viku kom út enn ein ný plata. Að þessu sinni er á ferðinni Vilhjálmur nokkur Vil- hjálmsson, flugmaður og söngv- ari. Plötu sína nefnir hann „Með sínu nefi“. Á „Með sínu nefi“ syngur Vilhjálmur ellefu lög eftir nokkra landskunna tónlistarmenn. Þeir eru Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson, að ógleymd- um þeim Ágústi Péturssyni og Svavari Benediktssyni harmónikkuleikara. Textarnir, eða öllu heldur ljóðin, eru öll eftir skáldið Kristján frá Djúpa- læk. Vilhjálmur kynnti „Með sínu nefi" á blaðamannafundi síðast- liðinn fimmtudag. Þar kynnti hann alla þá, sem lögðu hönd á plóginn við gerð plötunnar. Of langt yrði að telja þá alla hér, en nefna má þá Gunnar Þórðarson, Pálma Gunnarsson, Magnús Kjartansson og Ragnar Sigurjóns- son, sem léku með í flestum lögunum. Magnús Ingimarsson sá um nokkrar útsetningar og þá voru ýmsir gamalkunnir hljóðfæraleikarar fengnir til að leggja hönd á plóginn. Þá má ekki gleyma náunea sem kallar sig Njudna og er vinur fólksins á erfiðu stundunum í lífi þess. 11 ' * Þeir poppa líka á Akureyrí skipa eftirtaldir: Matthias Henriksen trommuleikari, Kristján Jónsson leikur á bassa og þeir Óiafur Sigurðsson og Snorri Guðvarðsson sjá um allt gítarspil. Allir syngja þeir meira og minna. I næsta mánuði kemur út hljómplata hjá Tónaútgáfunni á Akureyri. Hljómsveitin Hjólið verður með eitthvert efni á þeirri plötu. -F.Ax./ÁT.- Hjóiið er litt þekkt hljóm- sveitarnafn, en þó mun hljóm- sveit með þessu heiti vera búin að starfa í tæpt ár. Hjólið er gert út frá Akureyri og hefur aðallega leikið á sveitaböllum, en nú verður væntanlega breyting þar á. Hljómsveitin hefur leikið undanfarnar þrjár vikur í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri og leikur þar að minnsta kosti um næstu helgi, hvað svo sem síðar verður. Hljómsveitina Hjólið „Hjólið" hefur leikið í Sjallanum að undanförnu Vilhjálmur Vilhjálmsson söngvari með umsiag plötunnar á óvenjuiegum stað. DB-mynd Arni Páll. Njudni kýs að halda nafni sínu leyndu. Ekki skal fjölyrt um gæði plötunnar að sinni. Lesendur hafa vafalaust þegar heyrt megin- hlutann af hcnni í morgunútvarpi og ýmsum útvarpsþáttum. Þó er skemmst frá þvi að segja að plat- an virðist höfða til allra aldurs- flokka. Magnús Kjartansson orðaði breidd plötunnar eitthvað á þessa leið: „Ef börnin á Súgandafirði finna eitt lag við sitt hæfi, amma gamla eitt, frystihússtelpan eitt og þorpsauminginn eitt, þá höfum við náð takmarki okkar!" -AT.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.