Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 32
RJÓMALAUS REYKJAVÍK DAGINN FYRIR HÆKKUN „Þetta var ekki nein tilraun af okkar hálfu til að stuðla að því að fólk greiddi sem fyrst hækkunina á mjólk," sagði stöðvarstjóri Mjólkursamsiiluunar er hann var inntur eftir pvi hvers vegna enginn rjómi hefði verið i mjólkurbúðum á mánudaginn. Daginn eftir, þriðjudag, tók hækkunín gildi. Rjómi kemur daglega í verzlanir hér í Reykjavík og flytur lítill tankbíll rjómann. Að sögn stöðvarstjórans var þessi bif- reið eitthvað i ólagi þannig að bíða varð eftir bílunum, sem taka mjólk hjá bændunum. Rjómi barst í verzlanir klukkan að ganga 5 á mánudag og vcru þá flestir búnir að gefa upp von um það að unnt væri að ,,hamstra“ eitthvað af rjóma á gamla verðinu. Að sögn stöðvarstjórans varð vart nokkurrar söluaukningar á mjólk á mánudaginn. Ekki kvað hann þá enn vera farna að merkja neina minnkun á sölu eftir síðustu hækkun. Slíkt kæmi ekki fram fyrr en eftir 2-3 daga. Stöðvarstjórinn vildi taka það fram að allur tiltækur rjómi í Mjólkurstöðinni, á níunda hundrað litrar, hefði verið seldur í búðirnar um morguninn. Salan væri venjulega eitthvað í kringum 1200 lítrar, en þó mætti væntanlega reikna með að sala hefði hugsanlega getað orðið eitthvað meiri daginn fyrir hækkun. -BA. Aflakóngurinn í fyrra vill hœtta ó sjónum: MÁLFRELSI EKKITIL OG BANKAMÁL í ÓLESTRI „Sjórinn við Austur- Grænland var alveg dauður, — ekki bröndu að fá á línuna,“ sagði Magnús Þórarinsson, út- gerðarmaður og skipstjóri á Bergþóri KE, er við hittum hann að máli á bryggjunni í Njarðvík. „Við öfluðum ágæt- lega við Grænland í vor og sumar, áður en við tókum okkur stutt frí. Varla er því um annað að gera en að þreifa fyrir sér á heimaslóðum, — reyna að leggja við suðurströndina og halda austur með landinu í veiðivon." Magnús og bræður hans gera út tvo aðra báta, Valþór og Arnþór, á spærlings- og troll- veiðar, „en mest langar mig ti! að draga mig alveg út úr fisk- veiðum og útgerð," bætti hann við. „Manni er gert ómögulegt að leggja stund á sjávarútveg, að minnsta kosti þeim sem leggja sig alla fram við að láta reksturinn bera sig.“ Tónninn í Magnúsi var sem sé ekki góður svo að einhverjar ástæður hlutu að liggja þar að. baki. Við inntum hann frekar eftir því hvar skórinn kreppti í útgerðamálum. „Ég á erfitt með að kveða upp úr í þeim efnum. Málfrelsi er tæpast við lýði á íslandi. Segi maður sannleikann kemur það honum í koll seinna meir, — það hef ég reynt. En eigi ég að hætta á að nefna ástæðu, þá eru það lögin og reglugerðirnar sem helzt setja fyrir okkur fótinn og þeir sem peningamál- um ráða hér í landi. Heita má að við höfum ekki ráðstöfunar- rétt lengur yfir því fé, sem við öflum og fáum í hendur, svo að ekki er nema von, að ég sé farinn að huga að því að reyna fyrir mér á einhverjum öðrum vettvangi i atvinnulífinu.“ Þar með var Magnús horfinn inn í jeppann sem beið hans á bryggjunni og þotinn af stað því ótal verkefni biðu óleyst, MAGNtJS ÞÓRARINSSON, aflakóngurinn í fyrra, óánægður með bankamálin og ófrjálsræði sem útgerðin býr við (DB-mynd emm) þjóðarinnar, —emm þar til Bergþór gæti haldið bjargvætt úr höfn í eltingaleikinn við þorskinn. íltjpfp Rey kjavíku rskókmótH Najdorf efstur — Úrslit biðskáka tvísýn NAJDORF, — hann átti erfitt í gærkvöldi, þegar Friðrik sótti gegn honum með hvítu mönnunum. Margir eygja vinning í biðstöðunni fyrir Friðrik (DB-mynd Arni Páll). Skák þeirra Friðriks og Najdorf fór í bið i 11. umferð Reykjavíkurskákmótsins í gær- kvöldi. Fyrir þessa umferð voru þeir efstu menn í mótinu og vakti skák þeirra i gær mesta athygli mótsgesta. Nú eru aðeins fjórar umferðir eftir á mótinu. Allar skákir efstu manna hafa úrslitaþýðingu um sætaskipan keppenda. Spennan er því vaxandi eins og vel mátti greina á áhorfenaum ekki síður en keppendum á ,,skákinni“ í gær. Úrslit í einstökum skákum urðu þessi: Timman vann Helga, Björn vann Gunnar, Keene vann Vukcevich, West- erinen vann Hauk. Jafntefli varð hjá Matera og Margeiri, Guðmundi og Tukmakov. Skákir þeirra Friðriks og Najdorf, Antoshin og lnga R. fóru í bið. Staðan eftir 11. umferð er því þessi: 1. Najdorf: 7 Vz vinningur og bviAskák 2. Timman: 7 vinningar og 2 biðskákir 3. -4. Fríðrik, Tukmakov: 7 vinningar og biðskák. 5. Antoshin: 6’/j vinningur og biðskák 6. -7. Ingi R., Westerínen: 6 vinningar og biðskák 8. Kéene: 6 vinningar 9. Guðmundur: 5 Vj vinningur 10. -11. Matera, Haukur:41/j vinningur »2. Vukcevich: 4 vinningar og 2 biðskákir 13. Helgi: 3 Vz vinningur 14. Margeir: 3 vinningar 15. Bjöm: 2 Vj vinningurog biðskák 16. Gunnar: 1 Vi vinningurog biðskák. Skák þeirra Friðriks og Najdorfs er talin tvísýn en þó töldu einhverjir skákskýrenda, að Friðrik ætti vinningsmögu- leika. Biðskákir verða tefldar i dag. _BS frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 8. SEPT, 1976. FLEIRI EINS ÁRS í DAG 8. september sáu fleiri aðilar en aðstandendur DB, ástæðu til að hefja starfsemi. Þann dag var skákfélaginu Mjölni hleypt af stokkunum. „Við höfum a'ðallega haslað okkur völl í Breiðholtinu. Og eru nú á þriðja hundrað virkir félagar. Áf þeim munu um 50 hafa verið félagar í Skákfélagi Reykjavíkur,“ sagði Svavar Guðni Svavarsson fráfarandi formaður félagsins. Svavar sagðist vera mjög ánægður með þetta fyrsta ár og taldi að mikið hefði áunnizt á ekki lengra tímabili. Stjórn félagsins skilaði af sér nokkrum sjóði sem gengur beint til skáklífsins. „Við höfum engan áhuga á þvi að fara út í byggingar. Við viljum heldur nýta þá aðstöðu sem er í skólunum og verja því fé sem okkur áskotnast beint í skákina sjálfa,“ sagði Svavar. Guðmundur Arason, fyrr- verandi forseti Skáksambands íslands hefur hjálpað hinu unga félagi á margan hátt. Hann gaf skákfélaginu til dæmis 10 töfl þegar Mjölnir var stofnaður. Þorsteinn Guðlaugsson (faðir Guðlaugar skákdrottn- ingar) er nýkjörinn formaður skákfélagsins Mjölnis sam- kvæmt uppástungu Svavars. I vetur sigraði skákfélagið Mjölnir með mikíum glæsibrag' í deildarkeppni Skáksambands íslands. -BA. Ló í blóði sínu er að var komið I gærkvöldi var komið að manni í skrifstofu hans við Laugaveg. Hafði maðurinn .verið einn í skrifstofunni nokkurn tíma og er komið var að sækja hann, lá hann þar í blóði sínu. Við athugun kom í ljós að maðurinn hafði dottið og höfuð hans skollið á milli- vegg. Við höggið brotnaði veggurinn og skarst maðurinn illa á brotunum við fallið. Var aðkoman ófögur. Maðurinn missti allmikið blóð, en er i slysadeild kom varð ljóst að skurðurinn var minni en ætlað hafði verið í fyrstu, og maðurinn ekki í lífshættu. -ASt. Margbrotnaði Alvarlegt umferðarslys varð á mótum Grófarinnar og Tryggvagötu í gærmorg- un. Þar varð 34 ára gamall maður fyrir bifreið og hlaut slæm meiðsli. Tvíbrotnaði annar fótur hans og víðar hlaut hann beinbrot. Þá hlaut hann og allmikið höfuðhögg. Maðurinn var á leið yfir götu er bí 1 inn bar að. Alls urðu 15 árekstrar og slys í Reykjavík í gær. Voru nokkrir hinna slösuðu fluttir í slysadeild. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.