Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐTÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 197P. írjálst, úháð dagblað Ctj'ofandi Daublaðid hf. Framkvaundastjóri: Sveinn H. Eyjólfssön. Hitstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birtíir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Revkdal. Handrit Asiírimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson. Berglind Asgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson. Krna V Ingólfsdóttir. Gissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis- íióttir. Katrín Pálsdóttir. Kristín Lýðsdóttir. Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björgvin Pálsson. Ragnar Th. Sigurðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12. slmi 83322. auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setning og umbrot: Daghlaðið hf. og Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmirhf., Síðumúla 12. Prentun: Arvakur hf.. Skeifunni 19. *............ * Kortið sem veldur Vesturveldunum áhyggjum: - Spiffing þagnarskyldunnar Nokkur ólykt er strax í upphafi viðtals, sem Morgunblaðið birti á sunnudaginn við Jónas Haralz bankastjóra um vanda bankakerf- isins. Þar segir hann: „Vandamál- in eru ekki þau, sem mest er um talað. Þau eru af allt öðrum toga spunnin, en á þessu er því miður lítill skilning- ur, nema innan bankanna sjálfra.“ Engum þarf að koma á óvart, þótt sumir bankamenn telji bankamenn eina geta fjallað um bankamál. Hershöfðingjum hættir til að líta þannig á sig og hermálin. Hið sama er að segja um hagfræðinga og efnahagsmál. Og svo fram- vegis í það óendanlega. Ef menn tækju mark á sjálfsáliti sérfræðinga af ýmsu tagi, væri lítið rúm orðið eftir fyrir lýðræðið í landinu. Og bankastjórinn er ekki fyrr búinn að gefa sér og starfsfélögum sínum þá einkunn að geta einir rætt bankamál af viti en hann lýsir þeirri skoðun sinni, að bankarnir á íslandi starfi ekki undir óeðlilegum pólitískum áhrifum.. Síðar í viðtalinu segir hann, að bankaleyndin sé nauð- synleg og loks, að verðtrygging fjárskuldbind- inga sé nánast óframkvæmanleg. Bankastjórinn telur vandann hins vegar í aðalatriðum vera þann, að bankarnir séu of margir. Færir hann að því ýmis rök, sem geta verið góð og gild, en sannfæra menn þó ekki um, að flokkapólitíkin, bankaleyndin og öfugu vextirnir séu ekki enn alvarlegra vandamál. Jónas Haralz gerir miklar kröfur til trausts af hálfu lesenda, þegar hann segir: „Það er skoðun mín, að slík þagnarskylda (bankanna) sé einn af hornsteinum eðlilegs og heilbrigðs viðskiptalífs og frjáls samfélags yfirleitt. Hún er ekki síður mikilvæg en þagnarskylda lækna...“ Enginn frekari rökstuðningur fylgir þessari kerfislegu yfirlýsingu. Engin tilraun er gerð til að leiða lesendur inn í þá röksemdafærslu, sem kann að liggja að baki þagnarskyldu bankanna. Engin tilraun er gerð til að ræða málið í ljósi þeirrar ádeilu, sem undanfarið hefur gætt á þessu sviði. Hið sama er að segja um þessa yfirlýsingu bankastjórans: „Samkvæmt minni reynslu er ekki um það að ræða, að bankarnir starfi undir _ óeðlilegum pólitískum áhrifum eða að stjórn- málamenn reyni að misnota bankana.“ Enga tilraun gerir hann til að rökstyðja þetta nánar, né til þess að ræða sérstaklega þá ádeilu, sem bankarnir hafa sætt á þessu sviði að undanförnu. Menn verða bara einfaldlega að trúa bankastjóranum í blindni eða trúa ekki. Bankastjórinn bendir á, að bankarnir séu undir eftirliti. En ekki er listi hans traustvekj- andi. Bankaráð og endurskoðendur banka eru kosnir pólitískri kosningu. Endurskoðunar- deildirnar eru reknar af bönkunum sjálfum. Og engum dettur í hug, að bankaeftirlit Seðla- bankans fari að skipta sér af pólitískum lánveit- ingum. Almenningur veit, að bankarnir eru skömmt- unarskrifstofur og hann hefur rökstuddan grun um, að undir skikkju bankaleyndar ríki víðtæk pólitísk spilling. í viðtalinu hefur Jónas Haralz ekki gert neina alvarlega tilraun til að rökræða vió hina vantrúuðu. ——— Deilur og illvíg flokkabarátta hefir einkennt þjóðlífið um aldir. öarattan.hvaða nafni sem nefnist, hefir alltaf staðið um valdið. Félagsleg barátta, póli- tisk barátta, baráttan um met- orð og auð, er í rauninni ekkert annað en barátta um völd, að- stöðu og heiður. Þetta eilífa stríð er manneskjunni eðlis- lægt og er því og verður um alla eilífð. Hið nirvana þjóðfélags- form eða sæluríki er því utopi, draumur, sem ekki á sér stað í veruleikanum. Ef draga má einhverja ályktun af heitri og heiftúðugri flokkabaráttu á íslandi er hún sú, að íslenzk félagshyggja, og þjóðfélagsmeðvitund sé lífi og blóði gædd. Það er í rauninni aðalsmerki okkar og við getum verið stolt af því. Sú ófagra mynd sem stjórnarfarið hefir tekið á sig í dag er afleiðing þeirrar togstreitu sem sífellt á sér stað um valdið. Það sem skugga slær á þjóðlífið eru meðulin sem notuð eru, en þau minna á kenningu Jesúíta, að tilgangurinn helgi meðalið. Hvernig valdinu er dreift og hvernig það er fengið eru grundvallaratriði í lýðræðis- legu þjóðfélagi. Ég mun í þess- ari grein reyna að bregða ljósi á þann tvískinnung sem nú ríkir í sveitarstjórn landsins og sér- staklega hvað varðar sýslufélög og samtök sveitafélaga. V Hreppar og sýstuf élög Hreppurinn hefir verið um Tvískinnungur aidir sú stjórnareining, sem næst hefir staðið einstakling- um. Hreppsfélagið fæst við þau mál, sem félagsleg samábyrgð krefst. Þá málefnaflokka er í rauninni óþarft að telja. 1 dreif- býlishreppum eru þeir í raun- inni mjög fáir enda unnir í frí- stundum með bókhaldi, sem vel rúmast í skrifborði oddvitans. Þéttbýliskjarnarnir krefjast aftur framkvæmda þar sem um er að ræða bæði fjárfrekar og afdrifaríkar ákvarðanir. Skóla- mál, heilbrigðismál, gatna- gerðir, vatnsveita, hitaveita, dreifing rafmagns og síðast en ekki sízt skipulagsmál, eru verkefni, sem miklu skipta fólkið. Um það hefir verið rætt að stækka rekstrareiningarnar til þess að bæta hag hreppanna og hafa grannþjóðir okkar farið þann veg. Sú leið er þó engan veginn einhlít og kemur þá fyrst til álita réttlát valddreifing. Með því að hafa hreppana ekki stóra en láta stærð þeirra' markast af landfræðilegri legu og sameiginlegum félagslegum vandamálum verða verkefnin í höndum þeirra, sem bezt vita og þekkja hvar skórinn- kreppir. Valdió verður í mun nánari tengslum við fólkið og mun fleiri einstaklingar vincu á hinu félagslega sviði en ella yrði. Með tilliti til þess er mjög hæpið að breyta íslenzkri hreppaskipan í dag þrátt fyrir hagræðingarsjónarmiðið. Hrepparnir hafa staðið af sér umbyltingu aldarinnar. Um sýslufélögin gegnir öðru máli. Þau eru heldur ekki þjóðlegur arfur, heldur skrípamynd danskrar eftiröpunar. Þar er valdið í rauninni að takmörk- uðu leyti í höndum fólksins. I sýslunefndir kjósa hrepp- arnir einn fulltrúa, hvort heldur sem þeir telja nokkra tugi íbúa eða nokkrar þús- undir. Formaður þessarar nefndar er embættismaður eða sýslumaður, þó að lögin geri ráð fyrir að hægt sé að kjósa annan formann. Sýslunefndinni er ætlað að fara með sameiginleg málefni sveitarfélaganna í sýsl- unni, bæði skipulagslega og félagslega. Þær koma venju- lega saman einu sinnÞá ári og hefir sýslunefnd ótakmarkað vald til álagna á hreppsfélögin. Hennar vald er því mikið, þó að það vald sé í lausum tengslum við sveitastjórnirnar. Þetta hafa hinir stærri hreppar fundið og reynt að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.