Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 11
DAtiBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JI DAGUK 14. SEPTEMBER 1976. M ..... *"*"N Járntjaldið er ekki tilbúningur Þrátt fyrir bætta sambúö austurs og vesturs (détente) og þá staðreynd, aö í orði beina Rússar helztu spjótum sínum að Kína, beinist hernaðar- máttur þeirra ennþá fyrst og fremst að Vesturlöndum, eins og meðfylgjandi kort sýnir, en það er upphaflega komið frá vestur-þýzku leyniþjónustunni. Hernaðarfræðingar á Vesturlöndum eru sammála um, að Rússar hafi komið upp mögnuðustu stríðsvél, sem þekkzt hefur á friðartímum. En þeir eru ekki sammála um annað, er máli skiptir í þessu sambandi. Flestir eru þó á einu máli um, að fjöldi sovézkra her- manna hafi lengi verið mjög vanmetinn á Vesturlöndum og að hann hafi aukizt mjög snar- lega á undanförnum árum. Þannig telja þeir margir, að samanlagður herstyrkur Sovét- ríkjanna sé um 4.4 milljónir manna, en að vísu telur brezka herfræðistofnunin að um helm- ingur þeirra beri ekki vopn. Bandaríkjastjórn gefur upp, að samanlagður herafli hennar telji 2.1 milljón manna. Ástæðan fyrir því, að öðrum heimildum ber ekki saman er aðallega sú, að menn skilgreina misjafnlega hvað „bardagher- maður“ er. Mánuðum saman hefur staðið yfir harðvítug deila í Bandaríkjunum á milli varnarmálaráðuneytisins og fulltrúadeildarþingmannsins Les Aspins frá Wisconsin, sem telur að varnarmálaráðuneytið ofmeti herstyrk Sovétríkjanna. Aftur á móti efast menn ekki mjög um það, að stjórnin í Moskvu hafi aukið útgjöld sín til varnarmála upp i tíu eða ellefu hundraðshluta af þjóðar- framleiðslunni. í Bandaríkjun- um er áætlað að um 6% þjóðar- framleiðslunnar fari til varnar- mála. Síðan ljóst varð, að stórveld- in geta drepið okkur öll mörgum sinnum á aðeins nokkrum mínútum, hefur helzt verið deilt um kjarnorkuvopna- búnað stórveldanna. Á Vestur- löndum beinist athyglin fyrst og fremst að vopnabúnaði Sovétríkjanna og reglulega eru birtar tölur frá NATO um fjölda sovézkra herskipa, flug- véla, skriðdreka, hermanna, eldflauga og svo framvegis. Telja menn að Sovétmenn vilji halda áfram að efla hernaðar- mátt sinn á landi til að ná þannig pólitískum yfirtökum. Þannig hefur nýlega verið bent á, að á landi ráði Sovétmenn nú yfir um 170 herfylkjum, þrjátíu og þrjú þúsund skrið- drekum, 5360 orustuflugvélum og rúmlega 2000 varnarflug- vélum af öðru tagi. Á heimshöfunum er aukning- in svipuð. Eins og ljóst hefur orðið af fréttum á undan- förnum mánuðum hefur flota- styrkur Sovétmanna — og Bandaríkjamanna raunar líka — aukizt verulega á Indlands- hafi, og hefur það valdið miklum deilum og vakið reiði, einkum Indverja. íslenzks brjóta sig unuan Kvoðum sem sveitarstjórnin sjálf á svo til engan þátt í að ákveða. Sýslufélögin þjóna þvi engan veginn því meginsjónarmiði lýðræðisins að það skuli vera fólkið sem fer með sín mál. Þess vegna hafa sprottið upp samtöksveitarfélaga.án þess að þeim hafi verið af löggjafanum markað verksvið eða ákveðið verkefni. Og þess vegna er tví- skirinungurinn (ambivalence) í sveitarstjórnarmálum í al- gleymingi í dag. Samtök sveitarfélaga Samtök svenarfélaga að formi til draga á margan hátt dám af sýslufélögunum. Þau eru byggð upp á hreppaskipaninni og full- trúar til funda kosnir á nokk- urn veginn sama hátt og til sýslunefnda nema hvað sveitar stjórnirnar kjósa þá fulltrúa og er þá að nokkru tekið tillit til fjölda þeirra íbúa, sem hreppinn byggja, en þó engan veginn í lýðræðislegu hlutfalli. En eins og öllum mun kunnugt eru sýslu- nefndarmenn kosnir beinni kosningu. Þannig að svo getur stjórnarfars verið að sýslunefnflarfulltrúinn sé i pólitískri andstöðu við þann sveitarstjórnarmeiri- hluta, sem ræður í hrepps- nefndinni. Þannig er því t.d. farið á Selfossi í dag. Fyrir utan það að samtökin hafa ekki lögfestu í stjórn- skipulaginu eru þau ólýðræðis- lega upp byggð og þjóna í sumum landsfjórðungum því hlutverki einu að lyfta til á- hrifa mönnum, sem í rauninni hafa ekkert umboð frá fólkinu. Samtöksveitarl'élagaog sýslu- nefndir fást oft við sömu verk- efni og það sem kaldhæðnast er, að oft sitja sömu mennirnir í báðum. en hljóðir og hógværir og láta embættismanninn eða framkvæmdastjórann ráðskast og ráða, Innan samtakanna á Suðurlandi ræður klíka, sem byggir vald sitt á ólýðræðislegu skipulagi. þar sem hinir smærri hreppar \ erða í algjörum meiri- hluta of. þvi ræður sá stjórn- málaflokkurinn, sem mest fylgið hofur í þ(>im Klika framsóknarmanna er alls ráðandi innan Samtaka sunnlenzkra sveitafélaga með flnkksgæðing sem fram- kvæmdastjóra. Fræðslustjóri Suðurlands er cinnig fram- Kjallarinn Brynleifur H. Steingrímsson sóknargæðingur, sem hreiðrað hefir um sig á skrifstofu sam- takanna, þó að slíkt eigi enga stoð í lögum þar sem samtökin eru ekki lögfest og þvi ekki í tengslum við ríkiskerfið. Slík pólitisk valdníðsla á sér stað í skjóli þess að löggjafinn þorir ekki að taka ákvörðun um hvort formið eigi að ríkja, sýslufélög eða samök. Alþingismennirnir skríða í dufti hinnar sjúku valdabar- áttu. Þeir þora engan að styggja þar sem flokksklíkan sjálf telur bezt að setja og sjá. Því er ofangreint skipulag, þar sem tveimur er ætlað beint eða óbeint sama verkefnið, þrándur í götu eðlilegra vinnu- bragða og félagslegra framfara. Það er ekki óeðlilegt að hin stærri hreppsfélögog kaupstaðir hugleiði nú hvort þátttaka þeirra með áhvílandi álögum og útgjöldum sé verjanleg. Vestmannaeyjabær hefir sagt sig úr Samtökum sunn- lenzkra sveitarfélaga.þó að með hálfum huga sé, og er sú af- staða í alla staði mjög rökrétt og skiljanleg. Þeir hafa sannar- lega ekki góða reynslu af þeirra starfsemi. Brennt barn forðast eldinn. Hvað er til róða? Það er augsýnilegt að sýslu- félög og samtök, sem fást við lík verkefni veikja mátt dreifbýlis- ins og eiga því ekki bæði til- verurétt. Samtökin líta greinilega á hlutverk sitt með ölíku móti í dag eftir landsfjórðungum. Þar sem undirritaður telur hreppaskipulagið gott og lýðræðislegt er engin ályktun eðlilegri en að sýslufélögin verði endurskipulögð og færð til lýðræðislegra forms. Væri þá fyrst, að til sýslunefndar yrði kosið í réttu hlutfalli við fjölda íbúa hreppanna og að þeir fulltrúar sem þar færu með umboð hrepps (eða kaup- staðar) væru í beinum tengsl- um við sveitarstjórnina. Þannig að sveitarstjórnin kysi þessa fulltrúa. Oddviti þessarar nefndar á ekki að vera embættismaður, sem í stærri sýslum landsins hefir geipi nóg önnur verkefni um að hugsa. Hvort framkvæmdastjórn sýsl- unnar yrði í tengslum við það embætti eða ekki er álitamál en kemur vel til greina. En þörf er á að breyta þeirri skipan, að sami embættismaðurinn sé í senn umboðsmaður ríkisvalds- ins og framkvæmdastjóri félagslegra málefna sveitar- félaganna á viðkomandi svæði. Vilji löggjafinn, Alþingi. ekki afnema sýslufélögin þá á hann að blása nýju lífi i þau. Við þann tvískinnung sem nú ríkir í þessum málum verður ekki lengur unað og það einmitt vegna þess, að valda- sjúkasti flokkur landsins, ITamsóknarflokkurinn. notar þetta til þess að rangsnúa lýðræðislegri valddreifingu og ná mun meiri áhrifum og völdum en honum ber. Þora hinir stjórnmálaflokk- arnir ekki að stinga á þessu kýli? Selfossi 12. sept. 1976. B.II. Steingrimsson héraðslæknir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.