Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 13
_ DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1976. þróttir 13 óttir 13 ga við Slovan í kvöld? nó toppleik að nóst! gegn Real Madrid, sagði Jón Pétursson ) vitum ákaflega ntio. ð vitum þó svolítið um tékk- ska landsliðið og leikaðferð ss og það lilýtur að leika ipaða knattspyrnu og Slovan gna hins mikla fjölda lands- smanna Slovan. Er við lékum við Real Madrid cst okkur mjög vel upp og ðum að sýna ágætan leik eftir fitt keppnistímabil þar sem við iðum í fallbaráttu. Síðan þá fur gæfan verið okkur hliðholl undanfarin tvö ár höfum við iðið í baráttunni um íslands- nstaratitilinn. Okkur hefur að vísu ekki tekizt vinna þann eftirsótta titil, til ss hefur vantað herzlumuninn. , að veldur er erfitt að segja en 5 töpuðum tveimur af' fjórum rstu leikjum okkar í 1. deild í mar og það varð okkur dýr- vpt því eftir það þurftum við að a Val. Skýring á töpum í upphafi var. toppleikmenn liðsins náðu sér ki vel á strik. En liðið óx eftir í sem á sumarið leið þó ekki fi okkur tekizt að knýja fram ;ur í siðari leik okkar við Val. i svona er knattspyrnan, það er : skammt á milli velgengni og ira. En nú er Evrópukeppnin ;st á dagskra hjá okkur. Það er kert vafamál. að Evrópu- ppnin veitir þeim leikmönnum, ekki standa í landsliði íslands hljóta því fáa möguleika. dýr- eta re.vnslu á að leika gegn im beztu. Þetta er mikil upp- un. Ég man bara þegar ég var byrja í þessu. Það var stórkost- legt að fá að leika i Evrópu- keppni. Ég hef verið svo lánsamur að eiga sæti í landsliði og þvi hefur mér veitzt tækifæri til að leika fleiri leiki gegn beztu liðum Evrópu. Þetta hefur hjálpað mér mjög mikið, hjálpað mér að verða betri leikmaður. Þó verð ég áð segja alveg eins og er — ástand Laugardalsvallar er skuggi á er við leikum gegn beztu landsliðum og félagsliðum Evrópu. Það er ákaflega leiðin- legt að þurfa að bjóða upp á hálf- ónýtan völl. Það hefur stundum verið sagt að það komi íslenzkum knattspyrnumönnum til góða að leika við slíkar aðstæður. Slíkt er mikill misskilningur. ísland hef- ur náð mörgum af sínum beztu' landsleikjum einmitt á beztu leik'- völlum Evrópu. Nei, ástand Laugardals- vallarins er ákaflega bagalegt. Það heftir eðlilega framrás knatt- spyrnu á tslandi. Leikmenn ná alls ekki að sýna eðlilegar fram- farir þegar ástandið er eins og raun ber vitni. Nú er nýbúið að gera miklar lagfæringar á leikvellinum i- Laugardal en eftir örfáa leiki er völlurinn í sama farinu og á síðasta ári. Sjálfsagt verður völlurinn bannaður af FIFA á næsta ári. Háðulegt, því miður. Kópavogsmenn hafa sýnt okkur, að hægt er að búa til góðan völl á íslandi, aðeins ef rétt er að málum staðið. Það hefur sýnilega ekki verið gert í Laugardal. RisarSviss gegn íslandi — Fyrri landsleikur íslands og Sviss i handknattleik verður i kvöld Það hefur tekizt mjög góð sam- vinna milli Handknattleikssam- banda og forráðamanna nýja íþróttahússins á Akranesi — og árangurinn er meðal annars sá, að þar fer fram iandsleikur i kvöld. Fyrsti landsleikur karla, sem háður er í íþróttabænum mikla, Akranesi, sagði Axel Sigurðsson, þegar blaðið ræddi við hann í morgun. Það er lands- lið Sviss í handknattleiknum, sem komið er í heimsókn — lið, sem er i svipuðum gæöaflokki og ís- lenzka landsliöið. Leikurinn í kvöld á Akranesi ætti því að geta orðið tvísýnn og jafn. Það má segja, að i ár sé óvenju snemma farið af stað með verk- efni landsliðsins, enda mikið framundan á handknattleiks- sviðinu í vetur. Svisslendingar hafa verið á ferðalari um Norður- lönd og óskuðu eftir því, að fá að heimsækja ísland og leika hér landsleiki. Stjórn HSI varð þegar við þeirri ósk — og landsleikirnir tveir eru þvi framundan. Á Akra- nesi í kvöld og hefst leikurinn kl. 20.30 og svo í Laugardalshöll á fimmtudag. Miðað við fjölda landsleikja okkar við hinar ýmsu þjóðir má segja, að tími sé kontinn til frek- ari samskipta milli Sviss og Is- lands. Frá upphafi landsleikja- sögu íslands hefur aðeins tvíVegis verið Ieikið við Sviss. Fyrri leik- urinn var í heimsmeistarakeppn- inni í Vestur-Þýzkalandi 1961 og var afar þýðingarmikill fyrir bæði löndin. Hann skar úr um hvort landið kæmizt í úrslit heimsmeistarakeppninnar. Sá sigraði mátti halda heim með sárt ennið. Leikurinn var ákaflega spennandi en lengi vel leit út fyrir sigur Sviss. í hálfleik var Sviss með þriggja marka forustu, en kapparnir kunnu, Birgir Björnsson, Gunnlaugur Hjálmars- son, sem eru meðal þeirra, sem séð hafa um undirbúning íslenzka landsliðsins í sumar, Ragnar Jóns- son, Karl Jóhannsson og allir hinir, snéru við blaðinu í síðari hálfleik. Tókst að vinna upp þriggja marka muninn og gott betur. Island sigraði með 14-12. I úrslitakeppninni stóð ísland sig svo með hinum mesta sóma. Síðari landsleikur íslands og Sviss var fyrir tveimur árum í Sviss, þegar íslenzka landsliðið tók þar þátt í fjögurra landa móti. Það var spennandi leikur eins og sá fyrri og lauk með jafntefli 21- 21, en í þessari keppni gerði ís- lenzka liðið sér lítið fyrir og sigraði Vestur-Þýzkaland. Fyrsti landsliðssigurinn gegn Vestur- Þjóðverjum. Svisslendingar hafa orð á sér fyrir léttan og skemmtilegan handknattleik og þó þeir séu ekki meðal fremstu þjóða í dag hafa þeir oft komið verulega á óvart. Bezti árangur þeirra í ár er naumt tap gegn Ungverjum 15-16. Þá hafa þeir unnið Austurríkismenn í ár með 18-13. Flestir svissnesku landsliðs- mannanna nú eru stórir og stæði- legir menn —helmingur lands- liðsmannanna, sem hingað er kominn til landsleikjanna er 1.88 m á hæð eða meir. Sá hæsti er 1.95 m. Flestir hafa mikla reynslu í landsleikjum — og svissneska liðið er næstum eins skipað og það, sem gerði jafntefli við ísland fyrir tveimur árum. í liðinu leika eftirtaldir menn (landsleikja- fjöldi innan sviga) Markverðir: Nr. 1 Urs Zeier (29) — 12. Daniel Eckmann (45) — 15. Edi Wickli (22) Aðrir leikmenn: Nr. 2 Ernst Zullig (56) — 3. Hansruedi Hottiger (5) — 5 Max Schar (3) — 6 Peter Maag (10) — 7 Konrad Affolter (32) — 8 Robert Jehle (3) — 9Hans Huber (29) — 10. Jurg Huber (22) — 11 Urs Graber (18) — 13 Hansjöng Böni (8) — 14 Ger. Staudenmann (6). íslenzka landsliðið æfði og lék við Víking í íþróttahúsi KR í gær- kvöld — en síðan var fundur að Hótel Esju og þar mætti pólski landsliðsþjálfarinn, sem kom til landsins í gær. Ondrus fyririiði Slovan og tékkneska landsliðsins hampar bikarnum þegar Tékkar unnu Evrópukeppni landsliða. maen . Muller skoraði fimm Eins og við sögðum frá í gær vann Bayern Munchen stórsigur á Tennis Borussia Berlín í þýzku Budesligunni um helgina. Alls sendu leikmenn Bayern knöttinn níu sinnum í uet andstæðinganna án þess að fá mark á sig sjálfir. Og hver skvldi hafa skorað meginþorrann af mörkunum? Jú auðvitað Gerd Muller. þessi mesti markaskorari sem þýzk knattspyrna hefur átt — og raunar öll Evrópa. Alls skoraði Muller fimm mörk og var í banastuði. Ilann verðskuldar því fyllilega val í heimsliðið nýlega en eins og kunnugt er gefur Muller ekki kost á sér í þýzka landsliðið. Eitt sinn datt Muller og sat þá á vellinum og sneri baki í markið. En á ötrúlegan hátt tókst honuin að senda knöttinn aftur fyrir sig, rétt innan við stöng. Já, Gerd Muller kann að skora mörk. kappinn sá. Stórsigur Kanadamanna Nú fer fram mikið íshokkímót í Kanada, sem sterkustu íshokkí- þjóðir heims taka þátt í. Þær eru Kanada, Tékkóslóvakía, Sovét- ríkin, Bandaríkin, Svíþjóð og Finn- land. Leikið var í riðlum og leika Kanadamenn og Tékkar til úrslita. Alls verða úrslitaleikirnir þrír — það er ef úrslit fást ekki úr tveimur fyrstu. En ailt bcndir til að svo verði, því í gærkvöld léku Kanada- menn og Tékkar fyrsta leik sinn og unnu Kandamenn stórsigur, 6-0. Yfirburöir Kanadamanna voru miklir og áttu Tékkar i mestu erfið- leikum með hina fljótu Kanada- menn. Keflvíkingar í Hamborg Keflvikingar munu í kvöld Icika við Hamborg SV í Evrópu- keppni hikarhafa. Leikurinn fer fram í Hamborg og mun Jón Ás- geirsson lýsa leiknum. Þorsteinn Ólafsson, sent nú stundar nám í Lundi, mun koma til móts við Keflvíkinga og leika með sínum gömlu félögum. Vafa- lítið verður róðurinn hjá Kefl- víkingum þungur því Hamborg hefur á aö skipa einu bezta félags- liði Þýzkalands.og flestir vita að Keflvíkingar hafa ekki átt gott sumar. Þvi munu Keflvíkingar vafa- litið leika stífan varnarleik í von um að sleppa sem bezt frá leiknum. Keflvikingar munu siöan dvelja á Spáni og koma ekki heim fyrr en þremur dögum fyrir leik liðanna, sem fram fer hér í Reykjavík.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.