Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 24
Yfirmaður á kaupskipi úrskurðaður í allt að 30 daga gœzluvarðhald —vegna rannsóknar á ólöglegum innflutningi litsjónvarpstœkja Yfirmaður á íslenzku kaup- skipi var í gær úrskurðaður í allt að þrjátíu daga gæzluvarð- hald í Keflavík í framhaldi af rannsókn á meintum ólöglegum innflutningi litsjónvarpstækja. Viðar Ólsen, fulltrúi bæjar- fógeta í Keflavík, staðfesti í samtali við fréttamann blaðsins i morgun að umræddur gæzlu- varðhaldsúrskurður hefði verið kveðinn upp en vildi ekki gefa frekari upplýsingar um málið. Hinn 31. maí sl. skýrði Dag- blaðið frá þvi að grunur hefði vaknað um þetta smygl og væri það í rannsókn. Var þá talið, að allt að 40 litsjónvarpstæki hefðu verið keypt i útflutnings- höfn í Evrópu í einni ferð og þeim smyglað f land hér í vöru- gámi. DB hefur ekki tekizt að fá staðfest að um 40 tæki sé að ræða en ekki þykir ólíklegt að varningur af öðru tagi komi einnig til. Þykir einnig liklegt að maður sá er nú situr í gæzlu- varðhaldi hafi átt samstarfs- menn hér heima, bæði skip- verja og menn í landi. — ÓV/BS ✓ Sigalda: Deila blikk- smiðanna blossaði upp ó ný Enn hafa deilur blossað upp í Sigöldu vegna blikksmiðavinnu á staðnum. Lögðu þeir í sl. viku niður vinnu vegna ágreinings varðandi tvo þýzka blikksmiði sem unnu að ákvæðisverki er Brown-Boveri hafði tekið að sér. Lyktir þeirrar deilu urðu að Landsvirkjun tók að sér hluta af því verki sem Brown- Boveri hafði tekið að sér. Tryggði það að íslenzkir blikk- smiðir sátu að allri blikksmiða- vinnu þar eystra. Lausn deilunnar vegna Þjóð- verjanna tók viku og síðan var helgarfrí í Sigöldu. Er blikk- smiðir komu austur í gær sáu þeir að unnið hafði verið við þeirra verk allan tímann sem þeir áttu í vinnudeilunni og höfðu lagt niður vinnu. í viðtali við Kristján Ottósson, form. Fél. blikksmiða, sagði hann að vélvirki frá Hellu hefði unnið að verki blikksmiðanna og sennilega fleiri. Yrðu þessi mál rannsökuð i dag og um þau haldnir fundir réttra aðila. Ekki væri ljóst hvort blikk- smiðirnir hæfu vinnu, fyrr en þessi óvænta aðför að rétti blikksmiðanna væri til lykta leidd. ASt. r[ Krafla: ] Gufan lœtur enn ó sér standa Það er allt ónýtt í bílskúrnum að Asgarði 2 eftir brunann frá gashylkjunum, sem slökkviliðsmenn vöktu yfir i alla nótt til að hættulaus í morgun. Kviknaði í bilskúr að Ásgarði 2: logsuðutækjunum. Motta er yfir kæla og enn voru þau ekki orðin, -DB-mynd Arni Páll. HÆTTA A SPRENGINGU I GASHYLKJUM Eldur kviknaði í bilskúr að Ásgarði 2 í gærkvöldi. Kviknað hafði í út frá logsuðutækjum. Bílskúrinn brann nokkuð að innan en fljótlega tókst að slökkva eldinn. Bifreið sem var í skúrnum gjöreyðilagðist og maður sem var staddur í skúrn- um brenndist og var fluttur á slysadeild. Stöðug vakt er að Ásgarði 2, þar sem bruni á sér stað í inni- haldi hylkjanna. Þau er ekki unnt að fjarlægja þar sem hætta er á sprengingu við hverja minnstu hreyfingu. Hér er um tvö gashylki að ræða og annað þeirra inniheldur acetylengas, sem notað er til logsuðu. Slík gashylki eru mjög hættuleg eftir að brennsla hefst í þeim. Og verður að kæla þau í minnst 24 klukkutíma eftir að bruni hefst. Að sögn Gunnars Sigurðs- sonar urðu slökkviliðsmenn varir við bruna í hylkinu klukkan 6 í morgun en kælingu verður haldið áfram I allan dag. Eld í gashyikjum sem þessum er ekki unnt að slökkva. Það eina sem hægt er að gera er að halda þeim köldum til að halda styrkleika járnsins. —BA „Það má segja að það verði ekkert stóráfall þó ekki fáist nægileg gufa til að keyra vélarnar á fullu. Það er ljóst að ekki er ntégilegur markaður fyrir þau þrjátíu megavött, sem hvor vélasamstæða um sig getur framleitt," sagði Valgarður Stefánsson jarðeðlis- fræðingur við Kröflu. Hann hefur meðal annars með stað- setningu á borholum við Kröflu að gera. Valgarður sagði að nú væri verið að bora holu 7 og 8, en ekki væri neinn árangur hvað gufu snertir kominn í ljós. Úr holu númer 6 hafa fengizt 20 kíló á sekúndu, sem gætu þýtt 2 megavött ti! að knýja vélasam- stæðurnar. i áætlun er hins vegar gert ráð fyrir að hver hola gefi um 5 megavött til þess V^ að 6 holur geti knúið aðra véla- samstæðuna. Holur 1—5 hafa ekki reynzt nýtanlegar enn sem komið er. Ekki er þó enn útséð með holu þrjú sem i fyrstu gaf 70 kíló á sekúndu en eyðilagðist við jarð- hræringarnar. Sagði Valgarður að sú hola kynni að vera nýtan- leg ef þrýstingur í henni minnkaði. 5—6 holur boraðar í ár Valgarður sagði, að áætlun gerði ráð fyrir að 5—6 holur yrðu boraðar i ár. Er miðað við að þeim borunum verði lokið áður en jörð fer að frjósa. A þessu ári hafa verið boraðar þrjár holur og er ekki að fullu vitað um gufumagn þeirra. Hola 6 gefur litla gufu. en verið er að bora hinar og hola 7 er þegar orðin 1200 metra djúp. Úr þeim 2—3 holum sem á eftir að bora verður því að koma mjög mikil nýtanleg gufa til þess að unnt verði að virkja á næsta ári. Hugsanlegt að óhagkvœm ar holur verði virkjaðar Valgarður sagði að alls ekki væri víst að allar holur, sem gæfu gufu, yrðu virkjaðar. Óhagkvæmt væri að virkja þær sem gæfu lítið, eins og til dæmis hola 6 sem stendur. Hins vegar gætu holur sem gæfu mikla gufu hækkað meðaltalið verulega. Er Valgarður var spurður að þvi hvernig færi ef engar gufu- ríkar holur fengjust, sagði hann að þá yrðu miður hag- kvæmar holur e.t.v. virkjaðar. Þegar væri búið að leggja í svo gífurlega fjárfestingu að virkja vrði holurnar enda þótt' lítil gufa kæmi úr hverri um sig. Gufuhorfur svipaðar og í sumar Er Valgarður var spurður að því hvort meiri líkur væru á því að virkjun gæti fremur haf- izt samkvæmt áætlun nú en fyrr í sumar svaraði hann neitandi. Sagði hann að ástandið væri óbreytt. Leit að nýtaniegri gufu yrði haldið áfram. Gufa væri á svæðinu en það væri hins vegar ekki 'ljóst hvenær nægileg, nýlanleg gufa fengist. — BA frfálst, nháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPT. 1976. Timman á mesta möguleika Úrslitaumferðin í kvöld í kvöld verður tefld síðasta um- ferð Reykjavíkurmótsins I skák. Spennan hefur náð algjöru hámarki og með öllu er óljóst hvort sigurinn fellur einum í skaut óskiptur eða fleiri verða efstir og jafnir.Timman hefur bezta möguleika og með sigri yfir Vukcevich í kvöld getur Timman tryggt sér 1. verðlaun, sem eru rösklega 400 þúsund krónur. Fyrir umferðina í kvöld hefur Timman 10,5 vinninga, Friðrik og Tukmakov 10 hvor, Najdorf 9,5 og Antoshin 8,5 vinninga. Úrslit biðskáka í gær urðu þessi. Bjöm — Margeir O—1 Guömundur — Gunnar 1—O Friðrik — Helgi 1—0 Haukur — Tukmakov O—1 Helgi — Najdorf V* — Va Margeir — Timman 0—1 Vukcevich — Björn O—1 Westerinen — Antoshin Va — Va í dag kl. 5.30 tefla Friðrik gegn Inga, Najdorf gegn Gunnari, Tukmakov gegn Helga og Timm- an gegn Vukcevich. —ASt. Brauzt inn í konuleit Maður fór óboðinn inn í kjallara í nótt i konuieit. Virðist svo sem maðurinn hafi talið að hann væri á þeim stað er konan. sem hann vildi finna, byggi. Reyndist svo ekki vera og fékk maðurinn heldur óblíðar móttökur. Gistingu fékk hann ekki í kjallar- anum heldur uppi á lofti i iögreglustöðinni. Maður þessi var nokkuð við skál. —IlA SKEIÐARÁ VEX HÆGT „Það er ekki mikill vöxtur í Skeiðará enn sem komið er en lyktin af henni er hins vegar slæm,“ sagði Guðveig N. Bjarna- dóttir húsfreyja á Skaftafelli er hún var innt eftir því hvort Skeiðarárhlaup væri að byrja. Guðveig sagði að nokkuð mikið væri í ánni, en hún væri hins vegar ekkert farin að dreifa sér á sandana. Hún sagði að smalað hefði verið á sandinum i gær og hefðu smalamenn haft orð á því að áin væri bæði ljót á litinn og lyktin heldur óþægileg. Síðasta Skeiðarárhlaup var á árinu 1972 og var almennt ekki búizt við nýju hlaupi fyrr en 1977 eða 1978. Nú telja hins vegar margir af þeim sem til hegðunar árinnar þekkja að eitthvað sé að gerast í henni. Áin er farin að grafa sig niður en breytingar dag frá degi eru hins vegar lítt merkj- anlegar. — BA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.