Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976. Kerfið þungt í vöfum TBT0qiHtM8TQFNPM v0HW«STtA« « - ■ýehv l&S&,*ZylL . ***«*. Vi' 1976. «nl ,otu,t hír met .« hr. <U'C ■Mfonr.^jÁBa-TT^^o — i-«Uu „ - - " ReykJ»vík. 30.07.T6- Rikl8“tv*rp’ innheimtudelld. I>aug»vegl 176. 1 s*. --—n*,nnr-_í2l2»^í£So__ ootl« rl frí ríki.i TSTCOINGABTOFNUN BIKI3IN3 lffeyrlodel ld ^OUkCcrioÚ^ i*sgjrvA*P K yaar um n,ð ^‘CTnr‘r^z:r r,íT;;“Tzrv- *■ * Björgúlfur Björgúlfsson hafði samband við DB: „Eg hef verið öryrki síðan á árinu 1968. Frá því 1. marz á þessu ári hef ég notið uppbótar á örorkulífeyri frá Trygginga- stofnun ríkisins. Þeir sem njóta uppbótar fá felldar niður greiðslur fyrir afnotagjöld út- varps og sjónvarps. Eins og vera ber sendi ég Innheimtudeild sjónvarps og útvarps staðfestingu frá Lífeyrisdeild Tryggingastofn- unarinnar, en þá bregður svo við að ég fæ bréf sem hljóðaði svona: „Vegna umsóknar yðar um niðurfellingu af notagjalds sjónvarps viljum við taka tram, að einkaafnot af tækinu er skil- yrði fyrir niðurfellingunni sam- kv. 31. gr. reglugerðar no. 260/1974. Þar sem þessi skil- yrði eru ekki uppfyllt, verðum við að hafna beiðni yðar. Virðingarfyllst, Páll Jónsson.“ Svona var nú bréfið og ég skildi ekki hvað þeir áttu við þarna hjá sjónvarpinu. Ég fékk þá skýringu að ég byggi ekki einn. Eg veit ekki hvar þeir fengu þær upplýsingar. Ég þurfti því að fara og fá staðfest- ingu hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur og hún var send Innheimtudeildinni þann 30. júlí. Það virðist vera mjög þungt i vöfum kerfið þarna hjá sjón- varpinu, vegna þess að ég hef enn fengið rukkun frá þeim fyrir greiðslu afnotagjalds á þessu ári. Þar sem ég fel mig ekki eiga að greiða þennan reikning og þeir fengu staðfest- ingu frá Tryggingastofnuninni sem ég sendi í ábyrgðarpósti þann 10. maí finnst mér þessi vinnubrögð ófyrirgefanleg. Hvaða leyfi hafa þeir líka til að halda því fram að ég uppfylli ekki sett skilyrði, þegar þeir hafa fengið þetta skriflegt frá Tryggingastofnun? Þeir létu sér ekki segjast, og nú fyrir skömmu komu þeir og ætluðu að hirða sjónvarpið mitt upp í ógreidd gjöld. Eg veit vel að ég skulda þessi gjöld frá fyrri árum, en svona vinnu- brögð finnst mér óviðkunnan- leg, svo ekki sé meira sagt. Það hlýtur að vera hægt að semja við mig eins og annað fólk.“ DB hafði samband við Axel Ö. Ölafsson hjá Innheimtudeild Ríkisútvarpsins. Hann sagði að skilyrði fyrir niðurfellingu gjaldanna væri að viðkomandi hefði einkaafnot af tækinu. Til að fá upplýsingar um hverjir búa á viðkomandi heimili er farið í þjóðskrána og upplýsing- ar fengnar þaðan. Það getur því komið fyrir að breytingar hafi orðið á heimilisháttum frá því síðasta þjóðskrá kom út og vegna þess gætu mistök auð- vitað átt sér stað. Axel gat þess ennfremur að ef útivinnandi fólk er á heimilinu þá er þessi niðurfelling ekki veitt. „Ef um einhvern misskilning er að ræða þá er leiðrétting alveg sjálfsögð, ekki viljum vif standa í vegi fyrir því að fólk njóti réttar síns,“ sagði Axel. Hjörvar Ö. Jensson , Eskifirði skrifar: Eskifirði 4.9. 1976. I Vísi 2. sept. sl. er grein undir fyrirsögninni „Enn þarf Aftur- elding að borga“, og í Tímanum í dag, skrifar SOS aðra grein, þar sem hörðum orðum er farið um ákvörðum Mótanefndar K.S.Í. varðandi staðarval fyrir leikina um 10. sætið í 2. deild að ári. Báðar þessar greinar, en þó sérstaklega grein SOS, láta að því liggja, að með þessari á- kvörðun sé verið að fremja hið mesta ódæði gagnvart Aftureldingu og Reyni. Staðreyndin er þó allt önnur, því hér er verið að ganga til móts við mjög sanngjarnar ábendingar Austfirðinga um, að nú hljóti að vera tími til kominn að eitthvað af úrslita- leikjum þeim, sem austfirzk lið taka þátt í, fari fram hér heima í héraði, líkt og á sér stað með Fylki, Aftureldingu, Leikni o. fl. lið þegar úrslitin fara fram í Reykjavík. Ekki er ætlunin að fara að elta ólar við að svara þeim staðleysum sem fram koma í grein SOS, nema hvað rétt er að gera sér grein fyrir því, að Raddir lesenda Nógir peningar, en mó ekki lóna þá S.H. hringdi. „Þannig er mál með vexti að við hjónin keyptum lóð í Innri- Njarðvík. Það þykir nú kannski fullmikil bjartsýni, því við áttum aðeins 600 þús. kr. Lóðin var ódýr og þetta var freistandi. Hún kostaði aðeins 60 þús. en gatnagerðargjaldið var 160 þús. kr. Okkur hefur nú tekizt að gera hús fokhelt á lóðinni á rúmu ári, en það gengur verr með lánafyrirgreiðslu. Við hjónin leigjum í Hafnar- firði. Þegar við báðum um lán í Sparisjóði Hafnarfjarðar fengum við þau svör að þeir gætu ekki lánað okkur, þar sem við værum að byggja i öðru byggðarlaei. Þá snerum við okkur til Sparisjóðs Keflavíkur. Þar var svarið að þar sem við byggjum í Hafnarfirði gætum við ekki fengið lán í Keflavík. Við fengum samt lán þar — í gegnum klíku — 300 þús. kr. til fimm ára. Við erum búin að fá loforð frá Húsnæðismálastjórn um lán en það er ekki fyrr en næsta vor. Því átti nú að athuga hvort ekki væri hægt að fá ein- hvers staðar lán til þess að geta haldið áfram. Svörin voru ekki aldeilis jákvæð. Nei, það var engin lán að fá. Ungur banka- stjóri i Búnaðarbankanum upp- lýsti að peningar væru nægir í bankanum, en þeir mættu bara ekki lána þá. Seðlabankinn setur þau skilyrði. Sparisjóður Keflavíkur á líka nóga peninga en þeir mega bara heldur ekki lána þá. Eg skal samt' taka það fram að í Landsbankanum höfum við tvisvar fengið 6 mánaða víxil að upphæð kr. 60 þús. enda er kaupið okkar lagt þar inn. Nú er fokið i öll skjól. Mér er því spurn: Hvert fara pening- arnir? Þeir eru til. Hvað þurfum við að hafa í höndun- um? Ekki er nægilegt að hafa fokhelt hús, sem á hvíla nú 270 þús. kr. Af hverju fáum við ekki lán eins og margir aðrir? Er verið að hegna okkur fyrir að skapa okkur og öðrum verð- mæti með því að byggja ofan á okkur?“ Kristján Eldjárn, af hverju brást þú alþýðu þessa lands? Þormóður Guðlaugsson, Bauga- nesi 21, skrifar: „Bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar til að kúga sjó- mannastétt landsins eru ein- hver svívirðilegasta árás er ríkisvaldið hefur gert á launa- fólkið í landinu. Þar opinberaði ríkisstjórnin hug sinn gagnvart því, innleiddi með bráðabirgða- lögum samninga, sem sjómenn höfðu í tvígang hafnað en út- vegsmenn samþykkt. Þannig gekk ríkisstjórnin á hönd auð- valdinu í landinu, — ekki þar fyrir að almenningur í landinu hafi ekki vitað hug hennar. Já, almenningur mátti búast við slíku af ríkisstjórn landsins. En almenningur átti ekki von á að forseti íslands gengi þannig í lið með auðvaldinu. Forseti Islands var kjörinn með miklum meirihluta. Hann var kjörinn af alþýðu landsins er flykkti sér bak við hann. Hann var von alþýðunnar. Hann var kjörinn til þess að vera rétt- lætis- og jafnvægispunktur á hömlulausar hvatir ríkis- stjórnarog Alþingis, gegn vald- níðslu á þegnum landsins. Þvi gat forseti íslands neitað að skrifa undir gjörræðislög þótt valdalítill sé. Þarna fékk for- seti íslands hið ágætasta tæki- færi til þess að þjóna þegnurn sínum og hefja virðingu for- setaembættisins á æðra stig. En því miður bar forsetinn ekki gæfu til þess. Hann kaus að vera ríkisstjórninni undirgef- inn og samþykkja lög sem eru allt að því stjórnarskrárbrot. Hann átti að neita að skrifa undir og leggja síðan gjörðir sínar í dóm þjóðarinnar. Alþýða landsins hefði flykkt sér að baki forsetanum. Alþýða Islands þarf ekki að vera hissa þótt úrkast íhalds og framsóknar beiti hana kúgun Hún er vön því úr þeirri átt- inni. En að sjálfur forseti Is- lands skuli hafa veitt íhaldinu og framsókn lið í viðleitni þeirra til að kúga alþýðuna — því átti hún ekki von á. I hvert sinn er Kristján Eld- járn hefur talað til íslenzku þjóðarinnar hefur hann lagt á það áherzlu að réttlæti ætti og skyldi ríkja. Kristján Eldjárn, af hverju brást þú alþýðu þessa lands?“ Kristján Eldjárn er hann sór embættiseið sinn í þriðja sinn. Ríkisstjórn og alþingismenn eru viðstaddir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.