Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976. 3. leikvika — leikir 11. sept. 1976. Vinningsröð: 212 — 1X1 — 101 — 12X 1. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 41.000.00 124 1090 2080 5037 40667 40667 2. VINNINGUR: 9 réttir — kr. 2.000.00 1037 5514 30754+ 31376+ 40219 40506 40667 1582 6039 30765 31379+ 40219 40516+ 40667 1908 30016 30985 31380+ 40358+ 40519 40667 2947 30163 30998 31424 40431 40519 40667 4289 30361 31102 31425 40431 40555 40667 4414 30361 31133 31781 40490+ 40555 40732+ 5012 30549 31231+ 40156 40506 40667 40732+ 5477 30604 31235+ 40156 + nafnlaus Kærufrestur er til 4. okt. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðal- skrifstofunni. Vinningsupphæðir geta iækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 3. leikviku verða póstlagðir eftir 5. okt. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — Iþróttamiðstöðin — REYKJAVlK ÆFINGASKÓR NÝK0MNIR SPORTVÖRUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARSS0NAR Hólagarður, Breiðholti — Sími 75020 Klapparstíg 44 — Sími 11783 smajum Uppl. i síma 22078 Miðbœr 1X2 1X2 1X2 pumn Blaðburðarbörn óskast strax i eftirtalin hverfi: Blaðburðar- börn óskast straxí Hafnarfirði Upplýsingar í síma 52354 Myndin gefur hugmynd um glæsileik nýja iþróttahússins. A gólfi er einn sýningarflokkanna við vígsiuna. DB-mynd Ragnar. 400 milljón króno íþróttahús í Eyjum — „Stór ófangi" segir bœjarstjórinn „Þetta er stór áfangi í íþrótta- og skólamálum hér í Vestmanna- eyjum,“ sagði Páll Zóphaníasson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. A sunnudaginn var vígt nýtt og glæsilegt íþróttahús þar í bæ. Menntamálaráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson lýsti húsið formlega tekið í notkun, en hann tók líka fyrstu skóflustunguna á sínum tíma. „Þetta er mikil framför frá því sem áður var en eina íþróttaað- staðan hér voru tveir litlir salir í skólanum" sagði Páll. „Byrjað verður að nota íþróttahúsið nú strax eftir helgina en þá byrja skólarnir. Sundlaugin sem er f tengslum við húsið hefur verið i notkun í einn mánuð.“ Iþróttahúsið er 3300 fermetrar að flatarmáli og bar danskt verk- takafyrirtæki ábyrgð á hönnun og framkvæmd verksins og stjórnaði því. Heimamenn unnu flest störf við byggingu hússins, en í sérstökum greinum' þurfti að kalla dani til. Iþróttahúsið var byggt sam- kvæmt reglugerð um íþróttamál sem menntamálaráðuneytið gaf út. Aflað var tilboða og hagstæð- asta boðið nam 360 milljónum. Menntamálaráðuneytið greiðir 40—50% af heildarupphæðinni, og kemur það fram i þvi að aðflutningsgjöld af öllu innfluttu efni hefur verið sett á biðreikn- ing. Einnig var tekið lán hjá Viðlagasjóði sem nam 150 milljón- um. Viðlagasjóður hafði tekið Export-credit lán frá Danmörku til þessara hluta. Eftirstöðvum af finnska gjafa- fénu, tæpum 100 milljónum króna, verður varið til þessara framkvæmda ásamt einhverju gjafafé sem barst vegna gossins. Að öðru leyti greiðir bærinn það sem á vantar. Einhverjar breytingar hafa orðið á kostnaði við húsið vegna gengissigs og launahækkana. Um 80% af verkinu er gengistryggt, 15% kemur til með að hækka vegna launahækkana sem verið hafa á tímabilinu en 5% kostnaðar við bygginguna breyt- ist ekkert. Nú er verið að ganga frá endan- legu uppgjöri. Ekki liggja fyrir neinar tölur enn, en búast má við að byggingarkostnaður við íþróttahúsið nálgist 400 milljónir þegar allt verður til talið. —KL OLÍUMALARGÖTUR Á SELFOSSI LENGJAST UM 1,8 KfLÓMETRA Að undanförnu hafa miklar gatnagerðarframkvæmdir staðið yfir á vegum Selfosshrepps. Að sögn verkfræöings hreppsins, Helga Bjarnasonar, hefur verið skipt um jarðveg og hitavatns- leiðslur i þeim götum, sem leggja á olíumöl nú í sumar, en það eru Engjavegur, Vallholt, Réttarholt, Smáratún, Fossheiði og Kirkju- vegur. Auk þess er lagt malbik á stórt plan við Mjólkurbú Flóa- manna og annað við verkstæði Sigfúsar Kristinssonar Ef tími vinnst til verður lagt á Þóristún, en þar á eftir að skipta um jarðveg. Nú í sumar verða lagðir u.þ.b. 1800 metrar af olíumöl og malbiki eða 20.000 fermetrar, ef innkeyrslur nokkurra ein- staklinga eru taldar með. Mölin kemur frá Krosshól í Holtum, Oliumöl h/f blandar hana en Miðfell h/f leggur. Gengið verður frá gangstéttum og kantsteinum næsta sumar. en þá er áætlaö að Langþráð olíumöl er nú lögð yfir æ fleiri götur nýju hverfanna, en þar hafa íbúarnir yfirleitt verið mjög fljótir til að fegra lóðir sinar og útiit húsanna, oft áður en innri frágangi var lokið. DB- mynd Kristján Einarsson. olíubera Skólavelli, Sólvelli, Tryggvagötu, Birkivelli, Víðivelli og Fossheiði í vestur, og jafnvel fleiri götur ef tími vinnst til. Unnið er eftir áætlun eins og hjá bræðrum vorum í Rússlandi. Þeir gera fimm ára áætlanir en gatna- gerðaráætlunin hér á Selfossi er helmingi fullkomnari, hún er gerð til tíu ára. Sæmilegt veður hefur verið hér að undanförnu, sól. rigning, logn, og rok að austan. vestan. norðan og sunnan, þ.e.a.s. hressileg íslenzk veðrátta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.