Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976. 7 Erlendar fréttir 1 :i:ii!|!l! M ÁyUhlR TÓMASSON L— —“ Éíjf REUTER Pólitískum föngum á Filipps- eyjum er misþyrmt — segir í skýrslu frá Amnesty International Marcos forseti Filippseyja. Bandaríski bifreiðaiðnaðurínn: 165 þúsund verkamenn hjá Ford í verkfalB — hjá öðrum verksmiðjum bíða 530 þúsund menn átekta Vegna þessara viðtæku verkfalla í Ford verksmiðjunum tefjast 1977 árgerðirnar. Þar á meðal verður nýja gerðin af Ford Mustang. A miðnætti í nótt hófust verkföl! um 165 þúsund verka- manna í Ford bílaverk- smiðjunum í Detroit í Banda- ríkjunum. Verkamennirnir leggja niður vinnu til að krefjast hærri launa, styttri vinnutíma og aukinna eftir- launa. Miðað var við að verkföllin hæfust á miðnætti síðastliðnu vegna þess, að þá rann út þriggja ára gamall samningur Félags verkamanna í bílaverk- smiðjum í Bandaríkjunum við atvinnurekendur sína. Engar raunhæfar tilraunir höfðu verið gerðar til að reyna að semja við mennina á ný. Enda þótt verkfallið verði ekki langt, munu 1977 árgerðirnar frá Ford tefjast nokkuð. Fari svo að verkfallið vprði langvarandi, getur það haft alvarleg áhrif á efnahag þjóðarinnar, sér í lagi í stáliðnaðinum. Þeirra áhrifa fer fyrst verulega að gæta, ef verkfallið stendur í meira en mánuð. — Þá mega um 14 þúsund menn við verksmiðjur Fords 1 Bandaríkjunum eiga von á að missa vinnuna, ef verkfallið dregst á langinn. Um 530 þúsund verkamenn í bílaverksmiðjum víðs vegar um Bandaríkin gera sömu kröfur og verkamenn Fords, en þeir fara ekki í verkfall strax, held- ur bíða og sjá hvað gerist hjá stéttarbræðrum þeirra hjá Ford. Ein aðalkrafan, sem Félag verkamanna í bandariskum bilaverksmiðjum setur fram, er stytting vinnutímans. Það er hugsað sem ráð til að menn haldi stöðum sínum frekar og hægt verði að veita fleiri mönnum vinnu. Stéttarfélagið krefst fastra fría með jöfnu millibili og Ford verk- smiðjurnar hafa boðið að frí- tími verkamannanna verði aukinn upp í 40 klukkustundir i einu. Laun mannanna eru nú 6.84 dollarar á klukkustund (1.274 krónur ísl.) Ford hefur boðið þriggja prósenta hækkun ofan á þessi laun á ári næstu þrjú ár. — Auk þess krefst stéttar- félagið atvinnuleysistrygginga- bóta og hækkun eftirlauna og lyfjagreiðslna til eftirlauna- manna. Borgarastyrjöldin í Líbanon á 18. mánuði: Egyptar leggja aukna áherzlu á diplómatíska lausn málsins Leiðtogar kristinna manna og múhammeðstrúarmanna í Líbanon undirbúa nú viðræður við egypzka embættismerin í framhaldi af auknum tilraun- uijt Egypta til að koma á friði eftir diplómatískum leiðum í borgarastyrjöldinni í Líbanon. Þá var skýrt frá því í Kairó í gær, að Elias Sarkis, kjörinn forseti Líbanons, muni koma þangað til viðræðna á laugar- daginn. Jafnframt greindi blaðið Al-Ahram, hálfopinbert málgagn egypzku stjórnarinn- ar, frá því og bar fyrir sig em- bættisinenn í Kairó, að egypska stjórnin hefði náið samdband við skæruliðaforingjann Yuass- er Arafat og léti hann fylgjast náið með framvindu mála. Egyptar, sem hingað til hafa viljað forðast pólitísk afskipti af borgarstyrjöldinni í Líbanon, telja nú að betra sé að semja um frið en eiga á hættu klofning landsins eða aukið við- feðmi vandans. Pierre Gemayel, leiðtogi hinna valdamiklu Falangista, sem veita bandalagi Palestínu- manna og vinstrimanna í land- inu mest viðnám, mun eiga fund með Anwar Sadat, Egyptalandsforseta, síðar í dag. I gær átti hann fund með utan- ríkisráðherra Egyptalands í tvo tíma eftir komuna til Kairó. Alheimssamtökin Amnesty International ákærðu stjórnvöld á Filippseyjum í gær um að brjóta niður pólitíska fanga og ganga á mannleg réttindi eyjaskeggja með víðtækum handtökum og varð- höldum án dóms og laga. I skýrslu samtakanna segir, að siðan Marcos forseti Filippseyja lýsti yfir herlögum í september árið 1972 hafi eyjarnar breytzt úr landi með lýðræðislegri stjórnar- skrárhefð í land, þar sem pynd- ingar eru notaðar til að knýja meinta sakamenn til sagna og brjóta í leiðinni niður allan þrótt þeirra. Tveggja manna nefnd frá Amnesty International í London heimsótti Filippseyjar í nóvem- ber í fyrra. Nefndin ræddi við fanga, sem hún segir hafa verið niðurbrotna eftir klukkustunda- langar barsmíðar, sem oft or- sökuðu varanlegar líkams- meiðingar. Þá segir að föngum hafi verið gefin rafmagnsstuð, kynfæri þeirra, augnalok og húð hafi verið brennd og mörgum hafi nálega verið drekkt í yfir- heyrslum. Haft er eftir þeim föngum, sem rætt var við, að pyndingamenn- irnir, sem margir hverjir voru úr leyniþjónustu eyjanna, hafi oft á tíðum verið drukknir við athafnir sínar og engu skeytt um svör fórnardýra sinna. Ennfremur segir í skýrslu Amnesty International, að dóms- kerfið á Filippseyjum hafi engin áhrif til að vernda mannréttindi eyjaskeggja. „Á Filippseyjum stjórna forsetinn og herinn með herlögum og skeyta engu um stjórnarskrá landsins né nein önnur mannréttindi," segir i skýrslunni. Af þeim 107. föngum. sem nefndin ræddi við, hafði 71 verið pyndaður alvarlega. Fullvíst þ.vk- ir að stjórnvöld hafi haldið áfram á sömu braut eftir að nefndin yfirgaf e.vjarnar og hlutfall þett;: sé nú orðið enn hærra. Öryggisráðið frestar um- rœðu um aðild Víetnam-ríkis Víetnamar verða enn um sinn að híða úrskurðar Öryggisráðsins um hvort þeir geti orðið aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að fresta því að fjalla um umsókn Sameinaðs Víetnams í sam- tökin þar til í nóvember. Bandaríkin hafa hótað að beita neitunarvaldi. er greidd verða atkva'ði um umsóknina. Áreiðanlegar ' heimildir innan Sameinuðu þjóðanna sögðu um þetta mál i gær. að ástæðan til þess að frestað var að fjalla um Víetnam væri sú. að öryggisráðið vonaðist til að geta fjallað skynsamlega um umsóknina eftir að forsetakosn- ingarnar hafa farið fram í Bandaríkjunum. og úrslit þeirra væru kunn. Þær fara fram 2. nóvember næstkom- andi. ENNÞA AÐ: Liðsmenn Ku Kluv Klan samtakauua kveik.ja i cinuni al' þremur krussum \ ið ra'tur Stone Mountain i Georgiu i Handarikjunum við lok þings saintakanna. Ilæðumenn forda'indu noikun skðlabíla. Sameinuðu þjóðirnarog .liinnix Garter.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.