Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976. helztu forystumönnunum, geta haft allt aö átta ára fangelsi í för með sér. Ivan Jirous, sem er 32 ára, er talinn eiga þyngstan dóm yfir höfði sér. Hann er listfræð- ingur og einn af stjórnendum „Plastfólks alheimsins" síðan árið 1967. Ljóðið við eitt af lögunum, sem „Plastfólk alheimsins“ flytja, hefur náð yfir járntjald- ið og þar er hæðzt að valda- mönnum Tékkóslóvakíu. Kvæðið byrjar þannig: (Lauslega snarað): „Þeir hræð- ast þá öldnu vegna minning- anna, — þeir hræðast þá yngri vegna sakleysis þeirra." Síðan tekur við listi yfir það, sem „þeir eru hræddir við“ þ.á m.: „Grafirnar og blómin, sem fólkið leggur á þær, kirkjur, presta og nunnur, alla þá, sem ekki eru í flokknum, leikara, málara og myndhöggvara, tón- listarmenn og söngvara, skák- menn, tennisleikara, fimleika- stúlkur, jólasveininn, skjala- söfn og hvern annan“. Ljóðinu lýkur: „Þeir hræðast sannleikann. Þeir hræðast frelsið. Þeir hræðast lýðræðið. Þeir hræðast Mannréttinda- skrána. Þeir hræðast sósíalisma. Hvers vegna í helvíti erum VIÐ hrædd við ÞÁ?“ Kjallarinn Gísli Kristjánsson Hvar er vernd til handa öldruðum? Sumarið 1859 komu Norð- mýlingar saman til fundar á Þinghöfða. Var þar samþykkt bænaskrá til konungs að lagt yrði fram á næsta alþingi laga- frumvarp, þar sem kveðið væri á um hegningu eða sekt fyrir vísvitandi illa meðferð á dýrum. Bænaskrá Norðmýlinga hafði það í för með sér, að kon- ungur leiddi í lög hér á landi 1862 ákvæði danskra laga í þessu efni. En sjö árum síðar voru þau sett inn í almennu hegningarlögin. Má ekki full- yrða að þetta hafi verið fyrsti vísir að lögum um dýravernd- un? En hvað þá um mannveruna? Hver bar fram bænaskrá um mannsæmandi atlæti við aldrað fólk og sveitarómaga? Ætli það hafi ekki dregizt á langinn? Það er lofsvert sem Norðmýl- ingar gerðu málleysingjum til verndunar. Nú skrifa prestar ekki ömur- leg orð í prestþjónustubók „Niðurseta, öreigi. Ekkert leg- kaup goldið“. Ég játa fúslega að margt hefur verið og er gert sem lýsir mannúð við aldraða og alla þá sem eiga við vandamál að stríða, vegna elli og örorku og 11 LANDAFRÆÐI — um sýningu Magnúsar Pálssonar og Birgis Andréssonar i Gallerí SÚM Að undanförnu hefur staðið yfir sýning tveggja heiðurs- manna í Gallerí SÚM, þeirra Magnúsar Pálssonar og Birgis Andréssonar, kennara og nemanda. Magnús er löngu kunnur fyrir leikmyndagerð og tilraunir með strá, gifs og önnur „ólistræn" efni í þágu myndverka sem gjarnan hafa grundvallast á fjarstæðum hversdagsins og ummyndunum þeirra. Birgir hefur aftur á móti aðeins komið fram á einni samsýningu á þessum sama stað og þá með ljósmyndir til stuðnings ákveðnum hug- myndatengslum. Kennari og lœrisveinn En þótt um kennara og læri- svein sé hér að ræða, þá ber næsta lítið á beinum áhrifum í verkum hins síðarnefnda. Að vísu fer hvorugur hefðbundnar leiðir í myndverkum sínum, báðir tjá þeir m.a. óræðar til- finningar gagnvart landslagi og í verkum beggja örlar á góðlát- legri kímni, — en þar endar samlikingin. „Landslist“ gæti reyndar verið undirtitill þess- arar sýningar. í sýningarskrá er brot úr ljóði eftir Guðmund Böðvarsson um landið svo og stutt lofgjörð sem líkast til má tengja verkum sýnenda. En ólíkt hafast þeir að. Rabb við landið Birgir fjallar sérstaklega um ísland, landið og þjóðsögur og er bróðurparturinn af verkum hans hér einskonar viðræða við landið, bein eins og í „Náttúru- spjalli“ og óbein í „blindskoð- uninni" og tilfærslu á Þing- vallavatni og þesSa viðræðu tjáir Birgir með ljósmyndum. Þau verk gera ekki miklar kröf- ur til áhorfandans og mætti flokka undir hugdettur, en „Hnyðja“ Birgis er aftur á móti tilraun til meiri háttar verk- sköpunar með samspili ljós- mynda, trésmíði, gróðurmoldar* og texta. Inntak verksins er „þjóðsaga fyrr og nú“, hvorki meira né minna og er áhorf- anda/upplifanda ætlað að rekja ákveðin tilfinningaleg tengsl. Myndlist Birgir Andrésson og Magnús Pálsson. fleira. Eg dáist að því að nú loks hin síðari ár eru af miklum dugnaði byggð stórhýsi fyrir fyrrnefnt fólk. Slíkt er þakkar- vert. Aðstoð við aldraða Það sem ég leitast við að gera ljóst eru ýmis atriði sem snerta fólkið, sem i hárri elli, sjötíu til áttatíu ára og rúmlega það, er að berjast við að bjarga sér í gömlu íbúðinni sinni, oft of stórri og óhentugri. Þetta fólk er ekki fátt og því ber að sýna nærgætni í ýmsu smáu sem ég kalla, en kemur því vel og auð- veldar afkomu þess. Eg vil nefna fáein atriði: Hljóðvarp, sjónvarp og síma. Fyrir því mun vera heimild, sem ákveðnir aðilar mega fara eftir, að veita þessi þrjú atriði án þess að fólkið greiði fyrir, eða minnsta kosti ívilnun. En mjög algengt er að skellt sé skolleyrum við því, meðan fólk stendur nokkurn veginn upprétt, er hvorki sjónlaust eða heyrnarlaust eða orðið algerir fábjánar og vesalingar. Síminn er öryggistæki einmana hjónum og einstaklingum. Ymsir ellikvillar gera vart við sig er fólk kemst á háan aldur, en er samt fært um að bjarga sér við dagleg störf. Það þarf samt að leita læknis af og til, ekki sízt vegna mciri og minni gigtar, og fleira sem ell- inni fylgir og sólarlaus ár auka á. Að njóta hjálpar sérfræðinga kostar aldraða nokkurt fé. Sjúkrasamlög greiða að vísu mikið, en ekki allt. Hið aldraða fólk losar hið opinbera við mikil útgjöld meðan það bjargast við nauman ellilífeyri. Á það mætti líta og þægja þvi í einhverju. Fólkið sem dvelur á elli- og hjúkrunarheimilum er að mestu laust við þessi útgjöld og er það vel. Hörð lífsbarátta En hví ekki að búa betur að hinum sem eru utan elli- og vistunarheimila? Margir leyna því hvar skórinn kreppir að og steinþegja. Það er þrástagazt á því að hið háaldraða fólk, svo kölluð ald. mótakynslóð.sé sér- staklega lofsverð. Fyrir hvað er mér spurn? Hefur ekki alltaf verið starfað á Islandi og starfað vel? Afrekaði aldamótakynslóðin 'nokkuð meira en margir gera enn í dag, svo sem sjómenn, allflestir verkamenn, allir sem berjast við að koma sér upp íbúð, námsfólkið semf nennir að læra og fyllir skóla landsins, meðal annars menntaskóla sem nú er troðið hvar sem rúm leyfir í byggðum, eða er það ekki vilji þeirra sem hæst hóa í fræðslumálum? Eg er fæddur 1893 og var á ellefta ári þegar mér var ýtt á flot ásamt Hjálmari bróður mínum sem var fjórtán ára. Við rerum f þrettán vor, sumur og haust og sóttum stútunginn í Mjóafjörð og siðari árin á haf út og öfluðum oft vel og þá stærðarþorsk innan um og saman við stútunginn. Það sem unglinga vantar nú er vinna við hæfi, eins og aidraða vantar einnig að vísu. Það er sárt til þess að vita að gjörvileg ungmenni og manns- efni skuli lítið eða ekkert fá að kynnast almennum daglegum störfum. Iðjuleysið er háska- legt og þeir troðast inn og fylla sjoppur og hvar sem þeir geta verið í húsaskjóli. Heima unir fjöldinn af þeim sér ekki. Freistast margir til óknytta oft með sorglegum afleiðingum og endalokum. Er öldruðum mismunað? Það var að kvöldi 20. ágúst síðastliðinn að erindi var flutt í hljóðvarpinu og lauk því kl. 23.00. Seint er það fvrir gamla fólkið sem þá er farið að draga ýsur, þreytt og syfjað. Ættu slík erindi að vera flutt fyrr en undir lágnætti. Samt skulu frúrnar hafa þakklæti mitt. Mér þykir vænt urn að heyra ellimálefnum hreyft. þau rædd og grand- skoðuð. Þær hafa báðar hugsað vel og lengi um þessi málefni og vissulega mun önnur þeirra, frú Geirþrúður Hildur Bern- höft, sem lengi hefur starfað sem ellimálafulltrúi Reykja- víkur , þekkja vel til þessara mála. Hún hefur held ég þess utan guðfræðipróf og ætti það ekki að spilla. Hin frúin heitir Guðrún Helgadóttir og mun starfa við Almannatryggingar. Mér er sagt að hún sé mjög greind kona og ekki spillir það. Frúrnar voru mjög sammála um flest. Frú Guðrún lét þessi orð falla, líklega út af orðum frú Bernhöfn: „Það eiga ekki allir heima í Reykjavík." Það vita allir. Ætli íbúar borgarinn- ar séu ekki helmingur lands- manna. Hvað átti frú Guðrún við með því er hún komst svo að orði? Getur hugsazt að hvarflað hafi að frú Guðrúnu að fólki sé mismunað eftir búsetu? Ég biðst annars afsökunar á þess- ari getgátu minni. Frúrnar eru sammála um að ellimál séu margþætt og í mörg horn að líta. Það er einnig mín skoðun. Afslóttur til aldraðra Ferðalög eru öldruðum næstum óviðráðanleg vegna þess hversu dýr þau eru. Mér sýnist auðvelt að koma þar til móts við þá. Fyrir fáúm árum veitti Flugfélag Islands 25% af- slátt 67 ára fólki, sem var góð byrjun ef þróazt hefði í rétta átt. Nú í nokkur ár er aðeins veittur 15% afsláttur og finnst mér það öfugþróun. Ég vil mæl- ast til að þess verði farið á leit við ríkisstjórn og Alþingi að þetta verði lagfært, þess ein- dregið óskað að afsláttur far- gjalda verði aukinn í 50% og ekkert minna. Mióað sé svo við sjötíu ára aldur og eldn, því sextíu og sjö ára er fólk í fullu starfi sé allt með eðlilegum hætti varðandi þrek og heilsu. Það eru sennilega 3—4% landsmanna sjötíu ára og eldri og myndi fólk i þessum aldurs- i'lokki alls ekki allt hagnýta sér flugferðir. Yrði því hundraðs- hlutinn nnkiu lægri, e.t.v. ekki Birgir spennir þarna bogann full hátt að mér finnst, því tengslin innan verksins eru enganveginn augljós,— en e.t.v. mundi annað umhverfi og ein- hverjar skýringar bæta úr þessu. En virðingarverð er samt þessi löngun Birgis til að vinna úr víðari og þýðingar- miklum forsendum, — þannig verða áhrifamikil verk til um síðir. Sorg kengúrunnar Landslist Magnúsar er hins- vegar einskonar prívat landa- fræði þar sem útskornar myndir af lögun ákveðinna landa eru festar ofan á sam- svarandi lönd á korti, ekki til þess að undirstrika víðáttu til- tekinna landa eða hvaða málma má þar finna, heldur til að tjá allt önnur og tilfinningalegri einkenni. Upphleypt mynd af Ástralíu þýðir þá „Sorg kengúr- unnar“ í meðförum Magnúsar, líklega vegna þess að það ástand hefur mun meiri þýð- ingu fyrir listamanninn heldur en hefðbundnar hugmyndir um landið. Ef til vill er Magnús að spyrja: segir hefðbundin landa- fræði og kortagerð yfirleitt nokkuð um land og þjóð? I gifsverkum sínum vinnur Magnús með álíka óræð hugtök, og tjáir í fastmótuðum mynd- verkum það sem menn telja sig yfirleitt ekki geta útskýrt, t.a.m. „Lúðurhljóm I skókassa", „15.2“ kg af þögn“ o.s.frv. Þar er Magnús bæði kíminn og alvarlegur í bland og hugvit hans örvar og ertir áhorfand- ann til umhugsunar og skapar jafnframt sérstakt tilfinninga- legt andrúmsloft í salnum. yfir 2% og ferðirnar vart yfir tvær árlega til að hitta vini og venzlamenn og líta æsku- stöðvar. Sérleyfishafar á bifreiða- leiðum ættu að veita sama af- slátt, og oft eru rútubílar ekki fullsetnir og því minna tap þótt aldraður tylli sér í sætið styttri eða lengri leið. Ég held að þessu yrði ekki illa tekið að öllu athuguðu, jafnvel eins og sjálf- sögðum hlut. Islendingar eru yfirleitt sanngjarnir og fúsir að veita greiða. Yrði þetta gert, væri í eitt hornið litið og gert hreint í því. Tannviðgerðir eru mjög dýrar og nánast óviðráðanlegt fyrir aldraða að greiða þann kostnað. Varðandi þær verður að bæta um betur. Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra að sinni. Vonandi verður því sem ég hef bent á sinnt af þeim sem til þess eru færir. Ég játa að mig brestur margt til að gera lýðum ljóst hversu ellimálin eru margþætt. Það sem margir kalla smámuni, er frekar uppfylling hins meira, svo sem ellilífeyris ásamt tekjutryggingu, sem fer ekki allur til daglegra þarfa aldraðra heldur í ýmiss konar gjöld sem ríki og bær á bágt með að fella alveg niður, sem hiklaust ætti að vera varðandi háaldraða sem hafa þennan líf- eyri ásamt tekjutryggingu og ekkert annað. I Hafnarfirði hefur í mörg ár verið svokallað opið hús þar sem aldraðir koma saman frá vetrarbyrjun til vors. Ymis félög i bænum annast skemmti- atriði af einstakri vinsemd við aldraða. Níels Árnason fram- kvæmdastjóri við Hafnar- fjarðarbíó hefur um sinn boðið öllu öldruðu fólki á ári hverju til veizlu á heimili sínu og veitt af mikilli rausn, auk þess sem hann sýndi fróðlega og skemmtilega kvikmynd. Kiwanismenn hafa árlega boðið öldruðu fólki í skemmtiferðir og veitt auk þess kaffi og sæl- gæti. Allt þetta ber að þakka inni- lega. Gísli Kristjánsson, Hafnarfirði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.