Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 12
—13 Mesta tap Dana í Evrópumótum — Bayern vann Köge 5-0 i Kaupmannahöfn Bayern Munchen hóf vörn sína í fjórða sinn í röð í Evrópubikarn- um með stórsigri á dönsku meist- urunum Köge á Idretsparken í Kaupmannahöfn i gær. Lokatölur urðu 5-0 fvrir Beckenbauer og Co. Þetta er mesta tap dansks liðs á heimavelli í Evrópumótunum. Það voru þeir Franz Becken- bauer og Uli Hoeness, sem lögðu grunninn að sigrinum með frábærum framvarðaieik. Mörkin sáu þeir Conny Thorstensson (Svíi) og Gerd Muller um í fyrri háifleik. Skoruðu báðir tvívegis — og hinn frábæri Muller hefur sjaldan verið á betri skotskóm en síðustu vikurnar. Þá er nú mikið sagt. í siðari hálfieik skoraði Bernd Duernberger fimmta mark Bayern og leikmenn þýzka liðsins tóku iífinu með ró. Áhorfendur voru 24 þúsund. Liverpool skor- aði aðeins tvð! Ensku meistararnir, Livcrpool, náðu sér ekki vei á strik í gær á Anfield í fyrri leik sínum við norður-írska liðið Crusaders í Evrópubikarnum — keppni meistaraliða. Þó fékk Liverpool 20 hornspyrnur, en írska liðið enga, og írarnir pökkuðu vörn sína. Aðeins einu sinni tókst Liverpool að skora í fyrri hálfleik — Phil Neal úr vitaspyrnu á 19. mínútu. írarnir héidu áfram að leika 11-manna vörn sína í siðari háifleik. John Toshack skoraði þá annað mark Liverpool með skalla eftir fyrirgjöf Steve Heighway á 64. mín. og þar við sat. Möltubúar unnu Finna Gliema Wanderers, Möltu, sigraði finnska liðið Turun Pallo- seura í fyrri leik liðanna í Evrópubikarnum 2-1 í Valetta á Möltu í gær. ÖII mörkin voru skoruð í síðari háifieik. Ahorf- endur voru 2000. Agilina skoraði bæði mörk Sliema á 60. og 76. mín., en Mannien fyrir Finna. Pele slakur i París Parísarliðið St. Germain sigraði New York Cosmos 3-1 í vináttuleik í París í gær. 20.000 horfðu á leikinn í köldu rigningarverði. Lágmarksverð aðgöngumiða voru rúmar 3000- krónur. Hinn 35 ára Pele átti siakan leik með liði Cosmos — sýndi lítið af fyrri snilli, Dahieb, M'Pele og Andre skoruðu fyrir St. Germain, en Aitken fyrir Cosmos rétt fyrir lcikslok. Drœtti frestað hjó FH Drætti í happdrætti Knatt- spvrnudeildar FII hefur verið frestað um hálfan mánuð. Ilraga átti um þrjár sólarferðir hinn 15. september — en þar sem uppgjör liggur ekk! alveg fvrir hefur verið ákvei'iiðað draga þess i slað I. októher iik. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976. ‘ Ósigurinn gegn Val heffur þjappað okkur betur saman — sagði Karl Þórðarson, hinn snjalli leikmaður Akraness, sem i kvöld kl. 18 leikur við Trabzonspor. Þar eru sigurmöguleikar Akraness vissulega fyrir hendi „Við vorum á æfingu í fyrradag og þá var stemmingin hjá mann- skapnum mjög góð. Hverni'g sem á því stendur virðist ósigurinn gegn Vai í úrsiitaleik Bikar- keppni KSÍ hafa þjappað okkur saman. Við erum staðráðnir í að sigra Trabzonspor á morgun og stefnum á 2. umferð rétt eins og í fyrra er við lentum gegn Dinamo Kiev í 2. umferð eftir góðan sigur hér heima gegn Onomia í 1. úm- ferð,“ sagði Karl Þórðarson er við ræddum við hann um leik Akra- ness gegn tyrkneska liðinu Trab- zonspor í 1. umferð Evrópu- 'Jóhannes Eðvaldsson verður miðvörður í liði Celtic í Evrópu- leiknum — UEFA-keppnin — gegn pólska liðinu Vista Chrakow í Glasgow í kvöld. Lið Celtic var tiikynnt eftir æfingu í gærkvöid og verður þannig skipað. — Latchford, fsienzka landsliðið í handknatt- ieik virtist stefna í góðan sigur gegn Sviss á Akranesi í gær- kvöld. Hafði unnið upp eins marks forskot Sviss frá leikhlé- inu og náð þriggja marka forustu, 14-11, síðan 15-12, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Níu mín. fyrir leikslok var ísland tveimur mörkum yfir, 16-14, en þá fór ailt í baklás hjá íslenzku leikmönnunum — markskot og sendingar mistókust og annað var eftir því. Svisslendingar gengu á lagið og skoruðu fimm mörk í röð. Komust í 19-16 á sex mínútna kafla án þess fsland skoraði mark. Spenna • var mikil á loka- mínútunni, — eins marks munur, 19-18 fyrir Sviss, en íslandi tókst ekki að jafna og Sviss skoraði sitt tuttugasta mark nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Þar með hafði Sviss sigrað fslands í fyrsta skipti í handknattleik. Fjölmenni var á landsleiknum — hinum fyrsta, sem háður er í íþróttahúsinu nýja á Akranesi. Geir Hallsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á 3ju mín. Sviss jafnaði og komst í 2-1. Geir keppni meistaraliða. Á síðastliðnu ári náði Akranes ágætum árangri í keppninni. í 1. umerð lék Akranes við Omonia frá Kýpur. Akranes tapaði leiknum á Kýpur 1-2 en vann sannfærandi sigur hér í Reykja- vík 4-0. 1 2. umferð mætti Akranes Dinamo Kiev. Fyrri leikurinn fór fram í Kænugarði og tapaði Akra- nes 0-3. Á Melavellinum í Reykja- vík tapaði Akranes 0-2 í minnis- stæðum leik, mjög vel leiknum. Akranes .misnotaði vitaspyrnu i þeim leik var staðan 0-1. Lynch, McGrain, Glavin, MacDonald, Jóhannes Eðvalds- son, Doyle, Wilson, Daiglish, Burns og Lennox ' Talsverður áhugi er á leiknum í Glasgow — og tugþúsundir aðgöngumiða hafa selzt. Þetta verður fyrsti leikur Jóhannesar í jafnaði og Ágúst Svavarsson kom fslandi í 3-2. Þá voru 11 mín. af leik. Aftur jafnaði Sviss. Bjarni Guðmundsson, Val, skoraði fjórða markið, 4-3, síðan stóð 4-4, en Þorbjörn Guðmundsson, Val, kom Islandi í 5-4. Enn jafnt 5-5. Viðar Símonarson fyrirliði íslands, skoraði sjötta markið eftir gegn- umbrot, 6-5, og þá voru 20mín af leik. Aftur jafnt 6-6 og sjöunda mark íslands skoraði Olafur Einarsson, Víking, með þrumu- skoti, 7-6. Sviss jafnaði og komst yfir í annað sinn 7-8, en Viðar jafnaði úr víti. Aftur náði Sviss forustu — Björgvin Björgvinsson jafnaði eftir gullfallega sendingu Ólafs Einarssonar aftur fyrir sig inn á línu til Björgvins. En Sviss skoraði síðasta markið í hálfleik og staðan var því 10-9 fyrir Sviss í leikhléi. Islenzka liðið náði sinum bezta leik framan af síðari hálfleik. Bjarni jafnaði í 10-10, en Sviss komst aftur yfir. Þá náði Geir forustu með tveimur mörkum og Birgir Finnbogason varði víti. Viðar, víti, og Björgvin skoruðu og Island hafði náð þriggja marka forustu 14-11. Svdss „Við vitum sáralítið um Trabzonspor, hélt Karl áfram, nema hvað að leikmenn liðsins eru mjög hávaxnir. En það hræðir okkur ekki, síður en svo. Á hálum vellinum og þungum í Laugardal held ég að það komi okkur til góða. Eftir umsögn T.vrkjanna er njósnuðu um leik okkar í sumar þá virðast liðin svipuð að styrk- leika. Það stefnir því allt í skemmtilegan leik, leik þar sem áhorfendur geta búizt við ís- lenzkum sigri. Það gerist ekki á hverjum degi. Nú, en ef við snúum okkur að rúmar tvær vikur með Celtic. Poul Wilson er stillt upp, þó ekki sé aiveg vist, að hann geti leikið vegna meiðsla, sem hann hlaut í Dundee si. laugardag. Það vakti nokkra athygli í skozku blöðunum, að Pat McClusky var ekki valinn í lið Celtic. í sex vann! Akranesi skoraði, en Viðar úr víti, 15-12. Þá komu tvö svissnesk mörk áður en Björgvin skoraði sextánda mark íslands, 16-14, eftir 21 mín. En þá hrundi leikur íslands á furðu- legan hátt — allt fór úrskeiðis í heilar sex mín. og Sviss skoraði fimm sinnum, 16-19. Það fékk ísland tvö víti, sem Viðar skoraði úr 18-19 — Guðjón Erlendsson varði víti, og spenna var afar mikil. Sviss átti hins veg- ar síðasta orðið í leiknum og vann því sinn fyrsta landsliðssigur gegn íslandi, 18-20 í þremur leikjum. Mörk tslands skoruðu Viðar 6 (5 víti) , Geir 4, Björgvin 3, Bjarni 2, Ólafur, Þorbjörn og Ágúst eitt hver. Jahle skoraði flest mörk Sviss eða 7, Zullig 6 (3 víti), Zehar 2, Maag 2, Graber, Affolter og Hottiger eitt hver. Island fékk fimm víti í leiknum og Viðar skoraði úr öllum. Sviss fekk sex víti — skoraði úr þremur Birgir varði tvö vítaköst — Guðjón eitt. Á fimmtudag leika löndin á ný. Þá verður leikið í Laugardals- höllinni og hefst leikurinn kl. 20.30. leikjum Akraness í sumar þá held ég megi segja að útkoman miðað við allar aðstæður hafi verið mjög góð. Við byrjuðum án Jóhannesar Guðjónssonar og Jóns Alfreðs- sonar Síðan misstum við Matthías Hallgrímsson þegar hlutirnir voru farnir að lagast og enn misst- um við mann er Davíð Kristjáns- son hélt einnig til Svíþjóðar. En eftir að Jón Alfreðsson kom inn í liðið aftur fóru hlutirnir loks að ganga upp aftur. Hann var okkur mikill móralskur styrkur. En það gefur auga leið að liðið hefur ekki verið eins sterkt í sumar og það var síðastliðið sumar. En þá voru líka hlutirnir t^nir föstum tökum, enda George Kirby frábær þjálfari. Hvað mig varðar þá fannst mér ég'standa mig nokkuð vel fyrri hluta sumarsins en í síðustu leikj- unum fann ég mig ekki nógu vel. Auðvitað stefni ég á að komast i landsliðið og hvað það snertir þá olli það mér svolitlum vonbrigð- um að komast ekki í landsliðshóp- inn. Allir sem standa í þessu stefna að sjálfsögðu á að komast í landsliðið. Eg lýk mínu námi í rafvirkjun í október og verð þá meira minn eigin herra og vissulega væri gaman að komast í atvinnu- mennsku. Sannleikurinn er sá, að álagið á leikmenn hér er gífurlegt og ekkert kemur í staðinn. Maður fer beint úr vinnu og á æfingu. Eitthvað hlýtur þar að tapast. Því væri gaman og jafnframt fróðlegt að sjá, hvaó kæmi út úr hlutunum ef maður gæti helgað sig þessu alveg. Elns og er þá er Evrópukeppn- in eina umbunin sem leikmenn fá. Það er stórkostleg reynsla að Vera í Evrópu.Eglék með Skaga- mönnum í fyrra og það var stór- kostlegt að leika í Kænugarði fyrir framan 50 þúsund áhorfend- ur. Það lyfti manni upp, hvatti mann til dáða. Grasið rétt eins og teppið heima í stofunni. Já, það var stórkostleg reynsla. Völlurinn á Kýpur var ekki eins glæsilegur, síður en svo. Leirdrulla og grjótharður. Lið frá þessum heimshluta og þá Tyrkirnir jafnframt eru vön að leika á slíkum völlum og þess vegna held ég við hljótum' að hagnast á aðstæðum hér í Laugar- dal. Vonandi tekst okkur því að ná góðu forskoti í leikinn í Tyrk- landi. Hann verður erfiður, það er engum vafa undirorpið. En hér heima eru sigurmöguleikarnir okkar, vonandi hvetja áhorfendur okkur vel í viðureigninni við Tyrkina. Það örvar okkur.“ Búbbi verður miðvörður — i liðí Celtic i Evrópuleiknum gegn Pólverjum Algjört hrun mín. og Sviss — í landsleik Islands og Sviss á

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.