Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976 Uss, ekki hafa hátt — heitir plata með Jóni G. Ragnars sem SG-hljómplötur senda frá sér á nœstunni HIJÓÐR/TAMíNN SÆKJA NÁfílSKílÐ í BMTIANDI Tveir upptökumenn Hljóðrita i Hafnarfirði, þeir .(ón Þór Hannesson og Jónas R. Jónsson, fóru um helgina til Bretlands, þar sem þeir verða um nokkurn tíma á námskeiði i hijóðritunartækni og öðru þvi, sem að henni lvtur. Það er Association of Professional Recording Studios—sem Hljóðriti er aöili að — sem gengst fyrir þessu nárnskeiði í háskölanum í Surrey. Þeir félagar hugsuðu sér gott til glóðarinnar, þegar poppsíðan náði tali af þeim stuttlega áður en þeir héldu utan, og töldu sig vafalaust eiga eftir að hafa gott af námskeiðinu. „Þarna verður farið bókstafiega i alla hluti," sögðu þeir, „vinnubúðir á kvöldin og fyrirlestrar á daginn.“ Meðal fyrirlesara er Islendingur, Tryggvi Tryggva- son, en hann starfar hjá hljómplötufyrirtækinu Decca á Bretlandi. Hann mun fjalla um upptökur á klassískri tónlist, en hann skrifaði kafla í hók. sem notuö er sem hand- bók námskeiðsins, „Sound Recording Practice". Tryggvi mun hafa starfað um árabil hjá Decca, sem er eitt stærsta hljómplötufyrirtæki heims. -OV. Það hefur verið okkur minnisstætt allar götur síðan, að á einhvers konar fegurðar- keppni „unga fólksins“ í Austurbæjarbíói vorið 1967 kom hljómsveitin Pops fram ásamt fleiri þáverandi „topp- grúppum“. í hljómsveitinni voru þá 'Pétur paradísarpabbi Kristjánsson, Birgir Hrafnsson sem nú er í Celsius, Gunnar Fjelsteð og Jón G. Ragnars. Og það, sem er okkur svo minnis- stætt frá þessari skemmtun, er lag, sem Jón þessi Ragnars söng og spilaði eftir sjálfan sig. „The Money Is At All For the People“. Nú er þetta lag komið á plötu og hefur hlotið íslenzkt nafn. Plötuna ætla SG- hljómplötur að gefa út á næst- unni, en hún var hljóðrituð í Tóntækni í sumar og eru á henni alls tólf lög, öll eftir Jón sjálfan. Platan ber nafnið „Uss, ekki hafa hátt“ eftir samnefndu lagi, en öll lögin eru með íslenzkum textum eftir Jón, sem jafnframt syng- ur allt og spilar á gítar. Lögin eru flest samin á undanförn- um tveimur árum, að undan- skildu því sem fyrst var nefnt og Jón segist hafa látið fylgja með í ræktarskyni við bernskubrek sín. Jón hefur notið dyggilegrar aðstoöar góðra manna við gerð Eftir.tveggja áratuga óslitinn frægðar- og velgengnisferil er allt í einu farið að horfa mis- jafnlega fyrir Elvis Presley. Nú vofir grimmileg árás yfir „konunginum" — og einkalífi hans er ógnað. Fyrir upphæð, sem svarar. 181,5 milljónum króna bjóða þrír fyrrum vitiir og starfs- menn bandarískum útgáfu- fyrirtækjum beinagrind nýrrar bókar um Elvis. Jafnframt bjóðast þeir til að gangast undir lygamælispróf til að staðfesta sögu sína. Bókin er á frumstigi kölluð „Maðurinn á bak við goðsögn- FYRRUM SAMSTARFSMENN ELVIS PRESLEY HÓTA AÐ SEGJA FRÁ fiLLU' ina“ og í henni lofa þeir ac segja nákvæmlega hvað það er, sem Elvis gerir þegar hann er horfinn úr sviðsljósinu og und- an gagnrýnu auga almennings. Þremenningarnir voru til skamms tima starfsmenn og nánir félagar Elvis — en svo voru þeir reknir, þannig að ekki er sérlega erfitt að giska á hvers vegna þeir vilja nú segja ,,allt“. Þessu „öllu“ hefur verið lýst sem hreinu og kláru „dína- míti.“ Þessir þrír menn eru bræðurnir Sonny og Red West, sem þekkt hafa Elvis allt frá barnæsku, og karate- fræðingurinn Dave Hibler. Þeir hafa liiað og starfað með Elvis allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Elvis hefur alla sína tíð — þ.e. síðan hann varð frægur — búið með tíu—tólf samstarfs- mönnum og félögum, ýmist i höll hans í Memphis í Tenn- essee eða á heimili hans í Los Angeles. Sú er sögð vera ástæðan fyrir því, að eiginkona hans, Priscilla, yfirgaf hann fyrir fjórum árum. En hvað er það, sem West- bræður og Hibler ætla að segja um konung rokksins? Maður einn, sem átt hefur tal við þá, að sögn brezka blaðsins Daily. Mail, segir að verði þessi bók skrifuð og gefin út, þá muni „Frank Sinatra líta út eins og KFUM-drengur.“ -OV. Konungurinn við höll sína, sem hann nefnir Graceland, í Memphis. Myndin er tekin 1957, þegar Presley-æðið var í hámarki, en ekkert hefur breytzt nema hvað konungur- inn er orðinn feitari og íburð- urinn meiri. — vœntan- leg innan skamms Fram og aftur blindgötuna er sem sagt væntanleg I verzlanir innan skamms. Plötunni verður dreift í 2.500 eintökum, sem er nokkuð mikið af fyrsta upplagi að vera. — Um efnið er lítið hægt að segja eftir aðeins eina hlustun. Þó virðist hún vera heilsteyptari en Millilending. Textar og allur söngur er ómengaður Megas, og þá geta viðkvæmu og vandlætingar- fullu sálirnar í þjóðfélagi voru ímyndað sér, hvort þar sé á ferðinni eitthvað fyrir þær. Til gamans skal birtur hér einn stuttur texti af plötunni. Hann er þó ekki dæmigerður fyrir efni plötunnar í heild. -ÁT- langt meðan ,IJátir kallar TÍKeJa mömmu i& pabbt'í druslum dauð'r í kompu' Ær drykkju li/jg-ur hlíuidbrunnið braggabarn i ÍJ&mavagfti Þessi mynd var tekin, er Megas og félagar hans tóku sér smáhvíld frá upptöku Fram & aftur biindgötuna. Mest var unnið að plötunni að nóttu til. DB-mynd: Arni Páll. þessarar plötu, svo sem Agústs bróður síns, Jónasar Þórs Þórissonar, orgelleikara, Karls Sighvatssonar á píanó, Birgis Hrafnssonar á gítar og við röddun, Björgvins Gíslasonar á gítar, Hrólfs Gunnarssonar á trommur, Sigurðar Arnasonar á bassa — en hann annaðist einnig hljóðritun — og Alberts Icefield við röddun. —ÖV Fram & aftur Jón G. Ragnars: Til minningar um bernskubrekin. DB-mynd: Bjarnleifur Bjarnleifsson. blindgötuna Þriðja hljómplata Magnúsar Þórs Jónssonar, — alias Megas- ar, — Fram & aftur blind- götuna, er nú komin til landsins en kemst ekki í búðir alveg strax, þar eð albúm plötunnar er enn ekki tilbúið. Megas og útgefandinn, Ingi- bergur Þorkelsson.kynntu nýju plötuna fyrir blaðamönnum fyrir nokkru.Þar kom meðal annars fram, að upptaka plötunnar tók 70 stúdíótíma. Mestmegnis var unnið á nóttunni. Alls aðstoðuðu sjö hljóðfæraleikarar Megas við gerð plötunnar, það er Celsíus- meðlimirnir Pálmi Gunnars- son, Sigurður Karlsson og Birgir Guðmundsson, Lárus Grímsson og Þorsteinn Magnús- son úr Eik, Aagot Öskarsdóttir meðlimur Diabolus In Musica og Þorleifur Gíslason vélvirki í Héðni. Þorleifur leikur á saxófón. Hann var áður í Lúdó sextettinum, en lagði lúðurinn á hilluna fyrir 10 árum. — Upptökumaður var Tony Cook. Ennfremur kom fram á blaðamannafundinum, að fyrri plötur Megasar eru nú algjörlega uppseldar nema hvað útgáfufyrirtæki Ingibergs Þorkelssónar, Hrím hf„ á 30 eintök af annarri plötunni, Millilendingu, og mun því upplagi verða dreift einhvern tíma á næstunni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.