Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 " ........................... Engin miskunn glœpomðnnum er smyglo fiknilyfiuiTi til landsins segir Helgi er hann svarar lesanda fró 18. ágúst síðastliðnum Margvíslcgar aðferðir hafa verið notaðar til að reyna að smygla fiknilyfjum til landsins. Meðal annars voru þessi plötuumslög notuð til siíks verknaðar. Helgi skrifar: Þann 13. ágúst birtist á lesendasíðu Dagblaðsins stutt grein eftir mig þar sem ég lagði áhcrzlu á að þyngja beri dóma yfir fíknilyfjadreifendum og smyglurum og skrásetja ætti hjá opinberum aðilum neyt- endur fíknilyfja og meðhöndla þá sem hverja aðra sjúklinga. 18. ágúst birtist síðan grein eftir „Lesanda" sem þóttu skrif mín mjög miður og færði eftirfarandi rök fyrir máli sínu: 1. Ríkið flytur inn og dreifir fíknilyfjum, þar sem áfengið er, og er því ekkert rangt þó aðrir geri það sama, meira vit væri í að gera fíknilyfjanotkun löglega og að ríkið bætti fíknilyfjum við núverandi verzlun sína og græddi peninga á henni. „Lesandi“ furðar sig síðan á að ég skuli voga mér að skíta út menn, sem séu að annast fiknilyfjaverzlun, þegar ríkið sé ekkert betra sjálft. Þessir menn væru raunveru- lega þarfir í þjóðfélaginu. 2. „Lesanda" þykir lítt þurfa að hafa áhyggjur af fíknilyfja- neyzlu, hún sé skaðlaus neytanda og umhverfi hans. 3. Vegna vöntunar á hassi yrtju menn að fá sér sterkari lyf, þeir væru orðnir leiðir á brennivíni og því væri ráð að hafa nóg af hassi á boðstólum. 4. Með því að gera sölu og neyzlu löglega þyrfti ekki alla þessa löggæzlumenn og þann kostnað sem því fylgir. 5. „Lesandi“ segir að ég eigi ekki að skrifa um þessi mál því það sé auðséð að ég viti ekkert um þau. 6. Að lokum segir „lesandi" að í nokkrum ríkjum Banda- ríkjanna hafi banni við neyzlu „kannabis“efna verið aflétt. Þetta bréf „lesanda" er í senn skoplegt og sorglegt og gefurfólkigott dæmium brengl- að hugaifar. Væri ekki hér uni að ræða mál sem er eitt það alvarlegasta sem þjóðin stendur frammi fyrir og al- menningur hefur einna minnsta þekkingu á, ætti að leiða bréf eins og „lesandi" skrifaði hjá sér. Með eftirfar- andi svari gefst mér tækifæri til að láta aftur. í ljós óánægju mína yfir því ástandi sem fíknilyfjamál hér eru í. 1. Ég er sammála lesanda að ekkert gott er að segja um áfengissölu ríkisins, en hér skilja leiðir þvf lesandi vill nota þessa ríkissölu til að koma enn fleiri fíknilyfjum á markaðinn og margfalda þannig vesal- dóminn og það vandamál sem ávanalyfjaneyzlan er nú þegar. Og í öðru lagi er lögleg áfengis- sala ríkisins til fullorðinna borgara ekki til umræðu. 2. Að halda fram að fíknilyf séu skaðlaus neytanda og umhverfi gerir tilraunir lesanda að verja mál sitt tilgangslausar. Öll ávanalyf í mismunandi ríkum mæli ræna einstaklinginn persónu sinni og manndómi og gera hann hneigðan til and- þjóðfélagslegra athafna. Því eru fíknilyfin tengd nær öllum glæpum nútíma þjóðfélags. Skaðast því samfélagið stórlega, og saklaust fólk verður fyrir barðinu á þessu. Sérfræðingar í þessum málum telja nú að hegðun og hugsun verði aldrei söm eftir jafnvel takmarkaða „Softdrug“neyzlu, það er m.a. „kannabis“neyzlu, svo það getur verið að neyt- endur átti sig ekki á annarlegu ástandi sínu af völdum ávana- lyfjaneyzlunnar. 3. Það er meir en lítið brenglað að halda fram að vöntun á hassi skapi aukna notkun sterkari lyfja, nema að vísu hjá forfölln- um fiknilyfjaneytendum. Hið öfuga er margsannað af þeim, sem mest hafa rannsakað þessi mál, það hafa þeir staðfest sem eitthvað vita um þetta, eða „kannabis“neyzla er víst skref til rieyzlu annarra og sterkari lyfja. Með öðrum orðum: þeir Norðurálfubúar, sem neyta sterkra fíknilyfja, svo sem ópíum, „narcotics" „cocane" o.s.frv. byrjuðu nær undan- tekningarlaust á „kannabis". 4. Það er náttúrlega rétt að með því að gera glæp, hversu ógeðs- legur sem hann kann að vera, löglegan, þá er hann ekki lengur glæpur lagalega, en breytist nokkuð siðferðislega? Hvað á svona rugl að ganga langt? Eiga þeir sem vilja ganga uppréttir og ábyrgir fyrir sjálfum sér og sínum að gefast upp fyrir úrkasti þjóð- félagsins? Ég held ekki... 5. Um það, hvort ég viti um hvað ég er að skrifa í þessu sambandi og hvort ég hafi rétt til þess, verða aðrir að dæma, en þó óbrenglaðir....Ég viður- kenni að ég er ekki óskeikull sérfræðingur í þessum efnum frekar en öðrum, en ég hef unnið við þessi mál á vegum stjórnvalda í einni alræmdustu fíknilyfjaborg Norður-Ameríku um nokkurt skeið og hef fylgzt stöðugt með þróun þessara mála síðan. 6. Nokkur ríki í Banda- ríkjunum hafa í angist sinni vegna getuleysis og fjárskorts gefizt upp við að uppræta ýmsa glæpi og þar á meðal fíknilyfja- verzlunina og notkunina að tak- gmörkuðu leyti. Þetta er af neyð, ekki af frjálsum vilja, þetta má enginn misskilja. Önnur ríki Bandaríkjanna hafa lagt aukna áherzlu á strangari viðurlög við fíknilyfjaafbrotum. Til dæmis reyndi Rockefeller, þá ríkisstjóri New York-fylkis, að fá fíknilyfjasala dæmda til dauða, en varð að lata sér nægja ævilangt fangelsi. Nú tek ég mér mín laun fyrir að eyða tíma í að svara hald- litlum rökum hins brenglaða ,,lesanda“ og endurtek megin- skoðun mína á þessum málum: Að smygla eða dreifa fíknilyfjum á meðal borgara þjóðfélagsins er undan- tekningarlaust ógeðslegasti og lágkúrulegasti glæpur, sen- hægt er að fremja. Ég fer fram á það við íslenzk stjórnvöld sem íslenzkur þegn, fæddur og uppalinn á íslandi, með fullt hús af börnum, að ströngustu dómar verði kveðnir yfir mönn- um, sem stuðla að ólöglegri verzlun flknilyfja á fslandi og að slíkum glæpamönnum verði engin miskunn sýnd. Ég legg einnig til að fylgzt verði gaumgæfilega með öllum þekktum fíknilyfjaneytendum og þeir verði hafðir á skrá. Að lokum vil ég benda á að fróðlegt væri (reyndar nauðsynlegt fyrir þjóðina) að vita hvað fíknilyfin kosta hinn almenna borgara, hvað þau kosta þá, sem gerast þrælar lyfjanna, og í hve miklum mælr fíknilyfin spila inn í hina hræðilegu glæpi sem dunið hafa á þjóðinni nú undanfarið. -Helgi. Kveikt í hasspípu. Neytendur fíknilyfja eru nú margir og fer ört fjölgandi. NEI, ÉG HEF ÞAÐ EKKI ÞVÍ MÉR LÍKAR ÞAÐ EKKI — var svarið er ég spurði plötusnúðinn um lag. Til hvers að flytja inn slíka skemmtikrafta þegar nóg framboð er af hœfum islenzkum skemmtikröftum? Jóhannes Vaidemarsson skrifar: íslendingar eru frægir víða um veröld fyrir áhrifagirni og er það áreiðanlega ekki úr lausu lofti gripið þegar tillit er tekið til þeirra gífurlegu sveiflna sem eru í íslenzku sam- kvæmis- og skemmtanalífi. Islendingar virðast alltaf þurfa að flytja eitthvert skemmtiefni inn í landið, þó svo við eigum gnægð af slíku og það síður en svo síðra. Gleggstu dæmin eru um það þegar verið er að eyða dýrmætum gjaldeyri til að fá skít-lélegar popphljómsveitir utan úr heinti til að troða upp fyrir tómum eða svo til tómum félagsheimilum á meðan ágætar íslenzkar hljómsveitir berjast í bökkum vegna at- vinnuleysis. Er fréttist af einhverri danskri uppgjafa-sýningar- stúlku, sem orðið hefur að fara út í nektardans sér til fram- færslu, þykir ekkert eins sjálf- sagt og að fá gjaldeyrisyfir- færslu til að viðkomandi dama geti háttað sig á íslenzkum gólfum, þó svo að fjöldi ís- lenzkra kvenna væri tilkippi- legur til slíks fyrir smá-vasa- pening. Og síðast en ekki sízt virðist það gefast mjög vel, þegar ís- lenzkir veitingahúsaeigendur eru orðnir leiðir á aðsókninni, að ráða bara einhvern leiðin- legan svertingja i starf plötu- snúðs. Og árangurinn bregzt ekki: „TÖMT HUS“. Það er að vísu býsna gott að geta komizt einhvers staðar inn þegar hin veitingahúsin eru sprungin utan af fólkinu. Að endingu vil ég koma þeirri eindregnu ósk á fram- færi við forráðamenn veitinga- hússins SESARS að þeir reyni að koma hugsun og lagavali áðurnefnds vinar okkar inn á svolítið hærra plan (eins og skáldið segir) og einskorða sig ekki um of við músík sem honum og frændum hans syðra líkar — heldur hugsa líka örlít- ið um smekk okkar hér norður á hjara veraldar. Ekki sakaði heldur að minna hann ögn á að á Islandi eru til hljómlistar- menn sem fengið hafa „gull- plötur" og éru þar af leiðandi ekki alveg laglausir. En ef þessi vinsamlegu tilmæli yðar, hátt-- virtu veitingahúseigendur, ná ekki eyrum hans mæli ég per- sónulega með að þér búið svo um að viðkomandi verði fylltur upp með gúmmíi og honum síðan skoppað suður á bóginn. Máli mínu til stuðnings vil ég segja það að ég hef verið fasta- gestur í áðurnefndu veitinga- húsi frá stofnun þess. Eg hef því nokkuð fylgzt með þróun mála og aldrei hefur mér fundizt staðurinn neikvæðari en síðan „VINURINN" byrjaði. Föstudaginn 3. sept. fór undir- ritaður í Sesar og bað plötu- snúðinn kurteislega að leika lag sem síðastliðnar tvær vikur var Hljómsveitin Red sky at night Iék víða um landsbyggðina og urðu mikil blaðaskrif um ágæti hljómsveitarinnar. núiner 1, bæði í Bretlandi og Bandarikjunum. Ekki stóð á svarinu: Nei, ég hef það ekki. því mér líkar það ekki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.