Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 3
3 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976. Giftar konur vinno úti af brýnni þörf — segir Margrét Sigurðardóttir — en ekki til að afla einungis aukatekna fyrir utanferðir Raddir lesenda Þó tungu óskilur ungur Margrét Sigurdardóttir hringdi: Ég má til með að svara grein ekkjunnar sem birtist í les- endadálkinum í DB laugard. 11. sept. Þar segir hún að það sé oftast þannig með giftar konur að þær séu að vinna úti til þess að afla aukatekna til utanlands- ferða, veita fjölskyldunni allan þann munað o.s.frv. Ég er gift og hef unnið úti í 20 ár. Það eina sem við höfum leyft okkur, hjónin, er Færeyjaferð á þessum 20 árum. Margar giftar konur vinna svo sannarlega úti vegna þess að þær hreinlega þurfa þess. Þær geta t.d. átt veika menn og sitthvað fleira getur ýtt þeim út á vinnumark- aðinn annað en von um munað, svo sem utanlandsferðir. Eg verð líka að segja það að margar einstæðar mæður virðast geta veitt sér alla skapaða hluti. Ég vil líka benda á það að einstæðar mæður fá mæðra- laun og meðlag með börnum sínum og ég veit ekki betur en ekkjur fái hvort tveggja líka. Ekki ætla ég að halda því fram að þær eigi ekki að fá þetta — síður en svo. Svo ganga þær fyrir með að koma börnum sínum á barnaheimili. Já, það heyrir meira að segja til undan- tekninga ef við komum okkar börnum þar. Að vísu fáum við giftu kon- urnar 50% af tekjum okkar undanþegnar tekjuskatti en borgum fullt útsvar. Mér finnst það vitanlega sjálfsögð mann- réttindi að einstæðir foreldrar njóti einnig þeirra fríðinda. Skem mistök ef Tónabœ yrði lokað fyrír fullt og allt óstmögur fagurra lista Jón Þorbergur yrkir: Hugsað á málverkasýningu Jónasar Guðmundssonar. í Listasafni Árnesinga á Selfossi, þann 22. ágúst 1976. Fann ég rauða runna, reiti fríða leit eg. Skrýðast veggir prýði prúð list í fögrum skrúða, binda málaðar myndir manns augað og taugar, fellur alda að feldi fögur við brimkögur, kólga ægis ólgar, öll í báruföllum, rugga knerri og kugga kröppum á báru glöppum. Gin-hvítar öldur hrynja um harða nökkva barða, . leiftra og í lopti, ljós á himinrósum, litir í lágum fleti, logn hvilir yfir sogni, frómur fagur ómar friðsamur lækjarniður. Fjöll rísa stall af stalli, standa tröll á velli, drangar yfir engi árvakir gnæfa stakir. Leikur bestar listir, liti og fora að rita, setur orð í skorður, syngur ljóðin góóu. Bannar ekki að brenna, brögnuði listir lagnar. Unir við svalar unnir. Alveran hefir talað. Þá tungu áskilur ungur ásimögur fagurra lista, láta á reitum liti, línur og ljósið skína. GS, sem iðulega hefur verið í Tónabæ, skrifar: „Það er kunnara en frá þurfi að segja að mikið vandræða- ástand hefur ríkt í Tónabæ undanfarið. Svo rammt hefur kveðið að að loka hefur orðið staðnum vegna skrílsláta. Tals- vert hefur verió um það rætt í fjölmiðlum hvað beri aó gera í þessu máli og eins hvernig standi á þessu neyðarástandi. Skýringin á skrílslátunum er einföld. Eftir að Þórskaffi var lokað og aldurstakmark í Tjarnarbúð hækkað hefur alls konar lýður safnazt saman við Tónabæ um helgar og haft í frammi yfirgang og læti. Þetta fólk telur sig of full- orðið til að fara inn og skemmta sér með „smábörnunum" sem þar eru. Ég hef sem fastagestur aldrei þurft að kvarta undan þeim sem inni eru. Mikill meiri- hluti þar er rólegt fólk sem kemur til að skemmta sér án þess að vera dauðadrukkið og án alls yfirgangs. Það yrðu mikil mistök ef Tónabæ yrði lokað fýrir fullt og — segir fastagestur í Tónabœ. Hann segir einnig að lýðurinn fyrir utan Tónabce sé kominn fró Þórskaffi og Tjarnarbúð allt. Krakkarnir myndu safnast' saman niðri i miðbæ og sannar- lega yrói ástandið þar allt annað en glæsilegt. Nei, eina ráðið er að hafa skemmtistað fyrir fólk á aldrinum 16—18 ára og þá myndi svallið fyrir utan Tónabæ minnka stórlega." Raddir lesenda Hríngið í síma 83322 mi/fi kl. 13 og 15 eða skrífíð Skrilslæti við Tónabæ hafa verið mjög mikil upp ð síðkastið — svo mikil að vandræðaástand hefur skapazt. Það var oft hart barizt í kvenna- fangelsinu. Þá var öllum brögðum beitt, eins og raunar svo oft þegar kvenfólk á i hlut. ÁST 0G DAUÐI - SLÍKA MYND Á AD BANNA HÉR! — klómmynd er áreiðanlega hefur slœm áhrif á unglinga, segir lesandi E.E. hringdi: Hvernig er það, er ekkert eftirlit með því hvað verið er að sýna í kvikmyndahúsunum héu á landi? Eftir að hafa lesið kvikmyndadóminn í Dag- blaðinu á laugardaginn um myndina Ást og dauði í kvcnnafangelsinu blöskrar mér alveg að myndin skuli ekki bönnuð innan 18 ára. Nei, það eru ekki réttu orðin: Mér blöskrar að svona mynd skuli koma fram fyrir íslenzka áhorfendur. Hugsið þið ykkur hvaða áhrif svona lagað hefur á unglinga. Eg legg til að þið á Dag- blaðinu sendið Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráð- herra ritdóminn og skorið á hann að taka í taumana í svona vitleysu. Spurning dagsins Hvað mundirðu gera ef þú vœrir staddur (stödd) í flugvél sem yrði rœnt? Marteinn Kratch, starfar hjá Mið- felli: Ætii maður myndi bara nokkuð gera ef slikt kæmi upp. Ánnars verða það sjálfsagt ósjálf- ráð viðbrögð ef að þvi kemur. Helgi Asgeirsson sjómaður: Það er ekki gott að segja. Eflaust mundi gripa mann mikil hræðsla og skelfing. Birna Björnsdóttir verkakoua: Eg held ég reyndi bara að halda ró minni og fylgja þeim fyrirskipun- um sem gefnar væru. Jóhann Sæberg iðnnemi: Ja, það fer nú eftir ýmsu. Ég færi ábyggi- lega alveg f kerfi. Annars mundi ég hlaupa beint á barinn ef hann væri fyrir hendi. Hjördis Ólafsdóttir nemi: Gæti maður nokkuð gert? Ég held að bezt væri bara að vera rólegur og taka þvi sem að höndum bæri. Guðrún Eyjólfsdóttir nemi: Jesús minn! Ég myndi fara alveg i hnút. Samt myndi maður eflaust reyna að vera rólegur og láta ekki hræðsluna buga sig alveg.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.