Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 4 Dragnótabótarnir landa af la sem ekki ó að geta fengizt í dragnót Einn Ólafsvikurbáta sviptur leyfi i gœr og „fleiri munu fylgja á eftir", segir ráðuneytið í gær svipti sjávarútvegs- ráðuneytið einn þeirra báta frá Ölafsvík leyfi því sem báturinn hefur haft til dragnótaveiða. Leyfissviptingin var fram- kvæmd vegna samsetningar þess afla sem báturinn landaði í gærmorgun. Aflinn var ein- göngu bolfiskur og að megin- hluta til smáfiskur og undir- málsfiskur. Telur ráðuneytið að slíkur fiskur eigi alls ekki að geta veiðzt í dragnót sé löglega um veiðarfærin búið og farið að reglum. Jón B. Jónasson fulltrúi í ráðuneytinu vildi ekki að svo stöddu gefa upp nafn bátsins og taldi slíkt ekki venju ráðu- neytisins. Jón B. Jónasson sagði að ráðuneytið væri nú að kanna löndunarnótur og aflaskýrslur dragnótabáta bæði fyrir vestan og norðan land. Við þá skoðun hefði komið í ljós að aflasam- setning hjá bátunum vestan- lands væri afar grunsamleg, þ.e. að landað væri fiski sem alls ekki ætti að geta fengizt með löglega frágenginni drag- nót. Sagði Jón að sér sýndist við skjóta yfirsýn að fleiri bátar myndu verða sviptir leyfum til dragnótaveiða. Jón B. Jónasson sagði enn- fremur að aflasamsetning hjá bátum fyrir norðan yrði að teljast eðlileg. Þar væri koli allt að 70% af aflanum en fyrir vestan land væri engan kola að finna í afla úr mörgum veiðar- færum. Slíkt vekti grunsemdir því væri löglega um dragnótina búið ætti enginn smáþorskur eða undirmálsfiskur að geta fengizt í dragnótina. Jón sagði að nú væru eftirlitsmenn ráðu- neytisins teknir til starfa, færu í róðra og fylgdust með afla- samsetningu landaðs afla. Hefði eftirlit þannig verið mjög hert. Einn dragnótabátur var stað- inn að ólöglegum veiðum á Lónafirði hjá Þórshöfn 27. ágúst sl. Var það vb. Geir, 36 tonna bátur frá Þórshöfn. Réttað var í máli hans sam- dægurs og lauk málinu þann dag með dómsátt. Var skip- stjóra gert að greiða 400 þús. krónur og var sú upphæð greidd þegar í stað. Dómsáttin byggðist á ákvæðum nýrra laga um veiðar með sérstökum heimildum. I þeim segir að 1. brot varði ekki upptöku afla, en varði hins vegar leyfissvip.t- ingu. Samkvæmt því var vb. Geir sviptur leyfi til dragnótaveiða. Sú leyfissvipting stóð hins. vegar ekki nema í hálfan mánuð þá var báturinn aftur kominn með leyfi til dragnóta- veiða undirritað af sjávarút- vegsráðherra. Þórður Asgeirsson skrif- stofustjóri sagði að ráðuneytið hefði talið leyfissviptingu í hálfan mánuð nægilega refs- ingu. Dómurinn varðandi upp- hæð dómsáttarinnar hefði einn- ig verið óvenjulega hár. Þórður neitaði þeim sögusögnum sem ganga meðal sjómanna eystra að þingmenn kjördæmisins hafi ,,kippt í spottann" og útvegað veiðileyfi á ný. Kvað Þórður það eingöngu hafa verið ákvörðun og mat ráðuneytisins að veita leyfi á ný enda hefði dragnótasvæðið þar eystra verið opnað rétt á eftir og hvaða bátur sem væri gæti fengið dragnótaveiðileyfi á þessum slóðum. —ASt. i^jtísfiwsjtwwR ÞVOTTAETNit? [bakternieijbaivii 1/1 ds. ORA gr. baunir kr. 175,00 1 fl. Libby’s tómatsósa kr. 149,00 1 pk. Maggi súpur kr. 98,00 1 kg. egg kr. 385,00 1 kg. sykur kr. 129,00 3 kg. C-ll kr. 545.00 1 stk. Akra smjörlíki kr. 138.00 2 r. Andrex WC kr. 130.00 Ódýrir kínverskir úrvals ávextir ‘á ds. ferskjur kr. 140.00 'á ds. epli kr. 92.00 'A ds. bl. ávextir kr. 188.00 'á ds. ananas hringir kr. 169.00 'á ds. ananas bitar kr. 147.00 'á ds. aprikósur kr. 143.00. 0PIÐ TIL KL. 7 A F0STUDÖGUM. L0KAÐ Á LAUGARDÖGUM. NÆG BÍLASTÆÐI DAGBLAÐIÐ Umboðið í Njarðvík vantar blaðbera í Innri- Njarðvík. Upplýsingar í síma 2865 hjá Guð- finnu Guðmundsdóttur. Mikil og skemmtileg tilþrif voru við undirbúning og æfingar að Sólarferð og lofar það góðu um leikritið. Frumsýning í Þjóðleikhúsinu laugardag: SOLARFERÐ — gamanleikur um íslendinga á Spáni eftir Guðmund Steinsson Sólarferð eftir Guðmund Steinsson er fyrsta verkefni Þjóð- leikhússins á þessu leikári og fer frumsýningin fram nk. laugar- dagskvöld. Verkið er um þriggja ára gamalt og er sögusviðið sólar- strandir Suðurlanda. Er þarna um að ræða lýsingu á íslending- um í sólarferð en inntakið er til- finningalíf hjóna í breyttu um- hverfi. Að sögn höfundar gæti leikritið gerzt hvar sem er en Guðmundur er mjög kunnugur þessum slóðum því hann hefur starfað sem fararstjóri á Spáni og Kanaríeyjum í mörg ár. Leikritið er í frekar gamansömum stíl en með alvarlegu ívafi, eða nokkurs konar „grátbrosleikur'* (tragi- komedia). Guðmundur hefur skrifað mörg leikrit og hafa tvö þeirra verið sýnd í Þjóðleikhúsinu, Forseta- efnið (1964) og Lúkas (1975). Önnur hafa verið sýnd viðs vegar um landið. Leikstjóri Sólarferðar er Brynja Benediktsdóttir en leik- myndahöfundur Sigurjón Jóhannsson. Með aðalhlutverk fara Þóra Friðriksdóttir, Róbert Arnfinnsson, Guðrún Stephensen og Bessi Bjarnason. t tengslum við leikritlð er sýning á sólarlandamálverkum Tryggva Ölafssonar í andd.vrinu. Ennfremur ntunu Eyþór Þorláks- son og 13 ára sonur hans, Sveinn. leika suðræna tónlist f.vrir sýningu og i hléi í anddvri leik- hússins og Kristalssal. Þetta er fyrsta uppfærsla leik- ritsins og að sögn Brynju Benediktsdóttur liggur mikil og skemmtileg vinna að baki slíkri frumuppfærslu. Nokkur óvenju- leg atriði eru í henni. Má þar nefna að feðgarnir Þórarinn Guðmundsson og Ríkharð Þórarinsson, sem báðir hafa starf- að að tjaldabaki um árabil, koma fram á milli atriða við steypu- vinnu, 1 þeim tilgangi einum að framkalla sem mestan hávaða. Þá kemur ungt skáld, Sigurður Páls- son sem stundað hefur nám í leik- húsfræðum í París undanfarið, nú fram í fyrsta skipti á leiksviði. Þjóðleikhúsið býður nú sem fyrr upp á áskriftarkort, bæði á litla og stóra sviðið, en sala þeirra mun standa fram að fyrstu frum- sýningu á hvoru sviðinu um sig. Að sögn forráðamanna virðast vinsældir áskriftarkorta sifellt vera að aukast og er því hver síðastur að ná í eitt slíkt fyrir þetta leikár. —JB Húsmœður ekki nógu harðar — við að mótmœla verðhœkkunum Islenzkir neytendur, og pá et til vill ekki sízt íslenzkar hús- mæður, hafa ekki látið verð- hækkanir nægilega til sín taka er álit Húsmæðrafélags Reykja- víkur. Það skorar á þessa aðila að mótmæla óeðlilegum hækk- unum á nauðsynjavöru. Mótmælin ná bezt tilgangi sínum með því að fólk dragi úr neyzlu ýmissa vörutegunda sem þegar eru orðnar óeðlilega dýrar. Engan veginn er nóg. að framkvæmdanefnd Húsmæðra- félags Re.vkjavíkur. sem aðeins er skipuð 7 konum, láti þessi mál til sín taka. Neytendur verða sjálfir að leggja hér hönd á plóg svo að árangur náist. Nefndin telur það mikla framför gagnvart ne.vtendum, ef kaupa má mjólk og mjólkur- afurðir í nýlenduvöruverzlun- um og lýsir jafnframt þeirri skoðun sinni að ekkert sé því til fyrirstöðu að Mjólkursamsalan geti áfram starfrækt mjólkur- verzlanir þar sem þess gerist þörf. —EVl

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.