Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 6
6 DAC.BLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 Vill Evu Perón grafna heima KOSIÐ A SPANI í JÚNÍ1977 Adolfo Suarez forsætisráö- herra Spánar, tilkynnti i ræöu seint í síðustu viku, að í júní á næsta ári yröu haldnar beinar þingkosningar á Spáni. Síðan yröi kosnum þingfulltrúum komið fyrir í tveimur þing- deildum. Suarez sagði, að á þennan hátt fengi spænska þjóðin að taka þátt í uppbyggingu nýs og betra þjóðskipulags í landinu. Það kæmi í hlut þessa nýja þings að ákveða hvort Baska- héruðin og Katalónía fengju meiri sjálfstjórn. Þá yrði það að sjá um endurskipulagningu verkalýðssambands ríkisins. STÖÐUGAR JARÐHRÆRINGAR Sovézkir geimfarar um borð i Soyuzi á leið til geimstöðvarinnar, sem notuð var í sameiginlegri tilraun Bandaríkjamanna og Rússa í fyrra. Soyuz 22. kominn á loft á að kanna Sovétríkin og A-Þýzkaland úr lofti Tveir sovézkir geimfarar, þeir Valery Bykovsky og Vladi- mir Aksyonov héldu út í geim- inn í gær frá Baikonursléttunni í Sovétríkjunum með geimskip-, inu Soyuz 22. Skömmu eftir flugtakið, var það tilkynnt frá Moskvu, að geimferðin ætti aðeins að taka eina til tvær vikur og væri ekki liður í fastri geimferðaáætlun Sovétmanna, heldur ætluð til að taka ljósmyndir af Sovétríkjunum og Austur-Þýzkalandi í jarð- og landfræðilegum tilgangi. Ferð Soyuzar 22. er fyrsti liðurinn í áætlun Efnahags- bandalags A-Evrópu (Comec- on) til að vinna saman að könnun geimsins úr geim- förum. Hingað til hefur sam- vinna þessara ríkja aðeins náð til gervihnatta. Þessi sameig- inlega geimferðaáætlun vai samþykkt á fundi Comecon- landanna í júlí síðastliðnum. Hún hefur í för með sér að geimfarar frá öðrum löndum en Sovétríkjunum munu fara í geimferðir í framtíðinni. Japönsk hjón stukku út úr fíugvél í 500 m hœð og drekktu sér í Kyrrahafinu I marz sl. leigði japanskur klámmyndaleikari, Mitsuyasu Maeno flugvél frá sama flugféiagi og hjónin nú, og steypti sér niður í hús Yoshio Kodama, sem mjög kom við sögu Lockheed-málsins i Japan. Myndin er af Maeno í einu kvikmyndaatriðinu — einmitt í flugvél. Fullorðin japönsk hjón stukku, úr flugvél í um 500 metra hæð i gær, út i Kyrra- hafið og drekktu sér þar. Áður höfðu þau ráðist að flugmanninum og ljósmyndara sem var með í ferðinni, og stungið þá með venjulegum hníf og tveimur uppskurðar- hnífum. Hjónin höfðu tekið flugvélina, sem er fjögurra sæta Cessna, á leigu til að skreppa í útsýnisflug. Er vélin féll niður hoppuðu hjónin út. Flugmaðurinn var meðvitund- arlaus en ijosmyndaranum tókst að ná valdi á flugvélinn og lenda henni þó að hann hefði aldrei flogið flugvél áður. Eiginmaðurinn, sem var fyrr- verandi skólastjóri í gagn- fræðaskóla var 68 ára gamall, en eiginkona hans 58 ára. Flug- vélin er frá Kyrrahafsflug- félaginu í Japan. í marz síðast- liðnum var framið annað sjálfs- morð í flugyél frá sama fyrirtæki. Þá flaug klámmynda- leikstjóri á heimili þekkts japansks öfgasinnaðs hægri- manns, Yoshio Kodama. Enda þótt lík Evu Peron fyrrverandi forsetafrúar í Argentínu hafi nú iegið í líkkistu í 24 ár, þá er það ekki enn komið í varanlegan graf- reit í jörðinni. Jarðneskar leifar hennar liggja sem stendur í forsetahöllinni í Argentínu. Systir forseta- frúarinnar heitinnar, hefur nú hins vegar krafizt úrskurðar dómstóla um, hvort hún fái að fara með systur sína til heima- bæjar þeirra, Viamonte í Argentínu, og láta grafa hana þar. Á sama tima situr núlifandi ekkja Juans Perons í stofu- fangelsi. Hún bíður einnig úrskurða dómstóla, en um það hvort hún hafi framið landráð. Það var tsabella sem sá um að lík Evu yrði flutt til Argentínu. Talið er að hún hafi haldið að hún áynni sér auknar vinsældir í landinu ef hún gerði þetta. Þá voru völd hennar fremur litil. Lík Evu Peron hefur verið á eilifu flakki, síðan hún lézt úr krabbameini árið 1952. Fyrst stálu sérþjálfaðir hermenn því og fluttu með sér í trékassa, sem var merktur „útvarpsút- búnaði". Pt.onistar kröfðust þess að líkinu yrði skilað. Það var fyrst árið 1971 að þeir fengu ósk sína uppfyllta. Það var líkið flutt til heimilis Perons á Spáni. Hann skildi það eftir, er hann hélt til Arg- entínu, sem forseti. Ári eftir að hann lézt, 1974, kom svo líkið til Argentínu, að undir- iagi seinni konu hans, ísa- bellu. Þar er það enn. 4 NORÐURHLUTA ITALIU — fólk flýr sem Jarðhræringum á N-Ítalíu, aðal- lega í kringum bæinn Udine hefur ekki linnt síðan á laugar- dagskvöld. í gær kom kippur, sem mældist sex stig á Richterskvarða og orsakaði það, að fleiri hús hrundu og múrveggir brotnuðu. í gær gekk þrumuveður yfir Ítalíu og jók enn á hörmungar þeirra tuga þúsunda manna, sem hafast við í tjöldum og bílum sín- um. Fjórir hafa nú látizt af völd- um hruns úr veggjum, þrjú gamalmenni hafa dáið af völdum hjartaáfalls og þá lézt hafnar- verkamaður í Feneyjum, er hann reyndi að komast um borð í skip í upphafi jarðskjálftanna á laugar- daginn. Flóttafólki hefur verið tilkynnt að það megi fá fría gistingu á nokkrum sumarleyfisstöðum við Adirahafið. Fjöldi manna hefur þegar haldið þangað í bílum éðast til öruggari staða sínum. Talið er að um sextíu þúsund manns, eða meira en helmingur bæjarbúa í Udine hafi flúið til öruggari staða. Þeir sem eftir sitja, búa ýmist í hálfhrund- um húsum sínum eða í tjöldum skammt utan við bæinn. Að sögn fréttamanna á staðnum er ástand- ið mun verra en í jarðskjálftun- um í maí. Fólkið hefur misst trúna á að því takist nokkurn tima að koma heimilum sínum í lag á ný. Ekkért lát virðist ætla að verða á jarðskjálftunum á Norður-Ítalíu. Fólk þar hefur orðið að flýja heimili sin og koma sér upp bráðabirgðaskýlum, ýmist í tjöld- um eða húsvögnum. Heilu bæirnir eru nú því sem næst mannlausir. Nefnd rannsaki morð Kennedys og Kings Alyktun um stofnun tólf manna nefndar til að rannsaka morðin á John F. Kennedy og dr. Martin Luther King var send til fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings i gær. Það var þingmaðurinn Henry Gonzalez frá Texas, sem lagði þingsályktunartillöguna 'fram með stuðningi blakkra þing- manna. Þingskapanefnd sam- þykkti ákyktunina við nafnakall. Ályktunin gerir ráð fyrir að nefnd verði sett á laggirnar „til að stjórna rækilegri rannsókn og at- hugun á aðstæðum við dauða John F. Kennedys og Martin Luther Kings og hverra þeirra annarra, sem nefndin telur ástæðu tH.“ Warren-nefndin, sem rann- sakaði morðið á Kennedy í Dallas í Texas 22. nóvember 1963, komst að þeirri niðurstöðu, að Lee Harvey Oswald hefði verið einn að verki. James Earl Ray afplán- ar nú lffstíðar fangelsisdóm fyrir morðið á King í Memphis

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.