Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 7 Erlendar fréttir Veldur sakkarín krabba- meini? Sakkarín kann að vera hættu- legt heilsu manna, að því er segir í skýrslu sem bandarísk eftirlits- nefnd sendi frá sér í Washington í gær. Eftirlitsnefnd þessi hefur starfað á vegum Matvæla- og lyfjaráðuneytis Bandaríkjanna síðan árið 1972 og óvíst er að hún ljúki störfum sínum fullkomlega fyrr en árið 1978. Helztu rannsóknir nefndar- innarhafa beinzt að því, hvort sakkarín gæti valdið krabbameini í mönnum. Efnið hafði verið prófað á dýrum, og þau próf leitt í ljós að hætta kynni að vera á ferðum. Þar eð rannsóknum er ekki lokið er stungið upp á því, að sakkarín verði selt eftir bráða- birgðareglugerð. I skýrslu nefndar Matvælaráðu- neytisins segir meðal annars: ,,Aukin notkun bætiefna í mat, — svo sem sakkaríns, — er hinn mesti óþarfi og óþarfa áhætta að gefa fólki þau í svo miklum mæli sem gert er. Sakkarín hefur enn ekki verið rannsakað nægilega mikið til að hægt sé að fullyrða hvort það sé skaðlegt eða óskað- legt og það á einnig við um fleiri bætiefni." Sakkarín hefur mikið verið notað í staðinn fyrir sykúr í megrunarfæði og gosdr.vkkjum. Suður-Afríka: Blakkir hyggjast sýna Kissinger styrk sinn Herskáir blökkumenn i Suður-Afriku eru sagðir undir- búa meiriháttar aðgérðir i tengslum við komu Kissingers til landsins á morgun til að sýna honum styrk sinn. Heimildir innan lögregl- unnar herma að blökkumenn hafi í hyggju að efna til meiri- háttar andófsaðgerða gegn hvít- um mönnum og eigum þeirra. Sögusagnir af aðgerðum í tengslum við komu Kissingers fara sífellt vaxandi í Jóhannes- arboig. Það eina, sem gerst hefur til þessa er þriggja daga verkfall blakkra verkamanna en það hefur komið niður á fataiðnaði, Henry Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og Julius Nyerere,, forseti Tanzaníu, létu báðir í ljós svartsýni sína um friðsamlega lausn deilumála í sunnanveðri Afríku eftir fyrsta fund þeirra í Dar Es Salaam í gær. Nyerere forseti sagði í gær, að bandaríski utanríkis- ráðherrann hefði ekki sagt serér neitt hughreystandi um fundi sína með Johannes Vorster, forsætisráðherra hafnarvinnu, brauðgerð og mjólkurframleiðslu. Lögreglan og öryggissveitir hersins hafa setið á löngum og ströngum fundum undanfarið, þar sem rætt er hvernig bregð- ast eigi við alvarlegum óeirðum og átökum á meðan dr. Kiss- inger er í landinu. Jafnframt má telja víst, að blökkumenn geri sér fulla grein fyrir þessu einstæða tækifæri sínu til andófs. Kissinger fór í morgun frá Dar Es Salaam í Tanzaníu til Lusaka í Zambíu, þar sem hann ræðir við Kenneth Kaunda, forseta, áður en hann heldur til Suður-Afríku á morgun. Suður-Afríku, hvorki um lausn mála í Ródesiu eða Namibíu. Dr. Kissinger var ekki alveg jafn svartsýnn en sagði á fundi með fréttamönnum í Dar Es Salaam, að hann teldi að möguleikarnir á góðum árangri friðarumleitana hans væru á að giska 50%. Hann bætti síðan við: „Nokkrar skoðanir fara saman og aðrar fara alls ekki saman.“ Kissinger og Nyerere áttu rúmlega fjögurra klukku- Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandarikjanna. stunda langan fund á fyrsta degi Kissingers í friðarför hans um Afríku. Þeir hafa ákveðið að hittast á nýjan leik á þriðjudaginn eftir að Kissinger hefur farið til Zambíu og Suður-Afríku. Eftir fundinn með Kissinger í gær sagði Nyerere forseti, að hann gerði sér minni vonir en áður um að hægt væri að flýta fyrir friðsamlegri sjálfstæðis- töku Namiblu. Kenneth Kaunda, forseti Zambíu. Julius Nyerere, forseti Tanzaníu. KISSINGER 0G NYERERE VONDAUFIR EFTIR FUND VORSTíR SEGIR AÐSKIINAÐ KYNÞÁTTA VERÐA UM ÓFYRIRSJÁANLEGA FRAMTÍÐ Johannes Vorster, forsætis- ráðherra Suður-Afríku, sagði i gær að aðskilnaðarstefna stjórnar hans muni verða í gildi um ófyrirsjáanlega framtíð. „Stjórnin hefur lagt traustan grundvöll hvað varðar þetta atriði og hver sú stjórn, sem á eftir kemur, mun ekki geta breytt þeirri stefnu,“ sagði hann á fundi með flokksbræðr um sínum i Transvaalíu í gær. í aðolbúðunum Laugavegi 69 og Miðbœjarmarkaði SEINASTI DAGUR Mikið úrval af góðum skofatnaði á mjðg HAGSTÆÐU VERÐI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.