Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 16.09.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976. frjálst, áháð dagblad Útuufandi Daí'blaðidhf Framkvæmdastjóri: Svuinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Frúttast mri. Jón Biryir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson. Berglind Ásgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson. Erna V. ingólfsdóttir. Gissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis- dóttir. Katrín Pálsdóttir. Kristín Lýðsdðttir. Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björgvin Pálsson. Ragnar Th. Sigurðsson. (Ijaldkeri. Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12. sími 83322. auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf.. Armúla 5. M.vnda-og plötugerð: Hilmirhf.. Síðumúla 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Óstjórnleg bankahrœðsla Góður vinur Dagblaðsins ræddi við nokkra starfsmenn þess, þegar það hóf göngu sína fyrir rúmu ári. Hann sagði eitthvað á þessa leið: „Það er allt í lagi fyrir ykkur að vera sókndjarfir, ef þið bara passið ykkur á því að styggja hvorki lögregluna né bankana.“ Nokkrum sinnum á þessu ári hafa athafna- menn skýrt Dagblaðsmönnum frá slæmri reynslu sinni af viðskiptum við bankana, þar á meðal frá ólöglegu framferði bankanna. Að sjálfsögðu voru þeir spurðir, hvort þeir treystu sér ekki til að standa við orð sín. Svarið var alltaf eins: „Ertu vitlaus, maður, ég gæti misst þennan litla yfirdrátt, sem ég hef þó.“ Þessi þrælsótti gagnvart bönkunum er svo útbreiddur, að jafnvel Dagblaðið var næstum fallið fyrir honum, þegar Vilmundur Gylfason samdi grein, studda fullum sönnunargögnum, um viðskipti Landsbankans við Einar Ágústs- son utanríkisráðherra. Dagblaðið var næstum búið að neita að birta grein um, að Landsbankinn hefði lánað utan- ríkisráðherra 5,7 milljónir króna með 18% vöxtum til átta ára. Hvorki upphæð, vextir né lánstími voru í neinu samræmi við almennar lánavenjur. Dagblaðið var næstum búið að neita að birta staðreyndir, sem í öllum nágrannalöndum okkar hefðu leitt til afsagnar ráðherrans, sem lánið þæði, og rannsóknar á starfsemi bankans^ sem lánið veitti. Sem betur fer, gerðist þetta ekki. Almenningur veit því, hvernig viðskiptum ráðherrans og bankans er háttað. Þessi dæmi sýna, hversu einangraðir banka- stjórar hljóta að vera. Viðskiptamenn þeirra þora ekki að kvarta við þá og fjölmiðlar þora ekki að tala um þá. Bankastjórar lifa í fílabeins- turni og ímynda sér vafalaust, að hjá þeim sé ailt með felldu. Þegar vald bankanna er svona mikið, hlýtur margvísleg spilling að blómstra í skjóli þess. Slíkt gerist alltaf,þegar of mikið vald safnast á of fáar hendur. Og það er einmitt þetta vald, sem stjórnmálaflokkarnir hafa virkjað til þess að láta spillinguna vinna fyrir sig. Stjórnmálamenn velja sjálfa sig sem banka- ráðsmenn og endurskoðendur banka. Sem bankaráðsmenn velja þeir bankastjóra í sam- ræmi við flokkspólitískt kvótakerfi. Dag- blaðinu er kunnugt um, að jafnvel varamaður í bankaráði hefur gortað af meintri vitneskju sinni um fyrirgreiðslur til einstakra fyrirtækja. Svo mikil eru yfirráð flokkanna í bönkunum. Gróðamenn innan stjórnmálaflokkanna hafa búið til einfalt gróðakerfi, sem lýst var í leiðurum Dagblaðsins í gær og í fyrradag. Verðbólgan er mögnuð, til dæmis með útþenslu ríkisbáknsins, svo að vextir verða öfugir og bankar verða skömmtunarskrifstofur. Stjórn- málaflokkarnir ráða síðan, hverjir njóta gjafa þeirra, sem kallaðar eru útlán. Og loks hindrar bankaleyndin, að almenningur fái nokkuð að vita um svívirðuna. Ef almenningur og athafnamenn leggja niður þrælsóttann gagnvart bönkunum, er unnt að brjóta niður þetta samtryggingarkerfi meó því aó afnema bankaleyndina og koma á fót verðtryggingu fjárskuldbindinga. Eftir margra vikna undir- búning ruddust vopnaðir ræningjar inn í litla bankann í Chingtien, syfjulegt sveitaþorp um 300 km suður af Shanghai. Þeir veifuðu vopnum sínum og skipuðu gjaldkerunum að rétta peningana yfir borðið. Tsai Szu- yu útibússtjóri réðst sjálfur gegn ræningjunum og barðist einn við þá. Hann lét lífið í þeim átökum og ræningjarnir komust undan. Frásögn af þessu ráni birtist í smáatriðum í kínversku hreppablaði í síðasta mánuði, að því er segir í grein í nýjasta hefti Newsweek. Fyrir ári siðan hefði þessi atburður verið ein- stakur í sinni röð. Dagblöð í Kína sögðu yfirleitt ekki frá afbrotum; opinberlega átti slík hegðun ekki að vera til í sam- félagi öreiganna. En að undan- förnu hafa fjölmiðlar í Kína sagt æ meira frá ógnvekjandi fjölgun „skemmdarverka" — en undir það flokkast að því er virðist allt frá fjarvistum í vinnu og stöðumælasektum til íkveikja, morða og nauðg- ana. Yfirleitt eru Kínverjar friðsömustu og löghlýðnustu borgarar á jörðinni. En nú, þegar valdabaráttan meðal „toppanna" i Peking virðist fara vaxandi, er eins og járnagi alþýðulýðveldisins sé eitthvað að losna úr böndunum. Kínversk blöð greindu ekki frá því, hvort bankaræningj- arnir í Chingtien hefðu raun- verulega haft einhverja pen- inga á brott með sér. Annar hópur stigamanna, sem fyrir þremur árum höfðu á brott með sér sem svarar 18 milljónum króna úr banka í borginni Chengchow í Honan-héraði, virðist njóta mikillar hylli meðal alþýðu — eins konar al- þýðuhetjur. Þeir ganga enn lausir og gorta af afbrotum sínum í stíl Bonnie & Clyde og ekki alls fyrir löngu hengdu þeir upp veggspjaid í borginni og gerðu gys að kínverskum yfirvöldum; „Þið getið grafið ippp alla borgina og allt héraðið Ihiður á metra dýpi, en þið tinnið okkur aldrei.“ ^ Bankarán eru áðeins hluti af jjessum vanda Kína. Ferða- menn hafa nýlega sagt frá því, að þeir hafi séð veggspjöld í Kanton, þar sem greint hafi verið frá fangelsisdómum spilltra kommúnustjóra og handtökum annarra afvega- leiddra, sem selt höfðu þeim löndum sínum landabréf, er vildu flýja til Hong Kong. Aðrir ferðamenn segjast hafa séð óvenju mikinn fjölda kvenna — sem Kínverjar kalla „vega- brúnakjúklinga“ — sem sendar hafa verið út á land til að vinna að landbúnaði en snúa aftur ólöglega til borganna, þar sem þær vinna fyrir sér með vændi. Kínverskir embættismenn saka einnig svokallaða „svörtu menn“ um aukningu smáþjófn- aða í Peking og Shanghai — en það eru ungir menn með heim- þrá, sem snúa heim úr sveitun- um með falsaða pappíra og þora síðan aðeins að vera á ferli í svartri nóttinni. Og ekki alls MÁnUR FJÖLDANS - FJÖTRAÐ VALD í haust verður hér í Reykja- vík haldið þing Alþýðusam- bands íslands. Nú nýlega voru send út frumdrög að stefnuskrá fyrir ASl — stefnudrögin á að ræða í félögunum nú í haust, þannig að félagsmenn í ein- stökum félögum geti rætt þau, — og lagt " á blessun sína. Allar breytingar geta valdið erfiðleikum og röskun á pólitískum innviðum sam- bandsstjórnarinnar. Þess vegna verður forskriftin að koma ofan frá, og allt verður að vera örugglega trýggt, áður en til þings kemur. Þing ASÍ — haielújasamkoma Þingið sjálft skal enga sér- staka stefnu móta, aðeins staðfesta þá stefnu, sem núver- andi- sambandsstjórn vill að fylgt sé, — að pólitískt „status quo“ gildi áfram, hið pólitíska valdajafnvægi raskist ekki. En þetta pólitíska jafnvægi er byggt upp í fullu samræmi við það pólitíska samtryggingar- kerfi. sem stjórnmálaflokk- arnir í landinu hafa komið sér upp eða byggt upp — á Alþingi, í bankaráðum og öllum þeim nefndum, sem hafa áhrif á stjörnskipunarmál. Máttur fjöldans og styrkur verkalýðs- hreyfingarinnar hefur vwið og á að vera áfram fjötraður innan þessa tryggingakerfis — öll frá- vik eru „drottinsvik“. í framhaldi af því hefur heyrzt að stjórn ASt, forystu- menn verkalýðshreyfingarinn- ar á Islandi, stefni að þvi, að væntanlegt ASÍ-þing ein- kennist af samstöðu heildar- samtakanna til þjóðmála, hvernig sem það getur staðizt. Sumir hafa trúað, að innan stjórnmálaflokkanna í landinu væri í raun djúpstæður ágrein- ingur, einn væri „róttækari" en annar, en svo er að heyra hjá skriffinnum Þjóðviljans á stundum, en innan „kerfisins“ gildi reglan — kaup-kaups. Þá er „róttæknin“ ein og söm hjá öllum. Að dómi kunnugra er líka áríðandi að ekki komi til átaka um stjórnarkjör á þingi ASl, að kjör stjórnar verði afstaðið, áður en þing kemur saman, aðeins „pró forma" að þingið sjálft kjósi. Þannig skal tryggt, að, stjórn ASl verði helzt óbreytt, i öllu falli að hlutfalla- brengl innan stjórnar ASl verði ekki. Tryggja verður, að hver stjórnmálaflokkur eigi sinn fulltrúa i stjórn og í réttum hlutföllum, að pólitískt áhrifa- vald einstakra flokka fái notið sín innan stjórnar ASÍ. Eins og vitað er, eru ráð eða völd hins almenna verka- og launamanns litil innan stjórnar ASt. Kerfið óskar ekki eftir of sterkum áhrifum þessara starfsstétta. Kerfið telur þó nauðsynlegt, að einstaka flokkar þess látist „róttækir". Það styrkir ,,kerfið“ út á við — er „veiðibrella", þ.e. að látast meira en vilja. En ,,kerfið“ sjálft hefur gleypt allar „hug- sjónir“ þeirra flokka, sem standa að kerfinu, og nú er svo komið að enginn einn flokkur þorir að berjast málefnalega eða samkvæmt boðuðum hug- sjónum. Um allt skal verzlað og um allt skal samið að tjalda- baki. Það þarf vart að minna fólkið í landinu á það, hverjir hafa bætt hag sinn bezt eftir verk- föll síðustu fjögur árin. En sjáanlegt er, að núverandi stjórn ASt vill að stjórnin verði endurkjörin óbreytt, að upp- mælingaaðallinn og einstaka þrýstihópar ráði áfram stjórn ASl.að þessir hópar haldi áfram að beita heildarsamtökunum fyrir sinn kröfuvagn og horfa viljandi fram hjá þvi, að hlutur verkalaunafólks tekjulega séð er á stöðugri niðurleið. Er hann nú kominn langt undir þau kjör sem teljast mannsæmandi hjá þjóð sem teljast vill menntuð þjóð. Staðreynd er þo. að þessar stéttir á íslandi eru

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.