Dagblaðið - 17.09.1976, Page 1

Dagblaðið - 17.09.1976, Page 1
 2. ARG. — FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1976. — 207. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12, SÍMl 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOI/H 2, SÍMI ,27022 SKEIÐARA ER FARIN AÐ FLÆÐA ÚT FYRIR FARVEG SINN — Ragnar Stefánsson telur að hlaupið nái hámarki i seinni hluta nœstu viku „Skeiðará hefur vaxið ósköp hægt og rólega siðan í gær- morgun," sagði Ragnar Stefáns- son í Skaftafelli í samtali við Dagblaðið í morgun. „Áin er nú farin að flæða örlítið út fyrir farveginn. Það er örlítil læna, sem rennur þarna austur með túnunum." Ragnar bætti því við, að Sigurjón Rist vatnamælinga- maður hefði mælt vatns- rennslið í gær. Það reyndist vera 1250 teningsmetrar á sekúndu. Ragnar var ekki alveg viss um hvert rennslið væri við meðalaðstæður en sagði að í almestu hitum á sumrin gæti það náð 900—1000 teningsmetr- um á sekúndu, ef hitarnir væru langvarandi. Talsverð brennisteinsfýla er öðru hvoru af ánni. Ragnar taldi, að ef miðað væri við síðasta hlaup, ætti þetta að ná hámarki seinni partinn í næstu viku. — AT — Hœkkun ó landbúnaðarvörum: Engar niðurgreiðslur í bigerð „Þessi hækkun h'efur ekki verið rædd í ríkisstjórninni en ég á von á því að þetta muni ganga í gegn án nokkurra breytinga," sagði Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráð- herra um tillögur sexmanna- nefndarinnar um hækkun á kjötvörum. Halldór kvaðst ekki búast við að niðurgreiðslur yrðu auknar enda væru margir sem kvörtuðu yfir því að of stór hluti ríkistekna færi beint i niðurgreiðslur. . í dag mun ríkisstjórnin væntanlega fjalla um tillögur si-xmannanefndarinnar. —bA Ekkert sjónvarp í kvöld? Í morgun var allt við það sama hjá Sjónvarpinu. Starfs- fólkið mætti en vann ekki handtak og varð ekki annað séð en samstaða væri um setuverk- tallið. Starfsmannafélagið dreifði í morgun fjölritaðri kröfugerð starfsfólksins. Þau orð voru látin falla að ekkert yrði aðhafzt fyrr en rætt yrði við starfsfólkið og yrði það ekki gert í dag, mætti búast við að ekkert sjónvarp yrði í kvöld. —ASt. Ekki hœgt að stjórna með tilskipunum Setuverkfallið hjá Sjónvarpinu — bls. 8 Saga úr dómskerfi nefnist föstu- dagskjallari Vilmundar Gylfa- sonar í dag. Þar fjallar hann um ásjónu dóms- málanna i landinu í dag. Hann segir einnig hrikalega sögu úr fangelsi á íslandi og frá dómi yfir föngum, sem á eftir fylgdi. — sjá bls. 10-11

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.