Dagblaðið - 20.09.1976, Síða 1

Dagblaðið - 20.09.1976, Síða 1
2. ARG. — MANUDAGUR 20. SEPTEMBER 1976 — 209. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOÚTI 2, SÍMI B7022 *.... Sœnsku þingkosningarnar: w STJORN PAUME ER FALUN Stjórnarskipti veröa í Svíþjóö á næstunni eftir sigur borgaraflokkanna í þingkosn- ingunum þar I gær. Meö þeim sigri lauk 44 ára óslitnum valdaferli Jafnaðarmanna í landinu — valdaferli sem gert hefur Svíþjóð að mesta vel- ferðarríki heims. „Mér þykir þetta sárt eftir þá miklu vinnu, sem við höfum innt af hendi,“ sagði Olof Palme, forsætisráðherra, í sjón- varpsviðtali í Sviþjóð í nótt, þegar úrslit kosninganna lágu fyrir. „Við munum samt halda áfram að berjast fyrir baráttu- málum okkar þegar við erum komnirí stjórnarandstöðu.“ Endanleg úrslit eru ekki kunn, en svo virðist sem stjórnarflokkarnir, Jafnaðar- menn og Vinstri flokkurinn- Thorbjörn Fálldin, næsti forsætisráðherra Svíþjóðar: úrslitin eiga eftir að hleypa nýju blóði í sænska stjórnmáiaumræðu, sagði hann í morgun, þegar úrsiit kosninganna lágu fyrir. Kommúnistarnir, hafi tapað flokkanna þriggja, þannig að Borgaraflokkarnir sigruðu með fimm þingsætum til borgara- staðan er 179 gegn 170. 2% meirihluta atkvæða. Næsti forsætisráðherra Svíþjóðar verður nær örugg- lega leiðtogi Miðflokksins, Thorbjörn Fálldin, fimmtugur fjárbóndi frá Norður-Svíþjóð. Hann sagði í morgun, þegar úr- slit voru kunn: „Þetta mun hleypa nýju blóði í sænska stjórnmálaumræðu.“ Ekki er talinn leika vafi á, þvi, að tap Jafnaðarmanna má fyrst og fremst kenna stefnu ríkisstjórnarinnar í kjarnorku- málum, enda má segja að kosn- ingarnar hafi smám saman orðið að þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarstefnu Svía í þeim málum. Sjá nánar á erlendu frétta- síðunum bls. 8—9. — ÓV. SITUR ENN VIÐSAMA HJÁ SJÓN- VARPINU — fundur í starfsmanna- félaginu í morgun Allt sat enn við það sama í deilu starfsfólks sjónvarpsins við. fjármálaráðuneytið í morgun. Ekki var sjónvarpað i gærkvöld og gefur það til kynna að engin orðáskipti hafi farið fram á milli stofnanna. í morgun var fyrirhugaður fundur Starfsmannafélags sjónvarpsins en Dagblaðið hafði engar fréttir af honum áður en það fór í prentun. t einu dagblaðanna var sagt, um helgina, að Höskuldur Jóns- son ráðuneytisstjóri væri í for- svari fyrir fjármálaráðuneytið í þessari deilu. Ráðuneytisstjór- inn bar það hins vegar af sér og kvað fjármálaráðherra hafa það með höndum. Ekki tókst að ná sambandi við Höskuld í ’morgun vegna þessa. Hann var að vísu mættur á skrifstofu sína en gat ekki rætt við blm. þar eð símatími hans var ekki byrjaður, og hófst ekki fyrr en undir hádegið. —AT W Það er langur vegur fyrir gamalt fólk að ganga niður allan Laugaveginn. Hvergi er bekkur til að tyila sér á í þess- ari mestu verzlunar- og um- ferðagötu höfuðborgarinnar en veruiegt piáss fyrir stöðumæla og bila. Hvað skal þá til ráða, þegar lúin bein segja til sín? Gamla konan á myndinni hvílir sig um stund á þrifa- iegum búðartröppum, leggur frá sér pokann sinn og virðir fyrir sér mannlífið og um- ferðina. Hún er ekkert feimin og man vísast timana tvenna hér í Reykjavík. — DB-mynd Árni Páli. r Ásgeir slasaðist ó ný í Belgíu — sjá íþróttir bls. 16,17, 18 og 19 Geðþótta- ákvörðun embœttis- manna hvað fólkið fœr að vita — sjá bls. 7 ■ J \ Skeiðará óx sáralítið í nótt SEX ARA TELPA HÆTT KOMIN ÁGÆZLUVELLI Blástursaðf erðin bjargaði lífi hennar Sex ára telpa var hætt komin á föstudag'nn.á gæzluvellinum sem kvenfélagið í Garðinum starfrækir, þegar hún var að príla í klifurgrind. Fann hún þar band sem hún setti um háls sér, en hrasaði síðan með þeim afleiðingum að bandið hertist að hálsinum. Bróðir hennar, þriggja ára, sem var nær- staddur skynjaði að eitthvað var að systur hans. Hljóp hann til gæzlukonunnar, er hafði brugðið sér sem snöggvast inn, og sagði henni að systir sín „væri föst“. Brá gæziukonan skjótt við og fór út og tókst henni að losa telpuna úr snör- unni. Telpan var þá farin að blána í framan, en gæzlukonan kunni blástursaðferðina og tókst að blása lífi í telpuna, sem var farin að hressast mikið þegar læknir kom úr Keflavík til að athuga hana nánar. Líður henni vel eftir atvikum. emm „Hér er allt við það sama og sáralitill vöxtur er frá því í gær, en þá var vátnstnagnið komið í 2300 teningsmetj’a, það er helmingi meira vatnsmagn en venjulegt er,“ sagði Jón Valmundsson verkstjóri hjá Vegagerðinni sem er staddur að Skaftafelli. Aðfaranótt sunnudags braut vatnsflaumur Skeiðarár einn símastaur á Skeiðarársandi. Við það rofnaði ^símalínan austur yfir sandinn, en' síma- samband er austan frá. Þetta eru einu spjöllin, sem áin hefur ennþá valdið. Menn fylgjast vel með því hverju fram vindur og þar eru m.a. menn frá Orkustofnun, vatnamælingamenn og fleiri' vísindamenn. Slæmt veður var á sandinum í nótt en það gekk niður með morgninum. __KP. í snjó og slœmu skyggnf á Vatnajökli Menn frá Vegagerð Ríkisins, þeir Helgi Björnsson jökla- fræðingur og Magnús Hall- grímsson verkfræðingur eru nú staddir á Vatnajökli og fylgjast þar með sigi jökulhellunnar í sambandi við Skeiðarárhlaup. Um sexleytið í gær voru þeir við Háubungu og áttu þá skammt eftir til Grímsvatna. Á jöklinum var þá snjókoma og slæmt skyggni svo útlit var fyrir að þeir héldu kyrru fyrir þar sem þeir voru komnir í nótt. -KP.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.