Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 6
DACBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. SBPTEMBER 1976. 6 ■bmiii n ■ ■iniinimniwi Lögbergsréttir (Fossvallaréttir): Þoð vœri nú gamon að eiga svo sem eitt lamb Það eru ekki allir háir í loftinu, sem leggja leið sína í réttir. Sumir eru þegar orðnir fjáreigendur og aðra langar ósköp til þess að eignast — þótt ekki væri nema eitt lamb. Rétt- irnar eru sá staður þar sem ungir og aldnir koma saman. Það sannaðist ekki sízt í gær í Lögbergsréttum. Raunar ságði okkur kunnur Reykvíkingur, Meyvant á Eiði, að þetta héti alls ekki Lögbergsrétt, heldur Fossvallarétt. Hann ætti að vita hvað hann syngur, hefur átt kindur meira og'minna alla sína ævi, þótt hann ætlaði ekki að sækja nema sína einu rollu, sem hann á nú eftir. „Já, það er ýmislegt breytt frá því ég eignaðist minn fyrstá dilk. Hann kostaði 5 kr.,“ sagði Mey- vant. Það voru ekki bara Reykvík- ingar sem við hittum að máli í réttunum. Sex ára snáði, sem sagðist bara vera kallaður Haili, er úr Búðardal. Hann er í heimsókn hjá ömmu sinni um þessar mundir. Auðvitað átti hann enga kind í Fossvallarétt, en eina kind átti hann fyrir vestan, ,,og hún hefur fjögur horn,“ sagði Halli. „Ég átti aðra með fimm, en gaf hana. Pabbi minn á fjórar kindur." Kristín úr Keflavík átti enga kind, en hafði ekkert á móti því að eignast eina. Hún vildi hins vegar ekkert hafa með hrúta að gera. Hún væri bara hrædd við þá. Reykvíkingurinn Soffía var mjög berjablá og hafði alveg eins áhuga fyrir berjum eins og rollum. „Það hefði nú kannski verið gaman að vera í sveit,“ sagði hún dálítið efablandin. Sigurður Auðunsson var mættur sem réttarmaður fyrir Ölfusinga og Hvergerðinga. Hann fræddi okkur á því að alltaf væri töluvert um að kindur frá þeim kæmu í Foss- vallarétt, þar sem féð væri dregið út og síðar flutt til heim- kynna sinna. Það fé sem engir eigendur finnast að var flutt í Hafravatnsrétt i gærkvöldi en þar er réttað í dag. Ekki tekur smalamennska þarna í kring langan tíma. Það er farið upp með Vífilfelli og upp undir Bláfjöll. Byrjað.var um kl. átta í gærmorgun. Að sögn smalamanna gekk allt vel. „Kindum er heldur að fækka hér,“ sagði Ágúst Kristjánssón formaður fjáreigendafélags „Nei, nei, ég á enga kind hérna, en eina með fjögur horn í Búóardal," sagði Halli, sem er sex ára verðandi f jár- bóndi. Agúst Kristjánsson, Sigurður Auðunsson og Meyvant á Eiði hafa aiitaf eitthvað til málanna að leggja þegar réttað er. DB-myndir Arni Páll af ráðamönnum. Þá væru kindur og ýmsum skógræktar- mönnum þyrnir í augum. Nú verða lömbin, sem slátra á, tekin frá, en Öðru fé síðan sleppt aftur á þennan sameigin- lega afrétt Reykvíkinga, Sel- tirninga og Kópavogsbúa. Síðar verður smalað í annað og þriðja og þar með síðasta skiptið í nóvember, þegar fé er sett í hús. EVI Hestar og menn smöiuðu afréttinn á tæpum átta timum. A eftir er gott að iosna við hnakkinn og velta sér dálítið. Reykjavíkur. Hann á um 30 kindur. Ágúst sagði að Reykvík- ingar ættu einar 1000 kindur og Kópavogsbúar og Seltirningar ættu eitthvað minna. Reykvík- ingar hafa aðstöðu fyrir kindur sínar í Fjárborg. Agúst sagði að það væri einkennilegt að rosknir menn og aðrir mættu ekki hafa það tómstundagaman að eiga kindur. Hestamennska væri viðurkennt sport, en fjár- mennska væri ekki viðurkennd Sunnudagssteik meðalfjölskyldu hœkkar um 300 kr. Sexmannanefndin hefur lokið verðlagningu slátur- afurða og kartaflna og tekur nýja verðið gildi í dag. Ætla má að sunnudagssteik . meðalfjöl- skyldu verði nú um 300 krónum dýrari en áður. Þess er þó að geta, að kjöt frá fyrra ári hækkar ekki, heldur aðeins nýtt kjöt. Súpukjötið hækkar nú um 100 krónur hvert kíló. Þessi 100 króna hækkun skiptist þannig að bændur fá 33.85 krónur af henni, sláturhús og heildsölu- aðilar fá 30 krónur hækkun á hvert kíló, 9.35 krónu hækkun verður vegna óbreytts gæru- verðs, smásöluaðilar frá 10 krónu hækkun á hvert kíló og rikissjóður fær 16,80 krónu hækkun á söluskatt af hverju kilói noukjöts. v'erð á kjöti er nú þetta en i svigum er gamla verðið: Heilir og háifir skrokkar sagaðir að ósk kaupenda 656 krónur (549), Súpukjöt, frampartar og síður 679 krónur (584) Súpu- kjöt, læri, hryggir, frampartar 729 (629) Læri 766 krónur (647) Hryggir 783 krónur (662). Hækkun á þessum vöru- tegundum er frá 15.9% upp í 19.5%. Grundvallarverð naut- gripakjöts hækkar um 8.05% og heildsöluverðið svipað. Krónutala álagningar í smásölu á nautakjöti hækkar um 12,6%. Grundvallarverð á kartöflum hækkar um 10% að meðaltali og heildsöluverðið hækkar til- svarandi frá því í fyrravetur, er íslenzkar kartöflur voru á markaði. Smásöluverðið er 12% lægra en verið hefur á erlendum kartöflum í sumar. Búvöruhækkunin nú starfar af hækkun kostnaðarliða í verð- lagsgrundvelli landbúnaðar- vara. Laun hækkuðu um 8,83% til jafns við hækkun hjá laun- þegum 1. júlí sl. Kjarnfóður hækkar um 2,3%, viðhald og fyrning útihúsa um 20,8%, Kostnaður við vélar hækkar um 8.5% flutningskostnaður um 11,1%, vaxtakostnaður hækkar um 19,5% og annar ótilgreind- ur kostnaður hækkar um 20,9%. —ASt. NÚ VANTAR DÝRALÆKNI — til að hœgt sé að opna dýraspítalann Flesta rekur minni til þess þegar mikið umstang varð vegna gjafar tslandsvinarins Mark Wat- sons, en sem var hvorki meira né minna en dýraspítali sem vera átti í Reykjavík eða nágrenni. Þegar til kom fékkst enginn til að þiggja gjöfina svo að húsið lá ónotað í heilt ár í vörugeymslum Eimskipafélagsins en var síðan sett upp rétt utan við bæinn. Ekkert hefur heyrzt af þessu máli lengi svo DB sneri sér til Ölafs Jónssonar, formanns sam- starfsnefndar þeirrar sem fjallar um dýraspitalann. Ölafur kvað málið vera í eilítið lausu iofti núna en umræður ættu sér stöðugt stað. Það sem kæmi i veg fyrir opnun spítalans, væri að enginn dýralæknir fengist til að taka að sér rekstur hans. Héraðs- dýralæknirinn hér í Reykjavík og nágrenni, Brynjólfur Sandholt, hefur mjög stórt umsjónarsvæði eða allt ofan úr Hvalfirði og suður í Herdísarvík. Gefst honum því frekar lítill tími til reksturs spítala. Ung stúlka mun nýverið hafa lokið prófi sem dýrahjúkr- unárkona og er e.t.v. hægt að fá hana til starfa, þó undir umsjón og eftirliti dýralæknis, því hún mun ekki hafa réttindi til að reka spítalann sjálf. Spítalinn mun ekki vera alveg fullbúinn til notkunar, þar eð ekki þótti ráðlegt að kaupa tæki og húsgögn, nema að hafa tilvon- andi yfirmann stofnunarinnar með í ráðum. Vonir standa til að lausn í einhverri mynd finnist á þessu máli innan tíðar. Þau félög sem munu í samein- ingu standa að rekstri spítalans og þáðu hann í upphafi eru Dýra- verndunarfélag Reykjavíkur, Hundavinafélagið, Hestamanna- félagð Fákur, Reykjavíkurborg, Samband sveitarfél. í nágrenni Reykjavíkur og Samband ís- lenzkra dýraverndunarfélaga. JB Gamall Austf irðingur um hestamannamót í sjónvarpinu á Eskifirði: OSKOP ERU AÐ SJÁ BLESSAÐAR SKEPNURNAR — útsendingin hefur verið skrumskœld síðan 1. dgúst „Ösköp eru að sjá hvernig farið er með blessaða hestana. Þeir eru ekki hestum likir," sagði gamall maður af afskekktum bæ á Austurlandi, þar sem ekki sést sjónvarp, er hann heimsótti Regínu Thorarensen, frétt,árilara DB á Eskifirði um daginn, en þá var verið að sýna myndir frá norð- lenzkum og sunnlenzkum hesta- mannamótum. Regína sagði að gamli maðurinn hafi ekki áttað sig á að verið var að sýna skældar skrípamyndir þótt talið hafi verið gott, en þannig hefðu útsendingar sjónvarpsins borizt til Eskifjarðar frá því að starfsliðið kom úr sumarleyfi Líkti hún ástandinu við ástandið eins og það gerist verst i norðanbyljum á veturna þegar ófært er í Gagnheiðar- stöðina til viðgerða. Að sögn Itegínu hefur ekkert verið gert í þessu þrátt fyrir góðviðrið undanfarið og sagði hún það skoðun sína og fleira fólks á staðndum að sjónvarpsmenn væru hugsanlega að gera þetta af ásettu ráði og væri þetta liður í mótmælum þeirra vegna launa sinna. Þrátt fyrir stórviðrið á sjónvarpsskermum Eskfirðinga heldur veðurbliðan þar áfram og sjórinn leikur einnig við þá því Hólmanesið var að koma inn með 100 tonn af góðum þorski eftir níu daga veiðiferð. -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.