Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1976. 44 ára veldi krata í Svíþjóð er lokið — vinstrí flokkarnir undir stjórn Olofs Palme töpuðu 5 þingsœtum. Thorbjörn Falldin verðurnœsti forsœtisráðherra Svíþjóðar. Sænski Jafnaðarmanna- flokkurinn undir forystu Olofs Palme tapaði naumlega þing- kosningunum í Svíþjóð í gær. Palme viðurkenndi snemma í morgun, að fjörutíu og fjögurra ára valdaferli Jafnaðarmannaflokksins væri lokið. „Mér þykir sárt að vita til þess, að við skulum ekki hafa haft það eftir alla okkar vinnu.“ Palme bætti við: „Við munum halda áfram að fylgja áætlun okkar og stefnu jafn skorinort og við höfum gert til þessa nú, þegar við erum í stjórnarandstöðu." Lars Werner, leiðtogi VPK --------------m. Olof Palme tapaði kosningunum. — Vinstri flokksins — Kommúnistanna, tók úr- slitunum, heldur verr og lýsti því yfir, að hægri sveifla gengi nú yfir landið. Endanlegri talningu atkvæða er ekki iokið, en samkvæmt því sem fyrir lá í morgun var ljóst, að Jafnaðarmannaflokkurinnog VPK voru tveim hundraðshlut- um á eftir borgaralegu flokkunum, þ.e. Miðflokknum, Hægri flokkunum og Þjóðar- flokknum. Leiðtogi Miðflokksins, Thorbjörn Fálldin, yfirvegaður fjárbóndi og píureykinga- maður, verður nú að öllum líkindum næsti forsætis- ráðherra Svíþjóðar. Hann sagði í morgun „Þetta (úrslitin) hleypir nýju blóði í sænsKa stjórnmálaumræðu." Þessi úrslit benda til þess, að borgaraflokkarnir muni hafa 179 fulltrúa á næsta þingi en Jafnaðarmenn og VPK 170. Kosningunum 1973 lyktaoi með jafntefli, 175 gegn 175, þannig að vinstriflokkarnir hafa nú tapað fimm þingsætum. Helsta mál kosninganna hefur verið framtíðarstefna Svía í kjarnorkumálum og hinn væntanlegi forsætisráðherra, Fálldin, hefur lagzt eindregið gegn því að togð verði jafn mikil áherzla á uppbyggingu kjarnorkuiðnaðarins og Palme og Jafnaðarmannaflokkur hans hefurgert.MáþvLjafnvel'segja, að.kosningarrarhafi fyrst og fremst snúizt um það, hvort stefna stjórnarinnar í kjarn- orkumálum hafi átt nægilegt fylgi meðal þjóðarinnar. Ef marka má úrslitin, þá hefur svo ekki verið. forsœtisráðherra Svía: Skipti um skoðun — og sigraði Thorbjörn Fálldin, leiðtogi sænska Miðflokksins, sem nú verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Svíþjóðar, á fylgi sitt að verulegu leyti að þakka því, hversu mjög hann hefur stutt við baráttu um- hverfisverndarmanna gegn aukningu kjarnorkuiðnaðarins í landinu. Þó eru ekki nema örfá ár síðan hann var dyggur stuðn- ingsmaður áætlunar stjórnar- innar um að kjarnorkufram- leiðsla Svía yrði hin mesta í heimi — miðað við höfðatölu — eigi síðar en 1985. Fálldin skipti um skoðun þegar vinur hans einn kynnti hann fyrir sænska nóbelsverð- launahafanum og eðlis- fræðingnum Hannesi Alfven. Fálldin, sem er fimmtugur bóndasonur frá Högsjö í Ánger- manland í norðurhluta Sví- þjóðar, segir að það hafi verið vísindamaðurinn sem opnaði augu hans fyrir hættunum af kjarnorkunni. Það hafi verið Alfven, sem hafi sagt sér frá vaxandi vantrú vísindamanna á því, að hægt væri að hafa fulla stjórn á úrgangsefnum úr kjarnorkuiðnaðinum og að hægt væri að koma í veg fyrir skemmdarverk á kjarnorkuver- um. Þegar Thorbjörn Fálldin var nítján ára gamall hætti hann í skóla og hélt áfram námi utan skóla um hríð. Jafnframt varð hann undirforingi í varaliði hersins. Hann tók þátt í starfi æsku- lýðsdeildar Bændaflokksins í lok fimmta áratugsins og var kosinn á þing 1958, um svipað leyti og flokkurinn breytti nafni sínu í Miðflokkurinn. Hann tapaði þingsæti sínu með ellefu atkvæða mun 1964 en vann það aftur 1967. Hann tók sæti I miðstjórn flokksins 1966 og tók við embætti for- manns flokksins af Gunnari Hedlund 1971. Thorbjörn Fálldin, — bóndasonurinn, sem skipti um skoðun. IRA játar morðið á brezka sendiberranum Yfirmenn Privisional-arms írska lýðveld(shersins (IRA) hafa viðurkennt, að hafa staðið að baki morðinu á sendiherra Breta á írlandi, Christopher Ewart-Biggs. Hann var myrtur í júlí síðastliðnum ásamt einka- ritara sínum, er bíll þeirra sprakk i loft upp. Þessi yfirlýsing yfirmanna I.R.A. kom fram í viðtali, sem stórblaðið Sunday Independent IRA segir Ewart-Biggs hafa verið starfsmann brezku leyni- þjónustunnar. átti við þa. Þar fullyrtu mennirnir ennfremur, að sendi- herrann hefði verið í brezku leyniþjónustunni, og eingöngu verið sendur til írlands til að taka þátt í starfsemi hennar. Þeirri staðhæfingu hefur verið harðlega mótmælt í brezka utanríkisráðuneytinu. Talsmaður ráðuneytisins sagði, að Biggs hafi eingöngu farið til Irlands til að tala máli Breta þar og bæta samskipti- land- anna. I leiðara Sunday inae- pendent, sem birtist um leið og viðtalið, sagði að blaðið hefði enga samúð með baráttu írska lýðveldishersins. Það teldi hins vegar að rödö hans ætti rétt á að fá að heyrast eins og rödd andstæðinga hans. Jafnframt sagði þar, að augljóst væri að sumar fullyrðingar yfir- mannanna væru hreinn og beinn áróður. Ennfremur kom fram í viðtali blaðsins, að yfir- mennirnir segjast hafa vopn og mannafla til að ber.iast á Norður-írlandi í að minnsta kosti tvö ár í viðbót. Reyndar sögðu þeir, að starfsemi IRA hefði lamazt nokkuð vegna handtöku meðlimanna að und- anförnu, en enn ættu þeir nóg af nýjum herbrögðum í poka- horninu. Dom Mintoff sigraði áMöltu Verkamannaflokkur Dom Mintoffs á Möltu hélt velli í kosningum sem fóru þar fram um helgina. Eftir fyrstu talningu at- kvæða, sem náði til um það bil helmings greiddra atkvæða, virt- ist mönnum sem allt stæði I stað frá því sem var í kosningunum fyrir fimm árum er Mintoff komst til valda. I seinni hlutanum vann Verkamannaflokkurinn einn mann frá Þjóðernisflokknum, þannig að Dom Mintoff hefur nú tryggt sig enn betur í sessi en áður. Israelsdœtur fá Playgirl ritskoðað Héraðsöómur í Haifa í Israel hefur sagt, að dreifiaðilar tíma- ritsins Playgirl i ísrael hafi breytt rétt, er þeir krotuðu yfir myndir af kynfærum karlkyns- fyrirsæta I blaðinu. Kona nokkur í Haifa hafði höfðað mál á hendur dreifingarfyrir- tækinu fyrir að leyfa henni og kynsystrum hennar ekki að sjá allt, sem ætti að sjást á mynd- unum. Hins vegar fengju karl- menn að sjá það, sem þá lysti í Playboy og öðrum slíkum. Dómarar héraðsdómsins töldu að ákæra konunnar, um að þarna væru lög um jafnrétti kynjanna brotin, væri ekki á rökum reist. Hins vegar sagði í dómnum að dreifingarfyrir- tækið hefði breytt rétt er það taldi að með því að krassa yfir kynfæri karlanna, væri það að framfylgja ísraelskum lögum um kiám — Ekki kom fram í fréttinni, hvort héraðsdómur- inn hefði eingöngu verið skipaður karlmönnum. Sid Bernstein skorar á Bítlana að spila aftur Sid Bernstein, — maourinn sem fyrstur hélt hljómleika með hljómsveitinni frægu, The Beatles. í Bandarikjunum lét Dirta heilsíðu bréf til allra meðlima hljómsveitarinnar i stórblaðinu New York Times í gær. Bréfið hófst á þennan hátt: „Kæru George, John Paul^ og Ringó, og síðan kom áskorun til þeirra fjórmenning- anna að leika á aðeins einum hljómleikum í viðbót til að gleðja Bítlaþyrst mannkynið einu sinni enn. I bréfinu stóð ennfremur, að með tónlist sinni hefðu Bítl- arnir gert heiminn betri en hann hefði ella orðið. — Að sögn Bernsteins fékk hann heil ósköp af þakkarupphringingum frá fólki strax eftir að bréfið birtist. Hann hafði hins veear ekkert heyrt frá fjórmenning- unum, þegar síðast fréttist. Bernstein sagði að sams konar bréf til Bítlanna myndi birtast i Parísarútgáfu stór- blaðsins Herald Tribune í dag. Hann greiðir fullt auglýsinga- verð fyrir bréfin til þeirra, en vildi ekki gefa upp hve mikið þessi viðleitni hans hefði kostað, sagði aðeins að upphæð- in væri svo há að hann yrði að slá lán til að geta greitt hana.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.