Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 9
9 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 20. SEPTEMBER 1976. Erlendar fréttir Einnig samsvarandi EKKIVITAÐ HVAÐ VERÐUR UM LÍK MAOS — ekki tafíð óliklegt að það verði smurt til œvarandi varðveizlu Kissinger bjartsýnn á lausn Ródesíu-deilunnar — eftir tvo fundi með lan Smith í gœr VEGG- 0G BORÐ- LAMPAR Opinberri útför Maos for- manns kínverska kommúnista- flokksins lauk í Peking á laugardagskvöldiö án þess að nokkuð væri látið uppi um hver afdrif líks hans yrðu. Til þessa hafa hetjur kín- verska •» konimúnistaflokksins verið brenndar en nú hefur getum verið leitt að því að lík Maos verði smurt og varðveitt um aldur og ævi á sama hátt og lík Lenins og Ho Chi Minhs. Tiu daga þjóðarsorg í Kína lauk með mikilli minningarat- höfn í gærmorgun, sem milljón manna tók þátt í. í gærkvöld hafði ekkert verið sagt af opinberri hálfu um hvort Mao hefði verið brenndur. Eftir útför Chou En-lais, forsætisráðherra, í janúar sl. var tilkynnt þegar í stað, að í samræmi við óskir hans hefði líkið verið brennt og ösku þess dreift yfir ár og sveitir landsins. Ekki er talið ólíklegt, að Mao hafi einnig verið búinn að gera ákveðnar óskir um af drif líks síns. A undanförnum árum hefur líkamsösku kínverskra leiðtoga yfirleitt verið komið fyrir í Papaoshan-kirkjugarði í fjallshlíð skammt vestur af Peking. Þjóðarsorgin náði hámarki sínu á laugardaginn, þegar öll kínverska þjóðin, fjórðungur mannkyns, stóð þögul í þrjár mínútur í virðingarskyni við hinn látna leiðtoga sinn. Hua Kuo-feng, forsætis- ráðherra, flutti minningarorð um Mao á Torgi hins himneska friðar í Peking, og þar lutu allir viðstaddir, rúmlega milljón manna, höfði þrisvar sinnum fyrir framan risastóra ljósmynd af Mao. Útlendingum var meinaður aðgangur að útfarar- athöfninni, en grát viðstaddra mátti heyra í kílómeters fjar- lægð. íbúar Peking eru enn með svört armbönd til vitnis um sorg sína. Ekkert hefur verið tilkynnt um nýan fund miðstjórnar Kommúnistaflokksins, en þar sem allir 160 stjórnarmennirnir eru nú í Peking er hægt að kalla hana saman með mjög stuttum fyrirvara. Miðstjórnin verður einnig að tilnefna nýja menn í fasta- nefndina og æðstaráðið, en síðan í desember hafa fjórir af átta æðstaráðsmönnum horfið á fund feðra sinna. Lík IMaos á viðhafnarbörum í Höll alþýðunnar í Peking. Gráturinn heyrðist i kílómeters f jarlægð. þegar stjórn Smiths lýsti yfii sjálfstæði, til að geta viðhaldið minnihlutastjórn 270 þúsund hvítra manna yfir sex milljón blökkumönnum. Allar tilraunir til að leysa þennan vanda hafa reynzt árangurslausar og afleið- ingin er sú, að blökkumenn í Ródesíu og nágrannaríkjunum hafa hafið skæruhernað á hendur stjórninni og hvitum mönnum til að heimta rétt sinn: meirihlutastjórn blökkumanna. Ian Smith og Vorster hittast. NY sending af luktum og Ijósa- krónum fró Svali Lands- ins mesta lampa- úrval : |f Sendum í póstkrðfu LJÓS & ORKA Suðurlandshraut 12 simi 84488 REUTER Tyrkland: Henry Kissinger og Ian Smith, forsætisráðherra minni- hlutastjórnar hvítra í Ródesíu, áttu tvo fundi í Suður-Afríku í gær. Kissinger lét í það skína að fundinum loknum að sæmilega horfði með lausn vándamál- anna í Ródesíu og þótti jafnvel með ólíkindum að Smith hefði fallizt á fundinn, því áður hafði verið skýrt frá því að gerði hann þaö, þá þýddi það að hann væri reiðubúinn að láta tölu- vert undan síga. Smith hélt til Salisbury í Ródesíu í gærkvöld til að skýra ráðherrum sínum og flokks- félögum frá fundum sínum með Kissinger, en bandaríski utan- ríkisráðherrann sagði á fundi með fréttamönnum að sér hefði virzt Smith taka vel í þær tillög- ur, sem samdar hefðu verið af fulltrúum Bandaríkjanna og Bretlands i félagi við blökku- mannaleiðtoga í Afríku. ,,Ródesíuvandamálið“ má rekja allt aftur til ársins 1965, TALIÐ AÐ 154 HAFI FARIZT í FLUGSLYSI Tyrknesk farþegaflugvél af gerðinni Boeing 727 fórst yfir Tyrklandi í nótt. Talið er að áhöfn og farþegar, alls 154 talsins, hafi farizt. Flugvélin var að koma frá Ítalíu, er slysið varð. Það síðasta sem heyrðist frá flugmönnunum var, að þeir hygðust lækka sig úr 13.000 fetum í 12000. Á þeirri stundu er talið fullvfst að eitthvað hafi komið fyrir. Af 147 farþegum vélarinnar, voru útlendingar 125, flestir Italir og Vestur-Þjóðverjar, sem voru að fara í sumarleyfi. Flug- vélin hafði lent í borgunum Róm og Mílanó og komið við í Istam- bul, áður en hún hélt til borgar- innar Antalya. Einhvers staðar þar á milli hefur slysið átt sér stað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.