Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 10
10 MMBIAÐW friálst. úháð datrblað OtKefandi Daíiblaóið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krjstjánsson. Fróttastjóri: Jón Birtiir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aóstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asgrímur Pálsson. Blaóamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson. Berglind Ásgeirsdóttir, Bragi Sigurðsson, Erna V Ingólfsdóttir. Gissur Sigurósson. Hallur Hallsson, Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis- dóttir. Katrín Pálsdóttir. Kristín Lýðsdóttir. Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. (Ijaldkeri: I»ráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuói innanlands. t lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síóumúla 12. sími 83322, auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setning og umbrot : Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf.. Armúla 5. Mvnda-og plötugerð: Hilmirhf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Framsókn og fjórglœfrar Eitt helzta deilumálið á opin- berum vettvangi þessa dagana er, hvort meiri fjármálaspilling ríki meðal framsóknarmanna en félaga í öðrum stjórnmálaflokkum eða ekki. Nefna sumir olíumálið, grænubaunamálið, Klúbbmálið og enn yngri mál sem dæmi um lítið siðferðisþrek ýmissa framsöknarmanna. En Tíminn verst og segir allt þetta tal bera vott um skipulagðar ofsóknir gegn flokknum. Fyrir rúmri viku benti Tíminn á það í leiðara, að afbrot séu ekkert einkamál Fram- sóknarflokksins, og rekur blaðið nokkur dæmi úr íslandssögunni um misferli manna tengdum öðrum stjórnmálaflokkum. Kemur þetta í kjöl- far hótana Tímans um að segja frá ýmsum myrkraverkum sjálfstæðismanna, ef ekkert lát verði á frásögnum af myrkraverkum fram- sóknarmanna. Tilboð Tímans um gagnkvæma þögn er dæmi um, að í Framsóknarflokknum er útbreiddur hugsunarháttur, sem brýtur í bága við almennt siðferði. Forusta flokksins virðist ekki hafa gert neina tilraun til að losa flokkinn við hið illa blóð. Hún hefur meira að segja leyft Tímanum að halda uppi langvinnum árásum á þá embættismenn, sem komu upp um olíumálið og Klúbbmálið. Svo virðist sem frá gamalli tíð hafi mótazt í forustu Framsóknarflokksins einhver hóp- hyggja, sem veldur þvi, að hver ver annan og afgreiðir ábendingar um afglöp sem stjórn- málaofsóknir. Forustan er jafnan fljót að vísa til kollumáls og Kleppsmáls til staðfestingar á því, að um ofsóknir sé að ræða. Hin sjálfvirka afneitun allra afglapa og af- brota vekur sjálfsagt eftirtekt ýmissa glæfra- manna. Þeir telja sig sjá, að Framsóknarflokk- urinn geti verið þeim góður griðastaður. Þar verði ábendingar annarra um misferli þeirra taldar vera pólitískar ofsóknir. Aðeins nokkur ár eru síðan grænar baunir og ýmis önnur undarleg atriði í opinberum bíl- rekstri núverandi ritara Framsóknarflokksins komust upp við endurskoðun reikninga stofn- unar hans. Þessar upplýsingar höfðu engin áhrif á stöðu ritarans í flokknum. Vegur hans þar hefur aukizt síðan, ef eitthvað er. Það er við hæfi, að þessi sami flokksritari skuli nú koma fram í Tímanum með kröfur um, að Sjálfstæðisflokkurinn sjái um ritskoðun á skrifum ýmissa dagblaða um spillinguna í þjóð- félaginu, einkum þá spillingu, sem tengist framsóknarmönnum beint eða óbeint. Auðvitað sækja flugurnar í forina. Það er freistandi fyrir glæframenn að halla sér að Framsóknarflokknum, ef þeir telja, að þar ríki meira frjálslyndi í viðhorfum til vafasamrar hegðunar í fjármálum. Tónninn í skrifum Tímans og ritara Framsóknarflokksins bendir til, að þetta frjálslyndi ráði þar raunverulega ríkjum. Glæfrar þróast örugglega víðar en í Fram- sóknarflokknum. En þeir atburðir hafa gerzt, er hljóta að neyða forystu flokksins til að hefja rækilega jólahreingerningu og losa flokkinn við flugurnar. Ennfremur þarf forusta flokks- ins að láta af hugarfari, sem leiðir til krafna um pólitíska ritskoðun á skrifum um spillingu, tilboða um gagnkvæma þögn árása á samvizku- sama embættisnenn og til sjálfvirkra kvartana um pólitískar ofsóknir gegn Framsóknar- flokknum. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1976. /— " 1 ...................................................... Ríkisstjórafrúin: Hleraði svefnherbergi eiginmanns sins — annaðhvort var hún afbrýðisöm eða hún vildi ná embœtti manns síns? En hvor ástœðan er sú rétta? Blöð í Evrópu og Bandaríkj- unum hafa að undanförnu skrifað mikið um sérkennilegt mál, sem upplýstist fyrir nokkru. Það komst nefnilega upp, að frú Corneiia Wallace, eiginkona Georges Wallace ríkisstjóra í Alabama, hafði hlerað svefnherbergi þeirra hjóna í nokkra mánuði. Nokkrum litlum hljóðnemum hafði verið komið fyrir víðs vegar um herbergið og allt sem þar gerðist var tekið upp á segulband. Þessar aðgerðir eiginkon- unnar hafa vakið mikla athygli og þá einnig spurningar. Stað- hæft hefur verið að Cornelia sé mjög hrædd um, að maður hennar haldi fram hjá henni. Aðrir telja, að hún ágirnist ríkisstjórastöðu Wallace í Ala- bama og hleranirnar hafi verið liður i áætlun hennar um að fá stöðuna. Maður, sem hefur þekkt þau hjónin síðan þau giftu sig hafði eftirfarandi um málið að segja: „Segja má, að öllum í ríkinu hafi verið kunnugt um erfið- leikana í hjónabandi þeirra Corneliu og Georges. Afbrýði- semi hennar er vafalaust ein af ástæðunum fyrir því að hún hleraði hann.“ Fyrri maðurinn hljópst á brott með annarri „Það var mikið afall fyrir Corneliu, þegar fyrri eigin- maður hennar stakk af með annarri. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að undanförnu, að ríkisstjórinn hafi gaman af því að hafa fallegt kvenfólk í kringum sig.“ Og heimilisvinurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, hélt áfram: „Cornelia hefur vafalaust haft áhyggjur af upp- áhaldssetningu ríkisstjórans þessa dagana. Hún er sú að hann sé eins og hver annar venjulegur maður, nema að hann geti ekki gengið. Þetta þýðir í raun og veru það, að hann sé jafn getumikill og heil- brigðir karlmenn." Wallace hefur verið í hjóla- stól, síðan reynt var að myrða GEORGE WALLACE; „Ég er alveg eins og venjulegur maður, nema hvað ég get ekki gengið." hann í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið árið 1972. — Sagnir um, að hann hafi skipað konu sinni að hverfa á brott vegna hlerananna hafa verið bornar til baka. Einkaritari Corneliu Wallace sagði, er reynt var að krefja hana sagna um ástandið á heimili þeirra hjóna: „Frú Wallace er hér ennþá og allt gengur sinn vana- gang.“ Á skrifstofu ríkisstjórans var það viðurkennt, að hundruð segulbandsspólna, sem frú Wallace tók upp í svefnher- berginu, hefðu verið eyði- lagðar. Tekið var upp á spól- f' —.. Enn bregzt foryston Á haustmánuðum 1975 skaut allt í einu upp kollinum í fjöl- miðlum samstarfsnefnd sjó- manna. Undirritaður var einn nefndarmanna og því eru þessi orð fest á blað. Nefnd þessi var skipuð starfandi sjómönnum, ásamt einum forystuaðila úr landi. Nefndin hafði forystu um aðgerðir sjómanna, sem fólgnar voru í heimsiglingu flotans, til.að leggja áherzlu á kjaramál sjómanna. Þarna var unnið að ákveðnum atriðum með ákveðinni aðgerð og verður ekki annað sagt en að þeir sem að unnu hafi fengið það fram sem ætlunin var að ná. Það var almennt viðurkennt, bæði innan nefndarinnar og í hópi þeirra er hana studdu, að aðgerðin væri ekki að lögum, en í þessu tilfelli braut nauðsyn lög. Stéttarfélögin eru hinn rétti vettvangur baráttunnar, enda njóta þau líka viðurkenn- ingar þeirra sem við er að eiga. Islenzkir sjómenn vilja ekkert síður en aðrar stéttir fara að venjum og lögum um kjaramál sín. Því var heimsiglingin í fyrra að nokkru til að sýna forystu sjómanna í landi að þeir gætu treyst á samstöðuna ef í harðbakka slægi. Enda var allnokkur vandi skilinn eftir handa þeirra forystu til lausnar. Bar þar hæst endur- skoðun á lögum og reglum um sjóðakerfi sjávarútvegsins. Það var örugglega skoðun meginþo'rra sjómanna að þeir fjármunir, sem kæmu til hækk- unar á fiskverði vegna afnáms sjóðakerfisins, rynnu til skipta eftir þeim samningum, sem í gildi voru á hverjum stað. Hvers vegna var meginþorri sjómanna á þessari . skoðun? Einfaldlega vegna þess, að á undanförnum árum, þegar lög og reglur um sjóðakerfið hafa verið að öðlast gildi og ótaldar krónur færðar til útgerðar- innar, þá hefur ekki þótt ástæða til að breyta skipta- prósentunni sjómönnum í vil. Það hefur oftar komið upp nokkur kurr í röðum sjómanna, en raunin orðið sú, að þeir hafa sýnt þann þegnskap að lúta lög- um um að kaupa sér atvinnu og taka á sig byrðar útgerðarinnar að hluta. Enda eiga þeir nú drjúgar upphæðir í íslenzka fiskiskipaflotanum, sbr. lög um stofnfjársjóð. Hvenær þeir fá viðurkenriingu á eignarhlut sínum er annað mál. — Það mætti reyna að innheimta þessar upphæðir og láta þær í lífeyrissjóðina, svo sjómenn fengju lífeyri fimmtugir. — Það vekur furðu að menn úr forystusveit sjómanna skuli skrifa undir tillögur um breyt- ingar á kjarasamningum vegna afnáms sjóðakerfisins. Þvi meiri undrun vekur þetta, að strax í upphafi, og æ siðan, hefur verið hamrað á því, að breytingin skyldi koma fram sem lækkun. Hefðu forystu- menn sjómanna gengið fram fyrir skjöldu og sagt, að breyt- ingin skyldi vera hækkun, var ekkert að undrast. En það var stungið upp í þá dúsu. Hver var hún? Jú, óeðlilega hátt olíu- verð. Einu sinni voru það veiðarfæri, nú skyldi það vera olía. Eg hélt nú satt að segja að menn, sem voru nýbúnir að endurskoða lög og reglur um sjóðakerfi sjávarútvegs Islend- inga, létu ekki blekkjast svo einfaldlega. I þeirri endurskoð- un hljóta þeir að hafa komizt að raun um, að síendurteknar ráð- stafanir í sjávarútvegi hljóta að eiga sér einhverja orsök, eða bar verðbólgu ekkert á góma? — Sjóðakerfisbreytingin sigldi í gegnum Alþingi í ársbyrjun og hlaut þann óskabyr, að um mettíma var að ræða. Hvernig gekk sjómannaforystunni að halda hlut umbjóðenda sinna, þeirri forystu, sem á sl. haust gat ekki litið Samstarfsnefnd sjómanna réttu auga, hvað þá lagt henni lið? — Ég ætla ekki að kasta neinni rýrð á störf þeirra manna, sem unnið hafa að samningsgjörð og þar með staðið við undirskriftir sínar varðandi breytingar á skipta- kjörum. Þeir hafa án efa reynt til hins ýtrasta að gera hlut umbjóðenda sinna sem bestán og orsakir, þess að ekki hefur betur tekizt, þekkja þeir bézt. Þó má leiða getum að því, að útgerðarmenn hafi þótzt eiga vísan stuðning löggjafans, gætu þeir þumbast svo lengi að i óefni þætti komíð, sem og raun er á orðin. Því öllum má ljóst vera, að aðalatvinnuvegur þjóðarinnar verður ekki rekinn lengi, án þess að þar gildi samn- ingar um kaup og kjör. Bráða- birgðalög, sem verka aftur fyrir sig, þvingandi og íþyngjandi, hafa oftast átt sér fáa formæl- endur og reynzt misjafnlega haldgóð. Ég ætla engu að spá um, hvernig menn bregðast við þessum lögum. Það verður tím- inn að leiða I ljós. En mig langar til að vekja athygli á fáeinum atriðum. Sjómanna- samningar og skiptaprósenta hafa verið nokkuð mismunandi eftir landshlutum. Þessi mis- munur hefur byggzt á sömu rökum og byggðastefnan og jafnvægið í byggð landsins, hugtökum, sem stjórnmálaum- ræðan snýst um. Með þessari lagasetningu er verið að afmá þann mismun, sem stafar af sérstöðu landshlutanna. Það er einnig verið að koma í höfn því baráttumáli útvegsmanna að allir skuli í sama báti, þrátt fyrir viðurkennda sérstöðu. Nú er ég ekki gjörkunnugur þessum málum í öllum lands- hlutum, en mér segir svo hugur um, að ekki hafi verið alls staðar reynt til hlítar að ná samningum, og kunna til að liggja ýmsar orsakir. Það er nokkurn veginn ljóst, að Vestfirðingar munu verða einna harðast fyrir barðinu á þessari lagasetningu. Þetta er því sárara, sem sjávarútvegs- ráðherra situr á Alþingi fyrir kjördæmið, og þeir sem til þekkja vita, að aðilar, sem með undirskriftum sínum lofuðu að beita sér fyrir breytingum á samningum, hafa litla sem enga tilburði sýnt í þá átt. Engar viðræður um nýja samninga hafa farið fram á Vestfjörðum. Að síðustu langar mig að bregða upp grófri mynd af ástandinu, eins og það var eftir sjóðakerfisbreytinguna, hjá sjómönnum á vestfirzkum línu- bátum. Annars vegar voru sjó- menn, skráðir í skiprúm sam- kvæmt gildaridi samningum, sem hljóðuðu upp á 32% til skipta. Hins vegar útgerðar- menn með skiptaprósentu, sem um hafði verið samið á allt öðr- ■i ■u

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.