Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 11
I)A<;BLAÐ1Ð. MAXUDAIU'K 20. SEFTEMBKR 1976. Wallace ríkisstjóri og Cornelia eiginkona hans. urnar á nokkrum mánuðum á tæki sem kostuðu hundruð þús- unda. Tækin voru einnig eyði- lögð. „Látið okkur um heimilisáhyggjurnar“ George Wallace var ákaflega þreytulegur, er hann skýrði fréttamönnum frá upptökun- um. Hann sagði: „Það er ákaflega erfitt að vera stjórnmálamaður, — eink- um eftir að ég lamaðist. Eg er mjög þakklátur Corne- liu fyrir, hve hún létti mér lífið meðan ég lá veikur. Það er henni miklu fremur að þakka en læknunum, hve vel ég náði mér.“ Wallace reyndi að komast hjá því að svara spurningum frétta- manna og sagði: „Það eru raunar engar spurningar, sem þið getið spurt mig. Ef þið fréttamenn látið okkur aðeins í friði með heimilisáhyggjur okkar, þá leysum við þær mun fyrr en ella.“ (Þýtt úr Daily Mail) Kjallarinn Gestur Kristinsson um vettvangi en venja er hér, og hljóðaði upp á 28.2% og auk þess breytingar á stærðarflokk- un skipa, sem ekki hæfir hér. Eins og af þessum tölum sést er mismunur þeirra 3,8%, það átti að vera lækkun. Á undan- förnum árum hefur verið greitt heldur meira en samningar hafa ákveðið. Venjulegast hefur verið um að ræða munn- lega samninga launþega og greiðanda. Þessir baksamn- ingar hafa valdið ýmsum erfið- leikum, og eru engum til sóma, þar eð báðir aðilar svíkja samtök sín og forsmá þann samningsvettvang, er þjóð- félagið býður. En athugum þetta ofurlítið nánar. Meðaltal baksamning- anna mun vera nálægt 1/8 úr hlut. Ef við tökum 1/8 af 28,2% eru það 3,52; leggjum saman 28, 2 + 3, 52=31.72. Lækkun að vísu, en ekki geysileg og auk þess engir baksamningar. Eg er enginn talsmaður lækkunar á skiptaprósentu sjó- mönnum tii handa, en slæ upp þessu dæmi vegna þess að errgar viðræður hafa farið fram, þrátt fyrir undirskriftir og loforð ýmissa aðila. Aðal- atriðið er þetta: Það hefur ekkert reynt á það hvort samn- ingar geta tekizt, svo ekki þurfi að lúta lagaboði. Ég skora því á alla aðila, sem hlut eiga að máli, að ógilda bráðabirgðalögin með samningsgjörð, sem allir geti unað við. Suðureyri, 9. sept. '76. Gestur Kristinsson rafgæzlumaður. Verður Engf fjárhagslegt mat á heimilisstörf og barnaumönnun á heimili? í Dagblaðinu 3. september, þættinum „Raddir lesenda“, var grein, skrifuð eftir símtali við Sigurbjörgu Levy, þar sem segir í upphafi: „Ég má nú til með að lýsa furðu minni á at- hugasemdum Margrétar Bjarnason, fréttamanns á út- varpinu, í sjónvarpsþætti um skattamál, sem sýndur var sl. þriðjudagskvöld. Þar var komið inn á umræðu um sérsköttun hjóna og spurði Margrét ráð- herrann, Matthías Á. Mathie- sen, hvort einhverjar fyrir- byggjandi ráðstafanir hefðu verið gerðar gagnvart því, að giftar konur flýðu vinnumark- aðinn, þegar farið yrði að skatt- leggja tekjur þeirra að fullu. Þetta fannst mér ákaflega ein- kennileg athugasemd frá kven- manni að kvennaári nýaf- stöðnu. Hún bar vott um eigin- hagsmunasemi af fyrstu gráðu." Þessi ummæli, sem Sigur- björg eignar mér, lét ég mér aldrei um munn fara né neinn annar í þættinum. Hins vegar beindi blaðamaður Vísis þeirri spurningu til ráðherra hvernig væri „reynt við undirbúning lagafrumvarps um sérsköttun hjóna að koma í veg fyrir að giftar konur flýi af vinnumark- aðinum“, eins og komizt var að orði. Þessi spurning átti fullan rétt á sér, enda hafa margir velt henni fyrir sér, þar á meðal vafalaust þeir, sem eru að undirbúa skattlagabreytinguna — og þá væntanlega alveg burt- séð frá því „hvort giftum konum er meiri vorkunn að greiða rétt gjöld frekar en hinum“, eins og segir í Dag- blaðinu. I veikri von um að fjármála- ráðherra fengist til að gefa ein- hverjar frekari upplýsingar tók ég sérsköttunarmálið upp aftur og spurði hann: 1. Hvort hann gæti gefið nokkrar hugmyndir um út frá hvaða forsendum hefði verið gengið við val á hugmyndum eða formi á sérsköttun hjóna (sem engin svör fengust við). 2. Hvort að einhverju leyti yrði lagt fjár- hagslegt mat á heimilisstörf eða barnaumönnun á heimili og þá miðað við þau störf f sjálfu sér en ekki tekjur svonefndrar fyrirvinnu (sem fjármálaráð- herra svaraði svo, að fjárhags- legt mat yrði lagt á kostnað heimilanna og mat á starfi hús- mæðra „kæmi inn í myndina líka“ eins og hann komst að orði, en kom sér jafnframt hjá því að svara með hverjum hætti). 3. Hvort gert væri ráð fyrir svokallaðri helminga- skiptareglu og hvort hún væri talin form á sérsköttun eða samsköttun í nýrri mynd (sem fjármálaráðherra svaraði svo, að gert væri ráð fyrir sérskött- un á tekjum hjóna.'en málið væri ekki svo langt komið, að hægt væri að segja um hvernig endanleg úrvinnsla yrði á skattaframtali). ★ Við konur, sem sátum á spyrjendabekk í þættinum, höfum verið gagnrýndar fyrir að hafa ekki haft áhuga á neinu öðru en „eigin tekjum“ eins og komizt var að orði í einu dag- blaðanna. Þetta er að sjálf- sögðu alrangt, því að af þeim fimm skiptum, sem við þrjár konur komum að spurningum var aðeins tvisvar komið inn á sérsköttunarmálið. Hins vegar var full ástæða til að reyna að fá einhverjar upplýsingar um fyrirætlanir fjármálaráðherra i þessu efni, því að þær skipta svo sannarlega ekki eingöngu máli fyrir giftar konur, útivinn- andi. Það skiptir miklu fyrir efnahagslíf þjóðarinnar allrar og fyrir jafnréttisbaráttu ís- lenzkra kvenna í heild hvernig væntanleg skattalög verða úr garði gerð. Eg býst við, að hvor- ugri okkar, sem að þessu máli vikum í þættinum, komi til hugar, að giftar konur myndu flýja vinnumarkaðinn, þó að tekjur þeirra yrðu skattlagðar sérstaklega og að fullu, svo framarlega sem skattabyrðin yrði sambærileg við skattabyrði annarra í þjóðfélaginu. Ég hygg að flestar útivinnandi konur, giftar sem ógiftar, vilji vera sjálfstæðir skattgreiðendur, jafnframt því að vilja teljast sjálfstæðir einstaklingar með sama rétt og sömu skyldur og aðrir í þjóðfélaginu. Og ég vísa á bug þeim hugsunarhætti, sem fram kom í orðum fjármálaráð- herra,. að konur séu eitthvað, sem taka verði tillit til — allra náðarsamlegast. Vinnandi konur, giftar sem ógiftar, utan heimilis sem á heimili, eiga kröfu á því að vinnuframlag þeirra sé metið að verðleikum jafnt og vinnuframlag karla — og að skattlagning tekna þeirra fari eftir því. ★ 1 umræðum um skattamálin verður þess mjög vart,' að sú ráðstöfun skattayfirvalda að heimila fimmtíu prósent frá- drátt af tekjum giftra kvenna til tekjuskatts er mörgum þyrnir í augum, — sem von er, því að í reynd hefur þetta, eink- um á allra síðustu árum, skapað mikið misrétti gagnvart þeim konum, sem misst hafa maka sína eða skilið og þurfa einar að annast fyrirvinnu og umönnun barna. Um tima var unnið gegn þessu misrétti með auknum af- slætti af tekjum einstæðra for- eldra (heimilisafslættinum á sínum tima) en við skattlaga- breytingar fyrir einu eða tveimur árum var þessum af- slætti breytt og misréttið aukið verulega. Er víst óhætt að full- yrða, að aðstaða einstæðra for- eldra, sem hafa með höndum umsjón ófullvéðja barna, er ís- lenzku þjóðfélagi og stjórnvöld- um lítt til sóma. I þessum umræðum hef ég einnig orðið þess vör, að fólk hefur gjarnan gleymt hvernig umræddur fimmtíu prósent af- sláttur er til kominn og gerir sér þess ekki grein, hvernig upphaflegum forsendum hefur verið bre.vtt þannig, að hann er nú mun óréttlátari en þegar hann var settur fyrir um það bil tuttugu árum að mig minnir. Afsláttur þessi var til dæmis fyrst af tekjum til útsvars en ekki til tekjuskatts og hann á rætur sínar að rekja til sveitar- félaganna, sem ekki gátu verið án vinnuafls kvenna, giftra sem ógiftra, ef halda átti frysti- húsum og ýmiss konar þjón- ustustarfsemi gangandi. Þá háttaði svo, að væri kona gift, lögðust allar tekjur, sem hún aflaði, ofan á tekjur eigin- manns hennar og voru skatt- lagðar sem hátekjur. Byggju karl og kona saman í óvígðri sambúð voru þau skattlögð sem tveir einstaklingar og fengu til muna lægri skatta en vígð hjón. Af þessum sökum fengust giftar konur helzt ekki til að leggja á sig það aukna erfiði, sem fylgdi vinnu utan heimilis, — þær höfðu lítið upp úr þvi annað en tvöfalt vinnuálag, þar sem heimilisstörfin biður þeirra að sjálfsögðu, þegar heim kom úr vinnunni. Urðu að því nokkur brögð, að hjón, sem þurftu að vinna bæði úti, eða vildu þáð, gripu til skilnaðar til að draga úr skattagreiðslum sínum. Þannig kom fimmtíu prósent afslátturinn til sem hagstjórnartæki til að laða giftar konur út a vinnumark- aðinn og því er engin ástæða til að ætla annað en að stjórnvöld gætu tekið upp á að beita nýjum hagstjórnarráðstöfunum á þessum vettvangi í því skyni að hamla gegn vaxandi úti- vinnu giftra kvenna, ekki sízt ef um þrengdist á vinnumark- aðinum. Að minnsta kosti er full ástæða til þess fyrir konur engu síður en karla að fylgjast vel með fyrirætlunum ríkis- valdsins í skattamálum og vera á verði gegn því, að dregið verði með skattlagningu úr val- frelsi þeirra til starfa. ★ Tiðum má heyra heimavinn- andi húsmæður gagnrýna um- ræddan fimmtíu prósent afslátt af tekjum útivinnandi hús- mæðra. Þær virðast oft telja Kjallarinn Margrét R. Bjarnason hann eitt af mörgum dæmum um vanmat þjóðfélagsins á vinnu þeirra. En í raun og veru má líka líta á hann sem óbeint mat eða viðurkenningu á störfum þeirra. Allar hús- mæður vita, að það eru ekki svo litlar óbeinar tekjur sem heimilið hefur af því, þegar húsmóðirin vinnur heima alls- konar matvæli, bakar, saumar og prjónar og gerir hagkvæm innkaup, sem vænta má að þær húsmæður geri, sem taka starf sitt alvarlega. Þessum störfum anna fæstar útivinnandi mæður nema þær vinni sér ger- samlega til húðar — sem við vitum raunar að margar neyðast til að gera, til að heimilin komist af og hafa þar af leiðandi hvorki tíma né krafta til að sinna neinskonar áhugamálum, félagsstarfsemi eða heilsurækt. Þá er ótalinn sá kostnaður sem útivinnandi hús- mæður hafa af barnagæzlu (nálægt tuttugu þúsund krónur á mánuði fvrir hvert barn i gæzlu á einkaheimili), ferðum milli heimilis, barnagæzlu- staðar og vinnustaðar, kaupum og viðhaldi vinnufatnaðar og þar fram eftir götunum. Allt eru þetta útgjöld, sem heima- vinnandi húsmóðir sparar heimili sínu og þarf ekki mikla reikningskunnáttu til að sjá, að sá sparnaður, sem eins mætti kalla óbein laun þeirra, er ekki svo lítill í krónutali. Það er ekki lengi gert að koma góðri þriggja barna húsmóður hátt í hundrað þúsund króna mánaðarlaun með hliðsjón af ofangreindum liðum einum og án þess að taka með í reikning- inn hreingerningar, þvotta, uppþvotta og nauðsynlegustu matargerð, sem allar hús- mæður þurfa að sinna, hvort sem þær eru aðeins heima eða einnig útivinnandi og raunar barnlausir einstaklingar líka þó í mun minni mæli sé. Sjálf er ég þeirrar skoðunar að finna þyrfti leið til að leggja fjárhags legt mat á vinnu heimavinn- andi húsmæðra, meðal annars til að efla sjálfsvirðingu þeirrt og starfsmetnaó og efla skiln- ing þjóðfélagsins á vinnufram- lagi þeirra og þar með hlutdeild- í þjóðarframleiðslunni. Af því mati ætti svo að hafa hliðsjón við skattlagningu og jafnframt úti á vinnumarkaðinum, þegar konur leita þangað í störf skyld heimilisstörfum, eftir að börn þeirra eru komin á legg. Mér er kunnugt um, að meðal kvenna ríkir talsverður ágreiningur um þetta atriði. Margar úti- vinnandi konur eru slíku mati andvígar vegna þess, meðal annars, að þær telja æskilegast, að allar konur hafi aðstöðu til að vinna utan heimilis og geri það. Margar heimavinnandi húsmæður eru því aftur á móti andvígar vegna þess, að þær telja, að það mundi hafa í för með sér auknar kröfur á hendur þeim af hálfu eigin- mannanna um að þær sýni ótví- rætt, að þær eeti skilað meiri arðbærri vinnu inni á heimilinu en útivinnandi húsmæður, auk þess sem þetta kynni að hafa í för með sér aukna skatta. ★ Nú getur verið umdeilanlegt hvort viðhalda eigi þeim val- kosti að annaðhvort foreldra, kona eða karl, geti unnið ein- göngu á heimili sínu, séð um börn sín heima og látið aðeins annað um að afla tekna. Ég fæ ekki séð annað en að sá kostur sé óumflýjanlegur 1 nánustu framtið að minnsta kosti, þó ekki væri nema vegna skorts á dagvistunarheimilum og skóla- dagheimilum, — en ég er jafn- framt þeirrar skoðunar, að ekki verði hægt að gera sanngjarnan samanburð á kostnaði heimila fyrr en þjóðfélagið hefur skil- greint starf heimavinnandi húsmóður og lagt á það fjár- hagslegt mat. Fjármálaráðherra segir stefnt að sérsköttun hjóna. Hann hefur þvl miður varizt allra frétta um hvaða leiðir komi til greina og þannig óbeint komið í veg fyrir æski- legar og eðlilegar umræður um málið. Hann fæst heldur ekki til að upplýsa á hvaða forsend- um sé byggt og ekki er mér kunnugt um, að í nefnd þeirri, er vinnur að skattlagabreyting- unni, sé neinri fulltrúi samtaka kvenna né nokkur með sér- þekkingu á þörfum heimila og því starfi, sem þar fer fram. Sé þetta rangt vænti ég að það verði leiðrétt. En ýmsar óstað- festar fregnir hafa verið á flugi úm afstöðu fjármálaráðherra til málsins. Meðal annars hef ég heyrt,og raunar hefur líka mátt skilja það af ýmsum ummælum hans, að hann væri hlynntur svokallaðri helmingaskipta- reglu, það er að tekjur hjóna verði lagðar saman og síðan skipt í tvennt, áður en skattur verði lagður á þær — sem hefði í för með sér að til dæmis tekjur heimavinnandi hús- móður yrðu metnar eingöngu á grundvelli tekna eiginmanns- ins, en ekki þeirra starfa, sem hún innir af hendi og skatt- arnir yrðu eftir sem áður greiddir af eiginmanni hennar. Þessar óstaðfestu fregnir voru forsendur spurningarinnar um hvort ráðherra teldi helminga- skiptaregluna form sérskött- unar eða samsköttun í nýju formi. En við skulum vona að þær reynist tilhæfulausar með öllu og að skattlagabreyting- arnar fyrirhuguðu verði byggðar á raunsæju mati á kostnaði og þörfum heimila og réttmætu mati á vinnuframlagi skattgreiðenda, hvers kyns sem þeir eru. Margrét R. Bjarnason fréttam.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.