Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAC.I'R 20. SEPTEMBER 1976. TANZANÍA: íbúar í Dar Es Salaam í Tanzaníu tóku á móti Henry Kissinger, er hann kom þangað til viðræðna við Nyerere forseta, með mótmæiaspjold á iofti. Þar má lesa áietranir svo sem: „Kissinger er morðingi, sem á ekki skilið að lifa “, „Þú blekkir ekki almenning í S-Afríku “ og annað í þeim dúr. Tanzanía var fyrsti viðkomustaður Kissingers á visitasíu hans um Afríku. FRAKKLAND: Mjög vel horfir með vínuppskeru í Frakklandi i ár. A myndinni má sjá fólk tína vínber af trjám i héraðinu Champagne í Frakklandi. Og væntanlega eiga vínberin sem liggja í körfunum eftir að verða að góðu víni, árgangi '76. ENGLAND: Enn einu sinni eru brezku blöðin búin að finna konuefni fyrir prinsinn sinn, hann Karl. Sú heppna heitir að þessu sinni Davina Sheffield og er 25 ára gömul. Fyrir nokkru birtist á forsíðu enska dag- blaðsins News of the World langt viðtal við fyrrverandi kærasta Davinu. Þar óskar hann henni meðal annars gæfu og gengis í drottningarstöð- unni. «€ LONDON: Brezki ofurhug- inn ungi, Kid Eddie, aðeins 16 ára, reyndi Íífldjarft stökk á mótorhjóli fyrr í mánuðinum og þeytti hann mótorhjóli sínu í lofti yfir 13 tveggja hæða strætisvagna er stóðu samhliða. Stökkið yfir bíiana tókst, en ekki tókst betur til i lending- unni en svo að hann missti stjórn á hjólinu, ók á nokkra áhorfendur og slasaði þá og hafnaði svo ofan í skurði með- vitundarlaus. Erlend myndsjá í TANZANIA: Hér hittast þeir Henry Kissinger og Julius Nyerere á flugvellinum í Dar Es Salaam. A föstudaginn kom Kissinger til S-Afríku. Skömmu eftir að hann náði þangað spurðist sú frétt út um heimsbyggðina að hann hefði verið myrtur þar. Sú frétt var þegar borin til baka í Hvíta húsinu. Bílasmiðir í verkfalli BANDARÍKIN: Nálega 170.000 verkamenn í Ford- bílaverksmiðjunum í Bandarikjunum hófu verkfall í síðustu viku. Verkamenn : öðrum bílaverksmiðjum í Bandarikjunum bíða nú átekta til að sjá hverju fram vindur hjá starfsmönnum Ford. Mestur hluti verkfallsmannanna er búsettur í bílaborginni Detroit, en þó eru verksmiðjur um öll Bandaríkin óstarfhæfar sakir verkfallanna. Verkamennirnir krefjast hærri launa, lengri levfa og betri kjara fyrir starfsmenn, sem komnir eru á eftirlauna- aldurinn. Ef verkföllin dragast á langinn er talið að mikill samdráttur verði i bandaríska stáliðnaðinum. Þá munu þau leiða til þess að verkamenn Ford í öðrum löndum missa vinnu sína. Ekki má heldur gle.vma því, að fyrir bragðið koma 1977 árgerðirnar seinna á markaðinn en fvrirhugað var. BANDARIKIN: Þess'i tglkning sýnir hugmyndina um það hvernig Jumbo þota muni flytja Space ShUttle,geimferju,frá.Jó.TJupþ í ákveðna hæð til að sleppa þar og reyna lendingarhæfileika og aðflugshæfileika. Spaee Shuttle ferjurnar munu m.a. flytja á loft mannaða rannsóknaklefa Gelm- vísindastofnunar Evrópu í framtíðinni og koma þeim aftur til jarðar að rannsóknum loknum. FramlQjðandi geimskipsins er Rotkwell International.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.