Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 16
DACiBLAÐIÐ. MANUDACIUK 20. SEPTEMBER 1976. l(i Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Enn tvð íslands- met hjá Ingunni! Ingunn Einarsdóttir, IR, — íþróttakonan fjölhæfa — setti enn tvö ný íslandsmet í frjálsum íþróttum í gær. Þaó var í Bikar- keppni FRt á Laugardalsvelii. Allar aðstæður voru löglegar og fvrst bætti Ingunn eigið met í 100 m grindahlaupi í 13.9 sek. úr 14.1 sek. í keppni í fimmtarþraut. í þrautinni hlaut hún 3881 stig og bætti met Láru Sveinsdóttur, A, um 110 stig. Það var 3771 stig. Lára varð önnur í gær með 3681 stig og Þórdís Gísladóttir, ÍR, 3ja. Hlaut 3360 stig, sem er nýtt me.vjamet, 16 ára og yngri. Það eidra var 3329 og átti Ása Hall- dórsdóttir, A, það. Í fimmtarþrautinni hljóp Ingunn 100 m grindahlaupið á 13.9 sek. Varpaði kúlu 9.02. m. Stökk 1.63 m í hástökki og 5.28 m í langstökki og hljöp 200 m á 24.7 sek. Var þar sekúndubrot frá Is- landsmeti sínu og það í fimmtu grein þrautarinnar. Keppenmdur voru sex. Maria Guðnadóttir hlaut 2900 stig, Kristjana Hrafnkels- dóttir 2774 og Sigurlaug Frið- þjófsdóttir 2637 stig. I bikar- keppninni sigraði IR með 7741 stig, HSK hlaut 5674 stig. Keppn- in í hástökki vakti mikla athygli, Ingunn, Lára og María stukku allar 1.63 m. og Þórdís 1.66 m. Þá var einnig keppt í tugþraut karla. Hávaðarok var á laugardag og árangur í þrautinni því ólöglegur. Elías Sveinsson, KR, hlaut 7374 stig, sem er mesta stigatala, sem hann hefur hlotið í tugþraut. Friðrik Þór Öskarsson, ÍR, varð annar með 5993 stig og Ásgeir Þór Eiríksson. ÍR, 3ji með 5542 stig. Síðan komu Vésteinn Hafsteinsson, HSK, með 5073 stig, Þorsteinn Þórsson, UMSS, með 5072 stig og Torfi Ki istjánsson, HSK, með 4408 stig. ÍR sigraði í bikarkeppninni með 11.535 stigum. Vilmundur Vilhjálmsson, KR, hóf keppni í tugþrautinni og hljóp 100 m á 10.3 sek. og stökk 6.91 m í langstökki. En vindhrað- inn var 8 sekúndumetrar, rok í bakið. Björn Blöndal, KR, hljóp á 10.8 sek. og Elías Sveinsson á 10.9 sek., en annar árangur Elíasar í þrautinni var þessi: 6.50 í langstökki, 14.07 í kúluvarpi, 1.99 m í hástökki og 52.7 sek. í 400 m hlaupi. Síðari daginn var árangur löglegur. Þá hljóp Elías 110 m grindahlaup á 15.2 sek., sem er hans bezti árangur í grein- inni, kastaði kringlu 43.16 m, stökk 4.22 m í stangarstökki, kastaði spjóti 55.92 m og hljóp 1500 m á 4:59.7 mín. Kast- greinarnar misheppnuðust þó hjá honum — en árangurinn í grind- inni og stangarstökki er athyglis- verður. BayernMunchen alveg makalaust Evrópumeistarar Bayern Munehen eru alveg makalausir, ekki verður annað sagt. Í síðustu viku sigruðu þeir Köge frá Dan- mörku í Evrópukeppni meistara- liða 5-0. Á laugardag Ieku meistararnir í Budeslígunni i Þýzkalandi. Þeir ferðuðust til Boehum og fengu hvorki fleiri né færri en 5 mörk á sig — en skoruðu sjálfir 6. Já, Evrópumeistararnir eru alveg makalausir! En lítum á úrslitin í Þýzkalandi. Rot-Weiss Essen —Karlsruhe 3-2 Brunswiek—Sehalke 04 1-0 Kaiserslautern — B Mönehengladbaeh 1-2 Dusseldorf—Hamborg 2-0 Eintracht Frankfurt —Saarbrucken 2-1 Tennis Borussia—FC Köln 3-2 Boehum—Bayern Munchen 5-6 Borussia Dortmund —Hertha Berlín 2-1 Werder Bremen—Duisburg 2-2 FC Köln tapaði sínum fyrsta leik í Bundesligunni og kom ósigur þeirra gegn Berlinarliðinu Tennis Borussia mjög á óvart. Meistararnir, Borussia Mönehen- gladhach unnu ath.vglisverðan sigurgegn Kaiserslautern. KR koin á óvart með ágætri frammistöðu gegn Fram. Jafntefli 15—15. Ævar Sigurðsson gnæfir þarna og sendir knöttinn í netið. DB-mvnd Sveinn Þormóðsson. Víkingar hc ilsins með — Reykjavíkurmótið í handknattleik I sér sigur í fyrsta leiknum mei sekúndunum. Ármanr Víkingur og Valur Iéku fyrsta leikinn í Reykjavíkurmótinu i handknattleik í ár og ekki verður sagt að hinir tæplega 400 áhorfendur á laugardag hafi verið sviknir. Leikur Reykja- víkurmeistaranna frá i fyrra, Víkings og Vals var ákaflega f jör- lega leikinn og það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiksins að Víkingum tókst að tryggja sigur sinn 24-23. Reykjavíkurmeistararnir hófu vörn titils síns vel og þó greinilegur haustbragur hafi verið á leik liðanna þá var leikurinn allan tímann fjörlega leikinn. Hins vegar var mark- Kom mér d óvart að vera settur út sagði Jóhannes Eðvaldsson, sem ekki lék í aðalliði Celtic d laugardag Framkvæmdastjórinn okkar hjá Celtic, Jock Stein, er enn að þreifa fyrir sér með liðsskipan og við Roddy MacDonald vorum báð- ir settir úr aðalliðinu sem mið- verðir fyrir leikinn gegn Hearts á laugardag. Í stað okkar valdi Stein Stanton og Aitken sem mið- verði. Ég verð að segja eins og er, að þetta kom mér talsvert á óvart. Ég hafði fengið góða dóma fyrir leikinn gegn pólska liðinu í Evrópukeppninni sl. miðvikudag — lagði upp bæði mörk Celtic í leiknum. Fyrst skallaði ég fyrir fætur MacDonald, sem skoraði fyrra mark Celtic — gaf síðan á Dalglish, þegar hann jafnaði fyrir okkur í lokin, sagði Jóhann- es Eðvaldsson, þegar við ræddum við hann í gær í Glasgow. En ég er bjartsýnn á, að þetta lagist fljótt með mig og ég nái fastri stöðu á ný í Celtic-liðinu, bætti Jóhannes við. Árangur Celtic hefur verið slakur í úrvalsdeildinni, og lítið gekk betur á laugardag. Jafntefli á heimavelli gegn Hearts, þar sem Joe Craig, sem keyptur var frá Partick á föstudag og settur beint í liðið sem miðherji, jafnaði fyrir Celtic á lokamínútu leiksins. Markið þýddi, að Celtic losnaði úr neðsta sætinu — hefði verið neðst ef Craig hefði ekki skorað. Jafn- tefli varð 2—2. Glavin skoraði fyrra mark Celtic — en þeir Busby, vítaspyrna, og Shaw fyrir Edinborgarliðið. Jóhannes lék með varaliði Celtic í Edinborg gegn Hearts og varð jafntefli 3—3. Jóhannes skoraði þriðja Rangers hefur heldur ekki unnið leik í úrvalsdeildinni og liðið var heppið að ná jafntefli, 1—1, gegn Hibernian i Edinborg á laugar- dag. Parlane skoraði fyrir Rangers — Bobby Smith jafnaði fyrir Hibs. Dundee Utd. vann enn og hefur sigrað í fyrstu þremur umferðunum. Úrslit urðu annars þessi: Ayr-Dundee Utd. 1-4 Aberdeen-Kilmarnock 2-0 Celtic-Hearts 2-2 Hibernian-Rangers 1-1 Partick-Motherwell 2-0 mark Celtic í leiknum — staðan þá 3—2. Hann fékk knöttinn og Staðan er nú þannig: lék á báða miðverði Hearts — Dundee Utd. 3 3 0 0 7-2 6 síðan á markvörðinn og renndi Aberdeen 3 2 1 0 9-2 5 knettinum í mark. Hearts 3 0 3 0 4-4 3 1 skozku blöðunum í gær fær Patrick 3 1 1 1 2-3 3 Celtic-liðið heldur slæma dóma Rangers 3 0 3 0 3-3 3 fyrir leik sinn í úrvalsdeildinni Celtic 3 0 2 1 4-5 2 — einkum er skrifað um að Hibernian 3 0 2 1 4-5 2 „miðjan" sé veik hjá liðinu. Kilmarnock 3 0 2 1 1-3 2 Greinilegt, að Stein hefur ekki Motherwell 3 0 2 1 3-5 2 fundið þá uppstillingu, sem dugar í deildinni. Þá má geta þess, að Ayr 3 1 0 2 3-9 2 Á miðvikudag leikur Celtic við Albion í deildabikarnum. varzla beggja liða ákaflega slök — nánast lak allt inn. Menn biðu spenntir eftir að sjá hvernig þeir félagar Olafur Einarsson og Björgvin Björgvinsson kæmu út úr leik sínum með Víkingsliðinu. Þeir félagar sviku ekki áhorfendur og sýndu oft skemmtilega takta. Valsmenn voru yfir þegar aðeins 32 sekúndur voru til leiks- loka en ótrúlegt en satt, Víking- ar skoruðu tvö mörk á þeim tíma og tryggðu sér sigur. Jóni Karlssyni var vikið af leikvelli, er aðeins 32 sekúndur voru til leiksloka, fyrir kjánalegt brot. Stuttu síðar skoraði Erlendur Hermannsson úr horninu og jafnaði 23-23. Valsmenn með knöttinn og Þorbjörn Guðmunds- son reyndi skot þegar aðeins 7 sekúndur voru til leiksloka en Víkingsvörnin varði hraðupp- hlaupið og Magnús Guðmundsson skoraði með góðu skoti og tryggði liði sínu sigur. Ólafur Einarsson skoraði 10 mörk fyrir Víking, Þorbergur Aðalsteinsson 6 og Björgvin Björgvinsson 5. Jón Karlsson var markhæstur Valsmanna með 8 mörk. Valur beið annan ósigur er liðið tapaði fyrir Ármanni 16-15. Ármenningar höfðu undirtökin allan leikinn og sigur þeirra var verðskuldaður. Ragnar Gunnars- son í marki Ármanns varði af stakri prýði og tryggði tiði sinu sigur öðrum fremur. Sigur Ármanns var óvæntari vegna þess að liðið tapaði illa fyrir ÍR á laugardag 25-14. ÍR- ingar kafsigldu Ármenninga frá upphafi og komust í 11-2. en slökuðu síðan á. Ágúst Svavars- Roda efst í Hollandi Roda heldur enn forustu sinni hollenzku 1. deildinni en liðið hefur nú hlotið stigi meir en Feyenoord, Roda hefur 13 stig eftir 7 leiki — Feyenoord 12 eftir jafnmarga leiki. En lítum á úrslitin í Hollandi: Sparta—NAC 3-3 FC Haag—VVV Venlo 3-1 PSV Eindhoven—Twente 3-0 Haarlem—Utrecht 3-0 AX ’67—Telstar 5-1 Graafschap—Go Ahead 1-2 NEC—Feyenoord 1-3 Roda—FC Amsterdam 3-0 Lögreglumenn með hunda é 1 — Dankersen sigraði Nettlestedt 19-15 og Ólafur H. Jónsson skoraði 5 mörk Lögreglan í Dankersen hafði mikinn viðbúnað, þegar keppnin í Bundeslígunni hófst hér á laugardag. Þetta var kallaður lögregluleikur — fjöimennt lögreglulið með hunda um allt, þegar Dankersen lék við nágrannaliðið Nettlestedt, sem er um 10 km. frá Minden, sagði Ólafur H. Jónsson, þegar Dag- blaðið ræddi við hann í gær.Það var uppselt fyrir löngu á leikinn, áhorfendur 3000, en forráða- mennirnir sögðu, að hægt hefði verið að selja 10 þúsund aðgöngu- iniða. Dankersen sigraði örugg- lega i leiknum 19—15 eftir 12—6 í hálfleik og allt fór með friði og spekt fram. Lið Nettlestedt hefur verið aug- lýst gífurlega upp að undanförnu í fjölmiðlum. Leikurinn á laugar- dag var allur tekinn upp og sjón- varpað. Það er fjársterkur náungi þarna í Nettlestedt, sem ,,á félagið" og hefur ekki sparað fé í því sambandi. Keypt fræga leikmenn til þess og á 5 árum hefur það unnið sig upp úr 5. deild — eða úr næst neðstu deild- inni — í Bundeslíguna. Orðið meistarar í hverri deild á þessum fimm árum. Að undanförnu hafa enn verið ,,keyptir“ nýir leik- menn — mér var boðið að koma til liðsins, en sá ekki ástæðu til að breyta, þar sem ég hef það mjög gott í Dankersen, sagði Ólafur — og meðal þeirra eru Abaz Arslan- agic, markvörðurinn frægi frá Júgóslaviu, sem varð olympíu- meistari 1972, og lék heima á ís- landi í olympíuleiknum í des- ember. Einnig Austurríkismaður- inn Pickel, sem lék með Einari Magnússyni í Hamborg á síðasta leiktímabili — og svo kunnir, þýzkir leikmenn. Það má segja, að áhorfendur hafa framan af verið á báðum áttum hvort liðið þeir ættu að styðja, því auðvitað er ekki hægt að sjá fyrir hvort þeirra stendur sig betur í vetur. En stemning varð svo góð og snerist okkur i Dankersenliðinu í hag. Við náð- um fljótt forustu og vorum ofast fjórum til sex mörkum yfir. Dankersen lék miklu betur sem liðsheild — en einstaklingshyggja réð mestu hjá Nettelsted. i hálfleik var staðar 12—6 og Dankersen vann svc 19—15.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.