Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1976. 17 Iþróttir Iþróttir Iþróttir ifu vörn tit- sigri á Val hófst á laugardag og Víkingur tryggði í tveimur mörkum á síðustu 30 i vann Val einnig í gœr. son var markhæstur lR-inga með 6 mörk. KR kom á óvart er liðið náði jafntefli gegn Fram 15-15 og var vesturbæjarliðið óheppið að sigra ekki, eftir að hafa haft lengst af yfir. Fylkir og Þróttur léku í gær og sigraði Þróttur 21-13 eftir að hafa haft 12-6 yfir í leikhléi. Síðasti leikur helgarinnar var milli Víkings og Leiknis. Leiknir með fjölmarga knattspyrnumenn Víkings innan sinna raða stóð vel í Víkingum en varð að sætta sig við ósigur 19-23. James Hunt slapp fyrir horn Brezki kappakstursmaðurinn James Hunt, sem er í öðru sæti í heimsmeistarakeppninni slapp heldur en ekki fyrir horn er hann lenti í árekstri í kappaksturs- keppni í Michigan í Bandaríkjun- um. Kappaksturinn var ekki liður í heimsmeistarakeppninni en fljótlega eftir að rásmerkið hafði verið gefið lenti Hunt í árekstri vi.ð Gordon Johncock og varð að draga sig í hlé. Sigurvegari í akstrinum varð Bandaríkja- maðurinn Buddy Baker en meðal- hraði hans var 233.93 kílómetrar á klukkustund. Hingað og ekki lengra! Pétur Jóhannsson og Gústaf Björnsson brjóta vel af sér. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Ásgeir slasaðist í inn- byrðisleik Liege-liðanna — og leikur ekki með nœstu tvo leiki að minnsta kosti. Royale Union efst í 2. deild Okkur hjá Standard tókst að sigra FC Liege í innbyrðisleik Liege-liðanna um helgina. Það var ekkert sérstakur leikur, en alltaf gott að fá tvö stig á útivelli. Pilip Garot skoraði eina mark leiksins, þegar 20 mín. voru af síðari hálfleik. En það, sem verra var. Ég fékk slæmt spark í hæl um miðjan fyrri háifleikinn. Lék þó allan leikinn — en þetta var ljótt sár, þegar farið var með mig til læknis eftir leikinn. Fjögurra sentimetra skurður á hælnum alveg inn að beini. Það voru saumuð fimm spor og eftir þá aðgerð sagði læknirinn mér, að ég mætti ekki sparka bolta i 10 daga. Þá verður saumurinn tekinn úr — og ég vona að ég geti þá strax byrjað að leika. En þetta þýðir, að ég missi tvo næstu leiki Standard — í Ostende á miðvikudag og svo í fjórðu umferð um næstu heigi. Mér gekk prýðilega í leiknum, sagði Ólafur. Skoraði fimm mörk og „fiskaði" tvö víti. Axel Axels- son er að ná sér á strik og skoraði eitt mark. Busch skoraði einnig fimm mörk í leiknum fyrir Dankersen — þrjú þeirra úr vít- um — og van Open skoraði þrjú mörk. Það er gífurlegur áhugi hér í Dankersen og það er búið að selja 85% af öllum sætum í iþróttahúsinu á leiki liðsins í vetur. Ársmiðar — og miklu meiri áhugi, en nokkru sinni fyrr. Það merkilegasta í 1. umferð- inni var, að meistarar Gummers- bach töpuðu í Rheinhausen með Vona, að það verði ekki lengur, ■ sem ég á í þessu, sagði Asgeir Sigurvinsson, þegar Dagblaðið ræddi við hann i gær. Þetta var mikið spark, sem Ásgeir fékk. Skórinn rifnaði og sokkurinn líka, en þó hélt hann áfram eins og hann var á sig kom- inn út fyrri hálfleikinn. í hálfleik ísland verður í C-riðli með A- Þýzkaiandi og efsta liðinu úr C- keppninni í B-keppninni í hand- knattleik í Vínarborg um mánaðamótin febrúar-marz nk. Sex efstu löndin þar komast í heimsmeistarakeppnina 1977 í Danmörku. í gær var dregið í riðla í Vín og varð niðurstaðan þessi: A-riðill. Tékkar, Búlgarar og 3ja tveggja marka mun. 16—14. Það verður hörkubarátta bæði í norður- og suðurdeild Bundeslíg- unnar í vetur. Næsta leiktímabil verður keppt í einni deild — 14 lið — og sex efstu lið úr norður- og suðurdeild komast í Bundeslíg- una, auk tveggja efstu liða úr 2. deild. Það verður því hart barizt um stigin — og næsta leiktímabil verða ferðalög í leiki miklu lengri en áður. Göppingen, liðið, sem Gunnar Einarsson leikur með, byrjaði ekki vel í suðurdeildinni. Tapaði á heimavelli fyrir Hútten- berg 12—13, en ég náði ekki í Gunnar til að fá nánari fréttir af leiknum, sagði Ölafur ennfremur. var skurðinum lokað með klemm- um — Ásgeir fór í nýja skó og hélt svo áfram leiknum til loka. Það merkilega var, að ég fann lítið til, þar til rétt undir lok leiksins. Þetta dofnar allt — og gleymist í hita leiksins, En skór- inn og sokkurinn var ataður blóði í leikslok, svo talsvert hefur blætt úr sárinu. lið úr C-keppninni. B-riðill. Svíar, Frakkar og Austurríkismenn. C-riðill. A-Þjóðverjar, íslendingar og efsta lið úr C- keppninni. D-riðilI. Spánn, Noregur og lið 2 úr C-keppninni. Tvö efstu lið úr hverjum riðli komast í úrslit í Vín — og sex efstu þar í úrslit í HM.' Hins vegar var ég rétt í þessu að tala við Einar Magnússon, sem leikur með Hamborg í 2. deild. Hamborg lék við Altenholz, sem einnig féll niður úr Bundeslíg- unni í vor, og sigraði með 18-14. Einar skoraði fjögur mörk í leikn- um — tvö víti. Þetta var annar leikur liðsins í 2. deild — sá fyrsti tapaðist við lið rétt hjá Bremer- haven. Einar sagðist ekki búast við miklu af Hamborgar-liðinu í vetur. Allir leikmenn liðsins frá síðasta Ieiktímabili, nema Einar og tveir aðrir, hafa farið til annarra félaga, sagði Ólafur að lokum. Standard-liðið var betra í leikn- um og liðið er greinilega á réttri leið. Byrjunin er nú allt önnur og betri, en á síðasta leiktimabili. Þá töpuðum við tveimur fyrstu leikj- unum, en nú höfðum við hlotið þrjú stig úr tveimur fyrstu um- ferðunum, sagði Ásgeir enn- fremur. Meistarar Brugge FC hafa unnið báða leiki sína. Eru með fjögur stig, Standard, Molen- beek, Antwerpen og nýja liðið í 1. deild Courtrai hafa þrjú stig. Royale Union sigraði St. Trond á útivelli 1—3 og hefur nú náð efsta sæti í 2. deild.Er með fimm stig úr þremur leikjum, Marteinn Geirsson lék með Union, en Stefán Halldórsson hefur enn ekki náð sér eftir meiðslin. Ég hef ekki náð í Martein, svb ég veit ekki hvernig leikurinn gekk fyrir sig, sagði Asgeir. Charleroi lék á útivelli gegn CS Brugge og tapaði 1—0. Guðgeir Leifsson kom inn sem varamaður hjá Charleroi í lokin. Urslit í 1. deildinni um helgina urðu þessi: Antwerpen—Malinois 1-1 Ostende—FC Brugge 2-3 Beveren—Anderlecht 1-1 CS Brugge—Charleroi 1-0 FC Liege—Standard 0-1 Lierse—Beringen 1-1 Molenbeek—Lokeren 1-0 Waregem—Beerschot 2-2 Winterslag—Courtrai 0-1 Nokkrar breytingar voru gerðar á Standard-liðinu í leikn- um í Liege. Þrir leikmenn settir út — m.a. Júgóslavinn og Gorez. Inn komu ungir strákar, Billen, Pomini, sem keyptur var frá Union, og Ver Heyden, sem leikið hefur í landsliðinu leikmenn 23ja ára og yngri.Þeir féllu vel inn í liðið, sagði Ásgeir að lokum og var bjartsýnn á góðan árangur Standard í vetur. fyrsta leik Dankersen ERFIÐUR RIÐILL HJAISLANDI óttir Sigurganga Björgvins loks rofin Sigurganga Björgvins Þor- steinssonar í golfmótum ársins var loks rofin um helgina er Björgvin varð að lúta í lægra haldi fyrir Sigurði Thorarensen í Afrekskeppni Fí en rétt til þátt- töku tryggðu sér 10 beztu golf- leikarar landsins. Það var þó ekki fyrr en i bráða- bana að Sigurði tókst að tryggja sigur sinn er hann fór 1. holu á 3 höggum en Björgvin á 5. Þeir. | félagar voru jafnir eftir 8 um- ferðir þar sem leiknar voru 9 holur í hverri umferð. Báðir höfðu farið á 310 höggum. Þeir félagar voru einnig jafnir eftir fyrri dag keppninnar. Þá hafði sigurður farið umferðirnar fjórar á 38-39-39-38. Björgvin hins vegar lék á 37-37-41-39. Björgvin hóf síðari daginn mjög illa og fór fyrstu umferð á 46 höggum. Þá lék Sigurður á 41 höggi. Björgvin tókst að ná Sigurði en varð síðan að iúta lægra haldi í bráðabana. Röðin varð síðan: 3. Ragnar Ólafsson GR 319 4. Sigurjón Gíslason GK 321 5. Haraldur Júliusson GV 324 6. Loftur Ólafsson NK 327 7. Jón Haukur Guðlaugsson NK 330 8. Jóhann Benediktsson GS 335 9. Hallur Þórmundsson GS 336 Gunnar Júlíusson frá Akranesi varð að hætta keppni. Keppni þeirra Dwight Stones og Jacek Wszola í hástökkinu heldur áfram. Þeir félagar hafa alls átta sinnum mætzt í keppni og hvor um sig hefur sigrað fjórum sinnum. Dwight Stones tókst að sigra á miklu frjáls- iþróttamóti í Crystal Palace í Lundúnum er hann stökk 2.26 — Wszola stökk 2.23. John Walker sigraði i 1500 metra hlaupinu á 3:55.1 og var 50 metrum á undan næsta keppanda. „Eg missti alla keppni á síðasta hring og náði mér ekki á strik,“ sagði Ný-Sjálendingurinn eftir hlaupið. Mac Wilkins sigraði í kringlukasti eins og venjulega er hann kastaði 66.52. Mikos Nemeth, heimsmet- hafinn i spjótkasti og Olympíu- meistari var Iangt frá sinu bezta og kastaði aðeins 83.26 — það dugði honum i annað sæti. Sigur- vegari varð Bielcyck frá Póllandi en hann kastaði 83.58. Rod Dixon sigraði í tveggja milna hlaupinu á 8:23.95 — annar varð Brendan Foster á 8:24.74 og þriðji Malinowksi á 8:24.78. Blakboltar Fótboltar Handboltar Körfuboltar Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Hólagarði Breiðholti Sími 75020 Klapparstíg 44 Sími 11783

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.