Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 20. SEPTEMBER 1976. Pat Holland, West Ham, til vinstri, meiddist illa í leikn- um í Bristol á laugardag. Myndin var tekin, þegar West Ham sigraði QPR á Upton Park 23. ágúst sl. Phil Parkes, markvörður QPR, er með knöttinn — Ron Abbott fylgist með. íþróttir iþróttir Bikarmeistarar Southampton eru nú á botni 2. deildar Lítið um óvœnt órslit í T. deildinni á laugardag — Liverpool eitt í efsta sœti Fyrir tæpum fimnj mán- uðum unnu Dýrlingar South- amptons tii eftirsóttustu verð- launa í enskri knattspyrnu, þeirra verðiauna, sem mestur sjarmi er að vinna, FA- bikarinn, og það í leik, sem þeir voru taldir hafa litla möguieika í — gegn ungu strákunum hjá Manch. Utd. á Wembley. En nú — eftir sex umferðir í ensku deildakeppn- inni er Southampton í neðsta sæti 2. deildar. Hefur ekki unnið leik í deildinni. Það kemur ekki á óvart hjá þeim, sem t.d. sáu slaka leiki liðsins hér á íslandi í sumar. Leik- menn liðsins komnir í hálf- gerðan þungaflokk — æfing litil sem engin. Smá von virtist vakna hjá Dýrlingunum i síðustu viku, þegar þeir unnu franskt lið, Marseille, 4-0 á heimavelli í Evrópukeppninni, en á laugardag komust þeir aftur niður á jörðina. Jafntefli gegn Nottingham Forest í 2. deild og liðinu, sem spáð var miklum frama í deildinni, virðist fyrirmunað að geta unnið leik í deildinni. í vikunni keypti Southamp- ton markaskorarann mikla, Ted MacDougall frá Norwich fyrir 50 þúsund pund, og ef til vill tekst MacDougall að koma markaskoruninni í lag hjá Dýrlingunum á ný. Hann var markahæstur á síðasta leik- timabili í 1. deild með 23 mörk og einnig samtals, eða með 28 mörk. Næstir komu Duncan, Tottenham, og Richards, Wolves, með 25 mörk, og Mal- colm MacDonald, Newcastle, sem nú leikur með Arsenal, með 24 mörk. I 1. deildinni fór flest sam- kvæmt áætlun á laugardag — nema hvað óvænt var, að Birm- ingham sigraði Aston Villa í Derbie-leik Birmingham- liðanna. En lítum á úrslitin áður en lengra er haldið: 1. deild Arsenal — Everton 3-1 Aston V. — Birmingham 1-2 Bristol C. — West Ham 1-1 Leeds — Newcastle 2-2 Leicester — QPR 2-2 Liverpool — Tottenham 2-0 Manch. Utd. — Middlesbro 2-0 Norwich — Derby 0-0 Stoke — Ipswich 2-1 Sunderland — Man. City 0-2 Á föstudag gerðu WBA og Coventry jafntefli 1-1. 2. deild Blackburn — Bristol R. 0-0 Carlisle — Burnley 2-1 Chelsea — Bolton 2-1 Hereford — Charlton 1-2 Luton — Fulham 0-2 Millvall — Plymouth 3-0 Notts Co. — Blackpool 2-0 Orient — Cardiff 3-0 Southampton — Nott. For. 1-1 Wolves — Oldham 5-0 og á föstudag gerðu Hull og Sheff. Utd. jafntefli 1-1. Meistarar Liverpool eru nú einir í efsta sæti 1. deildar eftir sigur gegn Tottenham á An- field — leikvelli, sem Totten- ham hefur ekki hlotið sigur á siðan 1912 eða í 64 ár. Pat Jennings kom á ný í mark Tottenham og lék sinn 450. deildaleik, en Barry Daines, sem varið hefur mark Totten- ham snilldarlega f sfðustu leikj- um, var settur út, þegar Jenn- ings hafði náð sér eftir meiðsli. Strax á 8. mín. varð Jennings að sjá á eftir knettinum í mark sitt. Nýi leikmaðurinn frá Ips- wich, David Johnson, skoraði. Á 29. mín. skoraði Steve Heigh- way annað mark Liverpool. Þar við sat, en það sem eftir var leiksins sótti Tottenham miklu meira. Snilldarmarkvarzla enska landsliðsmarkvarðarins, Ray Clemence, kom þó í veg fyrir mörk Lundúnaliðsins. Hreint kraftaverk hvernig hann varði vítaspyrnu frá Keith Osgood. Framvarðaleikur Tottenham vár góður í leikn- um, en meiri brodd vantaði í sóknina. Manch. City, sem ekki hefur sigrað á útivelli frá því í nóvem- ber í fyrra — sigraði þá Ulfana 4-0 — hefur nú tekið upp þá taktik.sem Liverpool lék 1 tyrra — varnarléik á útivöllum, 1-9-1 og þetta heppnaðist í Sunder- land. City hlaut meira að segja bæði stigin, en leikurinn var hræðilegur á að horfa. „Sunderland verður að skora til þess að Manch. City fari að leika knattspyrnu,“ sagði fréttamaður BBC — en Sunder- land lék illa og framundan er langur vetur fyrir leikmenn og aðdáendur liðsins. Þó átti Greenwood skot í bverslá Citv- marksins og það var það næsta, náði knettinum af Liam Brady, sem braut öll lögmál í knatt- spyrnu, þegar hann reyndi ein- leik í eigin vítateig. Telfer náði knettinum og skoraði. Brady, sem eitt sinn lék hér með írsku strákalandsliði á Melavelli, varð argur i skapi við atvikið, og var reyndar heppinn að vera ekki rekinn af velli í lok f.h. Þá sparkaði hann af ásettu ráði í bakvörð Everton, Bernard. Nær allir á vellinum sáu atvikið nema dómarinn — nokkrir leik- menn á milli. Terry Neil, framkvæmda- stjóri Arsenal, 'hefur áreiðan- lega talað vel við pilt í leik- hléinu, því hann var gjörbreytt- ur leikmaður eftir það og bezti maður á vellinum. Eftir aðeins 90 sek. hafði Brady jafnað — splundraði nokkru siðar vörn Everton og annar íri, Frank Stapleton, skoraði, 2-1. I lokin gekk á bragðið — Kenny Burns jafnaði á 30. mín. og á 43. mín. skoraði nýi leikmaðurinn frá Everton, George Connolly. Það reyndist sigurmark leiksins. Birmingham var betra liðið í s.h., en tókst ekki að skora. Stoke fékk John’ Tudor „lánaðan" frá Newcastle — en Tudor lék aðeins sjö leiki með aðalliði Newcastle á síðasta leiktímabili og skoraði þá tvö mörk. En fyrir Stoke skoraði hann tvivegis fljótlega í leiknum. Fyrst eftir 90 sek„ þegar Laurie Sivell, mark- vörður Ipswich, missti knöttinn — og skömmu síðar frábærlega með skalla eftir fyrirgjöf Pejic. Það nægði Stoke til sigurs. Trevor Whymark skoraði fyrir Ipswich á 60. mín. en fleiri urðu mörkin ekki. Um aðra leiki er það að segja, sem Sunderland komst að skora. En í lokin skoraði Manch. City tvívegis. Fyrst á 79. mín. þegar Dennis Tueart fékk knöttinn eftir aukaspyrnu — og Joe Boyle á 84. mín. eftir góðan undirbúning Tuearts. City er nú í öðru sæti í 1. deild. Liðið var með frábæran árangur á heimavelli á síðasta leiktímabili — en með af- brigðum lélegan á útivelli og það er Tony Book nú að reyna að laga með varnarleik. Það hefur heppnazt. City hefur ekki tapað leik á útivelli — tvö jafn- tefli og nú sigur í Sunderland. Arsenal er í 3ja sæti og vann sinn fyrsta sigur og skoraði sín fyrstu mörk á heimavelli á laugardag gegn Everton. Þó hafði Everton yfirhöndina framan af og hinn ungi George Telfer, sem er 21 árs, var þrí- vegis nærri því að skora. Hann skoraði einu sinni, þegar hann varð David Jones, bakvörður Everton, fyrir því að lyfta knettinum yfir markvörð í eigið mark. Hann var þá i þröngri stöðu með Malcolm MacDonald á hælunum og þeir eltu knött- inn eftir sendingu — já, auðvitað frá Brady. Leikmenn Middlesbro léku sterkan, grófan varnarleik á Old Trafford gegn Manch. Utd„ það svo, að nokkrir leikmenn liðsins voru bókaðir og áhorf- endur, tæplega 57 þúsund, púuðu á þá, þegar þeir gengu af velli í hléinu. En varnartaktik- in heppnaðist ekki. A 20. mín. lék Stewart Houston niður kantinn og gaf vel fyrir mark Middlesbro. Tony McAndrew ætlaði að hreinsa, en sendi knöttinn í eigið mark. Fjórtán mín. fyrir leikslok gulltryggði Stuart Pearson svo sigur Manch. Utd. með frábæru marki. Leikur Birmingham-liðanna á Villa Park var bráðskemmti- legur. Á 14. . mín. skoraði markakóngurinn, Andy Gray, fyrir Villa, sem virtist þá stefna í öruggan sigur, því liðið lék skínandi, vel. En Dave Latch- ford var frábær í marki Birm- ingham og varði hreint ótrú- lega þrívegis. Birmingham-liðið vörn City og Alan Taylor jafn- aði. Þar við sat og West Ham hlaut sitt fyrsta stig á útivelli — og gott stig það. Meiðsli Lampard og Holland koma sét illa — fyrir eru meiddir fjórir af aðalmönnum liðsins, McDowell, Loch, Curbishley og Keith Robson. Bristol City lék án aðal- markaskorara liðsins Tom Ritchie og Paul Cheesley, sem skoruðu 31 deildamark saman i 2. deild i fyrra. Leeds tókst ekki að sigra Newcastle á Elland Road. Eftir markalausan f.h„ þar sem Leeds sýndi betri leik, tókst David McNiven að skora fyrir Leeds á fyrstu mín„ s.h.. En Leeds tókst ekki að fylgja þessú eftir, þrátt fyrir góð tækifæri. Tom Cassidy jafnaði á 75 mín., en á 82 mín. náði Leeds aftur forustu með marki varamanns- ins Carl Harris. Það nægði þó ekki. Poul Cannell jafnaði fyrir Newcastle þremur mín. siðar með bezta marki leiksins. Nor- wich og Derbv skildu iöfn — án marka — 1 daufum leik. Norwich keypti Viv Busby frá Fulham I stað Ted MacDougall. Ulfarnir eru of góðir til að leika í 2. deild — og það er greinilegt, að stefnan er nú beint aftur í 1. deild. 5—0 gegn Oldham, sem var I 3ja sæti fyrir umferðina, segir sína sögu. Sunderland skoraði fyrsta markið með hörkuskoti af 25 m færi á 25. mín. og staðan 1 hálf- leik var 4—0. Daley, Hibbitt og Kindon, tvö, skoruðu hin mörkin. öll efstu liðin töpuðu — Blackpool I Nottingham fyrir County, þar sem Ian Scan- lon og Arthur Mann skoruðu, og Bolton fyrir Chelsea í Lundúnum. David Hay og Garry Stanley skoruðu fyrir Chelsea, en Steve Taylor fyrir Bolton í lokin. Leikurinn var bráðskemmtilegur — og „gömlu“ kapparnir, Peter Thompson og Willie Morgan, sýndu frábæran leik á köntun- um í liði Bolton þó ekki nægði það Bolton til að hljóta stig. Tuttugu þúsund sáu leik Luton og Fulham — helminei meira en venjulega í Luton. Rodney Marsh skoraði annað mark Fulham — fyrsta mark hans fyrir Lundúnaliðið nú, en hann hóf þar sinn leikferil. að Leicester lék sinn sjötta jafnteflisleik. Það var á heima- velli gegn QPR. Dennis Rofe skoraði beint úr aukaspyrnu af 30 m færi fyrir Leicester á 17. mín. Á 43. mln. jafnaði Don Givens eftir góða fyrirgjöf Ian Gillard. John Hollins náði for- ustu fyrir QPR, þegar hann skoraði á 75. mín. með þrumufleyg af 30 m færi. A síðustu mín. jafnaði Chris Garland fyrir Leicester. Bristol City náði aðeins jafn- tefli á heimavelli gegn West Ham þó svo Lundúnaliðið léki með 10 mönnum I s.h. A 28. mín. meiddist Frank Lampard, bakvörður WH, og varð að yfir- gefa völlinn. Mike McGiven kom I hans stað — en rétt fyrir hálfleik meiddist Pat Holland illa, og fleiri varamenn má ekki setja inn á. Áhorfendur í Bristol voru fleiri en áður eða um fjögur þúsund, 28900, og þeir bjuggust við miklu, því Keith Fear skoraði á 10. mín. og City-liðið yfirspilaði West Ham. En fleiri urðu mörkin ekki og leikmenn Bristol City féllu í þá gryfju að halda að leikurinn væri unninn gegn hinum 10 leikmönnum Lundúnaliðsins. En eftir hornspyrnu á 70. mín. varð mikill misskilningur í Lítið sást til George Best nema hvað hann var bókaður. Staðan er nú þannig: 1. deild Uverpool 6 5 0 3 11-5 10 Manch.City 6 3 3 0 8-3 9 Arsonal 6 3 2 1 10-5 8 /V Middlosbro 6 3 2 1 4-3 8 Manch.Utd. 6 2 3 1 10-7 7 Brístol C. 6 2 3 1 8-5 7 i Stoke 6 2 3 1 5-6 7 Aston Villa 6 3 0 3 13-8 6 Everton 6 2 2 2 10-7 6 Newcastle 6 14 1 8-7 6 WBA 6-5 6 $ Birmingham 6 2 2 2 6-6 6 QPR 6 2 2 2 7-10 6 Leicester 6 0 6 0 5-5 6 Coventry 6 2 13 8-9 5 Leeds 6 13 2 8-9 5 Ipswich 6 13 2 9-11 5 V Tottenham 6 2 13 5-9 5 Derby 6 0 4 2 4-7 4 West Ham 6 12 3 3-9 4 Sunderíand 6 0 3 3 4-10 3 Norwich 6 114 2. deild 2-8 3 V Wolves 6 3 3 0 13-3 9 Chelsea 6 4 11 9-8 9 Blackpool 6 4 0 2 12-7 8 ■ Oldham 6 3 2 1 9-9 8 | Millvall 6 3 12 11-8 7 / Notts. Co. 6 3 12 9-7 7 l1 Fulham 6 2 3 1 7-6 7 þlereford 6 2 2 2 11-9 6 Hull City 6 2 2 2 10-9 6 V Sheff.Utd. 6 14 1 8-7 6 M Nottm.For. 6 14 1 10-11 6 (' Carfisle 6 2 2 2 8-10 6 Brístol R. 6 2 2 2 4-6 6 Chariton 6 2 2 2 8-11 6 \ Bumley 6 2 13 7-8 5 Luton 6 2 13 9-11 5 Plymouth 6 12 3 11-12 4 V, Cardiff 6 2 0 4 9-12 4 Orient 6 114 5-9 3 Blackbum 6 114 4-10 3 Southampton 6 0 3 3 3-10 3

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.