Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 32
VEGURINN VESTAN - y j STCBTT STRAKAGANGA SIGUR 2S ALLT AÐ METRA Á ÁRI - Talsvert jarðsig hefur átt sér stað undanfarin ár í Siglu- fjarðarskriðum svokölluðum, skammt frá opi Strákaganga við Siglufjörð. Þarna hefur veg- urinn í hinu hrikalega lands- lagi sigið talsvert á 100—200 metra kafla. Vegagerðin hefur borið árlega i veginn og varið til þess allmiklum fjármunum. Engu að síður heldur vegurinn áfram að síga og myndast oft hvassar brúnir þar sem útjaðrar sigsins eru. Rekast bílar gjarnan á þessa stalla, einkum þeir minni, og gæti háski stafað af þessu. Hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri tjáði Guðmundur Svavarsson umdæmisverk- fræðingur fréttamanni DB að ekki væri nein skýring fundin á þessu. Jarðfræðingar hafa gert athuganir á þessu fyrirbæri sem ekki mun þekkjast annars staðar í vegakerfinu okkar. Sumir þeirra telja þó að undir vegarstæðinu renni vatn til sjávar, enda mun talsverður vathsagi vera i hlíðinni ofan vegarins. Vatnið grefur þá sam- kvæmt þessari kenningu undan vegarstæðinu og ber með sér mölina niður hlíðina og til sjávar. Vegagerðin hefur sett upp hættumerki beggja vegna við þann kafla sem hefur sigið en ekki taldi Guðmundui^ Svavarsson að veruleg hætta stafaði af siginu. Einkum er það í vorleysingum sem vart verður við sigið og eru þá við- eigandi ráðstafanir gerðar, borið ofan í veginn og reynt að slétta þennan kafla til sam- ræmis við aðra hluta vegarins. Þegar fréttamaður DB átti í gær leið um Siglufjarðar- skriður var þó greinilegt að signi hlutinn var 15—25 sentí- metrum lægri en vegurinn sitt hvorum megin. Greinilegar sprungur eru í hlíðinni fyrir ofan og í vegarköntunum hripar sandurinn niður ef við hann er komið. Að sögn vegagerðarmanna á Sauðárkróki hefur sigið orðið þetta 'A til einn metri á ári og eins og fyrr greinir hefur mest kveðið að þessu að vorlagi. — JBP — ÍSLENDINGAR RÆNDIR í SPÁNARFERÐ „Aðkoman í herbergin, þar sem þjófarnir höfðu komið, var alveg voðaleg. Allt ar á rúi og stúi og þeir höfðu meira að segja skorið upp læstar ferða- töskur," sagði Finnur Þorvald- son í Sandgerði sem er einn af Islendingunum sem var rændur í Benidorm á Spáni 31. ágúst. Finnur sagðist hafa verið búinn að vera í u.þ.b. vikutíma þegar þjófar brutust inn í her- bergi hans og það um hábjartan dag. Brotizt var inn hjá tveimur öðrum Islendingum og hjá fleira fólki af öðru þjóðerni. Finnur sagði að þjófarnir hefðu farið inn í herbergi allt frá þriðju hæð upp á áttundu hæð. Hirtu allt lauslegt Finnur sagði að þeir hefðu stolið frá sér bæði gjaldeyri og eins ýmsu dóti sem hann hafði komið með að heiman. Frá öðrum Islendingi hefði bókstaflega öllu verið stolið, bæði islenzkum peningum, gjaldeyri og öllu lauslegu. Hann sagðist hafa verið svo heppinn að hafa geymt mest- alla penina sina í hólfi, sem hægt væri að leigja á hótelinu. Einn af Islendingunum sem rændur var hafði hins vegar ekki hugmynd um hólfin og var allt tekið frá honum. Deildi Finnur mjög á for- svarsmenn Ferðamiðstöðvar- innar, sem voru með þennan ferðahóp, fyrir að segja mönnum ekki frá geymsluhólf- unum. Fó peningana ekki aftur Finnur sagðist hafa keypt farangurstryggingu en hún tæki alls ekki til þess gjaldeyris sem hefði verið stolið. Var hann hræddur um að þeir sem voru rændir fái engar bætur fyrir þennan stuld. Þjófnaður þessi var framinn á vandaðasta hóteli sem Ferða- miðstöðin býður upp á í Beni- dorm á Costa Blanca. — BA. í kalsaveðri og rigningar- sudda vakti nokkur hópur manna athygli vegfaranda, sem leið áttu um Reykjanesbrautina sunnan Alversins. Gengu þessir menn um hraunið og fóru helzt með gjám þess, voru þeir sýni- lega ekki í berjamó. Þarna er góð aðkeyrsla inn á hraunið eftir gömlum vegi fyrri tíma. Er nánar var að gætt kom í ljós að þarna voru rannsóknarlög- reglumenn á ferð. Þeir vörðust fiinlega öllum spurningum Magnúsar Gíslasonar frétta- manns DB. Kváðust þeir ekki vera að leita að neinu og væru þarna á einskis manns vegum. Bifreiðar rannsóknarlögreglu- manna voru þarna skammt undan. Karl Schútz mun ekki hafa verið langt undan og í leitarhópnum voru fleiri af framámönnum rannsóknarlög- reglunnar. Er leitin því sett í sainband við rannsókn Geir- finnsmálsins og Guðmundar- málsins, þó ekki hafi fengizt staðfest. DB-mynd emm Þingskrifarinn tapaði mólinu: HAFÐINIÐURSTAÐA JAFN- LAUNARÁÐS ÚRSUTAÁHRIF? Lífshœtta af of lógri hóspennu- línu við Vogaafleggjara — talstöðvarloftnet rakst í 60 þúsund volta línu Forsetar Álþingis fyrir hönd Alþingis og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs voru sýkn- aðir af kröfum Ragnhildar Smith um bætur fyrir launa- mismunun vegna kynferðis. Meirihluti dómsins, Már Pétursson og Hákon Guð- mundsson, komst að þessari niðurstöðu. Adda Bára Sigfús- dóttir taldi hins vegar að taka bæri varakröfu Ragnhildar til g'reina að fullu. Taldi Adda Bára að það fæli í sér brot á lögum um jafnlaunaráð að Jón fengi greidd laun 5 launaflokk- um ofar en Ragnhildur þar sem störf þeirra væru sem næst jafnmikilvæg og sambærileg. Athygli vekur niðurstaða jafnlaunaráðs sem lögð var fram í dóminum. Það taldi sér ekki færtað bera saman störf Ragnhildar og Jóns, þrátt fyrir staðhæfingar stefnanda og trúnaðarmanna starfsmanna- félags Alþingis um að störfin væru sams konar. Jafnlaunaráð treysti sér ekki til að hrekja fullyrðingar skrifstofustjóra Alþingis um að Jón hefði unnið önnur þýðingarmeiri störf, sem réttlættu að hann væri í hærri launaflokki. — BA — sjá viðtal á bls. 5 Dekk á veghefli steyptust út 1 smágötum eftir að loftnet hafði rekizt upp undir eða í há- spennulínu sem liggur við Vogaafleggjarann. ökumaður veghefilsins slapp ómeiddur, þar sem hann hélt um vel einangrað stýri hefils- ins. Hefði þarna getað orðið slys þar sem línan flytur 60 þúsund volta spennu á Suðurnesin. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar í Keflavík liggja tvær háspennulínur samsíða við Vogaafleggjarann. Var önnur þeirra nýlega hækkuð upp í 7 metra, en hin mun vera eitt- hvað lægri. Var þegar haft sam- band við eftirlitsmann raf- veitna sem lofaði að við- vörunarmerki yrði sett upp, en linan verður væntanlega hækkuð. Slíkt er töluvert verk þar sem skipta verður um staura beggja vegna línunnar. Loftnet veghefilsins reyndist vera á sjöunda metra á hæð og mega því ekki vera miklar mis- hæðir á veginum til að árekstur verði. — BÁ— Sijálst, óháðdagblað MANUDAGUR 20. SEPTEMBER Ólafsvík: 4 af 6 drag- nótabótum sviptir veiðileyfi Fjórir af sex Ölafsvíkur- bátum, sem fengið höfðu leyti til dragnótaveiða, hafa nú verið sviptir leyfunum. Leyfissviptingin er gerð af sjávarútvegsráðuneytinu og byggist á rannsókn á aflaskýrslu bátanna. Sam- kvæmt þeim kemur í ljós að bátarnir leggja á land afla, sem ekki á að geta fengizt í dragnót sé löglega að veiðunum staðið. Sjómenn, sem eru komnii í bann eru sárir og gramir Þeir telja dragnótabátana ekki leggja öðru vísi afla é land en linubátar gera og að smáfiskur og undirmáls- fiskur sé ekki umtalsverður hjá þeim. Einn þeirra sagði í viðtali við DB að þeir hefðu stundað sinar veiðar á sandi og fjarri gotstöðvum. Þessi sami sjómaður sagði, að í dragnót með 170 mm möskva í poka gæti ekki fengizt annað en koli sem væri 1200 grömm og yiir og næsta verðlaus fiskur. I þessum orðum sjómannsins felst óbein .viðurkenning á því að óleyfileg brögð séu höfð i frammi við dragnóta- veiðarnar. Sjómaðurinn sagði að at- vinna Ölafsvíkinga hefði að nokkru leyti byggzt á afla dragnótabátanna. Þegar fjórir hefðu verið settir i bann, væri harkaleg? dregið úr atvinnumöguleik- um heimafólks. -ASt. Mikil úrkoma ó Suðurlandi ínótt I nótt var all mikii austan átt og hvasst einkum við suðurströnd- ina. Veruleg rigning var á suður- landi. Samkvæmt upplýsingum Markúsar Einarssonar veður- fræðings er jafnan veruleg ísingarhætta fyrir flugvélar í slíku þykkni. Svo var í gærkvöldi og af þeim sökum féll niður flug klukkan niu í gærkvöldi til Akur- eyrar. I morgun var þetta veður gengið norður yfir landið. Gert var ráð fyrir meiri rigningu fyrri hluta dagsins en skúraveðri um sunnanvert landið. Austan og suð- austan kaldi verður fyrir norðan en þurrt að kalla. —A.Bj. Níu „stútor" eftir nóttina Mjög rólegt var í höfuð- borginni í nótt samkvæmt frásögn Rúnars Guðmunds- sonar lögregluvarðstjóra. Frá því klukkan tvö i nótt voru þó teknir níu ökumenn grunaðir um ölvun við akst- ur. Hækkar það enn töluna yfir „stúta“ helgarinnar en þeir verða þá þrjátíu og sex, sem við höfum haft fréttir af. —A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.