Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1976. CíLSIUS STíNDUR ROKKHUOMSVEITUM í NEW YORK EKKERT AÐ BAKI CELSÍUS í upptöku fyrir bandarísku sjónvarpsstööina NBC. DB-mynd: Arni Páll. Hljómsveitin Celsíus fékk sitt stærsta tækifæri til þessa, er flokkur frá bandarísku sjónvarpsstööinni NBC mætti í Klúbbinn á fimmtudaginn var og tók upp tvö lög með þeim félögum. Á eftir var svo tekið viðtal við hljómsveitina, þar sem rætt var um líf popptónlistarmanna á íslandi og unga fólkið. Það var bandarísk kona, Ene Riisna, sem stóð fyrir því, að Celsíus var festur á filmu og tónband fyrir sjónvarpsstöðina. Ene Riisna og flokkur hennar dvaldist hér á landi í nokkra daga við gerð heimildarmyndar um ísland. — Dagblaðið náði tali af Riisna, er stutt hlé var gert á kvikmynduninni á fimmtudaginn var. Hún var fyrst spurð um ástæðuna fyrir því að hún hefði valið Celsíus til að vera með í þessari sjón- varpsmynd. „Eg heyrði í Celsíusi á dans- stað fyrir nokkrum dögum og fannst ómögulegt að vera að gera kvikmynd um Island án þess að gefa hljómsveitinni tækifæri til að vera með,“ svaraði hún. „Ég tel að hljóm- sveitin standi ekkert að baki fremstu rokkhljómsveitum i New York og vil því einnig gefa Bandaríkjamönnum tækifæri til að heyra í henni. Ene Riisna sagði ennfremur, að Islendingar fengju tæplega tækifæri til að sjá þáttinn um ísland, því að NBC seldi aldrei verk sín út fyrir Banda- ríkin. „Þið verðið því að koma til New York til að sjá þessa mynd,“ sagði hún. Auk Celsíusar kom fram í þættinum, sem tekinn var upp í Klúbbnum, nokkur hópur fólks, sem dansaði við leik hljómsveitarinnar til að gera allt sem eðlilegast. Fólkið var að vonum stirt við dansinn fyrir framan myndavélarnar. Klans Heyes verkstjóri tæknisviðsins sagði við DB, að ef hann yrði einhvern tíma atvinnulaus, þá myndi hann koma tiltslands og setjaþar upp dansskóla til að kenna ungum Islendingum að hreyfa sig. „En það er greinilegt að í tónlist get ég ekkert kennt ykkur,“ sagði hann og hló. -AT- „Tek þessu með varúð" — segir Gunnar Þórðarson um tilboð bandaríska umboðsmannsins og músíkforleggjarans Lee Kramers „Ég tek þessu öllu meft varúft. í gegnum órin hafa margir nóungar boftift gull og grœna skóga og svo hefur ekkert orflift úr þvi. Sumir hafa jafnvel horfift og ekki látifl sjá sig meir," sagfli Gunnar Þórftarson um tilbofl þafl, er honum barst um helgina frá banda- riska umboftsmanninum og músíkforleggjar- anum Lee Kramer. Hann var hór á landi 1. soptombor -íl. i bofli Gulla i Karnabæ til aft vera á Rokkfestivali Óttars Haukssonar í Laugardalshöllinni. Kramor heyrfti einnig nokkrar plötur islenzkra listamanna og haffti á brott mefl sór, m.a. „Manitoba" Gunnars Þórflarsonar. Siflan gerflist þafl á föstudaginn, afl telex- skeyti kom fró Kramer i Los Angeles, þar sem hann lýsti formlega vilja sínum til afl kaupa útgáfuróttinn á plötu Gunnars til afl dreifa henni i gegnum stórt hljómplötufyrir- teaki um heim allan, en sjálfur rekur Kramer framleiflslufyrirtæki i tónlist. Hljomplotur þekktasta skjólstæðings hans, sóngkon- unnar Oliviu Newton-John, eru gefnar út á merki MCA. sem er eitt af stærrí hljómplötu- fyrirtækjum vestra. Kramer er roiflubúinn afl fá Gunnar til Los Angeles á næstunni til afl lagfæra ýmislegt á plötunni, sem betur mætti fara. Platan mun bera heitifl lce and Fire á alþjófllegum mark- afli og verflur í nýjum umbúflum „i stil vifl innihaldifl", eins og segir í tilboflsskeyti Kramers. „Gangi allt samkvæmt áætlun," sagfli Gunnar, sem hefur hug á afl taka tilbofli Kramers, „þá getur platan komifl út í febrúar." Jafnframt þessu hefur Kramer hug á afl kosta gerfl nýrrar hljómplötu mefl Gunnari og lögum hans i Los Angeles, en Bandarikja- maflurinn vill einnig fá útgáfuróttinn á lög- um Gunnars og hefur beflifl um hljoflrit af öllum logum hans mefl enskum textum. Samningstilboflifl er miflafl vifl eitt ár í senn, en siflan vill Kramer hafa forgangsrótt næstu fjögur árin (Gunnar telur afl þafl gæti verífl helzt til langur tími) og á hverju árí myndi Gunnar Þórflarson gera tvær LP- plötur fyrir fyrirtæki Kramers. „Mór sýnist þetta vera sanngjarnt tilbofl í flesta stafli," sagfli Gunnar í samtali vifl poppsifluna á heimili hans i fyrrakvöld. „Ég er afl skofla þetta náifl mefl lögfræflingi mínum, þvi ekki vill maflur flana afl svona hlutum." Lee Kramor lót þess getifl i niflurlagi skeytis síns, afl hann heffli einnig áhuga á Jóhanni G. Jóhannssyni, sem hann teldi gæddan miklum hæfileikum, og bifli hann spenntur eftir nýju plötunni sem Jóhann vinnur afl um þessar mundir. Ef sór fólli sú plata vel i gefl, þá værí hann reiflubúinn afl gera Johanni samskonar tilbofl og þafl, sem Gunnari Þórflarsyni hefur nú verifl gert. — öv. GUNNAR ÞORÐARSON: Honum hefur áflur verifl boflifl gull og grænir skógar, sem siflan hef ur ekkert orflifl úr. JÓNAS BJÖRNSSON. Einn af okkar yngstu og efnileg- ustu trommuleikurum. DB- mynd: Björgvin. Jónas Björns- son ráðinn trommuleikari Cabarets Ingólfur Sigurðsson trommuleikari Cabarets hefur ákveðið að snúa ekki til síns gamla sætis í trommuleikarastól Cabarets, er hann nær sér aftur eftir umferðarslysið, sem hann lenti í fyrir nokkru. I hans stað hefur verið ráðinn ) Jónas Björnsson, sem lék með Fresh, áður en til upp- stokkunar kom í þeirri hljómsveit. „Æfingar með Jónasi hafa gengið dálítið skrykkjótt, því aðveikindi hafa herj?ð á okkur að undanförnu," sagði Magnús Finnur Jóhannsson söngvari Cabarets er DB ræddi við hann. „Við erum búnir að æfa saman í um það bil viku, ef allt er samanlagt. Nú ætlum við þó að fara að taka málin föstum tökum og reyna að byrja að leika opin- berlega sem fyrst.“ Magnús sagði ennfremur, að Cabaret stefndi að því að einbeita sér að þeirri tónlist sem hún varð þekkt fyrir í byrjun. I vor og sumar ein- kenndist lagavalið af þeim markaði, sem hljómsveitin lék helzt á, það er sveitaböll- unum. Er Ingólfur Sigurðsson varð fyrir slysinu stóð til að hljómsveitin færi von bráðar að vinna að upptöku LP-plötu. Magnús Finnur var inntur eftir því, hvort til stæði að taka þráðinn upp að nýju, þar sem frá var horfið. „Það er bezt að spara stórú orðin núna," svaraði hann og hló. ..Eg get þó alla vega sagt það. að platan er enn í bígerð og hefur verið það svo lengi, að hún hlýtur að fara að koma.“ — ÁT — Veðurguðirnir virtust vera sér- staklega hliðhollir Stuðmönnum, cr þeir efndu til hljómleika á Lækjartorgi á sunnudaginn var. Varla kom dropi úr lofti allan tímann sem þeir léku, en hins | vegar rigndi karamellum óspart niður úr loftinu, — en því sáu Stuðmennirnir reyndar sjálfir fyrir. Samkvæmt gamalli og þjóðlegri hefð hófust hljóm- leikarnir allt of seint og að sjálf- I sögðu með lélegum þjóðlegum | hljómburði. Þeir gestir er fyrstir mættu á staðinn hafa vafalaust verið búnir að bíða í þrjú kortér áður en allt gamanið byrjaði og Stuðmenn birtust á sviðinu. Loksins komu þeir þó, eitur- hressir að vanda og dreifðu frá sér lúmskum bröndurum um lífið og tilveruna. Fftir smá stillingar og tilfæringar hófst leikurinn. Meg- in uppi staða dagskrárinnar byggð- STUÐMENN: Frá vinstri eru Frímann flugkappi, Lars Himmelbjerg, Hr. Reykjavík, gestur dagsins Sigurður Karlsson, Sigurður Fjóla, Fjallkonan Tommi á teppinu og Vaibjörn Þorláksson. Ljósmynd: Björgvin Pálsson. Tónleikar á Lœkjartorgi Stuðmenn stóðu fyrir sínu ist á nýjustu plötu hljóm- sveitarinnar, Tívolí. Fyrstu lögin voru í rétti röð af plötunni, — Frímann flugkappi, söngurinn um Ölínu fjallkonu og loks sagan af Hveitibirni sem seldi spíra á svörtum. Einna eftir- minnilegastur er söngurinn um Ölínu, en þar brugðu Stuðmenn sér út í sömbu, jenka og vals, auk þess að halda sig við upprunalega útgáfu lagsins. Síðan rak hvert stuðlagið annað. Tætum og tryllum. Ut á stoppistöð og fleiri. Er hljómleik- arnir voru um það bil hálfnaðir, hófu nokkrir krakkar að kalla og biðja um Bíólagið, er virðist ætla að verða jafnt vinsælt og Strax í dag, sem Steinka stuð söng á fyrri plötunni. Og auðvitað tóku Stuðmenn Bíólagið seint og um síðir við mikinn fögnuð. Tónleikarnir tóku ekki nema rúman hálftíma í flutningi. Þetta var mjög hæfilegur tími, því að á löngum hljómleikum taka áheyrendur yfirleitt að þreytast þegar líða tekur á þá. — Öhætt er að segja, að eftir hljómleika Stuð- manna hafi allir farið ánægðir heim til sín. Þó hafa ef til vill ekki allír verið jafn ánægðir, því að mörg- um gekk illa að greina hljóm- sveitina uppi á sviði. Ástæðan til þess var sú, að allmargir hugul- samir pabbar, sem höfðu tekið smábörnin sín með sér á Lækjar- torg vildu endilega leyfa þeim að sjá dýrðina og héldu þeim þvi á háhesti lengst af meðan tónleikarnir stóðu yfir. Með þessu sýndu þessir pabbar þeim, sem fyrir aftan stóðu staka óvirðingu. Vonandi vara þeir sig á því næst, að þeir og afkvæmin þeirra eru ekki ein í heiminum. Það þarf varla að taka það fram að skömmu eftir að hljóm- leikunum lauk tók að rigna enn á ný, og lýkur þeirri dembu varla á næstunni. -AT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.