Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 22.09.1976, Blaðsíða 24
Rannsókn á innflutningi antik-muna: „Gagnaöflun" hefur staðið frá áramótum Srjálst, óháð dagblað MIÐVTKUDAGUR 22. SEPT 1J976. Skeiðará: Engar stór- — víxlar útgefnir og innheimtir af opinberum starfsmanni „Það er rétt að verið er að afla gagna um innflutning á antíkhúsmunum frá og með árinu 1971,“ sagði Gunnar Jóhannsson, settur skattrann- sóknastjóri, í samtali við frétta- mann Dagblaðsins í gær. V, „Við erum að kanna hvað hafi orðið um þá hluti sem fluttir voru inn,hver flutti þá inn og a'nnað I samhandi við viðskipti með antík-húsgögn.“ Hann sagði að þessi ,,gagna- öflun“ hefði hafizt skömmu eftir síðustu áramót og hefði staðið síðan. Haft hefði verið bréflegt samband við allmarga sem vitað væri að hefðu átt hlut að viðskiptum við ákveðna ínn- flutnings- og söluaðila og þeir beðnir um skýringar á viðskipt- unum. „Það vantar enn svör frá nokkrum en síðan verður þess- um gögnum stillt saman og þau borin saman við skattframtöl og söluskattsskýrslur og það bókhald, sem liggur — eða á að liggja'— þeim til grundvallar.“ 1 síðasta mánuði skýrði DB frá því að þessi athugun stæði yfir og beindist einna helzt að söluskattsskilum. Einnig var að þvi vikið að verið væri að at- huga hvernig gjaldeyrisöflun til kaupa umræddra antíkmuna væri háttað. Sigurður Jóhanns- son, forstöðumaður gjaldeyris- eftirlits Seðlabankans, var að því spurður í gær hvort þar væri í gangi slík athugun í tengslum við þetta mál. „Ekki sérstaklega vegna innflutnings á antík-húsgögnum,“ svaraði hann, „en okkar hlutverk er að annast daglegt og almennt eftirlit með gjaldeyrisviðskipt- um.“ Dagblaðið hefur undir hönd- um bréf sem rannsóknardeild rikisskattstjóraembættisins hefur sent einum kaupanda antíkmuna úr einni verzlun í Reykjavík. I því bréfi sem dagsett er 10. sept. 1976 ítrekar fulltrúi ríkis- skattstjóra fyrirspurn frá 30. júlí þar. sem beðið var um skýringar á tilvist sex víxla, sem hver var að upphæð 6.000.- kr. Er farið fram á að gerð séu ítarleg grein fyrir víxilskuldun- um og þeim viðskiptum er liggja að baki þeim skuldum. Er óskað eftir að gögn, s.s. kaupsamningur, kvittanir o. fl. séu send í svarbréfi. Veittur er •12 daga trestur frá dagsetningu bréfsins til þess tíma er svar á að hafa borizt í hendur skatt- rannsóknardeildar. Víxlarnir, sem samþykktir voru fyrir greiðslunni, voru út- gefnir og settir í innheimtu af opinberum embættismanni sem ekki er skráður eigandi verzlunarinnar sem kaupin voru gerð í. í verzluninni hefur blaðið fengið þær upplýsingar að tengsl viðkomandi embættis- manns væru þau að verzlunin hefði selt í umboðssölu muni . frá honum. —ÖV. Til hvers er frœðsluróð og borgarstjórn? — spurði Albert ó fundi borgarróðs í gœr og hugsazt getur að hann taki embœttisveitinga- mólið upp ó Alþingi „Réttlætiskennd minni er mis- boðið. Ég þoli ekki, að réttur einstaklingsins til að vinna fyrir sér í þjóðfélaginu sé fótum troðinn," sagði Albert Guðmundsson, borgarfulltrúi og alþingismaður Reykvíkinga, í viðtali við Dagblaðið, er frétta- maður spurði hann um bókun hans á fundi borgarráðs í gær. „I þessu sambandi vaknar sú spurning til hvers sé verið að eyða tíma kjörinna fulltrúa 1 fræðsluráði og borgarstjórn til þess að taka afstöðu og tjá hana, þegar síðan allt er virt að vettugr sem frá þeim kemur og stjórnað með tilskipunum sem ganga þvert á nær einróma álit löglegra umsagnaraðila," sagði Albert Guðmundsson. Björgvin Guðmundsson hóf máls um þessa tilhögun á stöðu- veitingu og gagnrýndi hana mjög. Lagði hann fram tillögu þess efnis, að borgarráð mótmælti harðlega vinnubrögðum mennta- málaráðherra í þvi efni að ganga gegn eindregnum vilja fræðsluráðs. Sem fyrr segir lagði Albert Guðmundsson fram bókun í málinu. Birtist hún í heild á bls. 9 hér i blaðinu. -B.S. Loðnubátar með reytingsafla Undanfarna tvo sólarhringa hafa finim skip verið á loðnu- veiðu'm 60-70 milur út frá Straum nesi. Leitarskipið Arni Friðriks- snn er einnig á miðunum. Hákon og Guðmundur komu með reytingsaila til Boiungarvíkur í nótt. Hákon með 190tonn og Guð- mundur með 350 tonn. -EVI. Dýra steikin ó leiðinni Þá er nýja kjötið á leiðinni á diskana, þó dýrt sé. Slátrun er hafin um allt land og innan skanims smjattar fólk á góm- sætum diikunum. Það er margra manna handverk að koma steikinni á diskana. M.vndin hér að ofan var tekin i sláturhúsinu á Selfossi, sem er eitt hið nýtízkulegsta á land- inu. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Hassmálið: EINN HEFUR SETK) IGÆZLU I HÁLFAN ANNAN MÁNUÐ — yfir 50 aðilar tengjast þvi með saknœmum hœtti Rannsókn hassmálsins, sem. verið hefur til meðferðar hjá dómstólnum í ávana- og fíkni- efnamálum síðan í lok júlí, er stöðugt haldið áfram. „Aðilar, sem tengjast málinu með sak- næmum hætti, eru orðnir yfir fimmtíu,“ sagði Arnar Guð- mundsson, fulltrúi dómstólsins, í samtali við DB í gær, „en alls höfum við talað við nærri átta- tíu manns.“ Tveir ungir menn sitja í gæzluvarðhaldi vegna þessa máls, hinn þrióji var látinn laus eftir skamma gæzlu 7. þessa mánaðar. Annar þeirra, sem nú sitja inni, hefur verið í haldi síðan 6. ágúst, og hefur dóm- stóllinn ekki áður þurft að halda mönnum í varðhaldi svo lengi. Hinn pilturinn hefur verið í haldi síðan 4. september. Um þann, sem lengst hefur setið, sagði Arnar að hann væri ekki nægilega samvinnuþýður og væri augljóslega ekki frá- leitt að álykta að hann vildi leyna einhverju. Hann væri grunaður um sölu og meðferð á töluverðu magni af kannabis- efnum. Þrír rannsóknarlögreglu- menn hafa starfað að rannsókn þessa máls frá upphafi, en til þess tíma höfðu aðeins tveir lögreglumenn unnið fyrir dóm- stólinn. Arnar Guðmundsson taldi ekki ólíklegt að nú færi að sjá fyrir endann á þessu máli. — ÓV. kostlegar breytingar „Það eru engar stórkostlegar breytingar hér,“ sagði Helgi Hall- grimsson verkfræðingur hjá Vegagerðinni um Skeiðarárhiaup- ið i morgun. Hann er staddur austur við Skeiðará ásamt fleirum frá Vegagerðinni og Orkustofnun til þess að fylgjast með. Helgi sagói að erfitt væri að segja til um hvort hlaupið hefði náð hámarki, þótt ekki væri ólik- legt að það færi að minnka þar sem það hefði staðið yfir það lengi. Rennslið i gær var um 4 þús. rúmmetrar á sek. og hafði þá aukizt frá þvi deginum áður um 600 rúmmetra. Rennslið i Gigju- kvisl, sem mjög jókst i gær, mældist 600 rúmmetrar á sekúndu. Helgi sagði að lítinn sem engan is væri að sjá niður við brýrnar. EVI Harður árekstur á Skothúsvegi Snemma i morgun lentu tvær bifreiðar saman á Skot- húsveginum og skemmdust báðar töluvert mikið. Áreksturinn varð með þeim hætti að annarri bif- reiðir.ni, sem ók eftir Skot- húsvegi, var sveigt til vinstri í veg fyrir hina bifreiðina. sem ók eftir sömu götu. Engin nieiðsli urðu á mönnum. Breytingar á leiðakerfi SVR: „Aukin slysahœtta" — segir Guðmundur Magnússon skólastjóri Breiðholtsskóla „Eg tel að þessi breyting hafi í för með sér aukna slysahættu," sagði Guðmundur Magnússon skólastjóri Breiðholtsskólans, en breyting hefur verið gerð á leiða- kerfi Strætisvagna Reykjavíkur, þannig að nú ekur vagn nr. 14 alveg fast við Breiðholtsskólann. Auk þess stanzar vagninn við verzlunarsamstæðuna í Breiðholti 1 og telur Guðmundur að þar hafi hann allt of lítið athafnasvæði. Hann sagði ao serstaklega teldi hann að slysahættan yrði mikil í vetur, þegar hált yrði. Alltaf væri það freistandi fyrir börn að hanga aftan í bílum. Yfir þá götu sem vagninn fer um fara mörg hundruð börn á leið sinni í skólann. Þar við bætist að komið hefur til tals að leið 11 fari líka þarna um síðar. Guðmundur sagði að þótt forráðamenn S.V.R. teldu þetta góða lausn af hagkvæmnis- ástæðum, væri hún Títilsvirði ef örvgginu væri stefnt í voða. -EVI.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.