Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976. Dauf heyrzt hefur verið við rétt- mœtum kröfum sjónvarpsmanna — segir Jón Póll Ágústsson og sokor ríkið um skilningsleysi gognvort sjónvorpinu Jón Páll Ágústsson fyrrum rikisstarfsmaður hringdi: „Nú hefur soðið upp úr meðal sjónvarpsstarfsmanna og hverjum manni er skoðar málið ofan i kjölinn má ljóst vera að starfsmenn sjónvarpsins hafa mikið til sins máls. Daufheyrzt hefur verið við réttmætum kröfum þeirra aftur og aftur og að því hlaut að koma að þeir segðu „hingað og ekki lengra". Var það raunar vonum seinna — þeir hafa sýnt þolinmæði en henni hefur aðeins verið mætt með skilningsleysi. Um það þarf ekki að fara mörgum orðum að sjónvarps- starfsmenn, ekki siður en starfsmenn annarra fjölroiðla, vinna ákaflega þýðingarmikil störf i þjóðfélaginu. Því er þýðingarmikið að til sjónvarps- ins veljist gott fólk, hæfileika- fólk. Til að svo megi verða þarf auðvitað að búa vel að starfs- mönnum sjónvarpsins, launa- lega séð ekki siður en með tilliti til aðstöðu. En þvi miður hefur verulega vantað á að vinnuveitendur þessara starfsmanna, ríkið og þar á ég einkum við mennta- málaráðuneytið og fjármála- ráðuneytið.Tiafi borið gæfu til að sjá mikilvægi sjónvarpsins i réttu ljósi. Menntamálaráðu- neytið hefur trassað að búa sómasamlega að sjónvarpinu og Setið og skeggrætt. Starfsmenn sjónvarpsins hafa þannig lagt áherzlu á kröfur sinar um bætt kjör. Stokkum upp starfsemi sjónvarpsins i ) segir Pétur Mognússon og bendir ó oð útsendingorefni sé alls ekki fyrir hendi 6 doga vikunnar Pétur Magnússon skrifar: Þar sem sjónvarpsstarfsfólk er nú farið i verkfallíi því skyni að reyna að pressa me'ira fé úr rikissióði eða réttara sagt frá ökkur skattborgurunum, finnst mér sjálfsagt að nota tækifærið til að stokka upp starfsemi sjónvarpsins, fækka sjónvarps- dögum úr 6 i 4, minnka tilkostn- aðinn og lækka afnotagjöld- in. Ef hluti af starfsfólki sjónvarps teiur sig geta fengið betur launuð störf á frjálsum markaði er sjálfsagt að leyfa þvi það og nota tækifærið til að fækka sjónvarpsdögunum i mest 4. Hvaða vit er t.d. að hafa 4 þuli á kvöldin? Geta ekki færri leyst sömu verkin af höndum og hefur nokkuð verið athugað hvort ekki sé hægt að spara á fleiri sviðum? Eitt er vist, að afnotagjöldin virðast fullhá miðað við veitta þjónustu, og þyrfti að skoða það mál niður í kjölinn. Sennilega eru flestir sjónvarpsnotendur dauðfegnir að losna við sjón- varpið um tima, svo léleg hefur þjónustan verið. Ef sjónvarps- notendur væru spurðir álits tel ég vist að meirihlutinn mundi ekki óska eftir þvi að sjónvarps- kvöld yrðu fleiri en 4 á viku. Það er staðreynd að fram- bærilegt sjónvarpsefni fyrir 6 daga sjónvarpsviku er alls ekki fyrir hendi og Islendingar kæra sig ekkert um ruslið. Fólki til sjávar og sveita með næma' siðferðiskennd hefur blöskrað þegar sjónvarpið hefur æ ofan i æ boðið landsmönnum að horfa á hvers kyns ofbeldis,- mann- dráps- og kynóramyndir. Veitum sjónvarpinu aðhald. Höfum sjónvarpskvöldin færri en vandaðri. Ftrýmum sjónvarpsefm sem höfðar til hinna lægri hvata mannsins (ofbeldi, manndráp.kynórar). Athugum hvort ekki sé hægt að spara í rekstrinum og lækka afnotagjöldin. fjármálaráðuneytið hefur sýnt réttmætum kröfum starfs- manna sjónvarpsins fullkomið skilningsleysi og algjört virðingarleysi. Þessir aðilar gera sér alls ekki grein fyrir þeim erfiðleikum sem starfs- menn sjónvarpsins hafa mátt búa við og afleiðingin er í beinu framhaldi af því. Upp úr hefur soðið og landsmenn sitja uppi sjónvarpslausir til ómetanlegs tjóns fyrir stofnun- ina. Því er kominn tími til að gengið verið til móts við réttmætar kröfur starfsmanna sjónvarpsins svo, eins og einn ágætur starfsmaður sjón- varpsins orðaði það, „stofnunin liðist ekki í sundur". Vonandi bera opiniberir aðilar gæfu til þess að' sjá um að til starfa við sjónvarpið veljist ekki annars flokks vinnukraftur. Það yrði ómetanlegur skaði.“ Við höfum ekki ef ni ó að halda úti sjónvarpi — segir Ólafur Jónsson og vill fœkka útsendingardögum sjónvarps i 3 Ólafur Jónsson, 68 ára gamall iðnaðarmaður, skrifar: „Nú er komið eins og mig, og ég er fullviss að marga grunaði, að við höfum ekki efni á að halda úti eins fjárfrekri menningarstofnun og sjónvarp er. Þetta hefur berlega komið í ljós í dagskrá sjónvarpsins undanfarið og alveg sérstak- Iega eftir að sjónvarpsstarfs- menn komu úr sumarfríi. Lítið annað hefur verið í sjónvarp- inu en dýramyndir, íþrótta--og fræðsiumyndir sem allir eru búnir að fá nóg af. Þetta leiðir hugann að því hvað gera skuii. Já, opna ber Keflavíkursjónvarpið aftur. Hvers vegna skýldu svo margir á Islandi eiga sjón- varp? Jú, það var vegna Keflavíkursjónvarpsins. Mikill þorri sjónvarpsnotenda horfði á útsendingar Keflavíkursjón- varpsins og keypti þess vegna sjónvarpstæki. Efnið í Kefla- víkursjónvarpinu var ágætt, margar góðar myndir og eins fundust mér barnatímarnir ágætir. Eg mæli fyrir munn fjöl- margra og flestra á vinnustað mínum, en þar eru 38 manns, þegar ég segi að fullur vilji er fyrir því að Keflavikursjón- varpið verði opnað aftur. Hér eru bæði flokksbræður mínir, það er framsóknarmenn, sjálf- stæðismenn og kommar. Ég er þess fullviss að sá er sæi um að íbúar á suðvesturhorninu gætu notið útsendinga Keflavíkur- sjónvarpsins yrði ákaflega vin- sæll og hlyti mikið fylgi. Þess vegna vil ég gera það að uppástungu minni að Einar Ágústsson utanríkisráðherra fari þess á leit við Bandaríkja- menn að þeir gefi íslendingum einnig kost á að sjá sjónvarpið þeirra. Vissulega eigum við að hafa íslenzka sjónvarpið áfram en alls ekki í þeirri mynd sem verið hefur. En það á einungis að hafa útsendingar þrjá daga vikunnar, laugardaga, sunnu- daga og föstudaga. Afnota- gjaldið mætti vera það sama en gæðin yrðu lika að vera mun meiri.“ Raddir lesenda Vörum okkur ó kynþóttamisréttinu — Það gœti lœðzt hér inn fyrr en varir Siggi flug skrifar: Nú er hér staddur flokkur sjónvarpsmanna frá banda- rísku stöðinni NBC, en flokkur- inn hyggst gera heimildarkvikmynd um þær þjóðfélagsbreytingar, sem eru að verða í nútímaþjóðfélögum á Vesturlöndum. í viðtali við eitt dagblaðanna i Reykjavík segir Ene Riisna, sem er fyrirliði hópsins svo frá m.a.: „ísland er lítið land, sem er> enn án þeirra miklu vandamála er hrjá Bandaríkin.“ Nefnir V hún sem dæmi „að hér væri ekki til kynþáttavandamál, og hér væri ekki fátækt, sem unnt væri að finna í Bandaríkjunum. En samt sem áður væri ísland land, sem væri að breytast úr bændaþjóðfélagi í borgarþjóð- félag. Farið væri að örla á vandamálum, eiturlyf flyttust til landsins, þótt heróín væri hér sem betur fer ekki til.“ Bregða á íslandi upp í kvik- myndinni „sem jákvæðu landi, sem kannski á við sömu erfið- leika að stríða og Bandaríkin fyrir 50 árum.“ Svo mörg voru þau orð sem þessi kona lét sér um munn fara um land og þjóð, og að sjálfsögðu margt fleira þótt það verði ekki rakið hér. íslendingar eru því miður stundum allt of áhrifagjarnir, og finnst allt erlent vera miklu fínna heldur en ýmislegt íslenzkt. Þetta orsakar það að við erum oft ekki nógu vand- látir um val þeirra erlendu borgara sem sækja okkur heim og margir fá hér landvistar- leyfi. Margir þessara borgara ílengjast þess vegna því miður oft á Islandi, gifta sig íslenzk- um stúlkum, fá síðan atvinnu hér til þess að framfleyta fjöl- skyldunni, og áður en varir eru þessir erlendu borgarar horfnir inn á meðal okkar. Eftir svo og svo mörg ár fá þeir svo ís- lenzkan ríkisborgararétt. Undanfarna tvo áratugi höfum við tekið á móti álit- legum hópi gesta, skulum við segja, sem nú eru orðnir ís- lenzkir ríkisborgarar. Við höfum að vísu ekki flutt inn erlent verkafólk svo nokkru nemi, ekki hina svokölluðu GASTARBEITER (gisti- verkafólk) eins og t.d. Vestur- Þjóðverjar, sem hafa skapað mikil vandamál þar í landi. Fyrir örfáum dögum gerðist atvik hér, er ítali nokkur gekk berserksgang á Hótel Sögu, en hann hafði dvalið hér á landi undanfarið ár og haft hér at- vinnu. Var hér um einhvern nauðsynlegan sérfræðing að ræða sem ómissandi var land- búnaði okkar eða fiskiveiðum, eða bara einhvern lands- hornamann, sem tekizt hafði að herja út dvalar- og atvinnu-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.