Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976. 3 iv Hún á sér fáa formælendur i útlöndum, blessuð krónan okkar, forsmáð og niðurlægð. Eiríkur og Birgir œttu að fá sér far Kona í Breiðholti hringdi: „Eg vil hér með skora á for- ráðamenn SVR og hann Birgi ísleif Gunnarsson borgarstjóra að taka sér far með strætis- vagni nr. 12 um einhverja helgina. Þeir hafa gott af þvi að heyra litla sögu sem ég hef að segja. Ég bý auðvitað i Breið- holtinu og tók mér far með vagni nr. 12 frá Hótel Esju, en þar fór ég i vagninn ásamt fjölda annqrra. Vagninn var svo troðinn að bilstjórinn gat varla lokað dyrunum. Þegar vagninn kom svo að stoppistöð- inni við Múla var þar fyrir fjöldi fólks. En vagninn gat ekki tekið fleiri farþega með og varð þvi að skilja þetta fólk eftir. Sumir voru búnir að biða þarna í meira en 30 mínútur vegna þess að vagninn gengur reyndar ekki nema á 30 minútna fresti. Fólkið þurfti þvi að biða þarna hálftima i viðbót og þá gat verið að það fengi far með næsta vagni. Það þarf ekki að taka það fram að vagnstjórinn þ.urfti að keyra mjög hægt, svona á 20 km hraða. Auðvitað var hann svo á eftir áætlun. Vagninn stöðvaði aðeins þar sem hann þurfti að hleypa fólki út. Eftir þessa ferð skil ég ekki hvernig hægt er að bjóða fólki svona þjónustu. Ég hélt nú að SVR væri ekkert einkafyrirtæki sem fólkið verð- ur að gjöra svo vel að þiggja þjónustu af hvernig sem hún er. Þessi vagn á að þjóna bæði Seljahverfinu og Breiðholti III um helgar." NIÐURLÆGING ÍSLENZKU KRÓNUNNAR ER ALGJOR Han önsker at veksle islandske kroner' sagði afgreiðslustúlkan og fannst það brandari Ólafur Hannesson skrifar: „Fyrir nokkru var ég staddur í fríhöfninni á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn ásamt fleiri íslendingum. Ferðafélaga minn langaði til að kaupa þar smávarning sem falur var fyrir danskar krónur. Hann skorti gjaldeyri og bað mig því um að koma með sér í bankaafgreiðslu þar á staðnum til að freista þess að skipta íslenzkum peningum í danska svo viðskiptin mættu eiga sér stað. Eg fór með honum og bar upp erindið fyrir hann við afgreiðslustúlku. Hún leit á mig með undrun og háðssvip, sneri sér síðan við og kallaði til starfsfélaga sinna: „Han önsker at veksle islandske kroner“. Þetta var að öllum líkindum brandari vikunnar að hennar áliti því hún sneri sér síðan undan. Þar sem ég horfði í baksvipinn á þessari dönsku hofróðu, skynjaði ég í sjónhendingu niðurlægingu íslenzka gjaldmiðilsins. Ég hét því þar og þá að gera mitt til að stuðla að endurreisn íslenzku krónunnar, rétt eins og við endurreistum lýðveldið okkar á sínum tíma. 1 þeim tilgangi er þessi grein skrifuð. Á viðreisnarárum Bjarna Benediktssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar var íslenzka krónan í fullu verðgildi en nú vill enginn sjá hana. Af hverju? Vegna þess að við komum í veg fyrir eðlilegan viðgang krónunnar. Það fræ sem fellur í grýtta jörð visnar og þau hafa einmitt orðið örlög krónunnar okkar. Eina björgunarvonin er sú að tryggja öllum sem peninga eiga örugga og verðtryggða ávöxtun fjárins. Þar á ég við hvort heldur er í lengri eða skemmri tíma. Því geri ég að tillögu minni eftirfarandi: Menn geti komið í bankann og keypt þar verðtryggð spariskirteini til 3ja mánaða, 6 mánaða og 1 árs. Bréfin beri lága vexti, en fulla verðtryggingu. Þriggja mánaða bréf hafi 2% ársvexti, 6 mánaða bréf 3% ársvexti og ársbréfin 4% ársvexti, auk þess að sjálfsögðu fulla verðtrygg- ingu. Bankarnir láni síðan féð með 2% hærri vöxtum auk verðtryggingar. Með þessu móti gætu allir geymt fé sitt í bönkum um lengri eða skemmri tíma. Það verðtryggða kerfi spariskír- teina, sem nú er í gangi, hefur alls ekki komið að notum þar sem það er skemmst til 5 ára og til að mynda gamalt fólk hefur af augljósum ástæðum ekki tíma til að bíða eftir því. Byggingarvísitölu þyrfti að reikna út mánaðarlega ef það er ekki gert nú þegar. Undan- farið hefur byggingarvísitala hækkað um 5% á 3ja mánaða fresti eða um 20% á ári. Maður sem legði inn 100 þúsund krónur i 6 mánuði hefði fengið 11.500 krónur í vexti — sá er tók lánið hefði borgað 12.500 krónur en bankinn hefði fengið 1000 krónur fyrir umsjón og áhættu. Ég skora á stjórnvöld að hrinda þessu i framkvæmd og þó alveg sérstaklega á Geir Hallgrímsson, sem stóð af sér háðsyrði og D-ejiinarorð ábyrgðarlausra atkvæða sprang- ara í þroskastríðinu. Geir leiddi þannig þjóð sína til sigurs og vonandi ber hann einnig gæfu til þess að leiða þetta mál til lykta. Við erum ekki sjálfstæð þjóð ef fólk úti í heimi hlær að gjaldmiðli okkar.“ Ekki furða þo menn grœði Guðlaug Oddgeirsdóttir, Hvols- velli, hringdi: „Verðlagseftirlit á fslandi — hvernig er því háttað og hvernig starfar það? Þessari spurningu er sífellt að skjóta upp í þjóðfélagi okkar þar sem óðaverðbólga slævir verðlags- vitund almennings. í skjóli óða- verðbólgu geta margir hagnazt og margt sem ekki þolir dagsins Jjós þrífst. Mér blöskraði nýlega og lái mér hver sem vill. Kona nokkur 'seldi minjagripaverzlun í, Hveragerði peysu úr ein- girni á 4000 krónur. Skömmu síðar seldi verzlunin peysuna á 7800 krónur. Þetta finnst mér siðlaust og alls ekki réttur verzlunarmáti. Álagningin er tæplega 100%. Já, er furða þó menn græði og skyldi þetta nokkurs staðar koma fram. Það er mér til efS.“ ÍSpurning Styðurðu sjónvarpsmenn í aðgerðum þeirra? Anna Dóra Theódórsdóttir, vinnur hjá tannlækni: Ég hef ekkert fylgzt með þessu. Mér finnst ekki hægt að stöðva út- sendingar vegna einhverrar deilu starfsmanna um kaup. Friðrik Pálsson: Nei. Þeir ættu ekki að vera til. Paul Glasberg tannlæknir: Mér er alveg sama um þetta, ég á ekken sjónvarp. Þetta er ekki hægt af opinberum starfsmönnum að gera þetta. Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri: Mér finnst þægilegt að sjónvarpið skuli vera lokað, það er friður og ró á heimilinu á meðan. leyfi? Þessi maður var nú, er þetta er skrifað, fluttur til Mílanó ef ég tók rétt eftir, í fylgd tveggja lögreglumanna, allt á kostnað ríkisins. Því hefur verið haldið fram af ýmsum menntamönnum okkar, að menningu okkar ís- lendinga stafaði mikil hætta af því að horfa á Keflavíkursjón- varpið. íslenzk tunga myndi blandast ensku máli og að lokum hverfa alveg, ef við heyrðum Cartwright -og syni hans tala ensku í myndaflokkn- um BONANZA í Keflavíkur- sjónvarpinu. Aftur á móti datt þessum menningarvitum ekki í hug að nokkur hætta stafaði af því fyrir isienzka tungu að heyra sömu menn mæla á enska tungu í íslenzka sjónvarpinu. Nei.aldeilis ekki, það var sko allt annað. Ekki datt þessum dánumönnum heldur í hug að nein hætta stafaði af því að horfa og hlusta á þessar þraut- leiðinlegu austantjaldsmyndir, pólskar, ungverskar og að sjálf- sögðu rússneskar. Nei.af þessu austantjaldsmenningarrugli stafar íslenzkri tungu engin hætta. Menningu okkar og tungu stafar mest hætta af innflutn- ingi fólks frá mjög svo fjar- skyldum löndum, sem flytja inn í málið alls konar nýyrði litt skilanleg, sem áhrifagjarnir unglingar gleypa i sig, haldandi að þetta sé eitthvað fint. Kynblöndun við þetta fjar- skylda fólk held ég að sé ekki æskileg fyrir okkar fámennu þjóð ef hún vill á annað borð halda tungu sinni og menningu. Kommúnistar hafa þyrlað upp miklu moldviðri í sam- bandi við Keflavíkursjón- varpið, og tókst þeim öfgaflokki að æsa svo upp annars rólynda menn, að ekki var hætt fyrr en stöðinni var lokað fyrir okkur íslendingum. Nær hefði verið fyrir þennan flokk að reyna að stemma stigu við innflutningi allskyns fólks til landsins, ef þeir eru þá eins miklir ættjarðarvinir eins og þeir vilja vera láta. Það er býsna stórt verkefni sem þessir margnefndu menn- ingarvitar hafa tekið sér fyrir hendur, að segja okkur til um, hvað við megum horfa á og á hvað við megum hlusta. Þetta tíðkast að vísu í Ráðstjórnar- ríkjunum og leppríkjum þeirra, en þangað er fyrirmyndin sótt. Það var leiðinlegt að lýð- ræðisflokkarnir skyldu láta undan kröfum þessara öfga- stefnumanna og lokað var fyrir Keflavíkursjónvarpið. Ég hefi átt tal við þó nokkra menn sem ekki hyggjast kjósa lýðræðis- flokkana, aðeins vegna þessa lokunarmáls. Það er nú einu sinni svo að tslendingar, síztir allra vilja láta segja sér til um, á hvað þeir mega horfa á og á hvað þeir mega hlusta. Þetta er þó ekki það versta sem vofir yfir okkur. Aður- nefnd bandarísk kona telur ís- lendinga ekki eiga við kyn- þáttavandamál að etja. En hvað höfum við gert í raun og veru til þess að kalla þetta vandamál ekki yfir okkur? Bandarikjamenn vildu áreiðanlega, að ekki hefði verið stofnað til þrælahalds i Banda- ríkjunum, því þeir hafa sannar.lega orðið fyrir barðinu á þeim málum, þótt nú sé farið að hilla undir lausn þeirra hjá þeim. Þeir giima nú við lausn annars vandamáls, óskylt svertingjunum, en nóg um það. Vita menn að það eru ekki svertingjarnir, þeir innfæddu í Afríku, sem vandamálið þar snýst um? Það eru Indverjar sem tugþúsundum saman flutt- ust til Afríku, i skjóli brezka nýlenduheimsveldisins, náðu undir sig gífurlega mikilli verzlun í álfunni, og voru margir hverjir reknir úr landi að lokum. Ég er ekki hlynntur kyn- þáttamisrétti eða kynþátta- hatri, en í guðanna bænum, verum á verði svo þessi vanda- mál nái aldei til okkar. Mér datt þetta (svona) í hug. fris Víglundsdóttir nemi: Ég hef ekkert pælt i þessu. Jakob Gisiason: Nei, mér finnst þetta vafasamar aðgerðir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.