Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976. Hér sést lan Smith koma til heimilis bandaríska sendiherrans í S-Afríku. Þar fóru viðræöur Kissingers og Smiths fram. Kissinger heldur heim frá Afríku í dag: Bóizt við drœmu svarí frá Smith — en jákvœðu þó. Vaxandi stuðningur blökkumannaleiðtoga í Afríku við hugmyndir Kissingers Henry Kissinger, utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, heldur heim á leið I dag eftir ellefu daga friðarumleitana- ferð um Afríku. Hann bíður enn boða frá Ian Smith, for- sætisráðherra Ródesiu, um af- stöðu stjórnar hans til tillagna sinna um lausn Ródesíudeil- unnar. Ætlað var að Kissinger myndi i morgun fara flugleiðis til London frá Nairobi, eftir að hann hefði gert Jomo Kenyatta forseta Kenya grein fyrir til- raunum slnum til að semja um að blökkumenn taki við völdum i Ródesiu. Flokksmenn Ian Smiths i Ródesíu ræða nú þær tillögur sem bandaríski utanríkisráð- herrann lagði fyrir Smith á fundum þeirra í Pretoríu. . Bandarískir embættismenn í föruneyti Kissingers telja að svar Smiths muni verða dræmt „já, en...“ — Þeir óttast það hins vegar ekki, að Smith muni hafna til- boðinu alveg, enda virtist hann hafa fallizt á það í meginat- riðum á fundunum með Kissinger sl. föstudag. Ekki hefur verið skýrt frá i hverju þetta hugsanlega sam- komulag er fólgið, en talið er að það sé nokkuð svipað þeim hug- myndum, sem James Callag- han þáverandi utanríkisráð- herra Breta reifaði á þingi i mars sl. Aftur á móti þykjast menn vita, að minnihlutastjórn hvítra manna i Ródesiu verði gefinn nokkuð lengri timi en þau tvö ár sem Callaghan reikn- aði með, til að láta af stjórn lapdsins og svartir taki við. Bandarisku embættis- mennirnir hafa þráfaldlega neitað að skýra frá, hvort þetta er raunin. Forseti Zaire, Mobuto Sese Seko, slóst i gær I hóp Tanzaniuforseta og Zambíufor- seta sem spá friðsamlegri valda töku blökkumanna i Ródesíu. Aður hafi Kissinger skýrt hug- myndir sinar fyrir honum. Lockheed-málið í Vestur-Þýzkalandi: Sannamr um mútuþœgni Strauss taldar falskar — Sjá grein um kosningarnar í V-Þýzkalandi á bls. 10 Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að bréf það sem átti að sanna að Franz Josef Strauss, fyrrum varnarmálaráðherra V- Þýzkalands, hefði þegið mútur frá Lockheed verksmiðjunum væri falsað. í opinberri tilkynningu frá Bandaríkjunum segir að við rann- sókn á þessu bréfi hafi komið í ljós að ýmis smáatriði hefðu leitt í ljós að bréfið hefði ekki verið ritað af fyrrum yfirmanni CIA, Allen W. Dulles. Helztu sönn- unargögnin fyrir því að bréfið sé falsað eru hvernig dagsetningin er á bréfinu, svo og hvernig Strauss er titlaður. Bréfið var dagsett 5. nóvember 1958, en þá var Strauss einmitt varnarmála- ráðherra. Franz Josef Strauss sjálfur telur að sovézka leyniþjónustan, KGB, standi að baki þessu bréfi. Strauss berst nú harðri baráttu fyrir því, að flokkur hans, Kristi- legir sósíalistar, komist í ríkis- stjórn í V-Þýzkalandi I kosningum sem fram fara 3. október næst- komandi. Strauss sagði vegna bréfsins að það yrði Sovétstjórninni mikill þyrnir í augum ef stjórnarand- staðan í Þýzkalandi Kristilegir demókratar og Kristilegir sósfal- istar kæmust til valda. Því notuðu þau öll hugsanleg meðul til að sverta sig í augum kjósenda og þar á meðal að ákæra sig um að hafa þegið mútur af Lockheed verksmiðjunum. — í ráðherratíð Strauss keypti þýzki flugherinn einmitt Starfighter þotur af Lock- heed. Líbanon: Sarkis tekur við í dag Elias Sarkis sver í dag embættiseið sem næsti forseti Líbanons, við hátíðlega athöfn í bænum Shtoura nálægt sýr- lenzku landamærunum. Búizt er við því að vinstri menn og hægfara á 97 manna þingi landsins muni mótmæla embættistöku Sarkis. Fréttir frá Beirút í Líbanon herma að Sarkis efist nú æ rneir um að honum takist að leysa borgaradeiluna í landinu. Alls munu nú um 40.000 manns hafa látið lífið í þessu borgara- stríði og landið er algjörlega aðskilið í tvo hluta. Sýrlandsher ræður nú yfir um 60 prósentum af Líbanon. Hann sýnir engin merki þess að farið verði að kröfum vinstri- manna og landið yfirgefið. Allir stríðandi aðilar í tor- tímingarstríðinu í Líbanon hafa lofað að styðja Sarkis. Nú hafa hins vegar baráttuglaðir vinstrimenn fundið sér tylliástæðu til að ráðast gegn honum. Bærinn Shtoura, þar sem embættistakan fer fram,. er á sýrlenzku hernámssvæði og skammt frá landamærum Sýrlands og Líbanons. Það telja vinstri menn næga sönnun þess að Sarkis sé að ganga á hönd Sýrlendingum. Bandaríkjamenn glopra hern- aðarleyndarmálum í hafið — reyna að ná „Tomcat" F-14 orrustuvélinni upp í dag Tilraunir til að ná bandarískri „Tomcat" þotu upp úr hafinu norður af Skotlandi hefjast i dag Þotan fell fyrir borð af flugvéla móðurskipinu John F. Kenneuy i Siðú.ilu VIKU. Bandarikjamenn leggja mikla áherzlu á. aó ná þotunni upp úr hafinu. Hún er á 600 metra dýpi um 75 mílur norðvestur af Skot- landi. I þotunni eru mikilvæg hernaðarleg rafmagnstæki. Að sögn björgunarflokksins, sem á að draga „Tómcat" upp úr hafinu, er verkið einfalt og ætti að takast á stuttum tíma. Væntanlegir stjórnarherrar i Svíþjóð. Per Ahlmark er lengst til vinstri. næstur honum situr Thorbjörn Fálldin og siðan Gösta Bohman. „Úrslit kosninganna frjálslyndisuppreisn Svíþjóð: gegn valdhrokanum" — segir Per Ahlmark, leiðtogi Þjóðarflokksins Per Anlmark, leiðtogi sænska Þjóðarflokksins, sem að líkindum mun eiga aðild að væntanlegri samsteypustjórn þar í landi, sagði í gær að úrslit kosninganna væru „frjálslynd uppreisn gegn valdhroka.“ Hann sagði þetta í bréfi, sem hann sendi Frjálslynda lýð- ræðisflokknum, systurflokki Þjóðarflokksins, í Vestur- Þýzkalandi. Hann sagði einnig að í sænsku þingkosningunum hefði hvorki verið kosið um félagslegt öryggi né utanríkis- stefnu. „Þvert á móti voru kosning- arnar stuðningsyfirlýsing við frjálslyndar félagshyggjuhug- myndir, við félagslegar um- bætur án sósíalisma," skrifaði hann. „IJrslit kosninganna voru frjálslynd uppreisn gegn vald- hroka flokks, sem hefur stjórnað Svíþjóð í 44 ár.“ Ahlmark átti í gær fundi með Thorbjörn Fálldin, leiðtoga Miðflokksins, sem búizt er við að verði næsti forsætisráðherra landsins. Gösta Bohman leiðtogi Ihaldsflokksins, tók þátt í fundunum síðar í gær. Umræðuefnið var myndun sam- steypustjórnar borgaraflokk- anna. Þeim verður haldið áfram. 26.000 INDVíRSK ÞORP UNDIR VATNI Að minnsta kostí 228 manns hafa drukknað í flóðum í ind- verska héraðinu Uttar Pradesh undanfarna daga. Síðasta sólar- hringinn hafa 22 lík fundizt. Tals- maður stjórnarinnar i höfuðborg Indlands. Nýju Delhi. segir að þessi flóð hafi skollið á að minnsta kosti 26 þúsund þorpum. sem hafa heildaríbúatölu yfir níu milljónir. Þá hafa flóð einnig verið í héraðinu Rihar. Þar er talið að sjö manns hafi drukknað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.