Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976. Gjaldeyrisreglurnar: Beina viðskiptum jaf nvel frá ferðaskrifstofunum Gjaldeyrismál eru ætið ofar- lega i huga íslendinga. því þeir eru yfirleiit mjög fúsir til aö „skreppa yfir pollinn“ þegar svo ber við. í þeim efnum má þó viða reka sig á vegg. Ef íslendingur heldur utan í svokallaða IT-ferð, þ.e. hótel- kostnaðurinn er innifalinn, þá sækir viðkomandi ferðaskrif- stofa um gjaldeyri fyrir þann kostnað, er einstaklingur- inn fær sem svarar 30.000 krón- um. Skiptir þá engu máli hvort hótelkostnaðurinn er 5.000 kr. eða 20.000 kr. ferðamaðurinn fær einungis þessar 30.000 krónur. Rökrétt væri að ferða- maðurinn fengi mismuninn, ef einhver væri, en því er ekki að heilsa. Fari hann aftur á móti á eigin vegum, getur hann sótt um gjaldeyri sem svarar 50.000 krónum, gegn framvísun far- seðils. Fæst sá gjaldeyrir þá yfirleitt afgreiddur daginn eftir eða jafnvel samdægurs. Það virðist þvi liggja I augum uppi, að sé um stuttar ferðir að ræða, þá borgar sig að fara á eigin vegum og greiða hótel- kostnaðinn i gjaldeyri þegar á staðinn er komið og má segja að með þessu sé verið að beina fólki frá þvi að notfæra sér þjónustu ferðaskrifstofanna. „Við litum ekki þannig á málið,“ sagði Björgvin Guð- mundsson, formaður gjald - eyrisnefndar bankanna, i sam- tali við DB. „Þessar fimmtiu þúsund krónur, sem islenzkir ferða- menn fá í gjaldeyri eru hámarksupphæð, sem við hjá gjaldeyrisnefndinni getum dregið af eftir ástæðum. Um þetta gilda ákveðnar reglur og sjáum við ástæðu til að skera af þessari upphæð þá gerum við það. Það eru svo miklir erfð- leikar i viðskiptum okkar við ferðaskrifstofurnar, með þessu einfalda kerfi, nú þegar, að ill- framkvæmanlegt væri að taka upp annað form á þessu. Annað mál er, að óréttlátt er sami skammtur skuli veittur hvert sem ferðast er i heimin- um, þrátt fyrir mjög mismun- andi verðlag I hinum ýmsu löndum.“ Það er viða hert að hinum almenna borgara, eins og sést á þessum málum. Furðulegast hlýtur þó að teljast, að á meðan almennum ferðamanni eru skammtaðar 50.000 krónur, sem „skera má af eftir þörfum“, fá opinberir embættismenn sem svarar rúmum 11.000 kr. á dag I gjaldeyri, fari þeir erlendis i embættiserindum. — JB Reyðarfjörður: Stöðugur kjötútf lutn- ingur til Fœreyja Talsverður kjötútflutningur hefur verið frá Reyðarfirði til Færeyja í ár eins og undanfarin ár. Hafa tveir bátar frá Fær- eyjum komið vikulega til Reyðar- fjarðar og sótt kjöt. Hafa þeir nú tekið hér nokkur hundruð tonn af kindakjöti. Kjötið er setthraðfryst um borð, en síðan ekkert kælt á leiðinni, en siglingin til Færeyja tekur sólar- hring. Áður fyrr var ís settur um borð með kjötinu, en því hefur nú verið hætt. Einn færeyskur bátur var á Reyðarfirði í gær til að sækja kjöt. Hét hann því at- hyglisverða nafni „Færeyjabjór". Reyðarfjarðarbátarnir tveir, Gunnar og Snæfugl hafa verið á netaveiðum fyrir Þýzkalands- markað. Snæfugl er nú á leið til Þýzkalands með um 60 tonn af ufsa og þorski. Gunnar er við veiðar. -V.Ö/ASt. Ljós og lífrœnar víddir í Norrœna húsinu Vilhjálmur Bergsson listmál- ari, opnar málverkasýningu í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Ber sýningin yfirskriftina Ljós og lífrænar víddir. Vilhjálmur hefur búið meira og minna í Kaupmannahöfn undanfarin 4 ár og er mikill hluti myndanna málaður þar, en þær eru alls 47 talsins, allt frá árinu 1964. Hann stundaði nám í Kaupmannahöfn og Paris árin 1958-1962 og hefur haldið fjöldann allan af sýningum heima og erlendis. Sú listastefna sem Vilhjálm- ur tileinkar sér er fremur lítið útbreidd hér á landi, en einkar vinsæl erlendis. Helzt er hún frábrugðin abstrakt og popplist að því leyti, að í stað blæbrigða- lousra litaflata eru komnar ómælisvíddir, og litirnir og formin mjög tengd náttúrunni, þó þau séu algjörlega sprottin upp úr hugarheimi lista- mannsins. Sýning Vilhjálms er opin daglega kl. 15-22, til 3. október. -JB. Sólveig Hauksdóttir og Þorsteinn Gunnarsson i hlutverkum sínum. Allt í plati Leikfólag Reykjavíkur: STÓRLAXAR Tveir leikþættir eftir Ferenc Molnór. Þýðing: Vigdís Finnbogadóttir. Leikstjóm Jón Hjartarson. Leikmyndir: Steinþór Sigurðsson. Lýsing: Daníel Williamsson. Fyrir fjörutíu árum var leik- rit eftir Ferenc Molnár leikið í Iðnó, Liliom, sem þá var næstum þrítugt að aldri, birtist fyrst árið 1909. En sagt er að það sé þetta leikrit sem helst haldi nafni hins iðju- og af- kastasama höfundar þess á lofti enn í dag. Annars var víst Molnár leikinn og lipur leik- húshöfundur og vinsæll víða um lönd á árunum milli stríða, en komst til manns þegar á dögum austurrísk-ungverska keisaradæmisins fyrir fyrra stríð. Seinnipart ævinnar bjó hann í Bandaríkjunum og skrifaði fyrir bíó og leiksvið við góðan orðstír að sögn. En ekkert af .þessum né öðrum til- Vanskilavextir- nir hœkka upp í 30% á ári — en ekki fyrr en 20. nóvember Reynslan hefur sýnt, að nauð synlegt er að breikka bil útlánsvaxta og vanskilavaxta til að auka aðhald i útlánamálum og vinna gegn greiðsluvanskil- um hjá innlánsstofnunum, segir meðal annars I fréttatil- kynningu frá Seðlabanka Islands. Hefur bankastjórn Seðla- bankans í samráði við banka- ráðið tekið ákvörðun um nokkrar breytingar á reglum um vexti við innlánsstofnanir. 1 fyrsta lagi hækka vanskila- vextir (dráttarvextir) úr 2% i 2á mánuði eða fyrir brot úr mánuði. Þegar almennir útláns- vextir hækkuðu um 1% á ári hinn 1. mai sl„ varð ekki hækkun á vanskilavöxtum, en nú hafa þeir verið ákveðnir sem fyrr segir. Vanskilavexti má einungis reikna af gjaldföllnum yfir- dráttarskuldum { þeim til vik- um, að lokað hafi verið fyrir skuldafærslur á viðkomandi reikning, eða reikningum verið lokað og tékkaeyðublöð innköll- uð. Gildistimi breytinga á van- skilavöxtunum hefur verið ákveðinn frá 20. nóvember næstkomandi. Að öðru leyti er gildistíminn á breyttum regl- um um vexti miðaður við 1. október næstkomandi. BS Hólmarar sakna sjónvarpsins — og skora á deiluaðila að semja „Við hér í Stykkishólmi erum afskaplega óánægðir með fram- vindu mála hjá sjónvarpinu. Þessa dagana er verið að rukka afnotagjaldið en ekkert sézt nema stillimyndin," sagði Guðni Friðriksson fréttaritari DB í Stykkishólmi í gær. Hann sagði að flestir söknuðu sjónvarpsins og vildu beina þeirri áskorun til beggja aðila í deildunni, að leysa hana sem fyrst. Guðni sagði að fólki fyndist það skrýtið af sjónvarpsmönnum að hrökkva allt i einu upp við það nú, að þeir ættu sér engan stað i launaniðurröðun. Við það bættist að þessi deila byði hættunni heim um að aðrir starfshópar fylgdu í kjölfarið og krefðust hærri launa. -EVl. Einkarítaraskólmn starfsþjálfun skrifstofufólks. KJARNI A: Enska. Ensk bréfritun. Verzlunarenska. Pitmanspróf. KJARNI B: Almenn skrifstofustörf. Skrifstofutækni. SÉRNÁMSKEIÐ: C. Bókfærsla— D. Vélritun — E. Notkun skrifstofuvéla — F. Kennsla á reiknivélar — G. Meðferð tollskjala — H. íslenzka. stafsetning 1If . Brautarholt 4 — sími 11109 Mimir (ki. 1-7 e.h.)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.